Morgunblaðið - 19.02.2002, Page 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 33
✝ Jóhanna KatrínHelgadóttir
fæddist í Reykjavík
27. nóvember 1920.
Hún lést á Dvalar-
heimilinu Holtsbúð
11. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Helgi
Magnússon, járn-
smiður og kaupmað-
ur, f. 8. maí 1872, d.
13. mars 1956, og
kona hans Oddrún
Sigurðardóttir hús-
móðir, f. 19. sept.
1878, d. 6. maí 1969.
Þau eignuðust tólf börn og af
ellefu systkinum Jóhönnu er nú
einungis Katrín, fyrrverandi
skólastjóri, f. 1906,
á lífi. Sonur Jó-
hönnu er Helgi
Rúnar Magnússon,
f. 1958, lögfræðing-
ur. Synir hans eru
Jóhann Már, f.
1985, og Sigurður
Torfi, f. 1990.
Jóhanna stundaði
nám í Danmörku og
síðan í tækniteikn-
un við Vita- og
hafnamálastofn-
unina þar sem hún
starfaði allan sinn
starfsferil.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Ég minnist Jóhönnu, fyrrverandi
tengdamóður minnar, með söknuði
og hlýju í hjarta, genginn er góður
vinur. Þegar ég fyrst fyrir tuttugu
árum kynntist Jóhönnu og systrum
hennar var ég ekki uppburðarmikil,
ég satt best að segja kveið því að
hitta þessar kjarnakonur sem í mín-
um huga voru þá nokkurs konar goð-
sögn sveipaðar hetjuljóma, með
fyrstu kvenréttindakonunum fannst
mér, sannkallaðar valkyrjur. Ótti
minn reyndist ástæðulaus, þær tóku
mér afar vel eins og þeim einum var
lagið og ég sá strax að þarna þurfti
engrar uppgerðar með, engan „fínan
front“ eins og sagt er á nútíma máli,
með okkur tókst einlæg vinátta sem
aldrei bar skugga á.
Fyrir réttum tveimur árum var
Jóhanna lögð inn á hjúkrunarheim-
ilið Holtsbúð í Garðabæ sökum veik-
inda þar sem hún lést aðfaranótt
mánudagsins 11. febrúar sl. Varla
leið sá dagur þessi tvö ár að ég kæmi
ekki til þín, Jóhanna mín, þú lést mig
líka heyra það ef ég að þínu mati
hafði svikist um að heimsækja þig.
Þú varst svo hreinskiptin, sagðir allt-
af allt sem þér bjó í brjósti, það var
ekki þér líkt að fara í kringum hlut-
ina eins og köttur í kringum heitan
graut, nei hafa skyldi það sem sann-
ara reyndist og það hreint út, þess
vegna meðal annars varstu svo
skemmtileg í mínum augum. Þú lést
þér annt um barnabörnin þín og
fylgdist vel með þeim Jóhanni Má og
Sigurði Torfa, þeir voru augastein-
arnir þínir, þeir sakna þín sárt, þú
varst ákveðin kjölfesta í lífi þeirra.
Ég minnist góðra stunda í Frosta-
skjóli sem við áttum saman, afmælin
þín sem þú hélst alltaf upp á voru
einstaklega skemmtileg konuboð,
tók þar þó sjötugsafmælið öllu fram.
Þar varstu í essinu þínu svo kát og
hress og einhvern veginn fannst mér
að þannig yrði það alltaf. En menn-
irnir áforma, Guð ræður, og víst er
að þetta er jú leiðin okkar allra, að
fæðast og deyja er lífsins saga stend-
ur einhvers staðar og nú hefur þú
fengið langþráða hvíld.
Þú hefur nú sameinast foreldrum
þínum og systkinum, nú brosir þú
þínu fallega brosi og brúnu augun
þín ljóma eins og þau gerðu, þegar
þú rifjaðir upp æskuminningar þín-
ar. Þú áttir því láni að fagna að alast
upp hjá ástríkum foreldrum í stórum
og efnilegum systkinahópi á menn-
ingarheimili. Það var svo gaman að
hlusta þegar þú og systur þínar rifj-
uðu upp þessa tíma, allt varð svo
ljóslifandi, margt var greinilega
brallað og mikið var oft gaman og
glatt á hjalla á ykkar merkisheimili í
Bankastrætinu. Ekki get ég hætt án
þess að minnast á sumarbústaðinn
ykkar, Trínukot. Hann var eins og
vin í eyðimörkinni, lítil Paradís þar
sem þið höfðuð ræktað sannkallaðan
aldingarð.
Þar héldum við í mörg ár upp á af-
mæli sonar míns Magnúsar og síðar
Jóhanns, þessum veislum gleymi ég
aldrei og allir hlökkuðu til að mæta í
afmæli í Trínukoti að ári liðnu. En
þar sem þú ert núna er eílíft vor og
það væri mikil eigingirni að þakka
ekki fyrir að þú hefur fengið þá hvíld
sem þú þráðir.
Ég kveð þig með söknuði, elsku
Jóhanna mín, en ég veit að þú mund-
ir ekki vilja hlusta á neitt víl. Hafðu
þökk fyrir allt. Hjartans Katrín mín,
ég bið Guð að gefa þér styrk, öðrum
ástvinum og vandamönnum votta ég
innilega samúð mína.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið
og enn ég veit margt hjarta harmi lostið
sem hugsar til þín alla daga sína.
(Tómas Guðm.)
Svava Jóhannsdóttir.
Elsku amma. Eins ótrúlega og það
kann að hljóma þá ertu farin frá okk-
ur. Þótt það taki okkur sárt þá eigum
við óteljandi margar minningar um
þig og systur þínar á Miklubraut 50
þar sem þú áttir heima stóran hluta
ævi þinnar. Helstar af þessum minn-
ingum eru frá blessuðum jólunum en
allt frá því ég var í vöggu héldum við,
ég og fjölskylda mín, jólin með þér
og systrum þínum á Miklubrautinni.
Ein af þessum einstöku minningum
var um síðustu jól en þá varstu ekki
vel haldin en komst nú samt á Miklu-
brautina til Katrínar systur þinnar
og við héldum með þér gleðileg jól.
Mér fannst það hetjulegt.
Ég kveð þig með söknuði en ég er
viss um að við eigum eftir að hittast
aftur, í draumi og á himnum.
Jóhann Már Helgason.
Látin er Jóhanna Katrín Helga-
dóttir, mágkona mín, áttatíu og eins
árs að aldri.
Hún var dóttir Oddrúnar Sigurð-
ardóttur og Helga Magnússonar
kaupmanns í Reykjavík. Hún var
næstyngst tólf systkina. Ein systir
lifir hana, Katrín Helgadóttir, fyrrv.
skólastjóri Húsmæðraskóla Reykja-
víkur, 95 ára gömul.
Jóhanna andaðist aðfaranótt 11.
febrúar á Dvalarheimilinu Holtsbúð
í Garðabæ, þar sem hún naut mjög
góðrar aðhlynningar síðustu árin.
Hún átti við mikla vanheilsu að
stríða mestan hluta ævi sinnar. Sem
ung stúlka varð hún fyrir því að
veikjast í mjöðm og þurfti að liggja í
gifsi mánuðum saman. Eftir þetta
hlaut hún talsverða bæklun, sem olli
henni miklum erfiðleikum það sem
eftir var. Hún tók sínum örlögum
með undraverðri rósemi en rósemi
einkenndi allt hennar líf á hverju
sem gekk.
Strax og ég kom inn í fjölskylduna
mynduðum við Jóhanna vináttubönd
sem aldrei rofnuðu. Milli Magnúsar,
eiginmanns míns, og Jóhönnu var
sterkt systkinaþel sem hafði dafnað
og vaxið frá barnæsku þeirra. Sú
vinátta hafði mikil og góð áhrif á
samband okkar Jóhönnu.
Nú þegar ég lít til baka og hugsa
til allra þeirra ánægjustunda sem við
fengum notið í faðmi fjölskyldunnar
fyllist ég þakklæti og auðmýkt gagn-
vart því lífi sem okkur er gefið til að
varðveita og koma áfram til næstu
kynslóðar.
Fjölskylda Jóhönnu bjó á þremur
stöðum í Reykjavík. Í Bankastræti 6
frá upphafi tuttugustu aldarinnar
fram yfir 1930, síðan í Bankastræti 7
fram á sjöunda áratuginn og loks á
Miklubraut 50 fram til dagsins í dag.
Umfang heimilisins var oft ótrú-
lega mikið, á milli 15 og 20 manns í
heimili og stöðugur gestagangur.
Húsbændur voru mikið rausnarfólk
sem tók vel á móti gestum og gang-
andi og ekkert var til sparað að láta
öllum líða sem best. Ekki létu syst-
urnar heldur sitt eftir liggja.
Allir sem tengdust þessari fjöl-
skyldu eiga góðar minningar frá ótal
afmælisboðum, jólaboðum og gaml-
árskvöldum að ógleymdum sumar-
deginum fyrsta og öðrum tyllidög-
um.
Jóhanna starfaði um árabil hjá
Vita- og hafnamálaskrifstofunni sem
tækniteiknari. Þar var hún í hópi
góðra vinnufélaga sem hún naut
samvista við. Jóhanna var afar jafn-
lynd manneskja sem ég tel að hafi
sjaldan skipt skapi. Velvilji í garð
annarra einkenndi hana einnig. Hún
bjó alla tíð á heimili foreldra sinna og
síðar með systrum sínum, uns hún
flutti á dvalarheimilið. Hún var lagin
í höndunum og gerði mikið af því um
tíma að mála postulín og eiga margir
snotra hluti sem hún gerði.
Öll börn Oddrúnar og Helga hlutu
þá menntun sem hugur þeirra stóð
til.
Á árunum 1920 til 1940 héldu þau
öll út í heim til frekara náms og báru
með sér nýja strauma sem settu svip
á líf fjölskyldunnar, þegar þau sneru
heim.
Jóhanna Katrín giftist ekki. Hún
eignaðist einn son, Helga Rúnar.
Hann kvæntist Svövu Jóhannsdótt-
ur og eignuðust þau synina Jóhann
Má og Sigurð Torfa. Fyrir átti Svava
einn son, Magnús Má. Þau Svava og
Helgi Rúnar slitu samvistum. Svava
hefur reynst fyrrverandi tengda-
móður sinni afar vel í veikindum
hennar undanfarin ár, þannig að eft-
ir hefur verið tekið. Megi hún hafa
bestu þakkir fyrir.
Um leið og ég kveð mágkonu mína
hinstu kveðju og þakka samfylgdina
votta ég eftirlifandi systur hennar,
Katrínu Helgadóttur, syni hennar,
fyrrverandi tengdadóttur og drengj-
unum þremur mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Jóhönnu K.
Helgadóttur.
Katrín Sigurðardóttir.
JÓHANNA KATRÍN
HELGADÓTTIR
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 551 3485 • Fax 568 1129
Áratuga reynsla
í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Vaktsími allan sólarhringinn
896 8284
1
(
# ;<
/01(.9==
/ & 8&4>5
! '2
2
& 6(
##
/, &
6(
!#
#$$"
/ / ,$
- &&
/'(-
2
6* =0
?! ') '
6
,
!!
#7""
%
&
& ',
/ 6
( 1$% & &&
6
/
&()
/ 6
: !/ 6 -
1
<@
:A
<(99==
,8
!
&
#$
/,
,
!!
#$$"
$# ' *
,$% 0&& &&
1 0&&$
" $ &&
* 1$% $-
<B
#-# 0
,
#
, & %
-
.
#8
3
,
+
# + *' &&
,%
&' ,% , ,% -
;=00
, &C
! !
&
,
#7
& $ &&
"; &&
; &&
. +
, ,% , , ,% -
1
(90
1 !&'D
'+ !
&)' *
1'
)
!"
#7""
9 ( && :
E'&-
(+ ( ( &&
6
,$% &( &&
"(% ' &&
+ 8 2&!-