Morgunblaðið - 23.02.2002, Page 16

Morgunblaðið - 23.02.2002, Page 16
LEIÐINDAVEÐUR var í Eyjafirði í gærmorgun. Ófært var frá Ak- ureyri til Dalvíkur og Ólafsfjarðar fram eftir degi og ekki var byrjað að hreinsa veginn milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar síðdegis, en þá var búið að opna veginn til Dalvíkur. Öxnadalsheiði var ófær og þar geisaði stórhríð. Einnig var veg- urinn yfir Víkurskarð ófær en beðið var átekta með mokstur fram eftir degi eða þar til veðrið gekk niður. Flug lá einnig niðri. Að sögn lögreglu í Ólafsfirði var kolvitlaust veður þar í fyrri- nótt og gærmorgun, en síðdegis fór að lægja. Skólahald féll niður, en slíkt er að sögn lögreglu fátítt þar í bæ. Einkum var um að ræða mikið hvassviðri, þannig að snjó tók upp og var mjög blindað. Svip- að var uppi á teningnum á Dalvík að sögn lögreglu þar og var frem- ur þungfært í bænum, en eitthvað hafði verið mokað. Lögregla á Ak- ureyri aðstoðaði nokkra ökumenn sem höfðu fest bifreiðar sínar. Götur voru þokkalega færar, en skyggni var mjög slæmt, einkum snemma í gærmorgun. Stjórnendur Lundarskóla á Ak- ureyri brugðu á það ráð að biðja foreldra að sækja börn sín í skól- ann og samkvæmt upplýsingum var það ekki síst út af ófærð í hverfinu sem það var gert. Þá leist mönnum ekki á blikuna þeg- ar fór að blása hraustlega um miðjan morgun. Árshátíð sem vera átti í skólanum síðdegis var frestað þar til betur viðrar. Skömmu fyrir hádegi streymdu foreldrar yngstu barnanna í skól- ann til að sækja þau. Morgunblaðið/Kristján Þessir duglegu nemendur Giljaskóla tóku að sér að moka og sópa gangstétt og tröppur skólans. Foreldrar yngstu barnanna í Lundarskóla fengu skilaboð um að sækja börn sín fyrir hádegi í gær og þar var því mikil umferð á skólalóðinni. Þungfært var í úthverfum og þurftu einstaka bílstjórar aðstoðar við. Fresta varð skíðaferð eldri nem- enda í Oddeyrarskóla í Hlíðar- fjall í gær og því var ekki um annað að ræða en fara heim aft- ur með skíðabúnaðinn. Leiðindaveður setti samgöngur úr lagi AKUREYRI 16 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Konudagsblóm og dekurkörfur sími 462 2900 Blómin í bænum Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu ⓦ vantar Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600. í innbæinn á Akureyri Tónlistarfélag Akureyrar Píanótón- leikar í Laugarborg HALLDÓR Halldórsson píanóleik- ari kemur fram á þriðju tónleikum Tónlistarfélags Akureyrar sem haldnir verða í Laugarborg í Eyja- fjarðarsveit á morgun, sunnudaginn 24. febrúar kl. 17. Á efnisskrá tónleikanna eru tvö af stærstum verkum píanóbók- menntanna, Eroica-tilbrigðin eftir Beethoven og Sinfónískar etíður eft- ir Schumann en auk þess flytur Hall- dór einnig Theme varie eftir Francis Poulenc. ♦ ♦ ♦ Síðumót á Hrafnagili SÍÐUMÓTIÐ verður haldið í íþróttahúsinu á Hrafnagili í Eyja- fjarðarsveit í dag, laugardaginn 23. febrúar, og hefst það kl. 14. Um er að ræða innafélagsmót Íþrótta- félagsins Eikar á Akureyri og verð- ur keppt í boccia. Keppendur verða rúmlega 30 talsins og eru allir vel- komnir að fylgjast með tilþrifum þeirra. Kynning á Gídeonfélaginu FÉLAGAR úr Gideonfélaginu á Ak- ureyri kynna félagið við messu í Gler- árkirkju á morgun, sunnudaginn 24. febrúar. Einnig syngja þeir nokkra sálma og annast predikun. Kynningin verður endurtekin við messu að Möðruvöllum í Hörgárdal 3. mars næstkomandi. Gideonfélagið dreifir Biblíunni og Nýjatestamentinu í gisti- hús, farþegaskip, sjúkrahús, fangelsi og víðar auk þess sem það gefur öllum 10 ára börnum Nýjatestamenti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.