Morgunblaðið - 14.02.2002, Síða 55

Morgunblaðið - 14.02.2002, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2002 55 DAGBÓK Dúndur útsala 25-70% afsláttur Yfirhafnir í úrvali Allt á að seljast Mörkinni 6, sími 588 5518 Opið laugardag frá kl. 10-15 20% afsláttur í tilefni af Valentínusardeginum Full búð af fallegum undirfötum Laugavegi 4, sími 551 4473 Póstsendum Um hvað snúast stjórnmál? Kynntu þér málið í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðis- flokksins í Valhöll mánudags-, þriðjudags- og fimmtudagskvöld frá 18. febrúar til 7. mars. Fyrirlestrar og umræður, m.a. um: borgarmálin fjölmiðla og stjórnmál flokksstarfið hlutverk sveitarfélaga menntun og menningarmál heilbrigðisþjónustu áhrifaríkan málflutning listina að vera leiðtogi Ísland í samkeppni þjóðanna Dagskráin er kynnt á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is á hnapp Stjórnmálaskólans. Skráning og nánari upplýsingar í síma 515 1777/515 1700, einnig á netfangi disa@xd.is.          STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú ert orðheppinn og nýtur þess að vera innan um annað fólk. Þú kannt að gleðja fólk og innst inni þráirðu að bæta heiminn. Það er kominn tími til að kveðja gamla drauga og rýma til fyrir nýjum hlutum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert óvenju hvatvís einstak- lingur. Gættu að því hvert hvatvísin leiðir þig í dag því það er hætt við ruglingi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samtal við vin getur gert þig óöruggan og óvissan í þinni sök. Láttu þetta ekki slá þig út af laginu. Flest samtöl eru svolítið ruglandi í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Farðu varlega í að samþykkja eitthvað í samtölum þínum við yfirmenn eða yfirboðara í dag. Þú gætir verið að lofa upp í ermina á þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ferðaáætlanir lofa góðu en þú ættir þó að bíða til morguns með að skrifa undir samninga. Þær ákvarðanir sem þú tekur í dag geta orðið að engu eða kallað á stórvægilegar breyt- ingar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ekki lána peninga eða per- sónulega hluti í dag. Það er hætt við að þú takir ákvarð- anir sem þú átt eftir að iðrast síðar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ættir að njóta lífsins með vinum þínum í dag. Slappaðu af og skemmtu þér en forðastu að taka mikilvægar ákvarðan- ir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Farðu varlega í skuldbinding- ar í vinnunni. Þegar frá líður er líklegt að þú sjáir hlutina í öðru ljósi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þegar fram líða stundir gæt- irðu þurft að svíkja loforð við barn. Vertu varkár og segðu ekkert fyrr en þú ert alveg viss. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Forðastu að versla til heimilis- ins eða fyrir fjölskylduna í dag. Það eru miklar líkur á að þú þurfir að skila eða skipta því sem þú kaupir í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Dagurinn hentar ekki til versl- unar eða samningagerðar. Bíddu til morguns því þá hefur sjálfstraust þitt aukist og þú sérð hlutina í skýrara ljósi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er eins með þig og stein- geitina. Dagurinn hentar illa til verslunar og samningagerðar. Frestaðu öll slíku til morguns ef þú mögulega getur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það gæti gengið á ýmsu í dag. Tunglið er í merkinu þínu og því ætti heppnin að vera með þér. Þú ættir þó að forðast mikilvægar ákvarðanir og út- gjöld. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Bd3 c5 6. Rf3 d5 7. 0-0 dxc4 8. Bxc4 Rbd7 9. a3 cxd4 10. axb4 dxc3 11. bxc3 Dc7 12. Be2 Dxc3 13. Ba3 e5 14. Db1 Dc7 15. Hc1 Db8 16. b5 He8 17. Hd1 b6 18. Bd6 Db7 19. Rg5 h6 Staðan kom upp í A-flokki stórmeistara- mótsins í Berm- úda sem lauk fyrir skömmu. Alexandre Les- iege (2.572) hafði hvítt gegn Bartlomiej Mac- ieja (2.612). 20. Rxf7! Kxf7 21. Bc4+ He6 22. Df5 Rb8 Svartur stæði einnig höllum fæti eftir 22... Rf8 23. Bd5 Dd7 24. Bxf8 Kxf8 25. Bxa8. 23. Bd5 Dd7 24. Bxe5! Bb7 25. Bb3 De7 26. Hac1 Rbd7 27. Bxf6! og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. SUM spil eru blátt áfram á yfirborðinu en búa yfir leyndum töfrum. Þetta er eitt af þeim: Norður ♠ 1094 ♥ D72 ♦ K65 ♣ÁG83 Suður ♠ ÁK2 ♥ K103 ♦ Á42 ♣D1096 Suður opnar á 15–17 punkta grandi og norður lyftir beint í þrjú grönd. Vestur kemur út með spaða- fimmu, fjórða hæsta, tían fer upp blindum og austur læt- ur drottninguna. Hver er áætlun lesandans? Augljóslega er spilið létt- unnið ef vestur á laufkóng- inn. En ef hjartagosinn ligg- ur fyrir svíningu er efniviður í níu slagi þótt laufið gefið aðeins þrjá. Vandinn er hins vegar sá að gefa ekki of marga slagi á spaða og meginhættan ligg- ur í því að vestur hafi byrjað með gosann fimmta. Það væri ógætilegt að dúkka spaðadrottninguna, því austur gæti tekið upp á því að skipta yfir í tígul. Sagnhafi drepur því og ætti nú að bíða með laufið og spila hjarta á drottninguna. Ef austur tekur á ásinn og spilar spaða á sagnhafi góða möguleika á níu slögum, því það er nóg annaðhvort lauf- kóngur eða hjartagosi liggi rétt. En ef drottningin held- ur… Norður ♠ 1094 ♥ D72 ♦ K65 ♣ÁG83 Vestur Austur ♠ G8753 ♠ D6 ♥ Á96 ♥ G854 ♦ 873 ♦ DG109 ♣42 ♣K75 Suður ♠ ÁK2 ♥ K103 ♦ Á42 ♣D1096 … er best að spila strax aftur hjarta á tíuna! Lauf- svíningin getur enn beðið. Í þessari legu getur vörnin ekki haldið áfram að með spaðann og sagnhafi hefur nægan tíma til að fríspila laufið. Sagnmingurinn fer hratt og örugglega niður ef sagn- hafi svínar í laufi í öðrum slag, því þá fríar austur spaðann og vestur á enn inn- komuna á hjartaás. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 14. febrúar, er fimmtug Guðveig Sigurðardóttir, Freyjuvöllum 3 Keflavík. Eiginmaður hennar er Guð- mundur Guðbjörnsson. 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 14. febrúar, er sjötugur Haukur Tómasson, jarðfræðingur og fyrrverandi forstjóri vatnsorkudeildar á Orku- stofnun, Furugerði 9, Reykjavík. Eiginkona hans er Karitas Jónsdóttir, kjóla- meistari. Þau taka á móti gestum í Félagsheimili Fylkis, Fylkisvegi 6, á af- mælisdaginn kl. 17–19. 60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 14. febrúar, er sextug Nína Þórðardóttir frá Þingeyri við Dýrafjörð, Strandaseli 5, Reykjavík. Með morgunkaffinu LJÓÐABROT LAUSAVÍSA Ormstungu varð engi allr dagr und sal fjalla hægr, síz Helga in fagra Hrafns kvánar réð nafni; lítt sá Hörðr inn hvíti hjörþeys, faðir meyjar, (gefin var Eir til aura ung) við minni tungu. Gunnlaugur ormstunga Illugason MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík - - - Jú, en ég drekk bara til þess að gestirnir komist líka í stuð. Hlæðu bara, það kemur brátt að þér að fara í megrun.        GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.