Morgunblaðið - 14.02.2002, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 14.02.2002, Qupperneq 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 41 debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 67 88 02 /2 00 2 Kaupauki á Valentínusardegi! 5 hlutir í tösku. Ef þú kaupir tvo hluti frá Clinique hlýtur þú þetta að gjöf.* • Dramatically Different Moisturizing Lotion, 15 ml. • Anti-Gravity Cream, 7 ml. • Long Last Lipstick, 4 g. • Clarifying Lotion, 260 ml. • Hig Impact Eye Shadow, 8 g • Ásamt snyrtitösku. ÁSTIN ER FÖGUR *Á meðan birgðir endast. Ofnæmisprófað og ilmefnalaust. w w w .c lin iq ue .c om verð á flísfatnaði Flíshúfa, til í rauðu og bláu tvær stærðir Sími 525 3000 • www.husa.is 690 kr. Flísbuxur og peysa, margir litir stærðir: eins árs til átta ára 3.990 kr. Frábært ALMAR Grímsson er maður mik- illar reynslu og þekkingar. Hann hefur bæði metnað og tíma til að stunda þá fjöl- breyttu og krefjandi vinnu, sem starf bæjarfulltrúa er. Hann er skipulagður í vinnubrögðum og afkastamikill, eins og sést af löngum og farsælum starfsferli hans. Í starfi sínu sem lyfjafræðingur hefur Almar sinnt fjölmörgum trún- aðarstörfum hér heima og erlendis. Einnig á sviði líknarmála. Hann var um árabil embættismaður í Heil- brigðisráðuneytinu og fulltrúi Ís- lands í stjórn Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar. Þá hefur hann verið öflugur liðsmaður Krabba- meinsfélags Íslands og var formaður þess í fjögur ár. Einnig hefur hann verið í stjórn Norræna félagsins og Þjóðræknisfélags Íslands og var frumkvöðull í að koma á ungmenna- skiptum við íslenska þjóðarbrotið í Vesturheimi. Þarna er á ferðinni maður með mikla yfirsýn og dugnað. Það er mikill fengur fyrir Hafnarfjörð að fá Almar til starfa fyrir bæjarfélagið, og ég skora því á Hafnfirðinga að veita honum öflugan stuðning í próf- kjörinu 16. febrúar n.k. Styðjum Almar til sigurs Albert Már Steingrímsson kaupmaður skrifar: Albert Már Steingrímsson Á UNDANFÖRNUM árum hef- ur hlutur sveitarfélaga í opinberri stjórnsýslu sífellt farið vaxandi með flutningi verkefna frá ríkisvaldinu. Fyrirsjáanlegt er að sú þróun mun halda áfram enda liggur fyrir pólitísk sátt þar um í stórum dráttum. Hér er um jákvæða þróun að ræða, í henni felst valddreifing, ákvarðanir færast nær fólkinu og það öðlast aukin tækifæri til að hafa áhrif á sitt nánasta um- hverfi með beinum hætti. Eftir því sem verkefni sveitarfé- laganna verða umfangsmeiri og ábyrgð þeirra stærri, skipta sveit- arstjórnarmálin sífellt meira máli fyrir líf fólksins í landinu. Þá er mikilvægt að fólk láti þau sig varða og íhugi vel ólíkar áherslur í stefnu- málum þeirra stjórnmálaafla sem leita eftir umboði kjósenda. En þótt stefna framboðanna skipti vissulega miklu er það ekki það eina sem mál- ið snýst um. Menn skipta máli og konur eru líka menn. Ég hef fylgst með störfum Stein- unnar Valdísar Óskarsdóttur í borgarstjórn Reykjavíkur, átt við hana samstarf og kynnst eðlis- kostum hennar. Hún kann að hlusta, hugsa og framkvæma. Hún er ósérhlífin, rækir störf sín af alúð og hefur sterka réttlætiskennd. Það eru kostir sem prýða góðan borg- arfulltrúa. Veitum Steinunni Valdísi braut- argengi Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnavernd- arstofu, skrifar: Bragi Guð- brandsson ÞÓTT Stefán Jón Hafstein reki ættir sínar til frægra íhaldsmanna og væri sjálfur lengi heldur ópóli- tískur á tímum þeg- ar engin skoðun þótti ná máli nema hún kæmi lengst af vinstrikantinum hafa stjórnunarhæfi- leikar hans jafnan verið slíkir í augum okkar fornvina hans að aldrei hefur svo vantað mann til að hafa forystu í mikilvægum mál- um að ekki hafi nafn hans þar borið á góma, alveg frá því hann var jafn- an kosinn til allra hugsanlegra emb- ætta í félagslífi menntaskólans. Það var ekki fyrr en Stefán var farinn utan til náms í fjölmiðlafræði með tilheyrandi rannsókn á þjóð- félagslegum álitamálum að hann gerðist áberandi vinstrisinnaður. Ég held að í raun hafi hann þar fyrst og fremst fylgt sinni samvisku: Sú grunnhugsun ómengaðrar hægri- mennsku að þeir sem eru dugleg- astir að raka saman fé og sölsa und- ir sig eignir skuli drottna yfir samfélögum var honum andstæð, – Stefán var og er að upplagi húm- anískur jafnaðarmaður. Sem slíkur á hann heima í Samfylkingunni, og ég veit að hans liðstyrkur verður Reykjavíkurlistanum mikill hval- reki. Ég skora á alla sem eiga þess kost að kjósa Stefán Jón í prófkjöri Samfylkingarinnar. Kjósum öflugan liðsmann Einar Kárason rithöfundur skrifar: Einar Kárason Í PRÓFKJÖRI Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði laugardaginn 16. febrúar nk. gefst kjörið tækifæri til að hafa áhrif á skipan lista sjálfstæð- isflokksins í komandi sveitarstjórnarkosn- ingum. Til forystu þurfum við að velja dugmikið og traust fólk sem við bæj- arbúar getum treyst að viðhaldi traustri fjármálastjórn bæjarins. Það er ánægjulegt að Haraldur Þór skuli gefa kost á sér í 3. sæti því þar fer dugmikill og skipulagður atorkumaður sem nýtast mun okkur Hafnfirðingum vel við áframhaldandi uppbyggingu bæjarins. Þau kynni sem ég hef haft af Har- aldi í starfi innan fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna styrkja mig í þeirri bjargföstu trú að hann eigi fullt erindi í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Framsýni hans og þekking á skipu- lags- og atvinnumálum mun án efa styrkja Hafnarfjörð sem bæjarfélag. Hvet ég alla Hafnfirðinga til að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins laugardaginn 16. febrúar nk. og styðja Harald Þór í 3. sæti. Haraldur Þór í 3. sæti Guðrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur skrifar: Guðrún Jónsdóttir SIGRÚN Elsa Smáradóttir á er- indi í stjórnmálin. Allt síðasta kjör- tímabil hefur hún sýnt og sannað í störfum sínum sem varaborgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans að hún er þess trausts verð að vera í forsvari í borgarstjórn Reykjavíkur. Nú leggur hún frábær störf sín í dóm borgarbúa og æskir þess að fá að starfa áfram innan breiðfylkingar jafn- aðarmanna og fé- lagshyggjufólks. Ég hvet alla sem vilja hag borgarinnar sem bestan til að taka þátt í opnu prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjavík núna í vik- unni. Félagsmenn í Samfylkingunni fá kjörseðlana senda heim en aðrir sem vilja lýsa yfir stuðningi við flokk- inn geta mætt á kjörstað alla vikuna og fram á sunnudag. Því skora ég á alla jafnaðarsinnaða borgarbúa að taka þátt í prófkjörinu og styðja Sig- rúnu Elsu í annað sætið. Til að tryggja áframhaldandi sig- urgöngu Reykjavíkurlistans þarf að vanda valið á hann. Sigrún Elsa er glæstur merkisberi nýrrar kynslóðar stjórnmálamanna. Veitum henni brautargengi. Sigrúnu í 2. sætið Katrín Júlíusdóttir verkefnastjóri skrifar: Katrín Júlíusdóttir SIGRÚN Elsa Smáradóttir er kjarkmikill brautryðjandi á ýmsum sviðum stjórnmálanna. Hún hefur beitt sér með eft- irtektarverðum hætti innan fræðsluráðs Reykjavíkur síðasta kjörtímabil. Hún er varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og sem slík tekið þátt í að gera borgina okkar betri og mann- vænlegri en hún hefur nokkurntíma verið fyrr. Um leið og við tryggjum Reykjavíkurlistanum áframhaldandi umboð til að stjórna þurfum við að veita ferskum straumum inn á hann. Sigrún Elsa gefur kost á sér í ann- að sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar núna í vikunni. Sigrún Elsa er þess trausts verð og ég skora á alla þá sem vilja hag borgarinnar og hag Reykja- víkurlistans sem bestan til að taka þátt í prófkjörinu og veita Sigrúnu Elsu brautargengi með því að kjósa hana í annað sætið. Ferskleiki og kraftur einkenna Sigrúnu Elsu og öll hennar störf. Á því er alltaf þörf í stjórnmálin og því lýsi ég yfir ein- dregnum stuðningi við framboð henn- ar. Kjarkmikla konu í fremstu röð Þorvarður Tjörvi Ólafsson hagfræðinemi skrifar: Þorvarður Tjörvi Ólafsson EINN frambjóðenda í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði 16. febrúar er Vilborg Gunnarsdóttir, fyrrverandi bæj- arfulltrúi á Ak- ureyri. Ég kynntist Vilborgu þegar hún slóst í lið með okkur í bæjarmálaflokknum á Akureyri fyrir síð- ustu sveitarstjórn- arkosningar. Það kom fljótt í ljós að hún stóð fyllilega undir því orði sem af henni fór. Hún reyndist sérlega duglegur bæjarfulltrúi, framtakssöm og heiðarleg. Það er gott að vinna með fólki sem kemur til dyranna eins og það er klætt og er að auki tilbúið til að leggja á sig þá vinnu sem til þarf til að gera gott sveitarfélag betra. Vilborg var for- maður nefndar sem fjallaði um skipulags- og byggingarmál og sýndi þar bæði frumkvæði og dugnað. Ég skora á Hafnfirðinga að bæta Vilborgu í fríðan flokk bæjarfulltrúa í Hafnarfirði með því að veita henni brautargengi í prófkjörinu um næstu helgi. Vilborgu í forystusveitina Þórarinn B. Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins á Akureyri, skrifar: Þórarinn B. Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.