Morgunblaðið - 23.02.2002, Síða 57

Morgunblaðið - 23.02.2002, Síða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 57 Fagna uppbyggingu Landspítala háskólasjúkrahúss MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Samtökum um betri byggð: „Samtök um betri byggð fagna þeirri niðurstöðu sem starfsnefnd um framtíðaruppbyggingu há- skólasjúkrahúss hefur komist að með tillögu til heilbrigðisráðherra um að öll starfsemi Landspítala há- skólasjúkrahúss verði sameinuð og byggð upp við Hringbraut í nábýli við Háskóla Íslands. Samtökin hafa þá trú að stað- arvalið muni hafa jákvæð áhrif á þróun spítalans sem vísindastofn- unar og hátæknisjúkrahúss og fjöl- þættir möguleikar séu fólgnir í tengingu Landspítalans við það rannsókna- og þekkingarþorp sem rísa mun í Vatnsmýrinni. Sú upp- bygging er reyndar þegar hafin með húsi Íslenskrar erfðagrein- ingar, Náttúrufræðahúsi auk fyr- irhugaðra Vísindagarða HÍ. Samtökin telja staðarvalið sér- lega mikilvægt fyrir framtíð- arþróun Reykjavíkur sem höf- uðborgar og að það geti skipt sköpum fyrir eflingu miðborg- arinnar. Jafnskjótt og N-S-braut Reykjavíkurflugvallar verður lögð niður 2016 fæst langþráð vaxt- arsvæði fyrir miðborgina og þegar flugvöllurinn allur verður lagður niður eftir 2024, samkvæmt nýsam- þykktu Svæðisskipulagi höfuðborg- arsvæðisins, hefur borgin end- urheimt dýrmætasta byggingar- land sitt í öllu borgarlandinu. Það er því augljóst að skipuleggja þarf hvern reit þessa nýja bygg- ingasvæðis með heildarskipulag þess alls fyrir augum. Af þessum sökum ítreka Samtök um betri byggð fyrri tillögur sínar um að auglýst verði hið fyrsta al- þjóðleg samkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar og flugvall- arsvæðisins í heild sinni áður en færsla Hringbrautar og frekari uppbygging á sér stað. Einungis með slíkri samkeppni er hægt að tryggja að bestu hugmyndirnar um nýtingu þessa mikilvæga svæðis komi fram. Samtökin leggja sömu- leiðis áherslu á að svæðið er ekki hægt að skoða einangrað og því er mikilvægt að í forskrift samkeppn- innar verði ótvíræð áhersla lögð á skipulagslausn sem tryggir tengsl nýs byggingarsvæðis í Vatnsmýr- inni við umhverfi sitt; miðborgina fyrirhugað byggingarsvæði Land- spítala háskólasjúkrahúss, Há- skólasvæðið og náttúrusvæði. Skýrt deiliskipulag Vatnsmýrar, Há- skólasvæðis og svæðis Landspítala háskólasjúkrahúss er forsenda þess að vel takist til með uppbyggingu þeirrar alþjóðaborgar sem stefnt er að. Meðan höggvið er inn í svæðið eins og verið er að gera án þess að fyrir liggi heildarskipulag svæð- isins eru ófyrirsjáanleg skipu- lagsmistök yfirvofandi með ómark- vissum vegalögnum og samhengislausri byggð. Nú þegar jafn stórhuga skipu- lagsákvarðanir hafa loks verið teknar ríður á að vel sé farið með landið, hugkvæmni og framsýni ráði för þannig að unnt verði að koma í veg fyrir skipulagsmistök sem seint yrðu bætt. Flugvallarsvæðið og Vatnsmýrin eru landið þar sem unnt er að tryggja framtíð Reykjavíkur sem lífvænlegrar og glæstrar höf- uðborgar.“ Könnun meðal þúsund skot- veiðimanna VEIÐISTJÓRAEMBÆTTIÐ er þessa dagana að gera símakönnun meðal veiðikorthafa um áreiðanleika veiðitalna, skráningu þeirra, veiði- hegðan veiðimanna og veiðisiðfræði. Niðurstöður könnunarinnar verða birtar í vísindatímaritum og kynntar á ráðstefnum erlendis. Eitt þúsund veiðikorthafar hafa verið dregnir út úr gagnagrunni yfir veiðikorthafa og fá þeir á næstunni tölvupóst eða sím- tal og verða beðnir að taka þátt í þessari könnun. „Lítið sem ekkert er vitað um veiðar á fuglum og spendýrum á Ís- landi fram til ársins 1995. Eftir að veiðikortakerfinu var komið á lagg- irnar árið 1995 hefur embættið feng- ið heildarveiðitölur yfir landið og síð- an veiðitölur eftir veiðisvæðum síðan 1998. Lítið hefur hins vegar verið vitað um sókn í einstaka stofna eða hvern- ig veiðimenn skrá veiðitölurnar og hvernig eða hvort þeir hafa samráð um skráningu sé veitt í hópi o.s.frv. Því var ákveðið að ráðast í þessa könnun m.a. eftir ábendingar frá breskum og íslenskum fuglafræðing- um sem sérhæfa sig í gæsarann- sóknum. Niðurstöður þessarar könnunar munu m.a. nýtast til veiði- stjórnunar á gæsum og rjúpum í framtíðinni ef þörf krefur. Veiðistjóraembættið hefur yfir- umsjón með könnuninni en dr. Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur er að- alsamstarfsaðili. Gallup aðstoðaði við samningu spurninga og aðferða- fræði könnunar,“ segir í fréttatil- kynningu frá veiðistjóra. Spurninga- keppni ÍTR ÍÞRÓTTA-og tómstundaráð Reykja- víkur stendur nú í fyrsta skipti fyrir Spurningakeppni grunnskólanna „Nema hvað?“ Keppnin er tvískipt. Fyrri hluti keppninnar var riðla- keppni þar sem keppt var með út- sláttarfyrirkomulagi í 4 borgarhlut- um um hverfismeistaratitil. Hverfismeistarnir 4 keppa um „Mímisbrunninn“, veglegan farand- grip sem ÍTR gefur til keppninnar. Mál og menning er styrktaraðili úr- slitakeppninnar og gefur vegleg bókaverðlaun. 24 grunnskólar voru skráðir til leiks þegar keppnin hófst 14.janúar. Lið Hagaskóla sigraði Landakots- skóla og hreppti hverfismeistaratitil- inn í borgarhluta 1. Réttarholtsskóli sigraði Álftamýrarskóla með eins stigs mun eftir æsispennandi viður- eign í borgarhluta 2. Lið Seljaskóla hafði betur í viðureign við Hóla- brekkuskóla um hverfismeistaratitil- inn í borgarhluta 3 og loks sigraði Rimaskóli í viðureign sinni við Engja- skóla í borgarhluta 4. Í undanúrslitum mætast Hagaskóli og Rimaskóli mánudaginn 25. febrúar kl. 19.30 og Réttarholtsskóli og Selja- skóli þriðjudaginn 26. febrúar kl. 19.30. Báðar viðureignir fara fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Úrslitakeppnin fer fram fimmtudaginn 7. mars.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.