Morgunblaðið - 14.02.2002, Page 1

Morgunblaðið - 14.02.2002, Page 1
37. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 14. FEBRÚAR 2002 ÍSRAELSKIR hermenn og skrið- drekar héldu inn í þrjá bæi Palest- ínumanna á Gazasvæðinu í fyrrinótt í þeim tilgangi að leita uppi vígamenn og féllu sex Palestínumenn í atlög- unni. Svo virtist sem ísraelska herlið- ið hefði verið kallað heim í gærkvöld þegar það réðst aftur inn í einn bæj- anna. Hernaðaraðgerðirnar á Gaza í fyrrinótt komu í kjölfar þess að herskáir Hamas-liðar skutu tveimur heimatilbúnum eldflaugum inn í Ísr- ael á sunnudag þar sem þær lentu á ræktarlandi. Höfðu Ísraelar heitið harkalegum viðbrögðum. Þrír palest- ínskir lögreglumenn féllu þegar ísr- aelskir skriðdrekar skutu á bæki- stöðvar þeirra í fyrrinótt en fjórði lögreglumaðurinn og óbreyttur borg- ari voru skotnir annars staðar. Sjötti maðurinn var skotinn nálægt gyð- ingabyggð á Gaza. Segja Ísraelar, að hann hafi verið vopnaður. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, sagði í gær í viðtali við ítalska dagblaðið La Repubblica, að heima- tilbúnu eldflaugarnar væru allt að því „brandari“, ófullkomin vopn, sem aldrei hefðu náð að valda neinu tjóni. Arafat verði leystur úr herkvínni Mary Robinson, yfirmaður mann- réttindamála hjá Sameinuðu þjóðun- um (SÞ), hvatti Ísraela í gær til að létta herkví þeirra um Arafat en hann hefur setið í bækistöðvum heima- stjórnarinnar í Ramallah á Vestur- bakkanum síðan í desember og hafa Ísraelar ekki leyft honum að fara. Segja þeir, að hann verði ekki frjáls ferða sinna fyrr en hann nái tökum á herskáum Palestínumönnum sem geri árásir á ísraelska herinn og al- menna borgara í Ísrael. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær, að Arafat hefði gengist við ábyrgð á tilraun til að smygla vopnum til Palestínu með skipinu Karine A. Stöðvuðu Ísraelar það í Rauðahafi í síðasta mánuði með um 50 tonn af skotfærum og vopnum. Sagði Powell, að þetta hefði komið fram í bréfi frá Arafat fyrir nokkrum dögum. Sex féllu í árás Ísraela á Gaza Colin Powell segir Yasser Arafat hafa viðurkennt vopnasmygl Reuters Palestínsk ungmenni brenna ísraelskan fána eftir að ísraelskir hermenn höfðu ráðist inn í þrjú þorp á Gaza. Gazaborg, Jerúsalem, Genf. AFP, AP. SLOBODAN Milosevic dró enn á ný í efa lögmæti Alþjóðastríðsglæpa- dómstóls Sameinuðu þjóðanna þegar hann ávarpaði dóminn í fyrsta skipti í gær en réttarhöld yfir Júgóslavíu- forsetanum fyrrverandi hófust í Haag í fyrradag. Sagði hann að þeg- ar væri búið að ákveða að hann skyldi fundinn sekur og ásamt her- ferð saksóknara í fjölmiðlum væri það markmið dómstólsins að „hengja“ hann án dóms og laga. Áður höfðu saksóknarar lokið tveggja daga yfirferð sinni á ákæru- atriðunum en þeir reifuðu um leið þau sönnunargögn sem þeir hyggj- ast leggja fyrir dómstólinn. Nokkuð var liðið á daginn þegar Milosevic gafst tækifæri til að hefja mál sitt og kaus hann því að flytja ekki formlega yfirlýsingu til réttar- ins í gær. Í staðinn krafðist hann þess að dómarar í málinu brygðust við ásökunum hans um að dómstóll- inn væri ólögmætur og handtaka hans í Belgrað og framsal til Hol- lands bryti í bága við bæði serb- nesku og júgóslavnesku stjórnar- skrána. Richard May, yfirdómari í réttar- höldunum, stöðvaði Milosevic hins vegar í miðjum klíðum og hafnaði þeim staðhæfingum að dómstóllinn væri ólögmætur. Úrskurður lægi þegar fyrir um það atriði. „Skoðanir þínar á þessum dómstóli skipta engu máli,“ sagði hann. Frestaði May síðan réttarhöldun- um þar til í dag en þá er gert ráð fyr- ir að Milosevic hefji málsvörnina. Ibrahim Rugova meðal vitna Geoffrey Nice, einn saksóknar- anna, lýsti fyrir réttinum í gær þeim voðaverkum sem framin voru á Balkanskaga á síðasta áratug síð- ustu aldar og sem Milosevic er sak- aður um að bera ábyrgð á. Sagði hann Milosevic hafa átt sér það markmið eitt að tryggja hag Serba í eins konar Stór-Serbíu. Saksóknarar sýndu m.a. mynd- band af sveltandi fólki í Trnopolje- fangabúðunum í Bosníu frá 1992. Sagði Nice að þar og í öðrum sam- bærilegum búðum hefðu fangar mátt þola sult, barsmíðar, kynferðisárásir og pyntingar. Voru margir þeirra myrtir og lík þeirra grafin í fjölda- gröfum, að sögn saksóknara. Greindi Ibrahim Rugova, leiðtogi hófsamra Kosovo-Albana, frá því að hann yrði meðal vitna saksóknara í Haag. Rugova sagði það heiður að fá að vitna í málinu fyrir hönd íbúa Kosovo en ákærur á hendur Milosev- ic snúa m.a. að ódæðisverkum sem hersveitir Serba eru sakaðar um að hafa framið þar 1998–1999. Reuters Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, fyrir stríðsglæpa- dómstólnum í Haag í gær er dómarar reifuðu málið gegn honum. Milosevic segir dóm- inn þegar ákveðinn Haag, Pristina. AP, AFP. Saksóknarar í Haag ljúka yfirferð á ákæruatriðum FRÁ 2005 munu allir borgarar í Evrópusambandsríkjunum hafa eitt og sama sjúkraskírteinið, sem tryggir þeim aðgang að sjúkrastofnunum í ríkjunum fimmtán. Anna Diamantopoulou, sem fer með félags- og tryggingamál í framkvæmdastjórn ESB, skýrði frá þessu í gær en breyt- ingin mun fyrst og fremst verða til að útrýma þeirri skriffinnsku, sem nú fylgir því að leita læknis annars staðar en í sínu eigin ESB-ríki. Sagði hún, að sameig- inlega skírteinið myndi auð- velda fólki verulega að stunda vinnu utan síns heimaríkis og auk þess koma ferðafólki vel. Talið er, að ein afleiðing nýja skírteinisins verði sú, að fólk geri meira af því en áður að leita sér læknismeðferðar í ríkjum þar sem auðveldast er að fá hana. Fyrir utan þetta er nú unnið að því að samræma reglur um háskólagráður og starfsferils- skrár og til stendur, að allir ESB-borgarar geti flutt lífeyris- og önnur tryggingaréttindi til annars ESB-ríkis hyggist þeir setjast þar að. Sameigin- legt sjúkra- skírteini Brussel. AP. BRESKIR verkfræðingar eru að leggja lokahönd á smíði of- urþunnra hátalara úr bylgju- pappa og að þeirra sögn hillir nú undir það, að alls konar pakka- vara, til dæmis kornfleks- og sápupakkar, geti auglýst sjálfa sig í hillum verslananna. Þessi nýja tækni hefur verið þróuð hjá breska fyrirtækinu NXT að því er segir í tímaritinu New Scientist, sem kemur út á laugardag. Eru fyrstu hátal- ararnir, 70 sm háir, væntanlegir á markað en þeir eru til dæmis ætlaðir fólki, sem vill bjóða vin- um sínum til veislu án þess að eiga á hættu, að þeir skemmi annan og dýrari hátalarabúnað. Hátalararnir eru eins og fyrr segir úr bylgjupappaörk, sem er brotin saman þannig, að úr verði þríhyrningur. Aftan á eina hlið- ina er festur rafsegul-„hvati“, 2,5 sm þykkur, sem breytir rafboð- um í hljóðboð. Þegar „hvatinn“ hefur verið tengdur magnara fer pappinn eða þríhyrningurinn að virka eins og þind eða hljóð- himna og gefa frá sér hljóð. Verið er að vinna að smíði minni hátalara og þá verður þess kannski ekki langt að bíða, að pakkavaran hrópi á fólk í búð- unum „kauptu mig, kauptu mig“ og geri því um leið ýmis gylliboð. „Kauptu mig, kauptu mig“ París. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.