Morgunblaðið - 10.02.2002, Page 42

Morgunblaðið - 10.02.2002, Page 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ✝ Ósk Ásgrímsdótt-ir fæddist á Borg í Miklaholtshreppi. Hún andaðist á Garðvangi í Garði 1. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Stefáns- dóttir og Ásgrímur Gunnar Þorgríms- son, sem bæði eru lát- in. Ósk giftist 17. júní 1950 Ásmundi Böðv- arssyni, f. 11. maí 1920 í Hafnarfirði, d. 27. desember 1999. Foreldrar hans voru Steinþóra Ásmundsdóttir og Böðvar Gríms- son. Sonur þeirra er Steinþór, flugvirki, kvæntur Maríu Sigurð- ardóttur. Börn Óskar og Ásmundar eru Sigurður, Ásmundur, Ingvar og Linda María. Sonur Óskar er Walter Borgar, sem Ásmundur gekk í föðurstað. Hann var kvænt- ur Ásu Jónu Þor- steinsdóttur, hún lést 20.1. 1999. Börn þeirra eru Þorsteinn Ásmundur, Anna Borg, Ósk, Eiríkur og Ásgrímur Stefán. Ósk og Ásmundur hófu búskap sinn 1950 í Garði í Gerð- um og áttu þar sitt- heimili þar til heilsu fór að hraka og dvaldi hún á Garð- vangi hin síðari ár. Ósk vann við sveitastörf á heimili foreldra sinna, stundaði nám í Húsmæðraskólanum á Ísafirði og vann á veitingahúsum í Reykja- vík. Í Garðinum vann hún í fisk- vinnsluhúsum staðarins meðan heilsa leyfði. Útför Óskar fer fram frá Út- skálakirkju á morgun, mánudag- inn 11. febrúar, og hefst athöfnin klukkan 14. Nú ertu farin yfir móðuna miklu, amma mín, ekki átti ég von á því að ég væri að kveðja þig í síðasta skipti í október sl. Erfitt var að vera stödd hinum megin við Atlantshafið og ekki ná að kveðja þig í hinsta sinn en þú leist svo vel út og varst svo hress, heyrðir vel með nýja heyrna- tækið þitt og mér leist svo vel á þig að það hvarflaði ekki að mér að ég ætti ekki eftir að sjá þig meir. Nú ertu komin við hlið eiginmanns þíns og móður minnar, þrjú andlát á þrem árum eru búin að setja sitt mark á aðstandendur en lífið heldur áfram og við verðum að líta fram á við og takast á við framtíðina og vera þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með ykkur og meta að verðleikum þann tíma sem maður á með ástvinum sínum. Oft höfum við rifjað upp æsku- minningar mínar og þú sagt mér frá því að ég sótti mikið til þín, lítil budda í skúrnum sem læddist seint um kvöld yfir til ömmu til að kúra í hlýju sænginni hennar en oft á kostnað afa sem læddist yfir í gestaherbergið, því honum þótti telpan sparka heldur mikið og taka mikið pláss. Þú kenndir mér alla barnasöngvana og fulllæs var ég sex ára, þökk sé Siggu- og Skessu- bókunum sem þú kenndir mér að lesa í og endaði ég með að eiga þær allar. Alltaf var gott að koma til ömmu eftir skóla enda bjó hún stutt frá, að fá heitt kakó og kex, það gat maður alltaf stólað á. Þú varst ákveðin manneskja og varst óhrædd við að segja þínar skoðanir og oft vorum við upp á kant hvor við aðra, aldrei í langan tíma í einu, enda skapmiklar báðar nöfnurnar. Það var mjög erfitt fyrir þig þeg- ar ég flutti utan enda við vanar að hittast oft í hverri viku, en þú varst stolt yfir því sem ég var að gera þótt erfitt væri fyrir þig að sætta þig við það, að ég væri langt í burtu en við reyndum með bréfaskriftum að halda í þráðinn og það þótt mér vænt um. Lítil stúlka á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: Hún vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hún vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítil stúlka leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hún stödd ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hennar. Breiðist ást af öðrum heimi Yfir hennar litla beð. Guð gefi þér frið, elsku amma. Þitt barnabarn, Ósk. Á morgun verður kvödd frá Út- skálakirkju mín kæra systir Ósk Ásgrímsdóttir. Það er alltaf erfitt að horfa á eftir sínum nánustu en þeg- ar kraftur og lífsþróttur er horfinn er betra að sætta sig við kveðju- stund. Við vorum sjö Borgarsystk- inin. Elst er Soffía, búsett í Noregi, Stefán, látinn, Ósk, Ágúst, búsettur í Reykjavík, Inga, búsett í Reykja- vík, Halldór, látinn, og undirritaður, búsettur í Garðabæ. Það er margt sem fer í gegnum hugann á þessari stundu. Í svo stórum systkinahópi í sveitasælu á góðu heimili, þar sem allt iðaði af lífi og þrótti, voru stund- aðir alls konar útileikir því ekki var sjónvarp til að liggja yfir en þegar Helgi Hjörvar las Bör Börsson í út- varpinu vantaði engan til að hlusta og helst mátti ekki hósta á meðan. Það var oft þröng á þingi á Borg þegar skóli sveitarinnar var þar nokkra mánuði að vetrarlagi, tíu til tuttugu til viðbótar fjölskyldunni, og var þá oft mikið fjör. Ogga hafði gott lag á að laða að sér krakka sem voru á Borg að sumarlagi og sóttu margir í að halda í hala kúnna sem hún mjólkaði því hún gat saumað saman svo skemmtilegar sögur að þau gleymdu staðsetningu og fengu ósjaldan góðar bunur úr afturenda gripanna. Ekki varð ég lítið hissa, þá átta ára gamall, þegar ég vakn- aði morguninn 12. ágúst 1943 og heyrði barn gráta á Borg og var þar Ogga búin að ala son. Ekki var nú vit mitt það mikið á þeim árum að ég sæi að hún bæri barn undir belti. Þar var kominn Walter Borgar. Árið 1950 giftist Ogga Ásmundi Böðvarssyni, þeim ágætismanni, sem gekk syni hennar í föðurstað, og fluttu þau í eigið húsnæði í Garð- inum. Þar eignuðust þau soninn Steinþór 16. nóvember 1959. Ásmundur stundaði sjómennsku, fyrst á aflaskipum og síðar á eigin bát, en hún vann við fiskvinnslu og var þar hrókur alls fagnaðar í leik og spjalli meðan heilsa leyfði. Árið 1985 veiktist hún alvarlega og bjó við það til dauðadags en glens og gaman blundaði með henni alla tíð þrátt fyrir heilsubrest. Á Garðvangi dvaldi hún hin síðari ár og fékk frábæra umönnun og vil ég þakka starfsfólki þar fyrir alla alúð og umhyggju við mína elskulegu systur, sem komin var í hjólastól. Hinn 12. nóvember síðastliðinn héldu synir hennar veglegt hóf á Garðvangi á 80 ára afmæli hennar og naut hún þess vel að hitta vini og vandamenn. Guð blessi minningu þína, elsku systir, og hafðu þökk fyrir allt sem þú veittir mér og mínum og ekki síst fyrir allar ánægjustundirnar við spilaborðið, en þar var oft glatt á hjalla með þér og Ásmundi þínum. Elsku bræður, Walter, Steinþór og fjölskyldur. Guð gaf, Guð tók, þannig er þetta jarðneska líf. Nú fer móðir ykkar á fund Ása síns og ann- arra vina og vandamanna sem hún var farin að þrá að hitta. Lúinn anda ég legg nú af lífinu ráði sá, sem gaf, í sárum Jesú mig sætt innvef, sálu mína ég Guði gef. (Hallgr. Pét.) Innilegar samúðarkveðjur frá okkur Oddbjörgu. Karl Ásgrímsson. Þessi vetur sem nú er rúmlega hálfnaður hefur verið einstakur vegna allrar þeirrar veðurblíðu sem við höfum fengið að njóta. Nú og alla sl. viku hefur þjóðin staðið sam- an, nánast sem einn maður og fylgst með strákunum okkar í handbolt- anum. Í allri þessari blíðu og spennu berst sú fregn að Ogga frænka sé dáin eftir mikil og erfið veikindi. Reyndar er það nú svo að þegar heilsan er þrotin og ekkert sem bendir til annars en að biðin sé tek- in við þá er það öllum mikill en sár léttir að þetta tekur enda. Heið- urskona af bestu gerð er fallin frá. Ogga frænka, eins og hún var alltaf kölluð í fjölskyldunni, var af- skaplega barngóð kona og minning- arnar hrannast upp. Þessum heið- urshjónum sem í mínum huga voru eitt, Ogga og Ási, fylgdi alltaf eitt- hvað nýtt og spennandi sem ungur sveitadrengur beið spenntur eftir að sjá er komið var í heimsókn. Það voru kennd ný spil, farið í veiðiferð og eitthvað nýtt borðað eða prófað í veiðiskapnum. Ekki má nú gleyma öllum stund- unum sem setið var við spil og ann- að sem stytti stundir. Mikið og gott keppnisskap fylgdi henni alla tíð og ekki þótti henni gott að vera neð- arlega að aflokinni nokkurra klukkustunda spilamennsku í „Kana“. Sú sterka mynd sem situr í huganum frá barnæsku er frænkan úr Garðinum sem var okkur systk- inunum á Borg svo góð og gjafmild. Hún var mikil handavinnukona og eigum við marga fallega hluti eftir þessa góðu frænku. Fyrir rúmum tveimur árum kvaddi hennar góði eiginmaður og var hans sárt saknað af henni, þó svo að stundum, í gegnum lífið, kæmu stundir sem ekki pössuðu í þolinmæði hennar frænku. Þau voru bara svo yndisleg og sæt saman. Ég minnist margra góðra stunda sem barn frá Borg og situr ein efst í huga mínum á þessari stundu: Mundi minn var lagstur í bekkinn eftir vel útilátna máltíð hjá móður minni og rann honum oft í brjóst, þá var kallað: „Ásiii – Ásiiiiiii,“ en ekk- ert svar barst til baka, þá var aðeins hækkað og kveðið við: „Ásmundur“ – þá kom hið langþráða svar í róleg- heitunum: „Hmm. Já, góða mín.“ Svona sætar og ljúfar minningar koma upp í hugann um þessa góðu frænku og hann Munda minn eins og ég kallaði hann oft. Hann var henni afskaplega góður alla tíð og ekki síst eftir að heilsa hennar brast fyrir mörgum árum. Það voru margar ferðirnar nú síðustu árin sem ég fór í Garðinn til að heilsa upp á þessi heiðurshjón. Síðustu árin hefur Ogga frænka notið mikillar og góðrar umönnunar á Garðvangi og eru starfsfólkinu þar færðar góðar þakkir fyrir þá frábæru aðhlynningu sem hún naut þar. Nú er komið að kveðjustund og þau hjón sameinast að nýju eftir tveggja ára aðskilnað og ég veit að hennar bíða opnir armar eigin- mannsins og sætur koss. Fyrir allt þetta og samfylgdina gegnum árin vil ég, systkini mín og dætur þakka þér, elsku frænka. Ég votta fjölskyldu hennar og vinum dýpstu samúð. Guð geymi þig, Ogga mín. Auðunn Pálsson. Elsku Ósk. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Það eru fimmtíu ár síðan þú bak- aðir allt fyrir ferminguna mína því mamma var veik. Svona varst þú, alltaf boðin og búin að hjálpa öðrum. Þið Ási gáfuð mér í fermingargjöf flottan jakka- kjól sem þú lést sauma á mig, þið gáfuð mér líka veski og skó. Mér þótti svo vænt um þetta og ég var svo fín. Við systurnar, ég, Ásta og Stína, sváfum heilan vetur úti hjá ykkur. Þá var pabbi að byggja við húsið okkar. Það var stutt að fara, rétt yfir götuna. Það var mikill sam- gangur á milli heimilanna. Elsku Ogga, takk fyrir allt og allt. Kveðja frá systkinum mínum og fjölskyldu minni. Guð styrki fjölskyldu þína í sorg- inni. Helga Þórdís Tryggvadóttir. ÓSK ÁSGRÍMSDÓTTIR                                                        !"              !" #$  %                    !" # $% !   &                ! "  "    #     $  %&$  $' & !  ()  #*   !   !# '                           ! "# $#  "#  %&'$$%" () *"! #   ) %&'$# +"   ( % $$%" ,  -! %&'$# " . "$ " / " /"!% !/ " / " / " Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.