Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Hreini Loftssyni, fyrrum formanni einka- væðingarnefndar: „Á reikningum mínum til forsæt- isráðuneytisins vegna starfa við einkavæðingu ríkisfyrirtækja hafa jafnan verið tveir liðir á undanförn- um árum. Fyrri liðurinn er fastir 20 tímar á mánuði fyrir nefndafundi, en nefndin hefur að jafnaði hist á reglu- legum fundum einu sinni til tvisvar í viku tvo til þrjá tíma í senn. Seinni liðurinn hefur verið vegna starfa minna utan nefndafunda, þ.e.a.s. vegna funda, ferðalaga, skjala- og skýrslugerðar af margvíslegum toga. Á því tímabili sem ég hef gegnt formennsku í framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur verið undirbúin og framkvæmd sala á þriðja tug fyr- irtækja og seld hlutabréf fyrir tugi milljarða króna. Þetta hefur eðlilega krafist vinnu af minni hálfu sem for- manns nefndarinnar til að fylgja ákvörðunum og verkefnum hennar eftir milli nefndafunda. Varla ætlast menn til þess að þau störf séu unnin í sjálfboðavinnu, eða hvað? Nú gerist það að umræða hefur orðið um þóknun til nefndarmanna og þá einkum til mín persónulega vegna þessara starfa. Menn hafa lagt saman þóknun mína síðustu sex ár, fengið út töluna sextán milljónir króna og sakað mig um að hafa setið beggja vegna borðsins. Pantað sér- fræðivinnu af sjálfum mér. Í áróðr- inum hefur þess sérstaklega verið gætt að taka ekki fram að sextán milljónirnar eru vegna sex ára vinnu en ekki t.d. sagt að ég hafi fengið að jafnaði 2–3 m. kr. á ári fyrir þessi störf, enda lítur það ekki eins vel út þegar þarf að koma á menn höggi. Vegna þessarar umræðu neyðist ég til að taka fram eftirfarandi: Ég hef ekki skilað inn reikningum vegna sérstakrar sérfræðivinnu í þágu einkavæðingar. Ég hef sent inn reikninga fyrir nefndafundi og vinnu utan nefndafunda á sama tímagjaldi og gert grein fyrir þeirri vinnu og fjölda tíma á reikningunum. Hvoru tveggja hef ég stillt í hóf. Upp á síðkastið hefur tímagjaldið verið 5.000 kr. fyrir utan vsk. (ekki 5.500 kr. eins og fram kemur í svari forsætisráðuneytisins til Alþingis). Til samanburðar má geta þess að al- gengt tímagjald lögmanna er 8– 9.000 kr. á tímann. Þá er rétt að hafa í huga, að þessi þóknun fer ekki að- eins til að greiða sjálfum mér laun, ég þarf að hafa upp í kostnað vegna aðstöðu og þjónustu sem ég þarf á að halda þar sem ég er með sjálfstæðan rekstur.“ Athugasemd frá Hreini Loftssyni MIKILVÆGT er að Íslendingar noti öll tækifæri sem gefast til að fylgjast með þróun mála á vettvangi Evrópusambandsins og komi að mótun löggjafar eftir föngum. Á undanförnum árum hafa valdahlut- föll stofnana ESB breyst frá því sem var við gerð EES-samningsins sem hefur m.a. leitt til þess að aðkoma EFTA-ríkjanna að mótun löggjafar ESB er ekki með eins beinum hætti og áður var. Þetta kom m.a. fram í ávarpi Hall- dórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra við setningu ráðstefnu um áhrif EES-samningsins á íslensk sveitarfélög sem haldin var í Salnum í Kópavogi á föstudag. Utanríkisráðherra hvatti sveitar- félög til að koma með nánari hætti að því starfi sem unnið er á vettvangi EES-samningsins, en þar eru mót- aðar reglur sem geta haft víðtækar afleiðingar fyrir íbúa sveitarfélaga og sveitarsjóði. „Það er orðið ljóst að EES-samningurinn er mun um- fangsmeiri en svo að hann geti talist hefðbundinn viðskiptasamningur. EES-samningurinn er í raun einn mikilvægasti félagsmálasáttmáli sem Ísland hefur gerst aðili að, sömuleiðis einhver mikilvægasti samningur sem Ísland hefur gerst aðili að á sviði menntunar og rann- sókna og jafnframt með mikilvægari umhverfissáttmálum sem Ísland er aðili að. Það er einkum á síðasttalda sviðinu sem kemur til kasta sveitar- félaga með beinum hætti.“ Halldór ræddi sérstaklega um ná- lægðarregluna sem mikið hefur ver- ið í umræðunni í ESB undanfarið. Felur hún í sér að ákvörðunarvald skuli vera eins nálægt borgurunum og unnt er. Varði mál fyrst og fremst aðildarríki án þess að hafa áhrif á önnur aðildarríki, er ekki þörf að- komu ESB. Sé málefni hins vegar þannig vaxið að það snerti fleiri að- ildarríki, kemur til kasta hinna sam- eiginlegu stofnana. Þetta er mikil- vægur hluti af þeirri viðleitni að gera borgarana meðvitaðri um ESB og mikilvægi þess,“ sagði Halldór. Halldór sagðist hafa áhyggjur af þróun byggðamála hér á landi þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda á undan- förnum árum. Hann nefndi árangur af stefnu ESB á sviði byggðamála. Tók hann sem dæmi úttekt sem gerð var í Svíþjóð á áhrifum aðildar að ESB fyrir sveitarfélögin þar í landi. „Á árunum 1995–1999 voru lagðir um 400 milljarðar íslenskra króna til afmarkaðra svæða og héraða í Sví- þjóð. Þar af komu 130 milljarðar úr uppbyggingasjóðum ESB. Er það mat skýrsluhöfunda að fyrir tilstilli þessara verkefna hafi tekist að við- halda eða búa til 28.000 störf og setja á fót um 5.000 fyrirtæki á þessum svæðum.“ Sveitarfélögin eigi fulltrúa í Brussel Sagði hann óháða sérfræðinga telja að ef sambærilegar aðstæður væru á Íslandi gæti samanlagt fram- lag til byggðamála numið á bilinu 3.700–4.700 milljónum króna. Þar af mætti gera ráð fyrir framlögum frá ESB á bilinu 1.500–2.000 milljónir króna ef Íslendingar nytu sömu kjara og aðildarríkin. Mótframlag Íslendinga gæti verið í formi núver- andi framlaga til samgöngumála. Sagði Halldór mikilvægt að sveit- arfélögin skipuðu sér á bekk með fulltrúum ríkisvaldsins og komi fyrir fulltrúa sínum í Brussel, en nú eru þar fulltrúar um 160 sveitarfélaga og héraða í 15 aðildarríkjum ESB og EFTA í því skyni að hafa áhrif á þró- un löggjafar ESB og til að greiða götu sinna umbjóðenda. Utanríkisráðherra um áhrif EES- samningsins á íslensk sveitarfélög Einn mikilvægasti sáttmáli sem Ís- land er aðili að ÞÁTTASKILIN verða í maí og við höfum engar efasemdir um hvernig þau verða. Það mun takast að halda verðbólgunni innan þeirra marka sem ákveðin voru í kjarasamningum. Þetta segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. „Við erum sannfærð um það, að ef okkur tekst að vera réttu megin við rauðu strikin, sem við ef- umst raunar ekki um lengur, þá verð- um við með lækkandi verðlag og verð- bólgu um einhver misseri.“ Forystumenn ASÍ áttu fund með stjórnendum Seðlabankans á föstu- dag en Grétar segir að erindið hafi ekki verið að þrýsta á um vaxtalækk- un. Menn fylgist auðvitað með spám Seðlabankans og hafi ekkert við text- ann í skýrslunni að athuga. Seðla- bankinn sé í skýrslunni að vinna vel og heiðarlega eins og honum beri. „Við höfum hins vegar,“ segir Grét- ar, „orðið varir við það í okkar eigin röðum og þar sem við höfum verið á ferðinni, að mönnum finnst eins og Seðlabankinn hafi verið að segja að það sé fremur vonlítið að okkar mark- mið náist, þ.e. að verðlagsákvæði kjarasamninga haldi. Okkar fannst því rétt að funda með stjórnendum bankans og ræða við þá milliliðalaust og segja hvers við hefðum orðið áskynja í sambandi við verðlagsmálin. Það skiptir auðvitað máli hver tónn- inn í samfélaginu er og ég er viss um að þetta markmið næst.“ Grétar segir að ASÍ hafi nú þegar rætt við flest ef ekki öll stóru sveit- arfélögin og stóru keðjurnar á mat- vörumarkaðinum. „Nú erum við byrj- aðir að ræða við bankana og eigum fund með Búnaðarbankanum eftir helgi og munum væntanlega einnig bera okkar erindi upp við sparisjóð- ina. Við funduðum með stjórnendum Sjóvár-Almennra á föstudagsmorgun og munum einnig ræða við VÍS og Tryggingamiðstöðina og síðan fjár- málafyrirtækin. Við munum nota næstu vikur í þetta og ég minni á að það eru verðlagsmælingar í hverjum mánuði, ekki bara núna 12. febrúar.“ Grétar segir að allir þeir sem for- ysta ASÍ hafi rætt við hafi tekið erindi þeirra vel. „Þetta er eðlilegt, menn vildu bíða eftir aðgerðum ríkisstjórn- arinnar. Nú liggja þær fyrir en síðan þurfa sveitarstjórnirnar að halda formlega fundi og þetta tekur allt tíma.“ Grétar segir að ASÍ sé ekki að gefa einstökum fyrirtækjum eða sveitar- félögum einkunn í þessu sambandi. „Við erum einfaldlega þakklát ef menn sýna lit í rétta átt. Við getum ekki verið annað en ánægð með ár- angurinn það sem af er, allt annað væri vanþakklæti.“ Stemmning við velgengni Grétar segir að árangur landsliðs- ins í handknattleik hjálpi ASÍ í því sem menn séu að fást við. Það skapist mikil stemmning við svona velgengni sem eykur á samheldnina í þjóðfélag- inu og það þarf samheldni til þess að ná verðbólgunni niður. „Eftir fyrstu leikina ræddum við um, að það væri við hæfi að rétta landsliðinu einhverja fjármuni. Við ætluðum að doka við fram að mið- stjórnarfundi síðasta miðvikudag. Síðan áttuðum við okkur, ég og Hall- dór Björnsson, varaforseti ASÍ, ein- faldlega á því eftir leikinn við Þjóð- verja, að þetta var rétta augnablikið. Við ákváðum að gefa 250 þúsund með því skilyrði að Guðmundur landsliðs- þjálfari réði hvernig fénu yrði ráðstaf- að.“ Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, eftir fundalotu síðustu daga Okkur tekst að vera réttu megin við rauðu strikin BOLLUDAGURINN er á morgun og vafalaust eru margir bakarar nú sveittir við að baka bollur og þeyta rjóma ofan í landann. Þau Halldóra Þorgeirsdóttir og kökumeistarinn Jón Rúnar Arilíus- son hjá Kökumeistaranum í Hafn- arfirði virtust þó alls ekki hafa feng- ið nóg af bollunum, þegar þau brugðu á leik fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins. Jón segir að hann baki einar fjór- ar tegundir af bollum, púns-, jarð- arberja-, karamellu- og rjómabollur, bæði vatnsdeigs- og gerdeigsbollur. Mest selst af hefðbundum vatnsdeigsbollum En í sölu hafi vatnsdeigsbollurnar vinninginn og mest sé keypt af hefð- bundnum vatnsdeigsbollum með rjóma og súkkulaði. Jón segist selja stykkið á 195 krónur en verð al- mennt sé allt upp í 240 krónur á bolluna. „Í dag er bolludagur fjöl- skyldunnar en á morgun eru það fyrirtækin sem kaupa mest af boll- unum og ég sel heldur meira þá en í dag.“ Aðspurður segir Jón að það sé heilmikil vinnutörn kringum bollu- daginn. „Venjulega erum við tveir að baka um helgar en við erum sex núna og það gengur oft heilmikið á. En törninni lýkur að mestu á morg- un, það má segja að við seljum ein- ungis sýnishorn á þriðjudögum fyrir þá sem misst hafa af bollunum.“ Margir munnar um bolluna Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Árni Sæberg Grétar afhendir Guðmundi landsliðsþjálfara ávísunina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.