Morgunblaðið - 03.02.2002, Side 24

Morgunblaðið - 03.02.2002, Side 24
24 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ NAUMAST líður sá dagur aðekki sé rætt og ritað umstórframkvæmdir í höfuð-borginni, sem eigi að lyfta menningarlífi þjóðarinnar í slíkar hæðir að annað eins hafi aldrei þekkst. „Stilltu þig gæðingur,“ var einhverntíma sagt. Um leið og fram- faraspor eru stigin þarf að læra af fyrri mistökum í byggingarsögu borgarinnar. Hver man nú „framfara- sókn“ þá sem var á dagskrá fyrir all- mörgum áratugum þegar nauðsyn- legt þótti að ryðja úr vegi fyrsta húsi, sem reist var með leyfi nýskipaðrar byggingarnefndar Reykjavíkur árið 1839? Húsið stóð í Hafnarstræti og var eitt hið sérstæðasta. Stílhreint og reisulegt, án yfirlætis. Norðan þess liðaðist lygn bæjarlækur til sjávar. Handan lækjarins reis hús eitt reisu- legt, í svipuðum stíl. Þar var um langt skeið aðsetur æðstu stjórnar lands- ins, stiptamtmaður og stjórnarráð. Fyrrgreinda húsið stakk í stúf við umhverfi sitt hvað varðaði klæðningu og þak. Það var klætt með skífum og þótti að því mikil prýði í umhverfi húsa sem ýmist voru tréklædd eða hlaðin úr torfi og grjóti. Þeir sem stóðu fyrir smíði hússins röktu ættir sínar til heitari landa. Í bók þeirra Björns Th. Björnsson- ar og Leifs Þorsteinssonar ljósmynd- ara er birt ljósmynd af húsi Siemsens- bræðra eins og það var árið 1882. Þar sjást lækurinn, kalkofninn, en kalkið, sem þar var unnið, var sótt í Esjuna, sem gnæfir í baksýn. Sunnanmegin við húsið er grasflöt. Þar eru allmarg- ir gróðurreitir, kassar þar sem sáð var fræjum og laukum, sem prýddu umhverfi sitt er leið á sumar og færðu björg í bú með matjurtum. Húsið stóð ennþá árið 1969 er bók Björns Th. og félaga hans birtist. Þá var umhverfið breytt frá því sem áður var. Gróður hafði vikið fyrir malbiki og nú varð hið sögufræga og fagra hús að víkja fyrir malbiki og hverfa, til þess að bifreiðar borgaranna gætu aukið hraðann og komist leiðar sinnar „í erindisleysu með dugnaðarfasi“, sem einkenndi allt mannlíf í sívaxandi höfuðborg. Jón Guðmundsson, fornvinur og fé- lagi Jóns Sigurðssonar forseta, ritar vini sínum og vopnabróður athyglis- verð bréf hvorn daginn eftir annan, 3. og 4. mars 1848. Um þær mundir er mikil ólga á meginlandi Evrópu og bylgjur frelsishreyfinga brotna í vík- um og vogum Ísafoldar. Jón Guð- mundsson ritar um það, sem hann kallar „eljaraglettur nokkrar milli danskra kaupmanna og bæjarfógeta út af íslensku“. Bæjarfógetinn Stefán Gunnlaugsson lét festa upp auglýs- ingu og birta með trumbuslætti: „Ís- lensk tunga á best við í íslenskum kaupstað hvað allir athugi.“ Nætur- vörðurinn var látinn hrópa á íslensku sama kvöldið. Þetta kom fyrir amtið, og mun Rosenörn (amtmanni) ekki hafa líkað aðferðin með öllu, en þó lét hann „allt standa sem komið var“. Hér á bréfritarinn við uppþot það er varð út af tiltæki Stefáns landfógeta Gunnlaugssonar er hann lét nætur- vörðinn hrópa tilvitnuð ummæli. Höjst upassende að vilja brúka svona íslensku Bréf Jóns Guðmundssonar er hann ritar degi síðar, hinn 4. mars, er svo- hljóðandi: „Sjálfum sér eru þeir ennþá líkir sumir herrarnir hérna. Í dag var hér byggingarnefndarfundur, og var eg í forföllum bæjarfógetans eins og fullmektugur hans á fundinum og ætlaði eg að rita það, sem gjörðist, á íslensku (það hefir að vísu sjaldan verið gjört –), en Tærgesen varð æfur og kvaðst fara, ég sagði að það mætti vera, en justtr, Kusi og Jónassen studdu hans mál, svo allir urðu á því að rita á dönsku; nú geingur Kusi að því búnu um allan bæ og hælir sér af þessu og þykist hafa unnið frægt verk; við einn, sem mælti móti honum, sagði hann, „að það væri höjst upass- ende að vilja brúka svona íslensku, þar sem bæði væru danskir menn í stjórninni, og allir skildi dönsku fyrst við værum svo afhængige hinni dönsku þjóð og uppá hana komnir, og það væri synd að vilja styggja svo þá dönsku innbúa staðarins. Jónassen kvað alltaf rita í gjörðabók fulltrú- anna (hann er oddviti þeirra) á dönsku; við bæjarfógetinn (Stefán Gunnlaugsson) ritum samt í gjörða- bók bæjarstjórnarinnar á íslensku; svo var áætlunin rituð og send amt- manni en hann samþykkti hana með áteiknun á íslensku; hann ritar og á öll sakamál, sem ganga til og frá Yf- irrétti, á íslensku. Rosenörn kvað líka skopast að þeim íslensku herrunum hér, hvað þeim liggur í léttu rúmi um móðurmál sitt. Um þetta getur maður víst enga klausu fengið prentaða í Reykjavíkurpóstinum.“ Hér vitnar bréfritari í málgagn þeirra Páls Melsteðs sagnfræðings og Þórðar Jónassens dómstjóra. Kveðst ekki vænta þess að hann fái birtar greinar er gangi gegn áliti útgefenda. Til fróðleiks má geta þess að Páll Mel- sted birti frásögn um sigurför ís- lenskra kartaflna á garðyrkjusýning- um í Belgíu um þessar mundir. Útsæðiskartöflur voru sendar héðan með skonnortunni „Reykjavík“, sem var í eigu hr. Siemsen og flutti send- ingu frá Þórði Sveinbjörnssyni, dóm- stjóra sem þá bjó í Nesi við Seltjörn. Menningarástand Reykjavíkur Í manntali Reykjavíkur 1845 er Carl Franz Siemsen búsettur í Siem- senshúsi sem síðar verður Hafnar- stræti 23. (Það var nefnt hjá Siemsen austur frá.) Hann er fæddur í Glücks- burg í Holstein. Kona hans Caroline sem er 32 ára er einnig fædd þar. Hjá þeim er sonur þeirra Carl. Hann er fimm ára, fæddur í Flensborg. Í hús- inu búa einnig Peter Brunswich ass- istent, 19 ára, fæddur í Kaupmanna- höfn og Wilhelmine Kallenborg ráðskona, 21 árs, fædd í Rindsborg. Bræðurnir Carl Franz og Edvard Siemsen koma báðir við sögu Reykja- víkur. Þeir gerðust báðir borgarar Reykjavíkur og tóku virkan þátt í verslun, viðskiptum og bæjarmálum. Bræðranna er víða getið í bókum fræðimanna. Þeir koma víða við sögu framfaramála. Hvarvetna má greina spor þeirra bræðra. C. Fr. Siemsen styður starfsemi barnaskóla. Hann styrkir sjúkrahús. Vill stofna banka og kaupþing. Flytur hingað andblæ evrópskrar kaupsýslu og menningar- mála. Jónas Hallgrímsson nefndir hann sem forgöngumann um varð- veislu náttúrugripa í bréfi sínu til Japhetus Steenstrups. Jón Helgason biskup, fjölfróður og iðjusamur sagnfræðingur, skráir at- hafnasögu Siemsensbræðranna í bók- um sínum. Hann segir frá kaupsýslu þeirra bræðra. Um Carl Franz Siem- sen segir hann: „Þjóðverji nokkur, Carl Franz Siemsen hafði sett á stofn einu þýsku verslunina hér á landi í þá daga.“ Carl Franz hafði fyrst verið búsettur hér í bæ, en fluttist héðan til Hamborgar. Þá tók bróðir hans Edv- ard við forstöðu verslunarinnar og hafði hana á hendi allt til ársins 1878. Edvard kom hingað upphaflega sem stýrimaður á skipi bróður síns. Hann kvænist alíslenskri konu Sigríði Þorsteinsdóttur, „Sigríði í klúbbnum“ eins og Jónas Hallgrímsson kallar hana í bréfi til Japhetus Steenstrups náttúrufræðings. Jónas bregður á glens við Steenstrup er hann skrifar í örbirgð sinni og vesöld í Reykjavík í nóvember 1841. Hann nefnir þar ýmsa þá sem Jón Guðmundsson hafði ritað um í bréfi sínu er frá var sagt. Jónasi Hallgrímssyni tekst að lýsa sorg og óhamingju, gleði og lífsham- ingju, örbirgð og lánleysi, í fáorðu bréfi til vinar síns. Hann minnist þar Stefáns landfógeta, Siemsensbræðr- anna Carls og Edvards. Við sjáum glöggt menningarástand Reykjavík- ur, örvæntingarfulla og vonlausa bar- áttu „listaskáldsins góða“ fyrir vís- indalegu starfi náttúrufræðinga. „Það verður hlegið að mér og Ísland verður af safninu,“ segir hann um áform sitt um náttúrugripasafnið. Jónas þekkir vel konuefni Edvards Siemsens. Hann kannast við hana úr Klúbbnum þar sem hún hafði gengið um beina. Það gerði líka Málfríður Sveinsdóttir á sínum tíma. Upphafið að „íslensku safni í Reykjavík“ Bréf Jónasar Hallgrímssonar til J. Steenstrups eins og það birtist í Bréf- um til Jóns Sigurðssonar í útgáfu Hins íslenska bókmenntafélags, sem- þeir stýrðu Bjarni Vilhjálmsson, Finnbogi Guðmundsson, Jóhannes Halldórsson og Einar Laxness: Bærinn átti gamalt fangelsi sem nú hefur verið lagt niður „sem miður hentugt“. Þetta húsnæði hefur hið háa og „Sjálfum sér eru þeir ennþá líkir sumir herrarnir hérna“ Jónasi Hallgrímssyni var látið í té fyrrum fangelsi þar sem hann gæti komið fyrir upphafi að „ís- lensku safni í Reykjavík“, á þeim tíma er elj- araglettur voru milli danskra kaupmanna og bæj- arfógeta út af íslensku. Pétur Pétursson rifjar upp sögu húss sem lengi var aðsetur Siemsensbræðra, steinsnar frá Stiptamtmannshúsi og Stjórnarráði. Jón Guðmundsson, ritstjóri Þjóðólfs (1852–1874), var skrifari landfógeta. Hann vildi að fundargerðir væru rit- aðar á íslensku. „Sigríður í klúbbnum“ sem Jónas Hallgrímsson segir frá í bréfi sínu og kenndi við veitingastaðinn þar sem hún hafði gengið um beina. Hún var dóttir Þor- steins lögregluþjóns í Brunnhúsum. Edvard Siemsen var eiginmaður hennar. Carl F. Siemsen tók virkan þátt í verslun, viðskiptum og bæjarmálum. Robert Peter Tærgesen krafðist þess að fundargerðir bygginganefndar væru ritaðar á dönsku. Hús Siemsensbræðranna við Hafnarstræti. Þetta var fyrsta húsið sem reist var eftir að bygginganefnd var skipuð. Sunnan við húsið eru gróðurreitir. Hvarvetna mátti greina spor þeirra bræðra og er þeirra víða getið í bókum fræðimanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.