Morgunblaðið - 03.02.2002, Page 37

Morgunblaðið - 03.02.2002, Page 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 37 Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284                                          !"##  $% &'(!!"##   ( ") * $% # +, -  !"##  %!( ( ") .)!  /# !"##  -! , # 0!"##  +' 1$  +"' 2(   !"##  # $  $%  ) 2  2# ! !( ,                                               !" #$ % &"'( (  '()   *    + ,(-    ) .+   /&*  (  0 1 -(( 2"  (   )  +(     2    +$                                                !" #$%&& '( )%*  ($" #$%&& + , ,    # !(  ' #                               !  "!#$ % ! $&!!'!  (  "!#$  ( $&!!#$  )#  )#'! $!* )  ( $&!!'! + (!, - !#$ !!*$&!!'! .$ !!  ! $&!!'! $ $! $/#$ !! $&!!#$ .$ $) .' !'! 0$/*$&!!'! 1 #* 2!!*- !#$ ' *(  !#/!!                                         !!"    ! ""#   $%&'"(     !) (""#  #   ""#   !  ! (  $*+,-    "(  ./ $ 0 ""#  $  '   "(   %   ""#   !  %  ""#   "  "(  + +- #+ + +- % ✝ GuðmundurGuðjónsson fæddist á Lyngum í Meðallandi 6. júní 1927. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðjón Ásmunds- son bóndi á Lyng- um, f. 10.5. 1891, d. 13.11. 1978, og Guðlaug Oddsdótt- ir, f. 19.4. 1904, d. 22.11. 2001. Guð- mundur var elstur af 13 systkinum, næstur var Guðlaugur, f. 1.7. 1928, Oddný, f. 20.8. 1929, Vilborg, f. 16.9. 1930, Sigrún, f. 11.2. 1932, Vig- fús, f. 9.6. 1934, d. 3.8. 1935, Vigfús, f. 3.7. 1935, d. 27.9. 1960, Dagbjartur, f. 17.4. 1937, d. 14.1. 1993, Jóhanna, f. 18.6. 1939, Sigurður, f. 18.11. 1940, Áslaug, f. 2.11. 1942, Sigur- sveinn, f. 6.8. 1945, og Steinunn, f. 9.2. 1947. Hinn 21.5. 1956 kvæntist Guð- mundur Katrínu Þórarinsdóttur frá Hátúnum, f. 30.4. 1938. Þau eiga sex börn; 1) Hreiðar, f. 6.3. 1956, d. 23.10. 1977. 2) Val- mundur, f. 21.12. 1964, kvæntur Unu Kristínu Jónsdóttur, f. 19.2. 1966. Börn þeirra eru Þórarinn, f. 25.4. 1988, og Lína Dögg, f. 17.6. 2000. Barn hennar Jón Hilmar Jónasson, f. 18.12. 1984. 3) Margrét, f. 1.5. 1966, gift Jóhanni Skúlasyni, f. 12.3. 1965. Þeirra börn Jónas, f. 19.6. 1991, Magnús, f. 2.9. 1992, og Tóm- as, f. 27.3. 1994. 4) Jóhanna Þuríður, f. 15.3. 1968, gift Viktori Guðmunds- syni, f. 1.5. 1960. Þeirra barn Guð- mundur, f. 28.2. 1988. 5) Finnur, f. 13.3. 1970, kvæntur Þuríði Júdit Þórarinsdóttur, f. 19.11. 1975. Þeirra börn Örn, f. 25.12. 1997, og Kristvin, f. 18.11. 1999. 6) El- ín Þóra, f. 15.1. 1973, gift Ágústi Dalkvist, f. 14.12. 1970. Hennar börn Guðmundur Hreið- ar, f. 11.3. 1991, og Katrín Ingi- björg, f. 6.2. 1993, Guðjónsbörn. Þeirra börn Rebekka Margrét Dalkvist, f. 15.7. 1997, og Guð- dís Hera Dalkvist, f. 15.9. 1999. Hans barn Stefán Bragi Dalk- vist, f. 2.9. 1992. Árið 1951 hóf Guðmundur bú- skap í Eystra-Hrauni í Land- broti og bjó þar til æviloka. Útför Guðmundar fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu á morgun, mánudaginn 4. febr- úar, og hefst athöfnin klukkan 14. Síðastliðinn bóndadag, 25. jan- úar lést Guðmundur Guðjónsson, bóndi í Eystra-Hrauni í Landbroti á 75. aldursári. Með honum er horfinn sannkallaður bústólpi. Hugurinn hvarflar til sumarsins 1956. Þá er undirritaður sendur í sveit að Eystra-Hrauni og látið heita, að hann sé ráðinn þar til barnagæslu. Í minningunni er sumarið sólríkt og fagurt og Land- brotið fegursti blettur á jarðríki. Bóndinn ungi, Guðmundur Guð- jónsson frá Lyngum í Meðallandi, vinnur á daginn í vegavinnu á Int- ernational vörubíl en á kvöldin sinnir hann búi sínu og það er með ólíkindum hvernig allt skapast í höndum hans hvort heldur eru litl- ir hlutir eða stórir, hjólbörur smíð- aðar úr áli eða byggingar byggðar með ýmsu móti. Litli túnskikinn sem í upphafi búskapar var ekki nema tveir til þrír hektarar breiðir úr sér og verður um sextíu hekt- arar og Eystra-Hraun sannkallað stórbýli. Ný stórvirki blasa við að- komumanni í hvert sinn sem komið er í heimsókn að Eystra-Hrauni, sem sýna, að það er með ólíkindum hversu miklu verki samhent hjón geta skilað. Þetta er að vera at- hafnaskáld. Allt gerist þetta að manni virðist með mikilli hægð nærri því eins og af sjálfu sér. Það má með sanni segja, að ekki voru slegin vind- högg í Eystra-Hrauni. Eftir á að hyggja finnst manni sem allt þetta mikla starf hafi verið framkvæmt samkvæmt nákvæmlega fyrirfram úthugsaðri áætlun, því að samfell- an er slík í framkvæmdunum. Guðmundur var rúmlega með- almaður á hæð, en þegar horft er á ævistarf hans sýnist hann hafa verið risi. Í vegavinnu var til þess tekið hversu rammur hann var að afli. Skapgerð hans var slík, að hann haggaðist aldrei. Alltaf var stutt í góðlátlegt glens og yfir- bragð heimilisins var létt og skemmtilegt. Sér við hlið hafði Guðmundur sína góðu konu, Katr- ínu Þórarinsdóttur, ættaða frá Há- túnum í Landbroti. Óhætt er að segja að erfitt muni að finna sam- hentari hjón en þau Guðmundur og Katrín voru, enda fannst manni alla tíð þau vera eins og ungt, ást- fangið par. Eitt er víst, að sú sam- heldni sem einkenndi þeirra ham- ingjusama hjónaband er alltof fágæt nú. Svo vel undu þau við sinn hag, að þó þau færu vítt og breitt um Ísland eða til annarra landa fannst þeim ætíð allt fegurst og best í Landbrotinu. Mættu margir af því læra, hvar hamingj- una er helst að finna. Guðmundur og Katrín urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa elsta barn sitt Hreiðar, mikinn efnispilt, á tuttugasta og öðru ári. Þau eign- uðust alls sex börn og tvö þeirra búa nú sínu búi ásamt fjölskyldum sínum á jörð foreldra, en það eru Valmundur og Elín Þóra. Er vissu- lega mjög ánægjulegt að sjá, að samheldni og uppbygging heldur áfram. Þó Guðmundur væri starfssam- ur í besta lagi gaf hann sér tíma til bóklestrar, einkum á seinni árum. Bæði hreifst hann af okkar bestu fornbókmenntum og eins hafði hann áhuga á náttúru landsins, auk margs annars fróðleiks. Á bæ sínum hafði hann komið fyrir tækjum, sem mældu hina ýmsu þætti veðurfars, svo að manni fannst hálft í hvoru að Eystra- Hraun væri orðið að nokkurs kon- ar veðurathugunarstöð. Einnig gaf hann sér tómstundir til þess að mæla og kortleggja gamlar minjar með nákvæmum staðsetningar- tækjum og sótti hann í því skyni sérstakt námskeið, sem haldið var á vegum Þjóðminjasafns. Guð- mundur var einstaklega fljótur að tileinka sér tækninýjungar og þeg- ar hugsað er um, hvernig hann stóð að eflingu búsins finnst manni hafa verið að unnið með nákvæmni og hugkvæmni vísindamannsins, en til þess þarf ekki einungis mik- inn dugnað, heldur einnig mikið hugvit. Kemur í hug, að hann náði til dæmis miklum árangri í sauð- fjárrækt. Guðmundur var fram- faramaður eins og þeir gerast bestir. Barnagæslusumur undirritaðs í Eystra-Hrauni urðu þrjú. Á þeim tíma mynduðust þau vináttubönd, sem endast út ævina. Alltaf á jóla- dag áratugum saman hringdi Guð- mundur og urðu þau símtöl æði löng. Hann hringdi nefnilega alltaf á jóladag í börnin sín og fékk sum- ardrengurinn að vera í þeim hópi. Nú er efst í huga þakklæti fyrir þá miklu gæfu að hafa átt að vini Guðmund Guðjónsson. Ástvinum hans öllum eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Gunnar Grettisson. GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON                   !" #$%&'! () %* +,"                    *% -.* -. *%/.% $0*%* '%*%*  %&01" *%/.% %$)*& *%/.% *% *%* 2 *%/.%3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.