Morgunblaðið - 10.02.2002, Page 30

Morgunblaðið - 10.02.2002, Page 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gistu vel, gistu ódýrt Lykilhótel Cabin Borgartúni 32, sími 511 6030, www.keyhotel.is Veislusalur fyrir ýmis tækifæri Fermingarveislur Brúðkaup Erfisdrykkjur Útskriftir Afmæli Í FÆREYJUM var kvæða-hefðin sagnahefðinni yfir-sterkari hér fyrr á öldum ogkannski á sú staðreynd ein- hvern þátt í því hversu vel ljóðlistin hefur dafnað á eyjunum allt til dags- ins í dag. Í þau þrettán skipti sem Færeyingar hafa lagt fram verk í keppnina um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hefur aðeins fjór- um sinnum verið um prósaverk að ræða, en níu ljóðabækur hafa verið tilnefndar. Það var árið 1985 sem Færeyingar fengu fyrst að vera með í samkeppninni og aðeins ári síðar hreppti færeyska skáldið Rói Pat- urson verðlaunin fyrir ljóðabókina Likasum (áður hafði William Heine- sen hlotið verðlaunin en hann var tilnefndur af hálfu Dana þar sem hann skrifaði á dönsku). Í ár leggja Færeyingar fram ljóðabókina Blóðreyndir (Blóðpruf- ur) eftir Tórodd Poulsen (f. 1957). Tóroddur hefur gefið út ellefu ljóða- bækur og tvö prósaverk síðan hans fyrsta ljóðabók, Botnfall, kom út ár- ið 1984. Ljóðagerð Tórodds hefur tekið miklum breytingum frá hans fyrstu ljóðum sem einkenndust af ungæðislegum uppreisnaranda, til- vistarlegri leit og naflaskoðun. Nýrri verk hans einkennast af leik með tungumálið, paródíu og ágæt- um húmor. Tóroddur hefur í seinni tíð sótt í æ ríkara mæli til fær- eyskrar hefðar og í Blóðprufum eru textatengsl við færeyska ljóðahefð stór þáttur. Segja má að skáldið taki (blóð)prufur úr ljóðum eldri skálda; ljóð hans er full tilvísana og end- ursköpunar á eldri ljóðum sem hann yrkir út frá. Það þema sem löngum hefur verið einna áleitnast í fær- eyskri ljóðagerð tengist útlegð og heimþrá útlagans. Þetta þema geng- ur í endurnýjun lífdaga í Blóðpruf- um en útlegðin er ekki lengur ein- ungis landfræðilegt atriði heldur má segja að Tóroddur sýni okkur að að- skilnaður við náttúru, menningu og tungumál sé ekki síður sálrænt ástand en líkamlegt; landamæri föð- urlands og útlands búa fyrst og fremst innra með okkur – í blóðinu. Grænlendingar hafa tekið þátt í samkeppninni síðan 1991 og á þeim tíma hafa þeir tilnefnt níu skáld- verk. Í ár er það skáldsagan Salt- støtten (Saltstólpinn) eftir Ole Korneliussen (f. 1947). Árið 1999 var einnig tilnefnt verk eftir sama höf- und, smásagnasafnið Uumasoqat (Hitt dýrið). Eins og sjá má af þess- um tveimur titlum er Ole Kornelius- sen tvítyngdur höfundur, þ.e.a.s. hann frumsemur verk sín bæði á grænlensku og dönsku enda hefur hann verið búsettur í Kaupmanna- höfn um áraraðir. Hans fyrsta verk var ljóðabókin Putog (Holan) sem kom út 1973. Síðan hefur hann feng- ist jöfnum höndum við ljóða- og sagngerð en Saltstólpinn er fyrsta skáldsaga hans (kom fyrst út á grænlensku undir heitinu Tarrarsu- ummi tarraq 1999). Nýlendubókmenntir Ole Korneliussen er sagður brautryðjandi í grænlenskum bók- menntum um leið og verk hans hljóta að teljast einnig til danskra bókmennta og falla auðveldlega undir skilgreininguna „nýlendubók- menntir“ (post-colonial) sem mikið er á sveimi þessa dagana. Í Salt- stólpanum hittir lesandinn fyrir sögumann sem lýsir einum örlaga- ríkum degi lífs síns. Þessi sögumað- ur er ekki búsettur í föðurlandi sínu heldur í stórborg sem minnir mjög á Kaupmannahöfn þótt venjulegur túrhestur kannist kannski ekki við sig í borg sögunnar að öllu leyti. Sögumanni líður vel á þessum stað, hann finnur hvorki til framandleika- tilfinningar né klofnings þótt hann sé fjarri þeim stað sem fóstraði hann í æsku. Í rauninni er hann kannski hvorki staddur í landi for- feðranna né landi herraþjóðarinnar, heldur einhverjum þriðja stað: Hann lifir og hrærist í andlegu rými sem getur sem best rúmað hvoru tveggja – og meira til. Þessi afstaða/ staða sögumannsins í Saltstólpanum minnir mjög á þá afstöðu sem fram kemur í Blóðprufum Tórodds Poulsens og lýst var hér að ofan, að landamæri búi fyrst og fremst innra með okkur, og gaman er að velta fyrir sér merkingu þessarar afstöðu í heimi sem einkennist kannski einna helst af togstreitunni á milli samruna þjóða annars vegar og sundrungar í nafni þjóðernis hins vegar. Eitt er víst að í Salt- stólpanum mætast á frjósaman hátt græn- lensk menning og sú danska en sýn höfund- ar/sögumanns á sam- félagið er persónuleg og sérstök. Verkið er að miklu leyti byggt upp sem fjölradda frá- sögn, sögumaður lýsir því fólki sem á vegi hans verður þennan dag sem frásögnin spannar og gefur þeim orðið – oft til þess eins þó að hafna lífsskoðun- um þeirra sem oftar en ekki einkennast af for- dómum og ranghug- myndum um aðra. Í frásögninni er vakinn upp grunur að dagur- inn sem lýst er sé síð- asti lífdagur sögu- manns og þannig tengist hann græn- lenskri mýtu um mann- inn sem gengur á vit náttúrunnar til að enda líf sitt. Í sögulok er sögumaður staddur við hafsbrún og hann hefur brennt bát sinn og framhaldið er órætt. Danir tilnefna að þessu sinni skáldsögu og ljóðabók eftir tvo af sínum þekktustu samtímahöfund- um, sem hafa reyndar báðir hlotið tilnefningar til þessara verðlauna áður. Hér er um að ræða Ib Michael (f. 1945) sem er einn vinsælasti höf- undur Dana í dag. Eftir hann liggur stórt og mikið höfundarverk sem spannar allt frá ljóðrænum minn- ingasögum til víðfeðmra skáldsagna sem gerast í framtíðinni allt eins og nútíðinni. Skáldsaga hans Kejserens atlas (Landkort keisarans) sem til- nefnd er að þessu sinni telur rúmar 400 blaðsíður og sögusvið hennar spannar svo til allan heiminn. Frá- sögnin ferðast frá Danmörku, um Karíbahafið og til Japan og hún ferðast jafnframt fram og tilbaka í tíma og nær yfir nokkrar aldir. Inn- an þessarar stóru (og bráðskemmti- legu) skáldsögu felast líka ótal bók- menntagreinar – eða tegundir. Landakort keisarans er ástarsaga, spennusaga og vísindaskáldsaga, svo fátt eitt sé nefnt, og hugmynda- auðgi höfundar virðast engin tak- mörk sett. Þetta er fjörleg saga sem heldur lesandanum spenntum frá upphafi til enda. En tilgangur höf- undar er ekki bara sá að segja okk- ur spennandi sögu – að sjá okkur fyrir af- bragðsafþreyingu – heldur virðist honum liggja nokkuð á hjarta. Umhverfismál, skil- yrði ástarinnar, fórnir og hefndir, allt á þetta sinn sess í þessari mögnuðu sögu sem sögð er á blæbrigða- ríku, myndhlöðnu tungumáli sem Ib Michael beitir af mik- illi list. Ljóðabókin In Nom- ine (Í nafni) eftir Klaus Høeck (f. 1938) er ekki síður doðrant- ur en skáldsaga Ib Michaels. Við fyrstu sýn líkist bókin skáld- sögu: tæpar 400 síður í stóru broti er tæpast það form ljóðabóka sem maður á að venj- ast. Reyndar er þessi höfundur þekktur fyr- ir massífar ljóðabæk- ur sínar enda kallaður „storformsdigter“ í heimalandi sínu. Ljóðabókinni In Nom- ine mætti lýsa sem ljóðabálki sem skáldið spinnur út frá eigin ævi – eigin nafni. Þetta er ljóðævi- saga þar sem ljóðmælandi byrjar á að lýsa fæðingu sinni og spinnur síð- an áfram hugleiðingar um líf sitt og ekki síst um það hvernig sjálfið verður til. Ljóðabálkur um tilurð sjálfsins. Það er ekkert áhlaupaverk að lesa þessa miklu ljóðabók en er vissulega fyrirhafnarinnar virði. Og það má nálgast þennan texta á marga vegu; hægt er að njóta ein- stakra ljóða, einstakra minninga skáldsins án þess að huga nánar að innra samhengi ljóðanna. En ef les- andinn nennir getur hann í gegnum ítarlega skoðun smám saman kynnst því kerfi sem skáldið vinnur út frá. Bálkurinn er samsettur úr átta „minningarsporum“ og sem formlega hefjast sem tilbrigði um þá sautján bókstafi sem nafn höfundar er samsett úr: Klaus Høeck John- sen… Til að auðvelda lesandanum að átta sig á kerfinu hefur höfundur skrifað eftirmála þar sem hann út- skýrir það kerfi sem bókin byggist á. En hvort sem lesandinn gengst kerfinu á vald eða nýtur einstakra ljóða hlýtur hann að viðurkenna að þessi bók er verðugt framlag til bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Íslensku höfundana sem tilnefnd- ir eru í ár þarf varla að kynna fyrir lesendum. Þetta eru þeir Gyrðir Elí- asson (f. 1961) og Mikael Torfason (f. 1974). Varla mun nokkur styr standa um tilnefningu smásagna- safnsins Gula hússins eftir Gyrði Elíasson. Verkið er þegar marg- verðlaunað; fékk bæði Laxnessverð- launin og Íslensku bókmenntaverð- launin í fyrra. Þessar smásögur Gyrðis bera hans bestu höfundar- einkennum gott vitni; textinn er undrafagur í sínum ljóðræna og ívið þunglyndislega frásagnarhætti. Safnið samanstendur af 29 stuttum textum sem tengjast í gegnum end- urtekin minni og innbyrðis tilvísan- ir. Gjarnan er haft á orði að Gyrði Elíassyni hafi tekist að skapa í bók- um sínum veröld sem lýtur sínum eigin lögmálum og líkist engu öðru sem skrifað hefur verið á íslensku. Þeir sem láta heillast af þessum heimi verða honum handgengnir og líður ætíð vel innan landamæra hans. Umdeildur höfundur Vera má að tilnefning skáldsög- unnar Heimsins heimskasti pabbi eftir Mikael Torfason sé umdeildari enda er þessi höfundur líklega með- al umdeildustu samtímahöfunda á Íslandi. Heimsins heimskasti pabbi er þriðja skáldverk Mikaels, hann kvaddi sér hljóðs með Fölskum fugli árið 1996, kraftmikilli skáldsögu sem lýsir hörðum heimi vímuefna og grófs ofbeldis á tæpitungulausan máta sem fór fyrir brjóstið á mörg- um lesendum. 1998 kom síðan Saga af stúlku þar sem kvað við allt ann- an og yfirvegaðri tón í sögu af ungri stúlku sem á í mikilli tilvistar- og sjálfsmyndarkreppu. Það sem einna helst vakti athygli lesanda í þeirri sögu var sú áleitna umræða um kyn- hlutverk og kynferði sem liggur til grundvallar söguþræðinum og snertir ýmis helstu umræðuefni nú- tímafræða og lista. Segja má að Mikael Torfason hafi síðan staðfest stöðu sína sem einn athyglisverðasti höfundur okkar af yngstu kynslóð- inni með þriðju skáldsögunni, þeirri sem nú er tilnefnd til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Um Heimsins heimskasta pabba komst einn gagnrýnandi þannig að orði að með henni væri komin fram á sjón- arsviðið alveg ný tegund heims- ádeilu. Aðrir voru á þeirri skoðun að út úr bókinni mætti lesa ótrúlega íhaldssamar lífsskoðanir – hvort heimfæra má slíkar skoðanir upp á höfundinn sjálfan er síðan allt annað mál. Hvort þessi heimsádeila á eftir að falla í kramið hjá dómnefndinni á eftir að koma í ljós. Horfin landamæri Það ræðst á morgun hver hlýtur Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs. Soffía Auður Birgisdóttir kynnir tilnefningar Dana, Færeyinga, Grænlendinga og Íslendinga. Mikael Torfason Gyrðir Elíasson ÞEIR eru komnir aftur á stjá fé- lagarnir frá 13. öld, aðalsmaðurinn og þjónninn hans, sem Jean Reno og Christian Clavier túlkuðu á eft- irminnilegan hátt í kvikmyndinni Les Visiteurs árið 1993. Hér er okkur boðið upp á bandaríska út- gáfu myndarinnar, þótt aðalleikar- arnir tveir og leikstjórinn séu enn á sínum stað. Greifinn af Malfete og illalykt- andi þjónninn hans, André, koma til Englands þar sem heitmey hins aðalborna bíður hans. Brúðkaupið er á næsta leiti þegar afbrýðisöm illmenni grípa í taumana og fé- lagarnir tveir lenda, með hjálp galdrakarls, í Bandaríkjum 21. ald- ar. Þótt þessi endurgerð haldi sig nokkurn veginn við frumgerðina var sú fyrri betri, og það er ekki bara nostalgía. Franska myndin lagði mikið upp úr því að gera gys að aðalsfólki, tilgerð þess og fárán- leika. Það var það fyndna, það sem franski almúginn flykktist í bíó til að sjá og hlæja að. Sá hluti er ekki með hér, heldur er allt lagt upp úr aðstæðunum sem skapast við það að fara fram í tímann og meðfylgj- andi klósett- og prumphúmor. Bandarísk samvinna hefur án efa haft áhrif á handritsskrifin. Unnustan og kærastinn hennar eru nú orðin dæmigert par sem ekkert fyndið er við; góða stelpan og vondi strákurinn, einhliða klisjutýpur. Einnig þurfti Kaninn að fá það inn að allir sem tylla svo mikið sem litlu tá á þeirra jörð hafa skyndilega brjálæðislega þörf fyrir að vera svo ofboðslega frjálsir í þessu yfirmáta frjálsa landi þeirra. Malcolm McDowell leikur galdrakarlinn sem fer á eftir þeim og flest sem honum viðkemur er svo neyðarlega ófyndið að maður á það til að líta undan. Aðrir leikarar standa sig vel, þótt kjötið sé lítið á beinunum. Útkoman er mynd þar sem hlæja má að einstaka atriðum svo lengi sem maður hefur ekki þegar séð þau í hinni myndinni. Álfar út úr hól KVIKMYNDIR Stjörnubíó Leikstjóri: Jean-Marie Poiré. Handrit: Jean-Marie Poiré og Christian Clavier. Kvikmyndataka: Ueli Steiger. Aðal- hlutverk: Jean Reno, Christian Clav- ier, Christina Applegate, Matt Ross, Tara Reid og Malcolm McDowell. 88 mín. Bandaríkin/Frakkland. Gaumont 2001. JUST VISITING/GESTIRNIR Hildur Loftsdóttir TILKYNNT verður í Norræna hús- inu á morgun, mánudag, hverjir hljóta Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs að þessu sinni. Af tilefninu verður dagskrá með fyrirlestrum, upplestrum og pallborðsumræðum um norrænar bókmenntir í Norræna húsinu í dag, sunnudag, frá kl. 14–17. Að dagskránni stendur Norræna húsið, í samstarfi við norrænu sendi- kennarana við Háskóla Íslands og ís- lensku dómnefndina. Dagný Kristjánsdóttir opnar dag- skrána. Maria-Liisa Nevala fjallar um finnskar samtímabókmenntir, Mary-Ann Bäcksbacka rithöfundur kynnir verk sín, Astrid Trotzig fjallar um sænskar samtímabók- menntir, Heidi von Born rithöfundur kynnir verk sín, Hans H. Skei fjallar um norskar samtímabókmenntir, Oskar Stein Bjørlykke rithöfundur kynnir verk sín, Henrik Wivel og May Schack fjalla um danskar sam- tímabókmenntir, Karl Elias Olsen fjallar um grænlenskar samtímabók- menntir, Soffía Auður Birgisdóttir fjallar um íslenskar samtímabók- menntir og Turid Sigurðardottir fjallar um færeyskar samtímabók- menntir. Að erindunum loknum verða hringborðsumræður. NORDBOK styrkir dagskrána. Norrænar bókmenntir í brennidepli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.