Morgunblaðið - 23.02.2002, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.02.2002, Qupperneq 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 23 Borgarkeppni í borðtennis (einstaklingskeppni) Reykjavík - Cardiff Einvígið milli Guðmundar E. Stephensen og Ryan Jenkins fer fram í TBR - Íþróttahúsinu laugardaginn 23. febrúar 2002 kl. 14.00 LANDSBANKI Íslands hefur aukið hlut sinn í Heritable Bank í London um 24,68%. Fyrir átti Landsbankinn 70% eignarhlut og á því nú 94,68%. Stjórnendur Heritable eiga 5,32% hlut en reiknað er með að Lands- bankinn kaupi þann hlut í júlí á þessu ári og mun Landsbankinn þá eignast Heritable Bank að fullu. Seljandur fjórðungshlutarins eru tvö dótturfélög Wachovia Bank, sem varð til við samruna Wachovia og First Union National Bank í Banda- ríkjunum, og eiga þau nú enga aðild að breska bankanum. Í kjölfar samruna Wachovia og First Union var mörkuð sú stefna að selja alla erlenda eignarhluti dóttur- félaga bankans í fjármálafyrirtækj- um og draga sig nær heimamarkaði. Til hafði staðið að Landsbankinn keypti hluti Wachovia í Heritable Bank 1. júlí 2003 en að ósk beggja að- ila eru þau nú gerð fyrr. Það gerir kaupverð hlutabréfanna jafnframt mun hagstæðara Landsbankanum en áður hafði verið um samið. Getur þýtt hraðari vöxt Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að þrátt fyrir að kaupin fari nú fram fyrst og fremst vegna áherslubreytinga hjá Wachovia þá hafi Landsbankinn í sjálfu sér átt frumkvæðið að þessu. „Þar sem Landsbankinn var fyrir eigandi 70% hlutafjár, var allur áhættugrunnur Heritable Bank inni í áhættugrunni Landsbankans. Þar með var skynsamlegast að kaupa all- an hlutinn og eignast svo bankann að fullu.“ Halldór segir kaupin, þ.m.t. kaup á hlut stjórnenda félagsins í júlí nk., hafa þá þýðingu fyrir Landsbankann að nú verði mögulegt að fella starf- semi breska bankans að öllu leyti inn í starfsemi Landsbankans auk þess sem allar tekjur af starfseminni komi framvegis í hlut Landsbankans. Þá verði Heritable Bank dóttur- félag Landsbankans og það gefi möguleika á auknum umsvifum fé- lagsins í Bretlandi. „Fram að þessu hefur stærð verk- efna félagsins í Bretlandi afmarkast af eiginfjárkröfum Heritable en nú verður Heritable hluti af stærri efna- hagsreikningi. Félagið getur þar af leiðandi farið í stærri verkefni í Bret- landi. Forsvarsmenn félagsins sjá því fyrir sér nokkuð hraðari vöxt starfseminnar en áður var gert ráð fyrir.“ Halldór segir rekstur Heritable hafa gengið mjög vel og afkoman á síðasta ári hafi verið talsvert betri en reiknað var með. Þá hafi fyrstu vikur þessa árs verið hagstæðar og við- skipti hafi aukist með auknum styrk bankans. Samhliða þessum viðskiptum tók verðbréfamiðlun Landsbankans- Landsbréfa að sér að selja 4,25% eignarhlut dótturfélags Wachovia í Landsbanka Íslands til íslenskra fjárfesta og veitir Landsbankinn sölutryggingu fyrir viðskiptunum. Halldór segir það hafa legið beint við að Wachovia seldi hlut sinn í Landsbankanum eftir söluna á Her- itable Bank. Hann segir Landsbank- ann hafa átt í viðræðum við mögu- lega kaupendur hlutarins í Landsbankanum og gera megi ráð fyrir að gengið verði frá sölu hlut- arins í byrjun næstu viku. Hann vildi ekki gefa upp hverjir mögulegir kaupendur hlutarins eru. Landsbankinn með 95% í Heritable Bank Mun eignast breska bankann að fullu í júlí FULLTRÚAR úkraínskra fyr- irtækja verða staddir hér á landi dagana 27. febrúar til 1. mars næstkomandi með það að markmiði að koma á viðskipt- um milli Íslands og Úkraínu. Í fréttatilkynningu frá Út- flutningsráði Íslands kemur fram að í tilefni komu sinnar hingað til lands muni fulltrúar úkraínsku fyrirtækjanna halda fund til að kynna fyrir íslensk- um viðskiptaaðilum menning- arheim, efnahagsástand og við- skiptaumhverfi í Úkraínu og fer fundurinn fram í Versölum að Hallveigarstíg 1 miðviku- daginn 27. febrúar kl. 10-12. Vilja koma á viðskiptum milli Úkraínu og Íslands GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.