Morgunblaðið - 23.02.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 23.02.2002, Síða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 23 Borgarkeppni í borðtennis (einstaklingskeppni) Reykjavík - Cardiff Einvígið milli Guðmundar E. Stephensen og Ryan Jenkins fer fram í TBR - Íþróttahúsinu laugardaginn 23. febrúar 2002 kl. 14.00 LANDSBANKI Íslands hefur aukið hlut sinn í Heritable Bank í London um 24,68%. Fyrir átti Landsbankinn 70% eignarhlut og á því nú 94,68%. Stjórnendur Heritable eiga 5,32% hlut en reiknað er með að Lands- bankinn kaupi þann hlut í júlí á þessu ári og mun Landsbankinn þá eignast Heritable Bank að fullu. Seljandur fjórðungshlutarins eru tvö dótturfélög Wachovia Bank, sem varð til við samruna Wachovia og First Union National Bank í Banda- ríkjunum, og eiga þau nú enga aðild að breska bankanum. Í kjölfar samruna Wachovia og First Union var mörkuð sú stefna að selja alla erlenda eignarhluti dóttur- félaga bankans í fjármálafyrirtækj- um og draga sig nær heimamarkaði. Til hafði staðið að Landsbankinn keypti hluti Wachovia í Heritable Bank 1. júlí 2003 en að ósk beggja að- ila eru þau nú gerð fyrr. Það gerir kaupverð hlutabréfanna jafnframt mun hagstæðara Landsbankanum en áður hafði verið um samið. Getur þýtt hraðari vöxt Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að þrátt fyrir að kaupin fari nú fram fyrst og fremst vegna áherslubreytinga hjá Wachovia þá hafi Landsbankinn í sjálfu sér átt frumkvæðið að þessu. „Þar sem Landsbankinn var fyrir eigandi 70% hlutafjár, var allur áhættugrunnur Heritable Bank inni í áhættugrunni Landsbankans. Þar með var skynsamlegast að kaupa all- an hlutinn og eignast svo bankann að fullu.“ Halldór segir kaupin, þ.m.t. kaup á hlut stjórnenda félagsins í júlí nk., hafa þá þýðingu fyrir Landsbankann að nú verði mögulegt að fella starf- semi breska bankans að öllu leyti inn í starfsemi Landsbankans auk þess sem allar tekjur af starfseminni komi framvegis í hlut Landsbankans. Þá verði Heritable Bank dóttur- félag Landsbankans og það gefi möguleika á auknum umsvifum fé- lagsins í Bretlandi. „Fram að þessu hefur stærð verk- efna félagsins í Bretlandi afmarkast af eiginfjárkröfum Heritable en nú verður Heritable hluti af stærri efna- hagsreikningi. Félagið getur þar af leiðandi farið í stærri verkefni í Bret- landi. Forsvarsmenn félagsins sjá því fyrir sér nokkuð hraðari vöxt starfseminnar en áður var gert ráð fyrir.“ Halldór segir rekstur Heritable hafa gengið mjög vel og afkoman á síðasta ári hafi verið talsvert betri en reiknað var með. Þá hafi fyrstu vikur þessa árs verið hagstæðar og við- skipti hafi aukist með auknum styrk bankans. Samhliða þessum viðskiptum tók verðbréfamiðlun Landsbankans- Landsbréfa að sér að selja 4,25% eignarhlut dótturfélags Wachovia í Landsbanka Íslands til íslenskra fjárfesta og veitir Landsbankinn sölutryggingu fyrir viðskiptunum. Halldór segir það hafa legið beint við að Wachovia seldi hlut sinn í Landsbankanum eftir söluna á Her- itable Bank. Hann segir Landsbank- ann hafa átt í viðræðum við mögu- lega kaupendur hlutarins í Landsbankanum og gera megi ráð fyrir að gengið verði frá sölu hlut- arins í byrjun næstu viku. Hann vildi ekki gefa upp hverjir mögulegir kaupendur hlutarins eru. Landsbankinn með 95% í Heritable Bank Mun eignast breska bankann að fullu í júlí FULLTRÚAR úkraínskra fyr- irtækja verða staddir hér á landi dagana 27. febrúar til 1. mars næstkomandi með það að markmiði að koma á viðskipt- um milli Íslands og Úkraínu. Í fréttatilkynningu frá Út- flutningsráði Íslands kemur fram að í tilefni komu sinnar hingað til lands muni fulltrúar úkraínsku fyrirtækjanna halda fund til að kynna fyrir íslensk- um viðskiptaaðilum menning- arheim, efnahagsástand og við- skiptaumhverfi í Úkraínu og fer fundurinn fram í Versölum að Hallveigarstíg 1 miðviku- daginn 27. febrúar kl. 10-12. Vilja koma á viðskiptum milli Úkraínu og Íslands GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.