Morgunblaðið - 23.02.2002, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 23.02.2002, Qupperneq 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 57 Fagna uppbyggingu Landspítala háskólasjúkrahúss MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Samtökum um betri byggð: „Samtök um betri byggð fagna þeirri niðurstöðu sem starfsnefnd um framtíðaruppbyggingu há- skólasjúkrahúss hefur komist að með tillögu til heilbrigðisráðherra um að öll starfsemi Landspítala há- skólasjúkrahúss verði sameinuð og byggð upp við Hringbraut í nábýli við Háskóla Íslands. Samtökin hafa þá trú að stað- arvalið muni hafa jákvæð áhrif á þróun spítalans sem vísindastofn- unar og hátæknisjúkrahúss og fjöl- þættir möguleikar séu fólgnir í tengingu Landspítalans við það rannsókna- og þekkingarþorp sem rísa mun í Vatnsmýrinni. Sú upp- bygging er reyndar þegar hafin með húsi Íslenskrar erfðagrein- ingar, Náttúrufræðahúsi auk fyr- irhugaðra Vísindagarða HÍ. Samtökin telja staðarvalið sér- lega mikilvægt fyrir framtíð- arþróun Reykjavíkur sem höf- uðborgar og að það geti skipt sköpum fyrir eflingu miðborg- arinnar. Jafnskjótt og N-S-braut Reykjavíkurflugvallar verður lögð niður 2016 fæst langþráð vaxt- arsvæði fyrir miðborgina og þegar flugvöllurinn allur verður lagður niður eftir 2024, samkvæmt nýsam- þykktu Svæðisskipulagi höfuðborg- arsvæðisins, hefur borgin end- urheimt dýrmætasta byggingar- land sitt í öllu borgarlandinu. Það er því augljóst að skipuleggja þarf hvern reit þessa nýja bygg- ingasvæðis með heildarskipulag þess alls fyrir augum. Af þessum sökum ítreka Samtök um betri byggð fyrri tillögur sínar um að auglýst verði hið fyrsta al- þjóðleg samkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar og flugvall- arsvæðisins í heild sinni áður en færsla Hringbrautar og frekari uppbygging á sér stað. Einungis með slíkri samkeppni er hægt að tryggja að bestu hugmyndirnar um nýtingu þessa mikilvæga svæðis komi fram. Samtökin leggja sömu- leiðis áherslu á að svæðið er ekki hægt að skoða einangrað og því er mikilvægt að í forskrift samkeppn- innar verði ótvíræð áhersla lögð á skipulagslausn sem tryggir tengsl nýs byggingarsvæðis í Vatnsmýr- inni við umhverfi sitt; miðborgina fyrirhugað byggingarsvæði Land- spítala háskólasjúkrahúss, Há- skólasvæðið og náttúrusvæði. Skýrt deiliskipulag Vatnsmýrar, Há- skólasvæðis og svæðis Landspítala háskólasjúkrahúss er forsenda þess að vel takist til með uppbyggingu þeirrar alþjóðaborgar sem stefnt er að. Meðan höggvið er inn í svæðið eins og verið er að gera án þess að fyrir liggi heildarskipulag svæð- isins eru ófyrirsjáanleg skipu- lagsmistök yfirvofandi með ómark- vissum vegalögnum og samhengislausri byggð. Nú þegar jafn stórhuga skipu- lagsákvarðanir hafa loks verið teknar ríður á að vel sé farið með landið, hugkvæmni og framsýni ráði för þannig að unnt verði að koma í veg fyrir skipulagsmistök sem seint yrðu bætt. Flugvallarsvæðið og Vatnsmýrin eru landið þar sem unnt er að tryggja framtíð Reykjavíkur sem lífvænlegrar og glæstrar höf- uðborgar.“ Könnun meðal þúsund skot- veiðimanna VEIÐISTJÓRAEMBÆTTIÐ er þessa dagana að gera símakönnun meðal veiðikorthafa um áreiðanleika veiðitalna, skráningu þeirra, veiði- hegðan veiðimanna og veiðisiðfræði. Niðurstöður könnunarinnar verða birtar í vísindatímaritum og kynntar á ráðstefnum erlendis. Eitt þúsund veiðikorthafar hafa verið dregnir út úr gagnagrunni yfir veiðikorthafa og fá þeir á næstunni tölvupóst eða sím- tal og verða beðnir að taka þátt í þessari könnun. „Lítið sem ekkert er vitað um veiðar á fuglum og spendýrum á Ís- landi fram til ársins 1995. Eftir að veiðikortakerfinu var komið á lagg- irnar árið 1995 hefur embættið feng- ið heildarveiðitölur yfir landið og síð- an veiðitölur eftir veiðisvæðum síðan 1998. Lítið hefur hins vegar verið vitað um sókn í einstaka stofna eða hvern- ig veiðimenn skrá veiðitölurnar og hvernig eða hvort þeir hafa samráð um skráningu sé veitt í hópi o.s.frv. Því var ákveðið að ráðast í þessa könnun m.a. eftir ábendingar frá breskum og íslenskum fuglafræðing- um sem sérhæfa sig í gæsarann- sóknum. Niðurstöður þessarar könnunar munu m.a. nýtast til veiði- stjórnunar á gæsum og rjúpum í framtíðinni ef þörf krefur. Veiðistjóraembættið hefur yfir- umsjón með könnuninni en dr. Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur er að- alsamstarfsaðili. Gallup aðstoðaði við samningu spurninga og aðferða- fræði könnunar,“ segir í fréttatil- kynningu frá veiðistjóra. Spurninga- keppni ÍTR ÍÞRÓTTA-og tómstundaráð Reykja- víkur stendur nú í fyrsta skipti fyrir Spurningakeppni grunnskólanna „Nema hvað?“ Keppnin er tvískipt. Fyrri hluti keppninnar var riðla- keppni þar sem keppt var með út- sláttarfyrirkomulagi í 4 borgarhlut- um um hverfismeistaratitil. Hverfismeistarnir 4 keppa um „Mímisbrunninn“, veglegan farand- grip sem ÍTR gefur til keppninnar. Mál og menning er styrktaraðili úr- slitakeppninnar og gefur vegleg bókaverðlaun. 24 grunnskólar voru skráðir til leiks þegar keppnin hófst 14.janúar. Lið Hagaskóla sigraði Landakots- skóla og hreppti hverfismeistaratitil- inn í borgarhluta 1. Réttarholtsskóli sigraði Álftamýrarskóla með eins stigs mun eftir æsispennandi viður- eign í borgarhluta 2. Lið Seljaskóla hafði betur í viðureign við Hóla- brekkuskóla um hverfismeistaratitil- inn í borgarhluta 3 og loks sigraði Rimaskóli í viðureign sinni við Engja- skóla í borgarhluta 4. Í undanúrslitum mætast Hagaskóli og Rimaskóli mánudaginn 25. febrúar kl. 19.30 og Réttarholtsskóli og Selja- skóli þriðjudaginn 26. febrúar kl. 19.30. Báðar viðureignir fara fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Úrslitakeppnin fer fram fimmtudaginn 7. mars.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.