Morgunblaðið - 23.02.2002, Page 31

Morgunblaðið - 23.02.2002, Page 31
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 31 MENNTUN Starfsmenntaáætlun ESB Hinn 18. janúar sl. rann út umsókn- arfrestur í Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlunina. Að þessu sinni hlutu 22 mannaskipta- verkefni styrki. Skiptist það á milli 7 mannaskiptaverkefna og 15 starfs- mannaskiptaverkefna, samtals fyrir rúmlega 200 manns. Styrkirnir nema frá 77.500 krónum fyrir einn mann í eina viku til 9,6 milljóna fyrir 90 ung- menni til 3–6 mánaða starfsþjálf- unar. Fimm aðilar sendu inn for- umsóknir um tilraunaverkefni og fá allir leyfi til að halda áfram og senda lokaumsóknir, en úrslit úr þeim ráð- ast í sumar. Næsti umsóknarfrestur í Leonardó er í haust og verður nánar auglýstur síðar. Erlend fyrirtæki í leit … Á hverju ári berst Euro Info- skrifstofunni fjöldi fyrirspurna frá erlendum fyr- irtækjum í leit að samstarfsaðilum á Íslandi. Dagana 27. febrúar til 1. mars n.k. verða hér á landi fulltrúar úkraínskra fyrirtækja með það að markmiði að koma á viðskiptum milli Íslands og Úkraínu. Miðvikudaginn 27. febrúar kl. 10 verður haldinn fundur að Hallveig- arstíg 1 þar sem fulltrúar frá Úkraínu munu kynna fyrir íslenskum fyr- irtækjum menningarheim, efnahags- ástand og viðskiptaumhverfi í Úkra- ínu. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Útflutningsráði í síma 511 4000 eða með tölvupósti, utflutn- ingsrad@utflutningsrad.is. Lífvísindi, háskólar og iðnfyrirtæki „Fellows for Ind- ustry“ er fjölþjóðlegt samstarf, styrkt af Evrópusambandinu, sem hjálpar áhugasömum ungum vís- indamönnum að komast í störf hjá stofnunum og fyrirtækjum á sviði heilbrigðis- og endurhæfingartækni í öðrum Evrópulöndum. Styrkir Evr- ópusambandsins til slíkra starfa geta varað allt að tveimur árum. Markmið „Fellows for Industry“ er að stuðla að samstarfi milli háskóla og iðnaðar. Fyrirtæki fá beinan að- gang að nýjustu rannsóknanið- urstöðum en vísindamenn fá tæki- færi til að auka hagnýta þekkingu sína með því að starfa í iðnfyr- irtækjum. Evrópusambandið greiðir laun starfsmanna sem þannig skipta um starfsvettvang. Einn þáttur verkefnisins „Fellows for Industry“ er samstarfsmiðlun á vefnum til að greiða fyrir umsóknum um styrki fyrir lokafresti Marie Curie áætlunar Evrópusambandsins, 13. mars og 10. apríl næstkomandi. Á tímabilinu 18. febrúar til 8. mars verða birtar á vefslóðinni www.bit.ac.at/ffi/ nýjustu upplýs- ingar um fyrirtæki, stofnanir og há- skóla sem hafa áhuga á hýsa unga sérfræðinga. Áhugasamir ungir vís- indamenn eiga þá kost á að komast í samband við viðeigandi „gestgjafa.“ Á vefslóðinni www.bit.ac.at/ fellows_for_industry.htm er nú þegar tilbúið safn yfir 250 stofnanir, há- skóla og fyrirtæki í 13 löndum sem vilja taka á móti styrkþegum. Nánari upplýsingar veitir Ragn- heiður Héðinsdóttir, ragnheid- ur@si.is. Styrkjaáætlun ESB Hinn 25. febr- úar flytur lands- skrifstofa UFE í nýtt húsnæði ásamt allri starfs- semi Hins húss- ins. Nýtt aðsetur landsskrifstof- unnar er í Póst- hússtræti 3–5, 101 Reykjavík. Laug- ardaginn 2. mars kl. 16–22 verður opið hús hjá landsskrifstofunni og eru allir velkomnir. Ný heimasíða UFE verður opnuð sama dag á slóð- inni: www.ufe.is. Ungt fólk og æsku- lýðssamtök eru hvött til að kynna sér möguleika áætlunarinnar. Kennarar: Comeníus Sókrates/ Comeníus styrkir:  Kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi til að sækja endurmenntunarnámskeið í þátttö- kulandi Sókratesar í 1–4 vikur.  Evrópsk samstarfsverkefni og skólaþróunarverkefni leik-, grunn- og framhaldsskóla. Verkefni byggjast á þriggja landa samstarfi að lágmarki. Leit að samstarfsaðila: http:// partbase.eupro.se/  Tungumálaverkefni er byggjast á nemendaskiptum hópa 14 ára og eldri, tveggja vikna gagnkvæmar heimsóknir.  Tungumálakennarar í grunn- og framhaldsskólum og í fullorð- insfræðslustofnunum geta sótt um að fá evrópska aðstoðarkennara frá e-u ESB landi í 3–8 mánuði. Sókrates/Grundtvig styrkir kenn- ara í fullorðinsfræðslu og fullorð- insfræðslustofnanir:  Endurmenntun kennara í þátttö- kulandi Sókratesar. Námskeið 1–4 vikur.  Samstarfsverkefni fullorð- insfræðslustofnana, a.m.k. 3 þátt- tökulönd taki þátt. Umsóknarfrestur er til 1. mars. Umsóknareyðublöð eru á slóðinni: www.ask.hi.is/eydublod. Upplýsingar hjá Landsskrifstofu Sókratesar/Alþjóðaskrifstofu há- skólastigsins í síma 525 5813 eða með tölvuósti, rz@hi.is. Rannsóknasamstarf Þátt- taka ís- lenskra aðila í evrópsku rannsóknasamstarfi: Íslendingar eru fullgildir aðilar að rannsóknaáætlunum Evrópusam- bandsins og hafa íslenskir vís- indamenn tekið virkan þátt í evr- ópsku rannsóknastarfi frá 1994. Rannsóknaáætlanirnar eru endurnýj- aðar á fjögurra ára fresti og er gert ráð fyrir að sú næsta, sem er sú sjötta, hefjist í lok ársins 2002 og standi til 2006. Eins og fyrri áætlanir felur hún í sér samvinnu um rann- sóknir og tækniþróun og litið er á áætlunina sem lið í að byggja upp Evrópu sem eitt vísindasvæði. Gert er ráð fyrir 8 rannsóknasviðum sem samstaða er um að njóti forgangs: 1. Erfða- og líftækni á heilbrigð- issviði. 2. Tækni upplýsingasamfélags- ins. 3. Örtækni og ný framleiðslu- og efnistækni. 4. Flug- og geimtækni. 5. Gæði og öryggi matvæla. 6. Sjálfbær þróun, hnattrænar breytingar og vistkerfi. 7. Tengsl almennra borgara og stjórnvalda í þekkingarsamfélaginu. 8. Ný rannsóknasvið, rannsóknir til stuðnings sameiginlegri stefnu ESB, litlum og meðalstórum fyr- irtækjum og alþjóðlegri samvinnu. Auk þessa er gert ráð fyrir sér- stakri stoðáætlun sem styrkir ný- sköpun, þjálfun og flæði vísinda- manna milli landa, uppbyggingu á innviðum rannsóknasamfélagsins og tengsl vísinda og samfélags. Þá verður stuðlað að gagnkvæmri opn- un á rannsóknaáætlunum einstakra landa. Af þessu tilefni verða vísinda- fulltrúi menntamálaráðuneytisins í Brussel, Ágúst Hjörtur Ingþórsson og forstöðumaður alþjóðasviðs RANN- ÍS, Hjördís Hendriksdóttir, til viðtals dagana 4. og 8. mars fyrir þá aðila sem vilja fræðast um 6. rann- sóknaáætlunina og ræða mögleika á þátttöku. Hægt er að panta viðtals- tíma á skrifstofu RANNÍS í síma 515 5800 eða með tölvupósti rann- is@rannis.is. Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál HVE öruggur er bíllinn þinn? Ör- yggi í umferðinni skiptir okkur miklu máli. Áreiðanlegar og saman- burðarhæfar upplýsingar um örygg- isbúnað bifreiða geta gegnt lykil- hlutverki þegar valinn er bíll. Samkvæmt lögum verða allar nýjar bifreiðar að standast ákveðnar lág- markskröfur um öryggisbúnað áður en þær fara á markað. Lögin tryggja því aðeins lágmarksöryggi. Evrópsku NCAP-öryggisprófun- inni var komið á fót árið 1997. Að henni standa helstu stofnanir og samtök á sviði umferðaröryggismála og neytendaverndar innan Evrópu- sambandsins, en markmið hennar er að hvetja bifreiðaframleiðendur til að gera betur en lágmarkskröfur segja til um í öryggismálum. Jafn- framt veita öryggisprófanir NCAP bifreiðakaupendum óvilhallar upp- lýsingar um öryggisbúnað einstakra bifreiðagerða- og tegunda, sem eru staðlaðar og því samanburðarhæfar. Verið er að samhæfa öryggisstaðlana Þegar gerðar eru NCAP-prófanir á bifreiðum þá tíðkast að setja á svið raunverulega árekstra. Síðan 1996 og fram til ársins 2000 hafa 64 tegundir af bifreiðum verið prófaðar á þann hátt og árangurinn birtur opinberlega. Prófaður er árekstur framan á bifreiðar og á hliðar þeirra. Einnig er öryggi veg- farenda kannað. Síðan eru byggðir upp ákveðnir staðlar og notast við stjörnugjöf til að lýsa þeim. Bíll sem hefur 3–4 stjörnur er 30% öruggari en 2 stjörnu bíll eða bíll sem hefur ekki NCAP-staðalinn. Að sögn Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB, tryggir NCAP-staðallinn mesta öryggi bif- reiða í Evrópu. Annar staðall gildir í Bandaríkjunum en verið er að reyna að samhæfa þessa staðla. Þannig að hægt sé að mæla nákvæmlega sömu hlutina. Þessar tvær prófanir segir hann bestu og ýtarlegustu prófanir sem hægt er að fá um öryggi bifreiða í heiminum. Kaupendur spyrji um staðalinn Runólfur segir einnig að framleið- endur taki mikið mark á þessari prófun. Dæmi séu um það að fram- leiðendur hafi breytt að einhverju leyti framleiðslulínunni eftir það. Hann segir að það hafi einnig komið fyrir að framleiðendur kynni NCAP- öryggisprófunina, sérstaklega ef bíll hefur komið vel út úr henni en leggi síður áherslu á hana ef öryggisatrið- in eru ekki í lagi. „Þegar keyptur er bíll skiptir það kaupandann miklu máli að öryggi sé gott. Segir Runólfur að það sé því um að gera að kaupendur bíla spyrji um þessa staðla þegar kaup eru gerð. „Nú getur fólk farið inn á www euroncap.com og þar getur það feng- ið nýjar og eldri upplýsingar um prófanir í bílum samkvæmt þessum staðli.“ Morgunblaðið/Kristinn Markmið evrópsku NCAP-prófananna er að hvetja bifreiðaframleið- endur til að gera betur en lágmarkskröfur segja til um í öryggismálum. NCAP-staðallinn tryggir mesta öryggi bifreiða í Evrópu MAGNÚS Óli Ólafsson, fram- kvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Innnes ehf., segir að fimm rann- sóknir sem gerðar hafi verið af öðr- um rannsóknarstofum en norskri rannsóknarstofu, sem fann of mikið magn af efninu PAH í matarolíu frá Fillipo Berio, sýni að magn þessa efnis sé undir viðmiðunarmörkum. Magnús segir að á Norðurlöndum og víðast í Evrópu sé miðað við að magnið sé undir 5 míkrógrömmum á kíló. Fimm rannsóknir sjálfstæðra rannsóknarstofa og rannsókn rann- sóknarstofu Salovs, framleiðanda Filipo Berio matarolíunnar, leiða í ljós að magnið er undir 5 míkró- grömmum á kíló. Í yfirlýsingu frá Hollustuvernd ríkisins síðan 3. októ- ber sl. kemur fram að Hollustu- vernd hafi borist upplýsingar um olífuolíu sem Innnes ehf. flytur inn og að hún geri ekki athugasemd við innflutning á eftirfarandi tegundum: Berio EV, framleitt af Salov, Low Acidity, framleitt af Salov og Berio Olive Oil, framleitt af Salov. Magnús segir að norska rann- sóknarstofan hafi gert mistök í þessari rannsókn. Rannsóknin var gerð fyrir sænsku hollustuverndina og ítalski framleiðandinn sé nú að stefna henni fyrir sænska dómstóla og alþjóðlegan dómstól í Brussel. Stofnunin hefur þegar tekið fullyrð- ingar um of mikið magn PAH í Fil- ipo Berio olíu af sinni heimasíðu. „Málið kemst á kreik hérna vegna þess að verið er að senda viðskipta- vinum nafnlaus bréf og tölvupóst. Það er orðið lögreglumál hér. Ég get ekki fullyrt hvaðan nafnlausu bréfin koma en tölvupósturinn kem- ur frá okkar samkeppnisaðila í olíu- nni, þ.e. Meistaravörum. Þeir hafa sent tölvupóst til veitingahúsa og einnig til fjölmiðlanna,“ segir Magn- ús. Magnús segir að lögmaður Inn- nes telji að hér sé um hreinan at- vinnuróg að ræða. Fimm rannsóknir á matarolíum frá Filipo Berio Olían í góðu lagi NÝLEGA var opnaður á netinu nýr upplýsingavefur, www.- namskeid.net sem sérhæfir sig í að veita upplýsingar um þau námskeið sem eru í boði hér á landi. Markmiðið með www.nams- keid.net er að auðvelda notend- um netsins að fá á einfaldan, aðgengilegan og fljótlegan hátt yfirsýn yfir öll helstu nám- skeiðin sem eru í boði hér á landi hverju sinni. Þjónustan er notendum að kostnaðarlausu, segir í frétta- tilkynningu. Nýr vefur www.nam- skeid.net VOR- OG SUMARLISTI frá H&M Rowells er kominn út, segir í til- kynningu frá H&M Rowells. Listinn er 300 blaðsíð- ur og í hon- um mikið úrval af föt- um fyrir börn og fullorðna, segir enn- fremur. Hægt er að panta listann símleiðis hjá H&M Rowells í Kringlunni. Vor- og sum- arlisti H&M kominn NÝTT VOR- OG SUMARLISTI frá Argos er kominn og hefur verð á yfir 1.000 hlutum verið lækkað, segir í tilkynn- ingu frá B. Magnús- son hf. Í listanum er meðal annars að finna garð- vörur, verkfæri, húsgögn, búsáhöld, gjafavör- ur, skart- gripi, leik- föng og fleira, segir ennfremur. Listinn fæst hjá B. Magnússyni. Vor- og sum- arlisti frá Argos

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.