Morgunblaðið - 03.02.2002, Síða 39

Morgunblaðið - 03.02.2002, Síða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 39 muni skila því með prýði eins og henni var lagið. En minning hennar mun lifa að eilífu hjá þeim sem henni kynntust. Með þessum örfáu línum viljum við kveðja Stínslu. Eins viljum við votta Maríu, Bjarka, Katrínu, Guð- rúnu, Jóhanni, Andra, Önnu, Kötlu og öðrum ástvinum dýpstu samúð okkar á þessum erfiðu stundum. Arngunnur Ylfa og Brynhildur Yrsa. Sem sjálfur Drottinn mildum lófa lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki – (Tómas Guðm.) Með fáeinum vanmáttugum orð- um vil ég minnast vinkonu minnar og bekkjarsystur sem dó af slysför- um sunnudaginn 27. janúar s.l. Leiðir okkar Kristínar lágu sam- an haustið 1998. María hafði beðið mig að sýna systur sinni nýja skól- ann, því hún var að flytja heim frá Svíþjóð. Mér er það í fersku minni þegar ég hitti Kristínu fyrir framan skrifstofu MH. Hún mætti mér með ljósu lokkana og stóra brosið og virtist í fyrstu prúð og hlédræg. Feimnin var þó fljót að renna af Kristínu og hún féll um leið inn í vinahópinn. Í ljós kom að hún var rokkari af ljúfustu gerð og það féll vel í kramið hjá okkur vinkonunum. Kristín skemmti okkur með sér- viskulegum húmor og átti það til að demba á okkur heilu blaðsíðunum af dægurlagatextum sem hún romsaði upp úr sér eins og ekkert væri. Hún var fróðleiksbrunnur, fullur af vafasömum og misnytsam- legum fróðleik, sem hún safnaði eins og aðrir safna frímerkjum. Kristín var hæfilega kærulaus, en þegar henni sýndist svo var hún hörku námsmaður. Hún hafði mikla tungumálakunnáttu og var jafnvíg á ensku, íslensku og sænsku auk þess sem hún spreytti sig á að tala frönsku, þýsku og spænsku. Kristín var handlagin, iðin, hugmyndarík, frjó og úrræðagóð. Það var gott að leita til Kristínar og hún gaf sér alltaf tíma til að hlusta og hjálpa. Af henni lærði ég hvað hispurs- leysi, víðsýni og fordómaleysi er mikilvægt. Við útskrift árið 2000 skildu leið- ir okkar en mér var oft hugsað til Kristínar, og fylgdi þá brosið fast á eftir. Við hittumst annað slagið en ég hefði viljað hafa meira samband en raunin varð. Mig skortir orð til að lýsa þeim sársauka sem nísti hjarta mitt við fréttina um andlát Kristínar en úr þessu sama hjarta streymir óend- anlegt þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Katrín, Bjarki, Guðrún, María og Jóhann, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi Guð vera með ykkur á sorgarstundu. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“(Kahlil Gibran) María Ósk Kristmundsdóttir. Mig langar til að minnast Krist- ínar vinkonu minnar með nokkrum orðum. Þegar hringt var í mig og mér sagt að Kristín væri dáin átti ég erfitt með að trúa því. Ég sem hafði hitt hana hressa og káta nokkrum dögum áður og við töl- uðum um að fara að hittast oftar. Ég kynntist Kristínu í MH haustið 1998 og við urðum fljótt góðar vinkonur. Kristín var draumabarn allra foreldra, hún eldaði, bakaði, saum- aði og hugsaði vel um gæludýrin sín. Svo gat Kristín breytt algjör- lega um stíl, þá breyttist hún í rokkara sem hlustaði á Kiss og Guns ’N’ Roses. Kristín var líka þekkt fyrir það í partíum að taka upp gítarinn og spila nokkra Hole- slagara. Hún var góð í að muna söngtexta eftir þekkta tónlistarmenn, þó að- allega Prince, Candy Suck og Tom- as Ledin. Kristín átti það til að þýða „boy-band“-texta yfir á ís- lensku, eins og Afturstrætis-strák- arnir (Backstreet boys). Kristín var líka dugleg að finna sér marga kærasta í einu, reyndar átti hún svo marga að þeir vissu ekki einu sinni af því. Átrúnaðar- goð Kristínar voru þeir Bruce Will- is og Axl Rose, en þeir voru einnig kærastar hennar. Það þýddi lítið að tefja Kristínu eftir skóla, því hún var alltaf að flýta sér heim til að horfa á sápu- óperuna Leiðarljós, en hún lifði sig svo mikið inn í þættina, að hún tal- aði um leikarana eins og þeir væru hluti af lífi hennar. Hún lífgaði upp á hversdagslífið og gat alltaf komið öllum í gott skap. Ég kveð Kristínu með söknuði en minningin um góða og skemmtilega vinkonu lifir. Ég votta foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Kristjana Björk Stefánsdóttir. Það er erfitt að sjá á eftir góðum vini og Kristín var sannarlega góð- ur vinur. Í návist hennar leið okkur alltaf vel. Hún gat fengið okkur til að hlæja hvenær sem var, því í hennar augum var tilveran skemmtileg. Kristín var sátt við líf- ið og sjálfa sig. Margt kemur upp í hugann þeg- ar við minnumst Kristínar. Allar eyðurnar í skólanum sem við eydd- um heima hjá henni á Laugaveg- inum, þegar hún sagði okkur sögur frá Svíþjóð og lét okkur hlusta á Michael Jackson, keyptan í Kola- portinu, eltingarleikurinn á túninu við Skothúsveginn og kaffibollarnir á Gráa kettinum, allt eru þetta ógleymanlegar stundir. Einhvern tímann seinna munum við taka upp þráðinn við Kristínu þar sem frá var horfið. Hún verður búin að hella upp á könnuna og bjóða okkur í kaffiboð með Alice Cooper og súkkulaðiköku. Sænsku unglingablöðin liggja á heimasmíð- uðu kryddhillunni og hún kennir okkur að búa til marlboromanninn. Við viljum votta foreldrum henn- ar og systkinum dýpstu samúð okk- ar. Minningin um góða vinkonu lifir með okkur öllum. Kjartan og Ingvi. Elsku besta vinkona mín. Við átt- um eftir að gera svo margt saman. Ég ætla að halda áfram að lifa og vera til því ég veit að þú verður allt- af hjá mér. Ég á svo margar minn- ingar um þig og ævintýri okkar sem ég geymi í hjarta mínu. Þú ert rokkengillinn minn. Anna Hrund Másdóttir. Elsku Kristín. Það var erfitt að trúa því að ég væri að kveðja þig í síðasta skipti á sunnudaginn var. Á enn erfitt með að sannfæra sjálfa mig um að þú sért í raun farin. Ég kynntist þér fljótlega eftir að við byrjuðum í menntaskóla og ég held að ég geti sagt það fyrir hönd allra sem þig þekkja að betri stelpu er erfitt að finna. Þú þurftir lítið ann- að en að píra augun og brosa til að koma öllum í kringum þig í gott skap. Ég brosi og tárast til skiptis þeg- ar ég skoða gamlar dagbækur og rifja upp stundirnar sem við áttum saman. Ég á t.d. seint eftir að gleyma tímanum þegar við fórum sem mest á Kaffi-Vín. Þar gátum við vinkonurnar setið kvöld eftir kvöld, spjallað, slúðrað og hlegið saman. Það var líka alltaf gaman að koma í heimsókn til þín, þú tókst gjarnan á móti manni með nýuppá- hellt kaffi og heimabakaðar bollur. Síðast þegar ég kom í heimsókn varst þú nýflutt í íbúðina og við töl- uðum um hvað það væri gott að nú gæti ég alltaf bankað upp á hjá þér ef mér yrði kalt á röltinu um miðbæinn. Kristín mín, ég þakka þér fyrir allar góðu minningarnar. Ég á eftir að sakna þín meðan ég lifi en ég veit að nú ert þú komin á betri stað og ég á eftir að hitta þig einhvern tíma aftur. Að lokum vil ég senda fjölskyldu þinni mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Þín vinkona, Eva Petersen. Ég hef aldrei skilið orðið héraðsbrestur fyrr en nú, þegar Sigga er látin. Það er allt breytt þó að ekki hafi mikið farið fyrir henni meðan hún lifði. Hún var hvers manns hugljúfi og allir fengu að vita hversu mikils virði þeir voru. Allir áttu eitthvað í Siggu og fyrir mér var hún þriðja amma mín. Hún var þeim eiginleikum gædd að láta sér annt um alla og vera alltaf til staðar fyrir þá sem áttu um sárt að binda. Sigga hugsaði um kirkjuna eins og barnið sitt, vitjaði leiðanna og athug- aði hvort kertin loguðu um jólin. Hver tendrar upp í kirkjunni nú að henni látinni? Allt er breytt en hún lifir enn í hjörtum okkar allra. Ég get skrifað margar blaðsíður um góðmennsku hennar, og frábæru flatkökurnar hennar en ég læt staðar numið hér. Elsku Eva Hrönn og fjölskylda og aðrir aðstandendur, Guð veri með ykkur á þessum erfiðu tímum. Eygló Ida Gunnarsdóttir. Elsku Sigga mín, mikið vildi ég gefa fyrir að fá tækifæri til að kveðja þig betur en með fátæklegum stöfum á blaði. Þú varst einn minn kærasti vinur og mikið undur þykir mér vænt um þig. Fyrir mér hefur þú alltaf ver- ið ímynd hinnar hjartahreinu mann- eskju. Leiðir okkar lágu saman þegar þú bauðst mér að gerast kaupamaður hjá ykkur á Prestbakka sumarið 1995. Það sumar átti eftir að vera besta sumar ævi minnar. Við náðum svo vel saman og það sem við gátum ekki spjallað, slúðrað og hlegið yfir mjólkurglasi og kökuboxunum þínum inni í eldhúsi. Mér fannst þú alltaf vera svolítil mamma mín en ef aldurs- bilið á milli okkar hefði ekki verið þessi, þú veist hvað mörg ár, þá hefði ég verið skotinn í þér! Þú varst mynd- arlegasta húsmóðir sem sögur fara af og oft skildi ég ekki hvernig þú ann- aðir öllum þeim gestum sem ráku inn nefið, til styttri og lengri dvalar. En allir voru meira en velkomnir og alltaf voru til kökur í búrinu og rúm til að sofa í. Það var alltaf gaman að tala við þig í símann þessi ár sem síðan eru liðin og alltaf mundum við eftir af- mælisdögum hvort annars. Mikið þótti mér vænt um að sjá þig við útför mömmu í haust og ekki datt mér í hug að stutta spjallið sem við áttum yrði okkar síðasta samtal. Við lögðum m.a. á ráðin um að ég kæmi í sumar og kynnti almennilega fyrir þér kærustuna og svo var planið að ræða smápólitík við Jonna. Þú sýndir mér alltaf mikla hugulsemi og vænt- umþykju og þinni vináttu mun ég aldrei gleyma. Hvíl í friði elsku Sigga mín, ég hlakka til að sjá þig þegar minn tími kemur. Grétar Már Axelsson. Elsku Sigga okkar er dáin. Hvern- ig er hægt að trúa því. Þessi hjarta- hlýja og góða kona sem vildi gera allt fyrir alla. En dauðinn var líklega sá eini sem gat sigrað þessa kraftmiklu og duglegu konu. Eftir sitjum við hin með söknuð í hjarta, því sjálfsagt trúðum við því að Sigga myndi alltaf vera fyrir okkur þarna á hennar ynd- islega sveitaheimili á Prestbakka. Mér þykir svo leitt að geta ekki fylgt henni til grafar en ég er nýlega komin aftur til Þýskalands frá Ís- landi. Siggu minni kynntist ég þegar ég var 16 ára þá nýlega trúlofuð mínum fyrri manni Hafsteini Haukssyni sem lést aðeins 10 árum síðar. Við Sigga urðum strax góðar vinkonur og SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist á Teygingalæk í V- Skaftafellssýslu 1. apríl 1929. Hún lést á Selfossi 24. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Prestsbakka- kirkju 2. febrúar. breyttist ekkert okkar á milli þó svo að mínir hagir ættu eftir að breytast mikið. Oft var brunað austur að Klaustri í þá daga enda voru bestu vinir Haf- steins og mínir þaðan. Þá var auðvitað kíkt til Siggu í leiðinni. Það vill líka svo skemmtilega til að Sigga átti líka börn á okkar aldri og síðan þegar við Hafsteinn eignuðumst dóttur okk- ar Toddu þá átti Sigga líka barnabörn á hennar aldri. Seinna þegar Todda mín stálp- aðist fór hún til Prestbakka á hverju sumri með ömmu sinni Þorbjörgu, sem var alla tíð mikil vinkona Siggu. Það var mjög gott og þroskandi fyrir hana að fá að kynnast sveitalífinu hjá svona góðu fólki. Hún hafði svo þar að auki alltaf stelpurnar, barnabörnin hennar Siggu til að leika við. Nú er Todda mín orðin fullorðin og sendir Siggu sinni hjartans þakklæti fyrir allt. En alltaf var armur Siggu útréttur fyrir mig og mína. Ég er núna gift kona í Þýskalandi og á tvö yngri börn. Öll hafa þau, maðurinn og börnin, líka kynnst Siggu. Það er okkur dýrmætt að hafa getað heimsótt hana og lofað þeim yngri að kynnast íslensku sveitalífi og auðvitað átti Sigga líka barnabarn jafnaldra hjá sér, hana Berglindi litlu sem gat sýnt þeim nán- asta umhverfið, dýrin og ekki síst fjallið hennar fyrir ofan bæinn. Öll síðari ár sendi hún Þorbjörgu tengdamömmu minni jólabakkelsi eins og smákökur, tertubotna og heimabakaða flatbrauðið sem við vor- um öll sammála um að væri það besta í heimi. Sem betur fer hringdi ég í hana fyrir tveim vikum og þakkaði henni m.a. fyrir þetta góða flatbrauð. Því miður var þetta okkar síðasta símtal, en þá sagði hún mér að hún hefði nú verið ósköp ræfilsleg frá því fyrir jól. Ég hugsaði nú bara, hún Sigga mín hvað hún er alltaf að leggja á sig fyrir aðra, standa í stórbakstri fyrir jólin, þá orðin svona veik til að getað glatt vini sína. Þorbjörg vin- kona hennar var örugglega ekki sú eina sem fékk svona stórsendingar frá henni Siggu. Í lok símtalsins sagði hún eins og alltaf: „Hallveig mín, þið komið nú í sumar.“ Ég vil þakka þér, elsku Sigga mín, fyrir allt það góða í gegnum árin. Ykkur elsku fjölskylda hennar, sendum við fjölskylda mín og ég okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar og hjálpi ykk- ur á þessum erfiða tíma. Hallveig Hahl. Í dag verður til moldar borin að Prestsbakka á Síðu Sigríður Jóns- dóttir, húsfreyja þar á bæ. Það er erf- itt að minnast Siggu eins og vert væri, enda vafasamt, að hún kærði sig um það. Ég kynntist Siggu fyrst, er mér var komið þar í sveit 10 ára gömlum, þá nýkomnum á fætur eftir aðgerð á sjúkrahúsi og heldur rýrum í roðinu. Sigríður hafði verið beðin fyrir mig í um mánaðartíma það sumar. Ég man, að Sigga hafði orð á því þegar ég kom, að ég þyrfti að fá eitthvað utan á mig og það fékk ég sannarlega. Fleiri sumur fylgdu á eftir hjá Sigríði og Jóni Pálssyni, manni hennar. Er fram á unglings- og fullorðinsár leið strjál- uðust ferðir austur allnokkuð, en sumarið 1974 kom ég með fjölskyldu mína, konu og tvö börn, í heimsókn. Ekki er að orðlengja það, okkur var öllum tekið með kostum og kynjum. Þegar við ætluðum að leggja af stað heim að lokinni yndislegri dvöl til- kynnti dóttirin Andrea Jónheiður, þá 9 ára, að hún væri búin að útvega sér sveitadvöl á Prestsbakka næsta sum- ar. Eftir það fór hún á hverju ári aust- ur og var ákaflega kært með henni og Jóni og Siggu. Við Hrönn komum oft að Prestsbakka og ævinlega voru móttökurnar jafn höfðinglegar, enda voru þau Prestsbakkahjón víðkunn fyrir gestrisni. Öll sumur voru á Prestsbakka sumargestir í lengri eða skemmri tíma og ófá voru börnin, sem komið var fyrir þar til sumardvalar. Það er áreiðanlegt, að sú dvöl hefur orðið þeim gott veganesti. Það getum við, ég og dóttir mín, borið vitni um. Dótturdætur okkar hændust mjög að Siggu, þegar þær kynntust henni, hver af annarri, og kölluðu hana alltaf ömmu í sveitinni. En nú er skarð fyrir skildi, Jón látinn fyrir nokkrum árum og Sigga okkar farin líka. Við munum ylja okkur framvegis við dásamlegar minningar um dvöl á Prestsbakka og sendum aðstandendum öllum innileg- ar samúðarkveðjur. Ísólfur og Hrönn. Ég lít í anda liðna tíð, er leynt í hjarta geymi. Sú ljúfa minning létt og hljótt, hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi. Halla Eyjólfsdóttir. Já, Siggu á Prestbakka mun ég aldrei, aldrei gleyma. Minningarnar sem ég á frá Siggu og Jóni og sveit- inni þeirra fögru eru með því dýr- mætasta sem ég á. Í minningunni er alltaf sól á Prestbakka. Prestbakkakirkju hefur Sigga svo oft sýnt mér enda tilheyrði alltaf að fá sér göngutúr út í kirkju og skrifa nafnið sitt í gestabókina. Mér fannst sem lítilli stelpu Sigga hljóta að eiga kirkjuna þar sem hún stendur í tún- fætinum á Prestbakka og Sigga hugs- aði alltaf svo vel um hana. Í dag verð- ur hún jarðsungin frá kirkjunni sinni og bið ég góðan Guð að varðveita hana Siggu okkar vel og allar þær yndislegu minningar sem hún skilur eftir sig. Sofðu rótt. Guðný K. Hauksdóttir (Dassa). Í dag verður gerð frá Prestsbakka- kirkju á Síðu útför Sigríður Jónsdótt- ur, húsfreyju og bónda á Prests- bakka. Hún lézt árla dags hinn 24. janúar sl. eftir skamma legu. Kveðjustundin er runnin upp, óvænt en óumflýjanleg, og við sem eftir stöndum áttum okkur á því að Sigga hefur ekki verið eins hraust og hún lét í veðri vaka. Það var heldur ekki hennar háttur að sýta eða kvarta. Það var eitt af lífsins lánum borg- arbarnsins, sem þetta ritar, að kom- ast á unga aldri í sveit. Snemma sum- ars 1950, annað sumarið mitt í austurbænum á Keldunúpi, flutti Sigga þangað úr foreldrahúsum á Teygingalæk til unnusta síns, Jóns Pálssonar. Þau gengu í hjónaband hinn 9. júlí það sumar. Allar götur síðan naut ég og síðar meir fjölskylda mín vináttu og um- hyggju þeirra beggja meðan bæði lifðu, en Jón lézt 7. ágúst 1993. Sigríður Jónsdóttir fékk í vöggu- gjöf mikla mannkosti. Hún var glað- lynd, kærleiksrík og umhyggjusöm. Þess nutu í ríkum mæli hennar nán- asta fjölskylda, vinir hennar og kunn- ingjar og þeir fjölmörgu gestir, sem að garði bar. Hún gekk til allra verka, innan dyra sem utan, fumlaust og ákveðið og með einstökum myndar- brag. Það fór ekki mikið fyrir henni en afköstin töluðu sínu máli. Hún var fádæma eljusöm en lítillát og hógvær í öllu sínu. Ekki sízt nutu börnin góðra eðlis- kosta Siggu. Um það vitnar lítil saga um dreng í fjölskyldu okkar. Hann lagði hart að móður sinni, eitt nýliðið sumar, að fara nú að koma í heimsókn til hennar Siggu. Hún væri áreiðan- lega farin að bíða eftir að fá hann í heimsókn. Þessa ályktun dró hann augljóslega af þeim hjartanlegu mót- tökum sem hann fékk sumarið áður. Gengin er mæt kona og góð sem hafði drjúg áhrif á mótunarár und- irritaðs. Minningin um hana og þau hjónin bæði mun lifa. Að leiðarlokum þökkum við Erla, börnin okkar og fjölskyldan öll Sigríði Jónsdóttur áralanga vináttu og tryggð og vottum ástvinum hennar öllum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minng Sigríðar Jóns- dóttur. Valur Páll Þórðarson.  Fleiri minningargreinar um Sig- ríði Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.