Morgunblaðið - 19.02.2002, Qupperneq 20
ERLENT
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti lýsti yfir stuðningi við efnahags-
stefnu Junichiros Koizumis, for-
sætisráðherra Japans, á
sameiginlegum blaðamannafundi
þeirra í Tókýó í gær.
„Ég hef fulla trú á leiðtogahæfi-
leikum þessa manns, ég hef fulla trú
á stefnu hans og er fullviss um að
hann ætlar að koma henni í fram-
kvæmd,“ sagði Bush eftir fjórða
fund sinn með japanska forsætisráð-
herranum á árinu. „Það er mikilvægt
að næststærsta hagkerfi heimsins
vaxi. Það kemur þessum heimshluta
og öllum heiminum til góða.“
Bush lýsti Koizumi sem „einum af
mestu og sönnustu vinum Banda-
ríkjanna“ og manni sem hann
treysti.
Koizumi lofaði að koma á „kerf-
isbreytingum“ í efnahag Japans, en
skoðanakannanir benda til þess að
vinsældir hans hafi minnkað meðal
japanskra kjósenda vegna vaxandi
efasemda um að hann komi á umbót-
um sem taldar eru nauðsynlegar til
að blása lífi í efnahag landsins.
„Öllum möguleikum“ haldið
opnum gegn „öxulríkjunum“
Bush varði einnig stefnu sína í
málefnum Norður-Kóreu, Írans og
Íraks, sem hann hefur kallað „öxul
hins illa“, og hét því að hindra að
hryðjuverkasamtök hæfu samstarf
við stjórnvöld í ríkjunum þremur.
Hann kvaðst hafa sagt Koizumi að
hann héldi „öllum möguleikum opn-
um“ og gaf til kynna að meðal annars
kæmi til greina að beita hervaldi til
að hindra hryðjuverkastarfsemi eða
smíði gereyðingarvopna í löndunum
þremur. Hann kvaðst þó vona að
friðsamlegar aðgerðir dygðu og vera
sannfærður um að bandamenn
Bandaríkjanna myndu styðja stefnu
hans.
Stjórnvöld í Japan og Suður-Kór-
eu hafa látið í ljósi áhyggjur af því að
ummæli Bush um „öxul hins illa“
auki spennuna milli kóresku
ríkjanna. Koizumi sagði þó í gær að
ummælin endurspegluðu „einlægan
ásetning Bush forseta og Banda-
ríkjastjórnar í baráttunni gegn
hryðjuverkum“. „Japanir halda
áfram að styðja Bandaríkin,“ bætti
Koizumi við.
Japanir hafa sent 1.000 hermenn
til Indlandshafs til stuðnings hern-
aðaraðgerðum Bandaríkjanna. Er
þetta í fyrsta sinn eftir síðari heims-
styrjöldina sem Japanir veita
Bandaríkjaher stuðning utan Jap-
ans.
Bandarískur embættismaður
sagði síðar að Bush og Koizumi
hefðu ekki rætt neinar hernaðarað-
gerðir á fundi þeirra sem stóð í þrjár
klukkustundir. Þar sem Japan væri í
stjórnmálasambandi við Íran, en
ekki Bandaríkin, hefði Bush beðið
Koizumi um að koma skilaboðum
Bandaríkjastjórnar á framfæri við
írönsk stjórnvöld og beita sér fyrir
friðsamlegri lausn deilumála í
tengslum við baráttuna gegn hryðju-
verkastarfsemi.
Bush þakkaði Koizumi fyrir stuðn-
ing japönsku stjórnarinnar við hern-
aðaraðgerðir Bandaríkjanna eftir
hryðjuverkin 11. september og lýsti
samstarfi ríkjanna sem „bjargfastri
undirstöðu friðar og stöðugleika á
Kyrrahafssvæðinu“.
Mismæli Bush olli
gengislækkun jensins
Bandarískir embættismenn hafa
sagt að stjórn Japans þurfi að gera
meira til að blása lífi í efnahaginn
með því að leysa vanda japanskra
banka, berjast gegn verðhjöðnun og
koma á efnahagslegum umbótum.
Koizumi hefur sagt ráðherrum sín-
um að grípa til nýrra aðgerða gegn
verðhjöðnuninni fyrir lok mánaðar-
ins.
Stjórn Bush hefur sætt vaxandi
þrýstingi á bandaríska þinginu að
undanförnu vegna lágs gengis jap-
anska jensins gagnvart Bandaríkja-
dollar sem kemur sér meðal annars
illa fyrir bandaríska bílaframleið-
endur vegna betri samkeppnisstöðu
japanskra keppinauta þeirra.
Gengi jensins hækkaði nokkuð
gagnvart dollarnum í gær eftir fund
Bush og Koizumis. Gengi jensins
lækkaði þó um tíma eftir að Bush
mismælti sig á blaðamannafundinum
og kvaðst hafa rætt „gengisfellingu“
(e. devaluation) við Koizumi. Hann
átti þá við „verðhjöðnun“ (deflation).
Leiðtogarnir ræddu einnig áætlun
Bush um að draga úr losun gróður-
húsalofttegunda sem hann kynnti á
fimmtudaginn var sem svar við
Kyoto-bókuninni við loftslagssátt-
mála Sameinuðu þjóðanna. Koizumi
sagði að áætlunin væri „mjög já-
kvæð“ en Bandaríkjastjórn þyrfti að
gera frekari ráðstafanir til að draga
úr loftmengun.
Eftir blaðamannafundinn hugðist
Bush ávarpa japanska þingið og
ræða við Akihito Japanskeisara.
Hann fer síðan til Seoul í dag til að
ræða við Kim Dae-Jung, forsætis-
ráðherra Suður-Kóreu, og fer til
Peking síðar í vikunni. Asíuferð for-
setans lýkur á föstudaginn kemur.
Suður-kóreskir námsmenn mót-
mæltu fyrirhugaðri heimsókn Bush í
Seoul í gær. Lögreglumenn réðust
inn í byggingu Bandaríska verslun-
arráðsins í borginni til að handtaka
námsmenn sem höfðu lagt hana und-
ir sig.
George W. Bush Bandaríkjaforseti í opinberri heimsókn í Japan og fleiri Asíuríkjum
Kveðst styðja
stefnu Koizumis
Reuters
Bush Bandaríkjaforseti ræðir við sumoglímukappann Mushasimaru,
sem fæddist á Hawaii. Koizumi, forsætisráðherra Japans, fylgist með.
Tókýó. AFP, AP.
TIL ryskinga kom í þinghúsinu í
Katmandu í gær þegar nokkrir þing-
manna stjórnarandstöðunnar í Nep-
al rifu niður ræðupall og kröfðust
þess að stjórnin segði af sér fyrir að
koma ekki í veg fyrir árásir upp-
reisnarhreyfingar maóista sem kost-
uðu meira en 130 manns lífið um
helgina. Eru þetta mannskæðustu
árásir maóistanna frá því að þeir
hófu uppreisn fyrir sex árum.
Stjórnarandstæðingar og þing-
verðir flugust á eftir að einn þing-
manna stjórnarflokksins sakaði
stjórnina um að hafa hunsað viðvar-
anir um að árásir væru yfirvofandi í
heimahéraði hans, Achham, í norð-
vesturhluta landsins.
Uppreisnarmennirnir réðust á
höfuðstöðvar öryggissveita í hér-
aðinu og nálægan flugvöll og felldu
76 lögreglumenn, 48 hermenn, leyni-
þjónustumann og fjóra óbreytta
borgara. Að sögn varnarmálaráðu-
neytisins féllu allt að 100 uppreisn-
armenn í átökunum.
Maóistarnir rændu einnig banka
og réðust á fangelsi til að frelsa
fanga sem styðja þá. Fjórir lögreglu-
menn féllu í árás uppreisnarmanna í
héraðinu Sarlahi í suðurhluta lands-
ins.
Enginn slasaðist í áflogunum sem
hófust í þinghúsinu þegar þingið
kom saman til að ræða tillögu Sher
Bahadurs Deuba forsætisráðherra
um að framlengja neyðarlög sem
sett voru fyrir þremur mánuðum
vegna uppreisnarinnar. Búist er við
að tillagan fái nægan stuðning, eða
tvo þriðju atkvæða, en stjórnarand-
stæðingarnir komu í veg fyrir að for-
sætisráðherrann gæti lagt tillöguna
fram í gær.
Um 2.500 manns hafa fallið
Maóistarnir hófu uppreisnina í
febrúar 1996 með það að markmiði
að afnema konungsveldið og stofna
alþýðulýðveldi. Átökin hafa kostað
um 2.500 manns lífið.
Deuba forsætisráðherra náði
vopnahléssamkomulagi við maó-
istana í júlí og friðarviðræður voru
hafnar. Skæruliðarnir rufu vopna-
hléið í nóvember með árásum á
nokkrar her- og lög-
reglustöðvar og
stjórnin setti neyð-
arlögin nokkrum
dögum síðar. Gyan-
endra konungur fyr-
irskipaði einnig
hernum að berjast
við uppreisnarmenn-
ina, en áður hafði
stjórnin aðeins beitt
lögreglunni í átökun-
um.
Leiðtogi maóist-
anna, Pushpa Kamal
Dahal, öðru nafni
Prachand, sagði í
vikunni sem leið að
hann vildi hefja frið-
arviðræður að nýju.
Fréttaskýrendur í
Katmandu sögðust
telja að maóstarnir hefðu gert árás-
irnar um helgina til að reyna að
knýja stjórnina að samningaborðinu.
Þeir töldu þó að árásirnar gætu haft
þveröfug áhrif því stjórnin virtist nú
ákveðnari en nokkru sinni áður í að
brjóta uppreisnina á bak aftur með
hervaldi.
Maóistarnir hafa gert árásirnar
frá afskekktum fjallahéruðum. Þeir
njóta mikils stuðnings í dreifbýlinu
þar sem fátæktin er mikil, en Nepal
er á meðal snauðustu landa heims.
Maóistarnir hafa hvatt til allsherj-
arverkfalls á föstudag og laugardag í
tilefni af því að sex ár eru liðin frá því
að uppreisnin hófst.
Uppreisnarmenn í Nepal vega rúmlega eitt hundrað og þrjátíu manns
Mannskæðustu árásir til
þessa í uppreisn maóista
()*+,-./0
! "#$%
&& '$
(
)$$*"&&)$&
)$ $+& $ )$'#* $,"% $-
& "9 0$ 4 !:
;:;
:;90
: 9!$ 90
0 *<: 9$
4 0"93;
% 0
;*
&'
(
) % * )
( + * " =>>
!$ "0
4
&0
0
0?1*
2 :4
4 ;)"
$
,: $ @0*&4
3
:9 434$
!%
! $
A3$ :
%B*
. /
0 1
0 %
2 3 / 4$
5'' '6 !#$7# &4
,
!$
0
4
! 8
23/ Katmandu. AP, AFP.
AP
Lögreglumaður á verði í Katmandú í gær.
MILOS Zeman, forsætisráð-
herra Tékklands, líkir Yasser
Arafat, forseta heimastjórnar
Palestínumanna, við Adolf Hit-
ler og segir að það ætti að koma
til greina að reka Palestínu-
menn frá Vesturbakkanum og
Gazasvæðinu ef þeir gengju
ekki að friðartillögum Ísraela.
Í tveggja daga opinberri
heimsókn til Ísraels sagði Zem-
an m.a. að Ísraelar ættu ekki að
þurfa að semja við Arafat,
fremur en leiðtogar ríkja heims
hefðu átt að standa í samninga-
viðræðum við Hitler fyrir
heimsstyrjöldina síðari. Þegar
Zeman var spurður hvort hann
væri að líkja Arafat við Hitler
svaraði hann: „Að sjálfsögðu.“
Á sunnudaginn lýsti Zeman
yfir stuðningi við þá afstöðu Ar-
iels Sharons, forsætisráðherra
Ísraels, að ekki sé hægt að
hefja friðarviðræður við Palest-
ínumenn fyrr en ofbeldisverk-
um linni. Í viðtali við blaðið
Haaretz, sem birt var í gær,
sagði Zeman að rétt eins og
reka hefði átt Þjóðverja frá
Tékkóslóvakíu þegar Hitler
samþykkti ekki skilyrði sem
leiðtogar ríkja heims settu í því
augnamiði að aftra stríði ætti
að gera Palestínumenn brott-
ræka fyrir að samþykkja ekki
friðartillögur Ísraela.
Í yfirlýsingu frá upplýsinga-
málaráðherra palestínsku
heimastjórnarinnar í gær voru
ummæli Zemans fordæmd og
sögð bera vott um kynþáttahat-
ur í garð Palestínumanna.
Líkir
Arafat við
Hitler
Jerúsalem. AP.