Morgunblaðið - 14.02.2002, Page 37

Morgunblaðið - 14.02.2002, Page 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 37 NÚNA skal minnast morðárása Englend- inga og Bandaríkja- manna á þýsku borgina Dresden 13. og 14. febr- úar 1945. Þetta einstaka athæfi er líklega hið löð- urmannlegasta í sögu Evrópu og vestrænnar menningar! Englend- ingar byrjuðu sprengju- æðið öllum að óvörum um tíuleytið að kveldi 13. febrúar, þegar fólk var að leggjast til svefns, og héldu því gangandi alla nóttina og næsta dag. Notaðar voru um 2000 risastórar Lancaster sprengjuflugvélar sem vörpuðu 650000 (sexhundruð og fimmtíu þúsund) fosfórsprengjum, ásamt 3000 öðrum þungasprengjum. Daginn eftir, þann 14. febrúar, bætt- ust Bandaríkjamenn við brjálæðið, með aukinni heift! Dresden var óvarin menningarmið- stöð, fræg fyrir söfn, gamlar bygg- ingar og fjölda og fegurð kirkna. Borgin var yfirfull af varnarlausu flóttafólki, mestmegnis undan morð- sveitum Sovétríkjanna í Austur- Prússlandi. Dresden var haldið utan stríðsins vegna menningarlegrar sér- stöðu borgarinnar, og var hún því varnarlaus allt stríðið og um leið griðastaður stríðhrjáðs fólks. Dres- den hafði alls enga hernaðarþýðingu. Hinar ægilegu morðárásir á varnar- laust fólkið hófust skyndilega af af- kastamestu sprengjuflugvélum Bandaríkjamanna og Englendinga, sem vörpuðu hræðilegustu sprengj- um í fórum stríðsaðila, ásamt óhugs- anlega hræðilegum fosfórsprengjum, sem hreinlega suðu fólk lifandi. Fosfórsprengjurnar kæfðu einnig fólk í órafjarlægð með súrefnisskorti og hita loftsins. Þessar sprengjur sköpuðu banheita hvirfilvinda (allt að 1000º) sem soguðu súrefni loftsins í sig og óðu um borgina með ógnar- hraða. Eldhafið í Dresden sást í 200 kílómetra fjarlægð og gjöreyðilagði 75% borgarinnar á örskömmum tíma. Þessum glæp og þjáningum fórnar- lambanna, verður vart lýst með orð- um, en þessu mega siðaðir vestrænir menn aldrei gleyma! Það skal haft í huga að Þjóðverjar gáfust formlega upp 8. maí 1945, en höfðu tapað stríðinu löngu áður. Það er sagt að um 300.000 manns hafi látið lífið í helför Dresden og ómetanlegar gersemar vestrænnar menningar eyðilagðar og glataðar að eilífu! Það sem gerir þessi hræðilegu fjöldamorð enn óhugnanlegri er að stríðinu var í raun lokið, aðeins börn, unglingar og gamalmenni mönnuðu vopn Þjóð- verja og þjóðin öll sem enn tórði, var örmagna af þjáningum og hungri! Bandamennirnir – Bandaríkja- menn, Englendingar og Sovétmenn – þvertóku fyrir að semja við Þjóðverja um frið og grið allt stríðið, en heimt- uðu fullkomna tortímingu lands og þjóðar með opinberum hótunum um fyrirvaralaust líflát forystumanna þjóðarinnar og landrán víðáttumikilla svæða Þýskalands, sem yrðu sett undir hæl kommúnista Sovétríkj- anna. Yfirlýst var að þjóðin skyldi búa við sult og seyru um ókomna framtíð samkvæmt Morgenthau-áætlun Bandaríkjamanna, (kennd við Henry Morgenthau Jr.) sem var samþykkt af Roosevelt og Churchill í Quebec, Kanada, september 1944 og síðar af kumpána þeirra Stalín með „girnd- arglotti“. Þetta breyttist síðar vegna ódrep- andi dugnaðar þýsku þjóðarinnar, kóreustríðsins, vinslita bandamanna og uppgötvunar sigurvegarana að þeir hefðu betur uppúr Þjóðverjum ef þeir fengju að njóta sín að ákveðnu marki, en ef þeir væru ölmusu land- búnaðar-þrælaþjóðfélag eins og þeim var ætlað samkvæmt Morgenthau- áætluninni! Ennþá daginn í dag eru Þjóðverjar hersetnir af fjölmennum erlendum herjum, alrændir, heila- þvegnir, og kúgaðir á ýmsan hátt. Þeir fá ekki einusinni að syngja sinn fagra þjóðsöng í friði og eru enn án mikilvægra landshluta Þýskalands! Hin hræðilega Morgenthau-áætl- unin hefur aldrei verið opinberlega tekin úr gildi, og miklu af henni er enn haldið leyndri! Churchill og Roosvelt höfðu heimsótt Stalin vin sinn í Yalta í Sovét- ríkjunum, og skrifuðu undir hinn alræmda Yaltasamning 11. febr- úar 1945, aðeins tveim dögum fyrir morðæðið í Dresden. Enski sagn- fræðingurinn David Irwing heldur því fram að Churchill sem var sí- drykkjusjúklingur og kominn á háan aldur, hafi lofað Stalin ódæðinu í Dresden undir áhrifum áfengis. Roosevelt bandaríkjaforseti sem var bæklaður og helsjúkur undir stjórn vafasamra manna, samþykkti helförina í Dres- den, enda utan við sig og lést tæpum tveim mánuðum síðar. David Irwing heldur því fram að bæði Churchill og Roosvelt hafi verið undir álögum hat- rammra svartnæturafla sem séu enn mögnuð við iðju sína, leynt og ljóst, og megi sjá greinileg verksummerki þeirra í alþjóðamálunum og „sagn- fræði“ vorra daga. Þeir tveir menn sem höfðu einna mestu og verstu áhrifin á Churchill og Roosvelt í gegnum stríðsárin, voru þeir Friedrich Lindemann, síðar Cherwell lávarðurog Henry C. Morg- enthau Jr., ásamt starfs og samsæris- mönnum þeirra. Það létust fleiri í árásunum á Dresden en í kjarnorkuárásum Bandaríkjamanna á Nakasaki og Hiroshima í Japan síðar sama ár, sem er annar ófyrirgefanlegur glæpur! Það urðu meiri skemmdir og miklu fleiri létust í borginni Dresden einni, en í öllu Englandi af völdum stríðsins, öll stríðsárin! Kirkjuklukkur Dresden og Þýska- lands alls, hljóma þann 13. og 14. febr- úar hvers árs til minningar þeirra hundraða þúsunda sem voru myrt í Dresden, og eyðileggingar þessarar undurfögru menningarborgar. Það færi vel að kirkjuklukkur Íslands gerðu hið sama! Drengskaparfólk allra landa má aldrei gleyma helför Dresden! Fólk ætti einnig að hafa í huga að áróðurinn viðvíkjandi síðari heims- styrjöldinni sem enn er spúið einhliða allt til þessa dags, er ekki allur heil- agur sannleikur! Þá er ekki meiningin að fegra neinn aðilann að fyrri né síðari heimsstyrj- öldinni, sem knésettu vestræna menningu. Styrjaldirnar sem aðal- lega fóru fram í Evrópu, menningar- miðstöð heimsins, voru stærstu glæp- ir gegn mannkyninu sem framdir hafa verið! Minnumst Dresden! Helgi Geirsson Sprengjuárás Þetta einstaka athæfi, segir Helgi Geirsson, er líklega hið löðurmann- legasta í sögu Evrópu. Höfundur er ráðgjafi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.