Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 31 Norræni menningarsjóðurinn styrkir norræn menningarverkefni - þar sem þátttakendur koma frá að minnsta kosti þremur mismunandi ríkjum/ sjálfsstjórnarsvæðum Umsóknir til sjóðsins þurfa að vera póststimplaðar í síðasta lagi 15. mars 2002. Afgreiðslutíminn er um það bil þrír mánuðir. Næsti umsóknarfrestur er 15. september 2002. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá: www.nordiskkulturfond.org NORRÆNA MENNINGARSJÓÐNUM Store Strandstræde 18 DK-1255 København K Sími: +45 - 33 96 02 00 Netfang: kulturfonden@nmr.dk www.yogastudio.is Yoga Studio – Halur og sprund ehf., Auðbrekku 14, Kópavogi, símar 544 5560 og 864 1445. Umboðsaðili fyrir Custom Craftworks nuddbekki og Oshadhi ilmkjarnaolíur o.fl. Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst 5. febrúar – Þri. og fim. kl. 20.00 4ra vikna uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eru að glíma við streitu, kvíða og fælni. Traust námskeið frá árinu 1994 — byggt á reynslu (sjá nánar á www.yogastudio.is). Grunnnámskeið með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst 12. febrúar – Þri og fim. kl. 19.00. 4ra vikna námskeið fyrir fólk á öllum aldri sem vill kynnast jóga. Ásmundur kennir jógastöður og öndunaræfingar sem hjálpa að losa um spennu auk slökunar. Opnir jógatímar á vorönn. Sjá stundaskrá á www.yogastudio.is Ásmundur  Hjartans þakkir sendi ég til fjölskyldu minnar, vina og vandamanna, sem glöddu mig og sýndu mér hlýhug í tilefni af 80 ára afmæli mínu þann 27. desember síðastliðinn. Guð veri með ykkur. Margrét Hannesdóttir. Í ÁGÚST verður frumsýndbyggðaleiksýning í Jönköpingléni í Svíþjóð þar sem sexsveitarfélög hafa sameinast um eitt stærsta slíkt verkefni sinnar tegundar í Svíþjóð. Um sex hundruð manns taka þátt í sex sýningum sem saman mynda eina heild og taka heil- an dag í flutningi þar sem áhorfend- ur ferðast á milli þéttbýlisstaða í rút- um og horfa á eina leiksýningu á hverjum stað. Listrænn stjórnandi þessa stóra verkefnis og annar tveggja höfunda þess er Íslending- urinn Jakob S. Jónsson, fyrrverandi leiksviðsstjóri til margra ára við Jön- köping leikhúsið og nú verkefnis- stjóri og handritshöfundur hjá Små- lands Musik och Teater. Morgunblaðið fékk Jakob til að segja frá þessu verkefni sem hefur útheimt mikinn og langan undirbún- ing. Byggðaleiksýningar feikivinsælar „Forsaga verkefnisins er sú að Jönköpings länsteater, sem síðar varð Smålands Musik och Teater með samruna við Länsmusiken i Jönköpings län, hefur þá skyldu á herðum að styðja áhugaleiklist í lén- inu. Leikhúsið, sem er atvinnuleik- hús, hefur átt þátt í að setja upp byggðaleiksýningar þar sem at- vinnuleikarar og áhugamenn hafa leikið, atvinnufólkið hefur leikið aðal- hlutverkin og áhugaleikararnir verið í minni hlutverkum, auk þess sem tæknifólk leikhússins hefur annast sína hlið. Þessar sýningar hafa einatt verið leiknar um sumartíma og notið feikna vinsælda. Menningarfulltrúi Gislaved, Magnus Jonsson, kom að máli við leikhússtjórann, Bernt Lindqvist, og falaðist eftir því að fá slíka sýningu heim í hérað, og tók Bernt því auðvit- að vel. Svo hagar til í Gislaved, sem er sveitarfélag í suðvesturhluta Jön- köping-léns, að byggð þar einkennist af nokkrum sterkum þéttbýliskjörn- um. Annars staðar má sjá sveitar- félög byggjast kringum einn sterkan þéttbýliskjarna, en stærsti þéttbýlis- kjarninn, sem einnig ber nafnið Gislaved, er ekki sjálfsagður mið- punktur sveitarfélagsins. Þar voru upphaflega aðeins vegamót, gisti- og veitingasala og markaðsstaður, en um miðja nítjándu öld höfðu fyrir- tæki farið að koma sér fyrir í nánd við veginn og þegar tveir bræður, Calle og Ville Gislow, komu aftur heim frá Ameríku og settu á stofn gúmmíverksmiðju sem óx hratt og efldist, þá myndaðist hinn eiginlegi þéttbýliskjarni sem nú heitir Gisla- ved. Í augum annarra í héraðinu er Gislaved því hálfgert platþorp. Ein leiksýning á hverjum stað Vegna þessa þótti ómögulegt að gera eins og venja var til, að skapa eina stóra byggðaleiksýningu í aðal- þéttbýliskjarnanum; það hefði þótt gera öllum öðrum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins of lágt undir höfði og hefði skapað slæma stemningu í byggðinni – „af hverju fær Gisla- vedskjarninn alla þjónustu...?“ og svo framvegis. Bernt Lindqvist fól mér að hefja samræður við Magnus og kanna, hvernig væri hægt að koma á fót skemmtilegu byggðaleikhúsverk- efni, þar sem tekið væri mið af stolti heimamanna í hverjum þéttbýlis- kjarna. Við Magnus settumst niður og veltum vöngum yfir þessu, og á endanum þóttumst við hafa fundið lausn, sem tók tillit til allra þéttbýlis- kjarna héraðsins og var auk þess talsvert nýmæli, sem gæti vakið meiri athygli en einatt er um byggðaleikhús áhugamanna. Hugmyndin, sem við settum á blað var í stuttu máli þessi: við sköpum eina leiksýningu á hverjum stað. Leiksýningin verður styttri en venja er um byggðaleikhús, eða um hálf- tími að lengd, en áhorfendur verða fluttir í rútum á milli staða og fá þannig að sjá sex leiksýningar á jafn- mörgum stöðum. Á leið milli leiksýn- inga fá áhorfendur að heyra frásagn- ir úr sögu héraðsins og ýmislegt annað skemmtilegt, og úr verður þannig heils dags upplifun, sem óneitanlega mun vekja athygli á sögu byggðarinnar allrar. Þannig þóttumst við hafa leyst þann vanda, sem byggðarígurinn hefði annars valdið. En við vildum einnig ná fleiri markmiðum. Í Gisla- ved hefur mannlífið í meir en hundr- að ár einkennst af landbúnaði og iðn- aði. Smáiðnaður stendur ákaflega sterkum fótum í sveitarfélaginu, og hefur skapað sérstakan anda sam- vinnu. Hins vegar hafa listir af hefð- bundnum toga, leiklist, myndlist og annað, átt erfiðara uppdráttar í byggðinni, menn hafa einfaldlega sest upp í bílinn og farið til stórborg- anna Stokkhólms, Gautaborgar eða Malmö, ef til stóð að stytta sér stund- ir. Undantekningin er tónlistarlífið, sem stendur á gömlum merg verka- lýðshreyfingar. Við settum því í okkar grunnhug- mynd, að engir atvinnuleikarar skyldu taka þátt í þessum sex leik- sýningum – en hins vegar skyldi at- vinnufólk aðstoða af öllum mætti þá áhugamenn er þarna myndu fylkja sér saman um að skapa leiksýningu upp úr sögu síns staðar. Kenna leik- list, leikstjórn, tæknivinnu, gerð leikmynda og búninga og þar fram eftir götum. Við vonuðumst til að þannig myndi skapast í hverju þétt- býli, ákveðinn kjarni fólks, sem gæti síðan haldið starfinu áfram af eigin mætti. Þá vildum við einnig, að verkefnið myndi hafa þau áhrif innan byggð- arlagsins alls, að menningaráhugi ykist, stolt íbúanna yfir byggðinni allri vaxa og að skólarnir tækju til sín verkefnið þannig að kennarar myndu í auknum mæli vinna verk- efni með nemendum í staðarsögu. Því tengdum við saman í verkefninu svo ólíka aðila sem Smålands Musik och Teater, Lénsminjasafnið, Sam- tök átthaga- og sögufélaga í Gisla- ved, Kennaraháskólann í Jönköping og sex samtök námsflokka og Tón- listarskólann í Gislaved. Yfir öllu hvíldi svo sveitarfélagið, sem er eig- andi verkefnisins meðan því er hleypt af stokkum, en gert er ráð fyrir því að verkefnið haldi áfram í einhverri mynd af eigin afli þegar fram í sækir. Við Magnus Jonsson, menningarfulltrúi, erum því höfund- ar verkefnisins. Allir vildu styrkja okkur Nú fór í hönd tími kynningar á hugmyndinni meðal almennings í Gislaved. Öllum þótti hugmyndin sniðug en óframkvæmanleg, eins og einatt er um hugmyndir sem hafa eitthvað nýtt í för með sér, en byggðaleikhús af þessu tagi hefur að því er ég veit best aldrei verið gert. En svo fór á endanum, að átthaga- og sögufélög, sem til eru í hverjum þéttbýliskjarna í Gislavedshéraði, kváðust reiðubúin að vinna að þessu máli, þótt óvíst væri um árangurinn – en hér var að þeirra mati mál sem varðaði byggðina miklu og það varð að úrslitaatriði. Samtímis því sem viðræður og samtöl áttu sér stað við fólkið í byggðunum, könnuðum við hversu styrkvænleg hugmyndin var. Hið merkilega gerðist, að allar styrkum- sóknir, sem við sendum út, fengu já- kvæð viðbrögð, og áður en við eig- inlega vissum af, vorum við komnir með nægilega mikið fé, sem gerði okkur kleift að hrinda hugmyndinni- af stað. Þegar hér var komið sögu var verkefnið formlega skapað. Mér var falin framkvæmdastjórn verkefnis- ins, og er ég fulltrúi Smålands Musik och Teater í verkefnisstjórninni; þá gerðist ég einnig listrænn stjórnandi verkefnisins, því augljóst var að það þurfti að hafa yfirsýn yfir fram- kvæmd hins listræna hluta verkefn- isins, þannig að áhorfendur fyndu, að sýningarnar sex mynduðu eina heild. Nú fóru í hönd tímar skipulagn- ingar. Námskeið voru hönnuð í leik- list, leikstjórn, leikmyndagerð og smíði, búningahönnun, leiksvið- stækni, móttöku gesta, markaðs- setningu og leiðsögumennsku. Það þurfti að finna sex staði, þar sem hægt væri að búa til leiksvæði, en öll verkin verða leikin undir berum himni. Átthaga- og sögufélögin fengu það verkefni að leita uppi skemmtilegar frásagnir úr staðarsögunni, sem hægt væri að færa í leikbúning. Ætl- unin var að fólk úr þeirra hópi skrif- aði leikverkin undir minni leiðsögn, en það fór nú samt svo á endanum, að það var aðeins á tveimur stöðum sem þeirri áskorun var tekið. Ég fékk því það verkefni ofan á annað að semja fjögur leikhandrit með stuðningi meðlima sögufélaganna. Þetta er með skemmtilegustu störfum sem ég hef fengist við, og það hefur verið stórkostleg reynsla að skrifa leik- verk í svo náinni samvinnu með fólki, sem jafnvel er náskylt þeim sögu- legu persónum, sem verið er að vekja til lífs upp úr sögulegum heimildum og persónulegum endurminningum. Spurn eftir aðgöngumiðum Þetta er í stuttu máli forsaga verk- efnisins Teaterresan – og má með sanni segja, að hér sé um leikferð að ræða í öllum skilningi þess orðs, og mjög sérstök reynsla að sjá þetta verkefni vaxa fram með fólkinu í Gislaved. Núna eru um 400 manns starfandi við verkefnið, en áður en lýkur verða um 600 manns starfandi við það, á og utan leiksviða. Núna hefur verkefnið tekið á sig formfasta mynd, og það heyrir til tíð- inda að það er þegar farið að falast eftir aðgöngumiðum, átta mánuðum fyrir frumsýningu! Svo ekki sé minnst á bjartsýnina, sem ríkir í leik- smiðjunum sex, sem standa að verk- efninu. Þegar er fólk farið að koma að máli við okkur, sem stjórnum verkefninu, og farið að tala um hvað eigi nú að gera, þegar Teaterresan er liðin. Að framtíð skal hyggja, og það er svo sannarlega gert hér. Þetta er langstærsta verkefni, sem ég hef nokkurn tíma átt þátt í og hafa þau þó sum hver verið býsna stór. En engu verkefni hef ég unnið að sem hefur skapað jafn sterkan og jákvæðan anda meðal fólks og sam- einað kynslóðirnar. Hér leggjast all- ir á eitt um að skapa það sem aldrei hefur verið skapað áður, í þágu sinn- ar sögu og byggðar og það er stór- kostlegt að eiga þátt í því.“ Jakob S. Jónsson höfundur og verkefnisstjóri byggðaleikhúss í Svíþjóð Sex útileiksýning- ar samdægurs Jakob S. Jónsson, verkefnisstjóri Teaterresan, er hér ásamt áhugafólki í Anderstorp að kanna aðstæður fyrir eina af sýningunum sex.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.