Morgunblaðið - 14.02.2002, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.02.2002, Qupperneq 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ TÓMSTUNDA- og íþróttaráð Reykjanesbæjar leggur til að parket verði lagt ofan á steingólfið í aðalsal íþróttahúss Keflavíkur í stað þess að brjóta gólfið upp, grafa það upp og steypa nýja plötu eins og áður var tal- ið nauðsynlegt. Fjármunirnir sem sparast verði notaðir til að byggja áhaldageymslu sunnan við húsið. Leggja á parketgólf á aðalsal íþróttahússins við Sunnubraut á árinu, samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar. Á gólfinu er nú dúk- ur á steinsteyptu gólfi og er hann orð- inn lélegur. Íþróttafólk hefur kvartað undan lélegri fjöðrun í gólfinu og var ákveðið að setja parket á gólfið, gólf eins og reynst hefur vel í íþróttamið- stöðinni í Njarðvík. Vildu stækka salinn Í fyrstu var talið nauðsynlegt að brjóta upp steingólfið og fjarlægja, grafa upp úr grunninum og steypa nýja plötu neðar til þess að hægt yrði að leggja grindur sem parketgólfið er lagt á. Ef parketið yrði lagt á núver- andi gólf myndi það hækka svo mikið að hurðargöt inn í salinn yrðu ólögleg. Við undirbúning málsins komu upp þær hugmyndir, meðal annars frá körfuknattleiksdeild Keflavíkur, um að láta gólfið halda sér en brjóta niður áhorfendastæðin að gangi fyrir fram- an búningsherbergi. Síðan yrðu sett færanleg og útdraganleg áhorfenda- svæði beggja vegna salarins og áhaldageymsla byggð við húsið. Við þetta myndi gólf salarins stækka og húsið gjörbreytast til batnaðar, að flestra mati. Samkvæmt upplýsingum Stefáns Bjarkasonar, tómstunda- og íþrótta- fulltrúa, var þessi hugmynd talin framkvæmanleg frá byggingatækni- legu sjónarmiði en mjög dýr auk þess sem nauðsynleg aðstaða myndi tap- ast, svo sem kennara- og dómaraher- begi. Segir Stefán að þessi lausn myndi kosta um 50 milljónir kr. eða tvöfalt meira en það fé sem varið hef- ur verið til verksins. Þá kom upp sú hugmynd að saga burtu nauðsynlega hluta áhorfenda- stæða til að ná löglegri hæð á þrjú hurðargöt inn í salinn með því að parketið yrði lagt ofan á núverandi gólf. Hugmyndin er að körfuknatt- leiksvöllurinn verði færður fjær áhorfendapöllunum og settir færan- legir pallar framan við þá föstu. Með því móti yrði hægt að fjölga áhorf- endum á leiki. Segir Stefán að þessi lausn, ásamt því að byggja nýja áhaldageymslu við suðurgafl hússins rúmist innan samþykktrar fjárhags- áætlunar. Áhaldageymsla þessi er á upphaflegum teikningum fyrir húsið en var aldrei byggð. Tómstunda- og íþróttaráð Reykja- nesbæjar hefur nú samþykkt þessa síðastnefndu tilhögun og leggur til við umhverfis- og tækisvið bæjarins að hún verði notuð. Fram kom í ráðinu að með því sparaðist mikill tími því ekki þyrfti að steypa upp nýtt gólf. Þá fengist stór áhaldageymsla sem hægt yrði að nota til að geyma færanlega áhorfendabekki og stærri leikifimi- áhöld. Parketið verði lagt ofan á nú- verandi gólf Keflavík Rætt um ýmsar útfærslur á endurbótum íþróttahússins við Sunnubraut FYRSTA skóflustungan að sýning- arskála Saltfiskseturs Íslands var tekin í Grindavík í gær. Einar Njálsson annaðist verkið en hann er formaður stjórnar Saltfisksetursins og þurfti hann að vera vel klæddur í rokinu og rigningunni. Forval fór fram vegna vals á teikningum og húsi. Lægsta til- boðið var frá Ístaki hf. og tók fyr- irtækið að sér að byggja skálann fyrir rúmar 100 milljónir kr. Við at- höfnina í gær óskaði Einar Njálsson verktökum velfarnaðar í þeirri vinnu sem hæfist strax að athöfn lokinni. Húsið mun rísa á tiltölulega stuttum tíma því verklok eru áætl- uð 14. ágúst á þessu ári. Í húsi Saltfiskseturs Íslands verð- ur sett upp saltfisksýning. Húsið er á góðum stað í bænum, í því er gott útsýni yfir höfnina. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Framkvæmdir hafn- ar við sýningarskála Grindavík HREPPSNEFND Vatnsleysu- strandarhrepps hefur falið sveit- arstjóra að senda eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þau gögn sem nefndin óskaði eftir. Eftirlitsnefndin taldi ljóst að fjárhagsstaða sveitarsjóðs Vatns- leysustrandarhrepps væri fremur alvarleg. Hún benti sérstaklega á miklar skuldir sveitarsjóðs sem námu í árslok 2000 liðlega 421 þús- und kr. á íbúa og peningaleg staða neikvæð um 343 þúsund kr. á mann. Þá var bent á að fjárfesting- arútgjöld hefðu á árinu 2000 numið um það bil fimmfaldri framlegð ársins. Skuldirnar lækka um 140 milljónir á næstu árum Í bókun hreppsnefndar, þar sem erindi nefndarinnar var tekið fyrir, er þess látið getið að samkvæmt fjögurra ára fjárhagsáætlun muni skuldir sveitarfélagsins lækka um 140 milljónir á næstu árum. Jóhanna Reynisdóttir sveitar- stjóri Vatnsleysustrandarhrepps segir að þegar ákveðið var að fara út í markaðsátak til að stækka byggðina og fjölga íbúum hafi legið fyrir að skuldirnar myndu aukast tímabundið. Útlit sé fyrir að skuld- irnar verði aftur komnar í lands- meðaltal á árinu 2005. Fjárhags- staðan fremur alvarleg Vatnsleysustrandarhreppur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.