Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI
16 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Nýjar vörur
Vor 2002
Akurliljan
Hafnarstræti 100, Akureyri, sími 462 4261.
Einkafjármögnun
stórframkvæmda
Hádegisverðarfundur á vegum Íslandsbanka,
AFE og Félags viðskipta- og hagfræðinga
föstudaginn 15. febrúar kl. 12:00 til 13:15
á Fiðlaranum, 4. hæð
Dagskrá:
Fjármögnun stórverkefna
Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis hf., ráðgjafar- og
rekstrarþjónustu. Fjallar um tækifæri og ógnanir sem fyrir-
tækið hefur staðið frammi fyrir við einkafjármögnun
mannvirkja.
Einkafjármögnun — Væntingar og veruleiki, frá
sjónarhorni fjármagnsmarkaðar.
Alexander Kristján Guðmundsson, forstöðumaður verkefnis-
og fasteignafjármögnunar Íslandsbanka FBA.
Fjallar um hvaða verkefni hefur verið ráðist í á síðastliðnum
árum og á vegum hverra. Aðferðafræðin, kosti hennar og
galla, þarfir fjármagnsmarkaðarins, hvað hefði mátt betur
fara við skipulag einkafjármögnunar út frá sjónarhorni
fjármögnunar.
Fundarstjóri:
Ingi Björnsson, svæðisstjóri Íslandsbanka Akureyri
LÁGVAXNAR furðuverur fuku til í
roki og rigningu öskudagsins á Ak-
ureyri. Veðrið lék ekki við blessuð
börnin sem klæddu sig upp á í
glæsilega grímubúninga í býtið og
héldu af stað í árlega bæjarferð,
þar sem sungið er fyrir starfsfólk
fyrirtækja, stofnana og verslana
sem launa fyrir með sælgæti. Gler-
hált var í bænum og því erfitt að
fóta sig í hvassviðrinu, en ekki virt-
ust börnin láta það á sig fá og héldu
sínu striki. Reyndar kusu mörg
þeirra að dvelja í hlýjunni í versl-
unarmiðstöðinni Glerártorgi þar
sem hægt var að taka lagið á sviði.
Kötturinn var að venju slegin úr
tunnunni á Ráðhústorgi og sýndu
þar margir mikið harðfylgi.
Morgunblaðið/Kristján
Á Glerártorgi stigu börnin á svið og sungu af hjartans lyst fyrir fjölda
fólks. Þar var gott að vera enda leiðindaveður úti.
Ísinn bragðaðist vel eftir sönginn.
Kötturinn sleginn úr tunnunni á Ráðhústorgi í roki og rigningu.
„Hlaupa
lítil börn
um bæinn“
HEYRNARTÆKNI ehf. hóf starf-
semi á Akureyri nýlega með opnun
útibús í Hafnarstræti 95. Árni
Hafstað, heyrnar- og talmeina-
fræðingur, mun sinna þar heyrn-
armælingum og sölu á heyrnar-
tækjum og
hjálparhlustunarbúnaði. Heyrnar-
tækni hóf starfsemi í júní 2001 og
er fyrsta einkarekna heyrnar-
tækjastöðin á Íslandi.
Heyrnartækni er með umboð
fyrir danska fyrirtækið Oticon sem
er elsta starfandi heyrnartækja-
fyrirtækið í dag og hefur verið
leiðandi í tækninýjungum. Oticon
var fyrsta fyrirtækið til að setja á
markað sjálfvirk stafræn heyrn-
artæki. Heyrnartækni leggur
áherslu á að bjóða upp á nýjustu
og fullkomnustu heyrnartækin frá
Oticon, segir í fréttatilkynningu
frá fyrirtækinu.
Langir biðlistar eftir heyrnar-
tækjum hafa skapast á undanförn-
um árum og er stærstur hluti
þeirra sem bíður eftir þjónustu
eldri borgarar. Landsbyggðarfólk
hefur ekki farið varhluta af þessu
ástandi og sem dæmi má nefna að
þá hefur ekki verið starfrækt
heyrnartækjastöð á Akureyri um
árabil. Eldri borgarar eru sá hóp-
ur sem mest þarf á heyrnartækj-
um að halda og eiga þeir oft og tíð-
um erfitt með að ferðast langt til
að leita eftir þjónustunni. Með
opnun útibúsins vonast Heyrnar-
tækni til að bæta þjónustu við
heyrnarskerta á Norðurlandi, seg-
ir ennfremur í fréttatilkynning-
unni.
Heyrnartækni á Akureyri er op-
ið á hverjum fimmtudegi. Nánari
upplýsingar og móttaka tímapant-
ana er í síma 893 5960 og 568 6880
og á heimasíðu fyrirtækisins,
www.heyrnartaekni.is.
Heyrnartækni opnar útibú
FERÐAFÉLAG Akureyrar verður
með þorraferð í Botna um komandi
helgi, dagana 16. og 17. febrúar. Botni
er einn af skálum félagsins og er í
Svartárbotnum, um 15–16 kílómetra
frá Svartárkoti. Þetta er skíðagöngu-
ferð.
Félagið býður svo upp á skíða-
gönguferðir alla laugardag í vetur,
þ.e. í mars og apríl. Í maímánuði verð-
ur árleg skíða- og gönguferð á Súlur
fyrsta dag þess mánaðar, þá er á dag-
skrá göngu- og skíðaferð á Kaldbak
og fuglaskoðunarferð. Ferðafélag Ak-
ureyrar hefur kynnt ferðaáætlun sína
fyrir árið 2002 og að venju kennir þar
margra grasa. Öskjuvegsferðirnar sí-
vinsælu er þar að finna, sumarleyf-
isferð til Noregs, fjölbreyttar göngu-
ferðir, jeppaferð, hjólaferð og
eyjasigling. Ferðaáætlunina má finna
á heimasíðu félagsins, á slóðinni
http://ffa.est.is en þar eru upplýsing-
ar um félagið, skála þess, gönguleiða-
kort og fleira. Ferðafélag Akureyrar
er með opið hús fyrsta fimmtudags-
kvöld í hverjum mánuði.
Ferðafélag Akureyrar
Þorraferð
í Botna
FORSVARSMENN Húsasmiðjunn-
ar hafa unnið að endurskoðun á
rekstri fyrirtækisins á Lónsbakka
við Akureyri að undanförnu, en í
tengslum við þá vinnu var nær öllu
starfsfólki, alls 28 manns, sagt upp
störfum í byrjun nóvember sl. Bogi
Þór Siguroddsson, forstjóri Húsa-
smiðjunnar, sagði að frá því að fyr-
irtækið tók yfir rekstur bygginga-
vörudeildar KEA á Lónsbakka fyrir
um þremur árum hafi átt sér stað
miklar breytingar á markaðnum fyr-
ir norðan, en að þar gætti þó nokk-
urrar bjartsýni um þessar mundir.
„Til þess að geta farið yfir rekst-
urinn og endurskipulagt hann á sem
bestan hátt fyrir okkar viðskiptavini
var ákveðið að fara þá leið að segja
starfsfólkinu upp. Í dag eru um 20
stöðugildi á Lónsbakka og hefur
þeim fækkað um 3-5 stöðugildi frá
því í haust. Í þessari grein er tölu-
vert um sveiflur og þessi fækkun
starfsfólks sem hefur orðið er meira í
bakvinnslu og á lager. “
Bogi Þór sagði að töluverð um-
ræða hafi verið um hugsanlegan
flutning á starfseminni frá Lóns-
bakka og inn á Akureyri. „Við erum
ekkert á leiðinni frá Lónsbakka og
það eru margir mjög góðir kostir við
það að vera þar. Svæðið er stórt og
aðgengi gott fyrir þungavöruþjón-
ustu. Það er rétt að við erum ekki
staðsettir í miðbæ Akureyrar og ein-
hverjum finnst langt að fara út á
Lónsbakka, þannig að það eru bæði
kostir og gallar við staðsetninguna.
Hins vegar hafa ýmsir sýnt þessu
svæði áhuga og líkt og í öðrum við-
skiptum endurskoðum við stöðu okk-
ar eftir því sem aðstæður leyfa og
tækifæri gefast.“
Bogi Þór sagði að gríðarleg sam-
keppni væri á þessu svæði, en þrátt
fyrir umtalsverðan flutningskostnað
væri fyrirtækið að bjóða sama verð á
Lónsbakka og í Reykjavík.
Fækkun hjá
Húsasmiðjunni
EINKAFJÁRMÖGNUN stórfram-
kvæmda er yfirskrift hádegisfund-
ar sem Íslandsbanki, Félag við-
skipta- og hagfræðinga og
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar
stendur fyrir á morgun, föstudag-
inn 15. febrúar frá kl. 12 til 13.15. á
Fiðlaranum.
Sigfús Jónasson, framkvæmda-
stjóri Nýsis, ráðgjafar og rekstr-
arþjónustu, flytur erindi um fjár-
mögnun stórframkvæmda og fjallar
m.a. um þau tækifæri og þær ógn-
anir sem fyrirtækið hefur staðið
frammi fyrir við einkafjármögnun
mannvirkja.
Einkafjármögnun, væntingar og
veruleiki frá sjónarhóli fjármagns-
markaðar er yfirskrift erindis Alex-
anders Kristjáns Guðmundssonar
forstöðumanns verkefnis- og fast-
eignafjármögnunar Íslandsbanka.
Hann fjallar um hvaða verkefni
hefur verið ráðist í á síðastliðnum
árum og á vegum hverra, aðferða-
fræðina, kosti hennar og galla.
Einkafjármögnun
stórframkvæmda
AÐALSTEINN Vestmann opnar
sýningu á Café Karólínu 16. febrúar
kl. 14.00. Hann sýndi fyrst fyrir
hálfri öld og þá með Gunnari Dúa í
Gagnfræðaskóla Akureyrar.
Aðalsteinn málaði leiktjöld í nokk-
ur ár hjá Leikfélagi Akureyrar og
víðar. Hann hefur haldið margar
einkasýningar og tekið þátt í sam-
sýningum. Á sýningunni eru akríl-
verk og mótíf úr næsta nágrenni og
eitt olíumálverk. Er það verkið „Að
kvöldi K-dagsins“ en sú mynd er til-
einkuð Karli Hjaltasyni en hann var
smíðakennari við Barnaskóla Akur-
eyrar. Aðalsteinn er nú að ljúka sín-
um 40 ára starfsferli við þennan
sama skóla. Sýningin er opin á af-
greiðslutíma kaffihússins.
Aðalsteinn
Vestmann sýnir
myndlist
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦