Morgunblaðið - 03.02.2002, Side 19

Morgunblaðið - 03.02.2002, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 19 KRINGLUNNI, S. 568 9017 Komdu og gerðu meiriháttar góð kaup... LAUGAVEGI 91 ÚTSALA Opið í dag kl.13-17 Enn meiri verðlækkun á útsölunni Allt að 70% afsláttur Þú getur gert góð kaup á þessari útsölu... ...enn er mikið til af vönduðum og spennandi vörum á miklum afslætti. eva Laugavegi 91, 2 hæð, sími 562 0625 ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR LAUGAVEGI 91, S. 511 1717 OPIÐ Í DAG sunnudag frá k l . 1–5 Heima á veturna háði ég harðabaráttu við föður minn vegna símans. Símtækið var að þeirra tíma sið í gangin- um á milli eldhúss og stofu en bað- herbergið var þar á milli. Þangað var hægt að fara inn með stímtólið með því að loka á snúruna og þannig ræða mikilsverð leyndarmál við vinkonur og ákveða stefnumót við stráka. Pabbi blandaðist í þetta með þeim hætti að hann vildi öðru hvoru komast á klósettið. Hann byrjaði jafnan á að banka, síðan bað hann mig með góðu að koma fram, hótaði svo vasapeningasvipt- ingu og sárbændi mig loks klökk- um rómi um að leyfa sér að kom- ast á klósettið áður en það yrði of seint. Og þótt ég, að unglings- stúlkna hætti, skeytti hvorki um skömm né heiður fór ég nú yf- irleitt fram þá.“ Eins og kunnugt er er lífið gjarnt á að reka ým- islegt ofan í kok á fólki. „Ég hefði kannski verið mis- kunnsamari við pabba hefði ég séð fyrir þá baráttu sem ég sjálf átti eftir að heyja í símamálum,“ sagði konan. „Náttúrulega erum við komin nánast ljósárum fram úr gömlu símtækjunum og meira að segja ég er fyrir þó nokkru búin að eignast lítinn, svartan GSM- síma sem spilar fagurt lag fyrir mig þegar einhver vill ná sam- bandi við mig. Allir aðrir á heimilinu eiga líka síma og skyldi maður þá halda að ég fengi að hafa minn í friði. En því er nú ekki að heilsa. Einkum vill heimasætan, sem er á ung- lingsaldri, seilast í símann til þess að þurfa ekki að eyða dýrmætri inneign í símanum sínum. Ef hún hefur náð símanum mín- um á sitt vald hefur það á stund- um haft þær háskalegu afleiðingar að símareikningurinn verður him- inhár. Mér hefur óneitanlega oft orðið hugsað til pabba þegar ég er að reyna að endurheimta símann minn og stend bankandi og sár- biðjandi fyrir framan baðherberg- ishurðina – því enn sem fyrr er vinsælt að ræða inni á baðherbergi leyndarmál í löngu máli eða ákveða stefnumót sem ekki eiga endilega að fréttast. Eitt kvöldið bar þó nýrra við. Ég lánaði heimasætunni símann minn sem oftar með ströngum fyr- irmælum um að skila honum sem allra fyrst aftur. Aldrei þessu vant skilaði ungfrúin símanum snarlega og spurði um leið blíðlega hvort hún ætti ekki bara að setja hann í töskuna mína. Jú, ég samþykkti það glöð í bragði yfir þessum framförum. Segir nú ekki meira af þessu fyrr en ég af tilviljun síðla kvölds þurfti að sækja dót í geymslu rétt hjá „dyngju“ heima- sætunnar. Heyrði ég þá lágan óm af samtali og varð hissa þar sem ég vissi ekki betur en inneignin í símanum hennar hefði klárast þá fyrr um kvöldið. Hugsandi gekk ég hægt frá dyrunum og eitthvað fór að bögglast í höfðinu á mér sem hélt fyrir mér vöku eftir að ég var lögst í rúmið mitt. Loks stóðst ég ekki mátið og teygði mig eftir töskunni minni til að athuga hvort síminn væri ekki örugglega þar. Jú, þar var hann – en raunar steindauður. Ég kveikti á honum en hann tók ekkert mark á pin- númerinu heldur sýndi mér sim- merki. Ég sat nokkra stund og horfði á það áður en það rann upp fyrir mér hve rækilega ég væri komin í flokk með pabba mínum. Ég stökk upp og barði óvægi- lega að dyrum „dyngjunnar“. „Skilaðu mér símakortinu mínu undir eins,“ sagði ég ógnþrunginni röddu. Máttleysisleg mótmælin staðfestu grun minn. Símakortið endurheimti ég nánast á stundinni ásamt hástemmdum loforðum um að þetta og annað eins myndi aldr- ei – aldrei endurtaka sig, ásamt með þeirri útskýringu ungfrúar- innar að hún „skildi ekki hvað hefði komið yfir sig“. „Góða nótt, góða mín,“ svaraði ég dimmri röddu og stikaði inn til mín með símann í krepptum hnefa. Ég átti sem áður erfitt með að sofna – nú velti ég fyrir mér hvernig ég gæti best varðveitt símann minn. Kannski væri eina ráðið að hlekkja hann hreinlega við sig og læsa sig inni með hann á nóttunni þegar ég gæti ekki leng- ur gegnt varðstöðunni sakir þreytu og syfju. Ég tel að enn skorti mikið á að framþróunin sé næg í símamál- unum. Eftir er að finna þægilega GSM- símahlekki og helst viðvörunar- bjöllu sem gerir vart við þegar einhver ásælist símakortið.“ Já, konan áleit að pabbi hennar hefði hlegið hefði hann séð alla þessa atburðarás. „Hann var vanur að segja við mig í huggunarrómi þegar mér höfðu orðið á mistök: „Þú ert ekk- ert vitlausari en aðrir sem eru jafn vitlausir.“ Eftir uppákomuna með símakortið er ég þó ekki frá því að þannig sé því einmitt farið,“ sagði konan í sögulok. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Vitlausari en aðrir jafn vitlausir? Símahlekkir „MÉR finnst ég hafa lifað marga mannsaldra í símamálum,“ sagði kona nokkur um daginn. Umfjöllunarefnið var farsímanotkun barna og unglinga samtímans. „Fyrst var nú enginn sími þar sem ég var í sveit, síðan kom á bæ- inn brúnn trésími sem hékk uppi á vegg. Hann var mér uppspretta sekt- arblandinnar ánægju,“ hélt konan áfram. „Þegar enginn sá til hlustaði ég nefnilega stundum á samtöl fólksins í sveitinni sem allt hafði eina og sömu línuna. Þannig frétti ég eitt og annað mikilsvert, svo sem hvort vissir strákar á bæjunum í kring ætluðu að fara í sund næsta sunnudag eða á eitthvert mannamót. Öllu minni áhuga hafði ég á að frétta hver ætti að hafa áburð- ardreifarann á næstunni. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Sterkar kalk + D-vítamín Styrkir bein og tennur 400 mg af kalki töflur til að gleypa. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.