Morgunblaðið - 03.02.2002, Síða 36

Morgunblaðið - 03.02.2002, Síða 36
✝ Hólmfríður S. Ármannsdóttir fæddist í Lindar- brekku á Hofsósi 11. apríl 1941. Hún lést á heilbrigðisstofnun Suðurnesja 26. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðrún K. Jóhanns- dóttir frá Hofsósi, f. 5.3. 1921, d. 25.1. 1996, saumakona, og Ármann Jóhannsson frá Hofsósi, f. 18.12. 1909, d. 2.11.1979. Þau skildu Fóstur- faðir Hólmfríðar er Ágúst Ás- björn Jóhannsson frá Hofsósi, f. 17.3. 1926. Systkini hennar eru Gylfi Örn Ármannsson, f. 1948, maki Ólafía K.G. Sigurbergsdótt- ir, f. 1946. Hálfbróðir Hólmfríðar sammæðra er Elvar Ágústsson, f. 1960, maki Steinunn Hákonar- dóttir, f. 1961. Hálfsystir, sam- feðra, er Valdís Ármannsdóttir, f. 1930, maki Jón Sigurðsson, f. 1918, d. 1997. Hólmfríður giftist 23.10. 1960 eftirlifandi manni sínum Árna Ólafssyni, f. 22.7. 1937 í Keflavík. Foreldrar hans voru Guðný Árna- dóttir, f. 10.6. 1910 í Hlíð í Þorska- firði, d. 21.2. 1977, og Ólafur Að- alsteinn Hannesson, f. 25.12. 1904 í Gróf- arbæ í Reykjavík, d. 27.10. 1964. Börn Árna og Hólmfríðar eru: 1) Ármann, f. 1959, kvæntur Maríu Þorgrímsdóttir, f. 1960, eiga þau þrjú börn. Árna Þór, f. 1985. Hólmfríði Sig- rúnu, f. 1991, og Kjartan Óla, f. 1997. 2) Ólafur, f. 1960, d. 1966, 3) Guðný, f. 1962, gift Friðriki Guðmundssyni, f. 1959, og eiga þau tvær dætur, Sig- rúnu Örnu, f. 1985, og Unni, f. 1992. 4) Ólasteina, f. 1967. 5) Rún- ar Eyberg, f. 1972, í sambúð með Hildi B. Jónsdóttur, f. 1974. Dóttir hans er Katrín Ösp, f. 1994. Dóttir Hildar er Alexandra Bernharð, f. 1992. Hólmfríður vann um skeið sem verkakona á Siglufirði og síðan mötuneytisstarfsmaður og sauma- kona í Keflavík til 1981. Frá árinu 1981 starfaði Hólmfríður sem hús- vörður í Íþróttahúsi Keflavíkur. Útför Hólmfríðar fer fram frá Keflavíkurkirkju á morgun, mánudaginn 4. febrúar, og hefst athöfnin klukkan 14. Dagar koma og dagar fara, eng- inn ræður sínum næturstað. Eitt- hvað þessu líkt kom upp í huga minn þegar mér barst vitneskja um andlát Hólmfríðar Ármannsdóttur. Síðast þegar ég hitti hana, sem var á milli jóla og nýárs, var gott í henni hljóðið. Bati hennar virtist vera á réttri leið Hún og Árni vinur minn litu nokkuð björtum augum fram á veg. En það er ekki ein bár- an stök og það syrti í álinn, nú nokkrum vikum síðar er hún öll. Það er því mikill harmur kveðinn að Árna mínum og hans fólki þessa dagana. Þegar ég hugsa um Fríðu er Árni alltaf með í þeim hugsunum, því að í öllum mínum kynnum af þeim í gegnum árin hafa þau ávallt verið saman. Fríða var mjög ljúf manneskja og mikill vinur vina sinna. Hún var ekki mikið fyrir að láta bera á sér og hélt sig frekar til hlés. Tilfinn- ingar sínar bar hún ekki á torg en lá ekki á skoðunum sínum þegar svo bar undir . Hún var mikil fjöl- skyldumanneskja og hjá henni hafði fjölskyldan algjöran forgang. Hún og Árni áttu barnaláni að fagna en urðu þó fyrir því mikla óláni að missa son sinn, barn að aldri, af slysförum. Þau báru þenn- an mikla harm sinn í hljóði og nutu þess því betur að sinna öðrum börnum sínum af ástúð og kost- gæfni. Við Hulda vorum svo heppin að kynnast Fríðu og Árna skömmu eftir að við fluttum til Keflavíkur enda vorum við á svipuðu reki. Áhugamál okkar fóru saman og við fundum fljótt þá taug sem tengt hefur okkur saman fram á þennan dag. Við störfuðum öll árum saman í Björgunarsveitinni Stakkur og tók- um þátt á öllu því sem þar skeði. Vegna anna við barnauppeldi og heimilishald á þeim árum kom Fríða eins og aðrar konur okkar fé- laganna aðallega að starfinu í kvennadeild Stakks sem var sveit- inni til mikils styrks og stuðnings. Árni var mjög virkur félagi og starfaði af krafti með sveitinni og ekki er mér grunlaust um að stund- um hafi Fríðu þótt nóg um hversu miklum tíma hann eyddi í þetta áhugamál sitt, en ekki varð ég var við að hún reyndi að hafa þar áhrif á. Ég minnist nokkurra fjölskyldu- ferða sem sveitin fór og að sjálf- sögðu komu þau Fríða og Árni með og allir krakkarnir. Bílakostur þeirra var ekki alltaf mjög beysinn á þessum tíma, svo að það var heil- mikið fyrirtæki að koma fjölskyld- unni og öllu sem henni tilheyrði fyrir í bílnum, en ekki var það sett fyrir sig, þau mættu samt. Fríðu var stundum um og ó þeg- ar fjör fór að færst í leikinn á kvöldvökum okkar félaganna og allt virtist vera að fara úr bönd- unum. En henni var það mjög vel lagið að hægja á okkur með sínum rólegheitum og skapprýði. Þegar árin liðu og við öll höfðum dregið okkur út úr starfi björgun- arsveitarinnar, börnin flest flogin úr hreiðrinu og við gátum veitt okkur meiri tíma til að sinna okkur sjálfum, tókum við okkur saman nokkur pör sem starfað höfðum mikið innan sveitarinnar og mynd- uðum með okkur ferðahóp sem tók upp þann sið að hittast einu sinni á ári til að fara upp á fjöll eða á ein- hvern þann stað sem okkur leist á hverju sinni. Það eru bráðum kom- in 20 ár og þau Fríða og Árni hafa verið með öll árin nema eitt. Það væri hægt að rita langt mál um allar ánægjustundirnar sem við höfum átt með þeim hjónum í byggð og óbyggð í gegnum árin. Í þeim ferðum hafa skipst á skin og skúrir, sumar ferðirnar auðveldari en aðrar en eitt áttu þær allar sam- eiginlegt, ánægjuna af félagsskap þeirra beggja. Án þeirra hefði þetta allt orðið ólíkt litlausara. Samband þeirra var ástríkt, þó voru þau mjög ólík að skapferli, Árni er skapríkur og tilfinninga- næmur maður sem oft lætur hjart- að og líðandi stund ráða viðbrögð- um sínum en Fríða vildi oftast fara sér hægara og var rólegri. Ekki má skilja orð mín svo að hún léti ekki tilfinningar sínar í ljós þegar henni sýndist svo og oftar en ekki taldi hún ástæðu til að hægja örlítið á Árna sínum þegar leikar stóðu sem hæst. En þessi skemmti- lega blanda gekk vel, þau áttu góða tíma saman og ást þeirra hvors til annars leyndi sér ekki. Þau hjón áttu lengi vel Toyotu jeppa sem að Fríða hafði alltaf ákveðið orð yfir. Í samfloti við þau á þessum jeppa fórum við Hulda ásamt fleiri kunningjum saman í sumarleyfisferðir í mörg ár um allt land. Ég minnist í því sambandi Loðmundarfjarðar, Bakkafjarðar, Vöðlavíkur, Gæsavatna, Þórsmerk- urferða að sumri og vetri o.fl.ofl. Svona væri hægt að halda áfram lengi vel og minningarnar streyma fram. En þrátt fyrir allar þessar ánægjulegu minningar stendur ein hæst, minningin um hana Fríðu, þessa ljúfu og góðu manneskju sem manni leið alltaf vel að vera návist- um við. Hugur minn er allur hjá Árna vini mínum sem gengur nú í gegn- um erfiða tíma. Ég veit að það er ekki margt hægt að segja sem dregið gæti úr þeim sársauka sem hann finnur nú fyrir. Ég veit þó að með tíð og tíma dofnar sársaukinn og með hjálp barna sinna og fjöl- skyldna þeirra mun hann finna að það besta sem hann getur gert er að horfa fram á veginn, jafnframt því að viðhalda minningunni um sína yndislegu konu. Ég færi Árna og fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Garðar Sigurðsson. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að koma inn í íþróttahús og engin Fríða. Síðastliðin 21 ár hefur Fríða unnið í íþróttahúsi Keflavíkur, og þar sem það hefur verið mitt annað heimili þennan tíma má eiginlega segja að hún hafi alið mig upp að nokkru leyti. Það var alltaf gott að koma til Fríðu í íþróttahúsið í kaffi. Alltaf gátum við gleymt okkur á spjalli um allt og ekki neitt. Ég man oft þegar við stelpurnar sátum inni í klefa, kannski í klukku- tíma eftir æfingu að spjalla, þá var Fríða stundum orðin svolítið þreytt á okkur og hótaði því að slökkva á sturtunum eftir tíu mín. Og það var eins og við manninn mælt, við drif- um okkur af stað í sturtuna, hún þurfti yfirleitt ekki að segja þetta við okkur nema einu sinni. Einu sinni sem oftar komum við Björg vinkona inn í hús. Þá voru Fríða og Didda búnar að búa til tvær brúður og klæða þær upp eins og okkur Björgu og það var eins og við sætum þarna inni í kaffi. Þetta var svo vel gert hjá þeim og vakti mikla lukku. Þetta var húmor í lagi. Það fór oft í taugarnar á Fríðu þegar við vorum að koma af æfingu og fórum með útiskóna okkar inn í kaffistofu til þeirra og skelltum þeim blautum á gólfið. Hún var allt- af að biðja okkur um að gera þetta ekki. Það er erfitt að kenna göml- um hundum að sitja en ég held að flestar hafi tekið mark á henni og hætt þessu, allavega varð einum starfsmanni að orði um daginn þeg- ar ég fór í skóna frammi að Fríða hefði greinilega alið mig upp og það var nokkuð rétt. Ég á henni Fríðu margt að þakka, t.d. þegar ég tók mér frí í skólanum og fór að vinna var hún alltaf að biðja mig um að fara aftur í skólann og hún sagði að ég mætti koma eins oft og ég vildi til að læra því ég hékk þarna nánast öllum stundum og það varð úr ég dreif mig í skólann og kláraði, enda var hún sú fyrsta sem ég bauð í stúd- entsveisluna mína. Fríða háði stutta baráttu við ill- vígan sjúkdóm, hún kom til mín í nóvember og þá var hún svo bjart- sýn á framhaldið og ætlaði að fara að vinna eftir áramótin, en þetta er ekki lengi að gerast og þegar ég fór til hennar á sjúkrahúsið á föstudag- inn sá ég að hún átti ekki langt eftir og um nóttina var hún farin. Ég er ánægð með að ég gat kvatt hana Fríðu mína og hún á alltaf stað í hjarta mínu. Ég vil þakka Fríðu fyrir allt sem hún gerði fyrir mig í gegnum árin. Því mun ég aldrei gleyma. Elsku Árni, Ármann, Guðný, Ólasteina, Rúnar, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Anna María Sveinsdóttir. Með söknuði kveðjum við enn einn ferðafélaga okkar, hana Fríðu. Ekki datt okkur í hug að hún færi svona fljótt frá okkur, en í vor greindist hún með krabbamein, sem var okkur öllum mikið áfall. Minningarnar hrannast upp í huga okkar og minnumst við allra skemmtilegu haustferðanna okkar, sem allir hlökkuðu svo mikið til, því mikið var hlegið og sprellað og voru Árni og Fríða alveg ómissandi með- al okkar. Elsku Fríða mín, þú varst ynd- islegur vinur og margar góðar og skemmtilegar stundir áttum við saman með ykkur hjónunum og streyma myndir minninganna um huga okkar allra, þegar við hugsum til baka, og munum við geyma þess- ar dýrmætu minningar í hugum okkar. Fyrir allt þetta og samfylgdina gegn um árin viljum við þakka þér, elsku Fríða mín. Við þig, elsku Árni minn, og börn ykkar ásamt fjölskyldum, segjum við: Megi góður guð veita ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Ferðahópurinn 13:13. Allir leikmenn Keflavíkurliðsins í körfuknattleik í dag hafa meira eða minna alist upp með Fríðu í íþróttahúsinu. Alla tíð kallaði hún okkur strákana sína og ekki leyndi hún tilfinningum sínum á meðan á leikjum okkar stóð eða þá eftir leiki. Eftir sigurleiki og þegar að við unnum Íslandsmeistaratitlana, þá faðmaði hún okkur og kyssti, en eftir spennandi leiki tilkynnti hún okkur að hún hefði þurft að fara út úr salnum því hún hefði bara ekki getað fylgst með þessu lengur og bað okkur vinsamlegast um að gera þetta ekki aftur. Fríða var alltaf þægileg í viðmóti og sanngjörn. Auðvitað þurfti hún að siða okkur til langt fram eftir aldri, en henni þótti líka gaman að segja okkur frá hvernig við vorum þegar að við vorum guttar. Við viljum senda Árna og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Við varðveit- um minningar um góða konu. Fyrir hönd mfl. karla, Falur J. Harðarson. HÓLMFRÍÐUR ÁRMANNSDÓTTIR MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ          !"#$%$$"!&!'(!)!%           *"$ $"" +("!,-' *!.                                     " #   $%%&           !       "  #                      ! "#$%&#                 !!" #$    %&  '    (    )"" ' ()  ((*) (( + ,((*) -. ((*), ),-$/0#"0*(1                          !" #$%              ! " #    & ' ()*+,--. /)0+ , 1 2, #$ 21 #+,--. .-% , 1 .-34- +,--. 5 6 , 1 (+ ,7+,--. .) 6 , 1 .- 6 +,--.  81)) 5 . ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.