Morgunblaðið - 03.02.2002, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 03.02.2002, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 33 þekking hjá Baugi á alþjóðlegu viðskiptalífi og verður athyglisvert að fylgjast með því hvort og á hvern veg sú nýja þekking verður nýtt. Vel má vera, að athygli forráðamanna Baugs beinist næstu mánuði í ríkara mæli að rekstr- inum hér heima fyrir. Afkomutölur Baugs benda ekki til, að verzlunarreksturinn skili miklu en það kann m.a. að stafa af því, að fyr- irtækið sé einfaldlega að reka of margar verzl- anir undir of mörgum vörumerkjum. Á síðustu misserum hefur verzlunin færst æ meir til ódýrari verzlana Baugs, þ.e. Bónus og Hag- kaupa, og verður forvitnilegt að fylgjast með því hvort sú þróun leiðir til endurskipulagn- ingar á rekstri félagsins hér. Hreinsunar- eldur Í Bandaríkjunum er rætt um að viðskipta- lífið þar í landi gangi um þessar mundir í gegnum hreinsunareld. Eftir mikinn uppgang undanfarinna ára hafa Bandaríkjamenn búið við efnahagslegan samdrátt í nokkur misseri. Á slíku samdráttarskeiði gangi fyrirtækin í gegn- um hreinsunareld og þau, sem séu illa rekin eða standi höllum fæti af einhverjum ástæðum falli fyrir borð. Dæmi um þetta sé gjaldþrot Enron og fleiri stórra fyrirtækja vestan hafs, sem hafa ekki vakið jafn mikla athygli. Beggja vegna Atlantshafs fara fram fróðleg- ar umræður um þessi mál. Þannig hafa komið fram þau sjónarmið í Bretlandi, að gjaldþrot fyrirtækis á borð við Enron hefði leitt til af- skipta ríkisstjórna og tilrauna til að forða falli fyrirtækisins en í Bandaríkjunum gangi kapít- alisminn sinn gang og virki eins og hann eigi að virka. Þetta eru efnislega sömu umræður og fram hafa farið hér á landi síðustu 10 árin eða svo en forráðamenn Sjálfstæðisflokksins á þessu tímabili hafa einmitt lagt áherzlu á, að hverfa frá þeirri pólitík, sem hér var lengi rek- in, að fyrirtæki mættu ekki verða gjaldþrota heldur yrðu stjórnvöld a.m.k. oft að grípa inn í með einhvers konar stuðningi. Líklegt má telja, að hið sama sé að gerast hér og í Bandaríkjunum þótt við tökum ekki eftir því með jafn skýrum hætti. Efnahagsleg uppsveifla náði hámarki á árinu 2000 hér á landi en seinni hluta þess árs og á síðasta ári varð umtalsverður samdráttur. Þau umskipti hafa valdið þeim fyrirtækjum miklum erfiðleik- um, sem höfðu tekið á sig of mikinn kostnað í uppsveiflunni eða lagt í mikla áhættu vegna kaupa á hlutabréfum í öðrum fyrirtækjum. Margvíslegar sviptingar í viðskiptalífinu á undanförnum mánuðum endurspegla þennan veruleika. Fyrirtæki hafa efnt til róttæks nið- urskurðar á útgjöldum. Fyrirtæki hafa verið seld. Fyrirtæki hafa sameinast öðrum fyrir- tækjum. Fyrirtæki hafa selt eignir. Allt er þetta til marks um, að atvinnulífið bregst við breyttum aðstæðum eins og það á að gera. Þess vegna eru mikla líkur á því, að þeg- ar ný uppsveifla hefst í efnahagslífinu hér verði fjölmörg fyrirtæki betur undir það búin að nýta sér hana en ella. Eins og eðlilegt er hefur þjóðin verið mjög áhyggjufull síðustu misseri vegna vaxandi verðbólgu og sú þróun hefur haft neikvæð áhrif á atvinnulífið. Nú er að skapast jafn víðtæk samstaða um að standa gegn verðhækkunum eins og gerðist í kjölfar kjarasamninganna vet- urinn og vorið 1990. Forystumenn Alþýðusambands Íslands eiga mestan þátt í þessari jákvæðu þróun. Þeir hafa tekið frumkvæði af þeirri stærðargráðu, sem ekki hefur sést hjá verkalýðshreyfingunni í einn áratug. Þeir hafa rekið skynsamlega en ákveðna pólitík í þessum efnum. Með því hefur verkalýðshreyfingin öðlast nýtt líf og fengið nýtt hlutverk. Morgunblaðið/RAX Í vari í Reykjavíkurhöfn. „Það fer varla á milli mála, að sala þriggja Íslendinga, þeirra Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þor- steinssonar, á bjórverksmiðju í Pétursborg í Rúss- landi er einn stærsti, ef ekki stærsti, við- skiptasamningur af þessu tagi, sem gerður hefur verið í sögu íslenzks viðskiptalífs.“ Laugardagur 2. febrúar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.