Morgunblaðið - 14.02.2002, Blaðsíða 30
LISTIR
30 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
JÓHANN Smári Sævarsson óperu-
söngvari hefur skrifað undir tveggja
ára samning við óperuhúsið í Reg-
ensburg í Suður-Þýskalandi frá og
með september næstkomandi. Á
samningstímanum mun Jóhann
syngja hlutverk baróns Ochs í Rósa-
riddaranum eftir Strauss, en einnig
Philippo úr Don Carlo eftir Verdi,
Leoporello úr Don Giovanni eftir
Mozart og Colline úr La Boheme
eftir Puccini.
Í samtali við Morgunblaðið sagð-
ist Jóhann Smári ákaflega ánægður
með samninginn og hlakka til að
takast á við þau mörgu stóru hlut-
verk sem hann fæli í sér. „Eftir
samningstíma minn hjá Kölnaróper-
unni, sem var óhjákvæmilega nokk-
uð bindandi, ákvað ég að ráða mig
ekki fast fyrr en ég fengi rétta
samninginn með réttu hlutverkun-
um. Nú er sá samningur kominn, ég
fæ þarna átta mjög góð hlutverk,
þar á meðal þrjú alveg topphlut-
verk,“ segir Jóhann Smári og á þar
við hlutverk baróns Ochs, sem er
meðal viðamestu bassahlutverka óp-
erubókmenntanna, Leoporello úr
Don Giovanni og Philippo úr Don
Carlo, sem Jóhann
Smári segir vera sitt
draumahlutverk.
Hann segir óperu-
húsið í Regensburg
teljast til svokallaðra
B-húsa, en það hafi
verið í mikilli upp-
byggingu síðustu ár.
„Þetta er alveg
mátulegur vettvang-
ur og hæfilega stór
til þess að byrja að
takast á við þessi
risahlutverk svona
eitt á eftir öðru. Óp-
eruhúsið er jafn-
framt vel staðsett,
rétt utan við Münch-
en. Þetta er svæði sem fylgst er með
og gæti samningurinn því orðið góð-
ur stökkpallur hvað framtíðina varð-
ar.“
Jóhann starfaði í þrjú ár við Óp-
eruhúsið í Köln að loknu námi við
sameiginlega óperudeild konung-
legu tónlistarskólanna í Lundúnum.
Frá árinu 1998 hefur hann verið bú-
settur á Íslandi þar sem hann hefur
sinnt kennslu jafnframt því að taka
að sér verkefni erlendis.
Þá er Jóhann Smári einn
frumkvöðla að stofnun
Norðuróps, félags um
óperuflutning sem lagt
hefur áherslu á nýsköp-
un í íslensku óperulífi.
Jóhann Smári segist
ekki ætla að segja skilið
við íslenska óperuhefð
þótt leiðin liggi til Þýska-
lands. „Þó svo að við
hjónin flytjum til Re-
gensburg í tvö ár hyggj-
umst við halda tengslun-
um við starfsemi
Norðuróps. Við höfum
t.d. unnið undanfarið að
undirbúningi óperuupp-
færslu fyrir sumarið 2003 í sam-
vinnu við erlenda leik- og hljóm-
sveitarstjóra,“ segir Jóhann Smári,
en hann mun mæta til æfinga í Reg-
ensburg í júní, þegar æfingar á
Rósariddaranum hefjast. Á vormán-
uðum mun Jóhann Smári hins vegar
syngja á nokkrum óperugalakvöld-
um ásamt fleiri einsöngvurum af
ungu kynslóðinni áður en haldið er
utan.
Syngur draumahlut-
verkið í Regensburg
Jóhann Smári
Sævarsson
LISTAMAÐURINN á horninu
er nú á förum, eftir farsæla vet-
ursetu í borginni. Þessi sýningaröð
sem þau Ásmundur Ásmundsson og
Gabríela Friðriksdóttir hafa staðið
fyrir með miklum myndarskap lauk
með mikilli fagnaðarhátíð á bíla-
stæðinu framan við innganginn að
Nýkaupi í Kringlunni. Hekla Dögg
Jónsdóttir kom akandi á bílnum
sínum og lagði honum í stæði.
Ásamt aðstoðarmanni kom hún fyr-
ir kassa með jarðarberjum á vél-
arhúsi bílsins, og öðrum kassa með
hvítum kúlulaga trúðshausum til að
festa á loftnetsstangir bíla. Trúðs-
hausana seldi hún á hundrað krón-
ur stykkið.
Að því búnu stillti hún upp ferða-
tæki með snældu við hlið kassanna
tveggja og spilaði viðstöðulaust lít-
inn lagstúf sem hún samdi ásamt
Jessicu Hutchins, bandarískri
starfsystur sinni. Rúsínan í pylsu-
endanum voru tvær stórar ljós-
myndir af skælbrosandi andliti
Heklu Daggar og vinkonu hennar,
klipptar eftir útlínum andlitanna og
plastaðar. Þessar myndir voru fest-
ar á rúðuþurrkurnar, og þær settar
í gang.
Sláttur rúðuþurrknanna með
andlitunum virkaði sem tifandi
taktmælir undir líflegri, en þunnild-
islegri tónlistinni. Á meðan dreif að
fólk til að kaupa kúluhausa á út-
varpsstöngina, eða næla sér í jarð-
arber. Í miðri útsöluösinni í Kringl-
unni var skálað í kampavíni undir
dynjandi tónlistinni, tifandi haus-
unum og viðskiptunum með trúða-
kúlurnar. Um leið var þetta lokahóf
yfir ágætlega heppnaðri röð sýn-
inga.
Hafi það verið ætlunin að sýna
möguleika listarinnar í tengslum
við lífið sjálft virðist framkvæmdin
hafa heppnast prýðilega. Listin
reddar deginum, eins og verk
Heklu Daggar heitir, sver sig í ætt
við ýmislegt af því sem áður hefur
verið gert undir merkjum Lista-
mannsins á horninu. Það breytir því
þó ekki að leikandi uppákoma,
hressileg framsetning og fumlaus
framkvæmd sýndi Heklu Dögg
engu að síður í essinu sínu. Frá
upphafi ferils síns hefur hún öðrum
betur kunnað að nýta sér gjörning-
inn sem tækifæri til að skemmta
áhorfendum. Henni brást ekki
bogalistin í Kringlunni. Segja má að
hún hafi sett endapunktinn á sýn-
ingaröðina Listamaðurinn á horn-
inu með leiftrandi stæl.
Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson
Frá gjörningi Heklu Daggar Jónsdóttur á bílastæði Kringlunnar.
MYNDLIST
Bílastæði Kringlunnar
GJÖRNINGUR
HEKLA DÖGG JÓNSDÓTTIR
Deginum
reddað
Halldór Björn Runólfsson
TÖLVUUNNAR teiknimyndir
gerast æ algengari og fjölskrúð-
ugari. Fyrirtækið Pixar hefur sér-
hæft sig í þessari tækni og gert
margar þær bestu, í samvinnu við
Disney. Þaðan kemur sú nýjasta,
Skrímsli hf, eða Monsters Inc., að
venju er boðið uppá bæði íslenska
og upprunalega raddsetningu.
Samkvæmt boðskap myndarinn-
ar virðast skrímsli jafnhrædd, ef
ekki skelkaðri við börn en börn við
skrímsli. Skrímslin búa í Skrímsla-
borg, þar er engin Rafmagnsveita
Skrímslaborgar er til staðar, heldur
fær hún orkuna frá skelfingaröskr-
um barna. Skrímslin læðast einfald-
lega á nóttinni í gegnum skáphurð-
irnar í barnaherbergjunum, gera
þeim bylt við og tappa óhljóðunum
á brúsa. Síðan er innihaldið notað í
orkustofnuninni. Hugsið ykkur,
engin mengun, engin uppistöðulón!
Í myndarbyrjun er nýtt vanda-
mál farið að gera vart við sig í
Skrímslaborg; það gerist sífellt
strembnara að kvelja org úr börn-
um í mannheimum. Nú eru góð ráð
dýr, orkukreppa blasir við ef ekk-
ert er að gert. Sölmundur og
Maggi, sem líta út eins og órangút-
an sem lent hefur í stökkbreytingu,
og augasteinn með útlimi, leiða hóp
góðu gæjanna. Ragnar (afmynduð
eðla), og Vatness, sem minnir hvað
helst á stökkbreyttan úkraínu-
mann, eru fremstir í flokki hinna
varasömu. Sölli og Maggi kynnast
telpukrakkanum Búu, sem kemst
fyrst barna inní Skrímslaborg.
Veldur heimsókn hennar byltingu í
samskiptum tegundanna: heimarnir
skarast.
Hurðirnar sem tengja heima
manna og skrímsla, minna óneit-
anlega á svipuð fyrirbrigði í Dark
Tower-sögum Stephens King, eða
götin á landakorti dverganna í
Time Bandits, gamanmyndinni
hans Terrys Gilliam. Hvað sem því
viðvíkur, allt eru þetta galdrar í
ævintýrum fyrir börn og fullorðna.
Tölvuteiknaðar myndir eru að
verða meinholl afþreying. Radd-
setningin að verða betri og betri,
bæði á frummáli og íslensku og
frægum og færum röddum fer sí-
fjölgandi í þeirri upphaflegu. Disn-
ey og önnur framleiðslufyrirtæki á
þessu sviði, leggja síaukið vægi í að
hafa uppá röddum sem hæfa fígúr-
unum best. Ástæðan sjálfsagt sú að
þessar myndir blanda sér undan-
tekningarlítið í hóp þeirra vinsæl-
ustu á ári hverju.
Sagan, teikningarnar og raddirn-
ar skapa frábæra heild í Skrímsli
hf, þar sem íslensku leikararnir
standa sig með ágætum, enda orðn-
ir sjóaðir í slíkri vinnu. Sú banda-
ríska, með Goodman, Tilly, Crystal,
Buscemi og Coburn gamla í hörk-
ustuði, höfðar sjálfsagt frekar til
eldri áhorfenda. Hvort sem menn
velja, Monsters, eða Skrímsli
tryggja allri fjölskyldunni eld-
hressa skemmtun.
KVIKMYNDIR
Sambíóin Reykjavík, Keflavík,
Akureyri og Háskólabíó
Leikstjóri: Peter Docter. Handritshöf-
undur: Robert L. Baird, Dan Gerson. Tón-
list: Randy Newman. Tölvuteiknimynd.
Leikraddir ísl. talsetningu, leikstjóri Júl-
íus Agnarsson: Ólafur Darri Ólafsson, Fel-
ix Bergsson, Bríet Ólína Kristinsdóttir,
Magnús Ragnarsson, Pétur Einarsson,
Hjálmar Hjálmarsson, ofl. Bandarískar
leikraddir: John Goodman, Billy Crystal,
Mary Gibb, Steve Buscemi, James Cob-
urn, Jennifer Tilly. Sýningartími 92 mín.
Pixar/Walt Disney. Bandaríkin 2001.
SKRÍMSLI HF/MONSTERS INC Skelfing í Skrímslaborg
Sæbjörn Valdimarsson
LISTDANSSKÓLI Íslands stóð
fyrir keppni í klassískum ballett á
dögunum en með henni voru vald-
ir dansarar til þátttöku í norrænni
ballettkeppni sem haldin hefur
verið í Mora í Svíþjóð í fimmtán
ár. Dansararnir sem urðu hlut-
skarpastir og fara til Svíþjóðar
fyrir Íslands hönd að þessu sinni
eru fimm, þær Guðrún Ósk-
arsdóttir, Hjördís Lilja Örnólfs-
dóttir, Emelía Benedikta Gísla-
dóttir, María Lovísa Ámundadóttir
og Tinna Ágústsdóttir.
Fyrsta árið sem Listdansskóli Ís-
lands sendi þátttakendur í keppn-
ina fóru þrjár stúlkur sem stóðu
sig með ágætum, síðastliðið ár
fóru einnig þrjár stúlkur og komst
ein þeirra í úrslit keppninnar en
þar etja kappi nemendur frá óp-
eruballettskólum Norðurlandanna.
Fjöldi þátttakenda er um fimmtíu
og á síðasta ári sigruðu Finnar.
Á myndinni eru sigurvegarar
keppninnar. F.v.: Guðrún Ósk-
arsdóttir, Hjördís Lilja Örnólfs-
dóttir, Emelía Benedikta Gísla-
dóttir, María Lovísa Ámundadóttir
og Tinna Ágústsdóttir.
Fimm dans-
arar í nor-
ræna ball-
ettkeppni
ÚLFHAMS SAGA
segir frá Hálfdani
vargstakki Gauta-
konungi og Úlf-
hami syni hans
og átökum þeirra
feðga við menn
og vættir. Sagan
er varðveitt í
gömlum rímum,
auk þriggja
lausamálsgerða frá 17., 18. og 19.
öld, sem allar byggjast, beint eða
óbeint, á efni rímnanna. Rímurnar
hafa ýmist verið nefndar Úlfhams
rímur eða Vargstökur og eru m.a. í
rímnahandritinu AM 604 4to frá
16. öld. Allar varðveittar gerðir sög-
unnar, þ.e. rímurnar og prósagerð-
irnar þrjár, eru prentaðar í útgáfu
þessari. Um er að ræða textafræði-
lega útgáfu, þar sem textar eru
prentaðir stafrétt eftir elstu hand-
ritum og orðamunur annarra hand-
rita neðanmáls.
Aðalheiður Guðmundsdóttir bjó
bókina til prentunar. Hún er f.
1965, lauk BA-prófi í íslensku frá
Háskóla Íslands 1989 og
cand.mag.-prófi í íslenskum bók-
menntum frá sama skóla 1993.
Hún hefur unnið að ýmsum verk-
efnum, birt greinar um miðaldabók-
menntir og þjóðfræði og verið
stundakennari við Háskóla Íslands.
Útgefandi er Stofnun Árna Magn-
ússonar. Háskólaútgáfan sér um
dreifingu. Verð: 3.800 kr.
Fornaldarsaga