Morgunblaðið - 05.03.2002, Page 1

Morgunblaðið - 05.03.2002, Page 1
53. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 5. MARS 2002 HUGMYNDIR sem Sádi-Arabar hafa sett fram um grundvöll frið- arviðræðna í Mið-Austurlöndum virtust í gær ætla að stranda á and- stöðu stjórnar Ísraels við að leyfa Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, að taka þátt í leiðtogafundi arabaríkja í Beirút í lok mánaðar- ins. Arafat hefur verið í eins konar stofufangelsi í borginni Ramallah á Vesturbakkanum frá því í desem- ber. Sádi-Arabar vilja að Ísraelar hverfi með her sinn frá hernumdu svæðunum gegn því að öll arabarík- in viðurkenni Ísrael. Nabil Shaath, ráðherra í stjórn Arafats, sagði í gær að Sádi-Arabar myndu ekki leggja tillögurnar fram í Beirút nema Arafat yrði viðstadd- ur. Raanan Gissin, talsmaður Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, vísaði skilyrðinu á bug. „Engin tenging af því tagi kemur til greina. Arafat verður þar sem hann er þangað til hann stendur við skyldur sínar og stöðvar hryðjuverk Palest- ínumanna,“ sagði Gissin. Hann sagði hins vegar að Sharon vildi fá frekari upplýsingar um friðarhug- myndir Abdullah prins, leiðtoga Sádi-Araba. Arafat hefur lýst eindregnum stuðningi við tillögurnar en Líbýu- menn og Íranar hafa látið í ljósi efa- semdir. Ísraelar skutu sprengikúlum á tvo bíla í Ramallah í gær. Í öðrum var eiginkona Husseins Abu Kweiks, eins af leiðtogum Hamas- samtakanna, og þrjú börn þeirra, 17, 14 og 8 ára gömul. Þau létu öll lífið og einnig tvö börn, fjögurra og sex ára gömul, sem voru í hinum bílnum. Kweik var ekki í bílnum með fjölskyldunni. „Ég sver við nafn Guðs að þeir munu gjalda fyrir þetta,“ sagði hann. Talsmaður Ísraelshers sagði að Kweik hefði ekki verið skotmark. Ætlunin hefði verið að skjóta á bíl vopnaðra, palestínskra lögreglu- manna. Binyamin Ben-Eliezer, varnar- málaráðherra Ísraels, sagðist „harma að óbreyttir, palestínskir borgarar“ hefðu fallið. Ráðist inn í flóttamannabúðir Ísraelskar hersveitir réðust í gærmorgun inn í tvennar flótta- mannabúðir til að hefna fyrir mann- skæðar árásir Palestínumanna um helgina en í þeim féllu 22 Ísraelar, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Alls hafa meira en 20 Palestínu- menn fallið í átökunum frá því um helgina, þar af að minnsta kosti sex- tán í gær. Ísraelar beittu í gær skriðdrekum og þyrlum er þeir börðust við vopn- aða Palestínumenn sem leituðu sumir skjóls á heimilum óbreyttra borgara í Jenín-flóttamannabúðun- um á Vesturbakkanum. Einn byssu- mannanna og tveir óbreyttir borg- arar féllu og sjúkrabílar komust ekki til að ná í særða vegna átak- anna. Ferðafrelsi Arafats skilyrði friðartillagna AP Palestínskir hjálparstarfsmenn í Ramallah kanna brakið af pallbíl sem Ísraelar skutu á í gær. Sprengjubrot lentu einnig á öðrum bíl og sex óbreyttir borgarar, þar af fimm börn, féllu í árásinni. Ísraelar segja að kúlurnar hafi ekki átt að hæfa pallbílinn heldur annan bíl. Ísraelar skjóta til bana palestínsk börn í Ramallah á Vesturbakkanum Ramallah, Jerúsalem. AP, AFP.  Blóðugasta/23 NÍU bandarískir hermenn hafa beðið bana í hernaðaraðgerðum gegn talibönum og liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í austurhluta Afganistans, þar af átta hermenn í tveimur þyrlum sem urðu fyrir árásum í gær. Önnur þyrlan var skotin niður og sjö hermenn létu lífið þegar hún hrapaði eða í skotbardaga sem hófst skömmu síðar. Er þetta í fyrsta sinn sem bandarísk flugvél er skot- in niður yfir Afganistan frá því að hernaðaraðgerðirnar hófust í októ- ber. Hin þyrlan varð fyrir sprengju og brotlenti en áhöfninni tókst að koma henni á loft aftur. Einn her- maður fannst látinn á staðnum og talið er að hann hafi fallið út úr þyrlunni þegar sprengjan skall á henni án þess að springa. Mesta mannfallið á einum degi Er þetta mesta mannfall meðal bandarískra hermanna á einum degi í stríðinu í Afganistan. Níundi hermaðurinn féll í bardaga á laug- ardag. Þyrlurnar voru að flytja liðsauka og birgðir til hermanna sem hafa gert árásir á nokkur hundruð talib- ana og al-Qaeda-manna í fjöllum sunnan við borgina Gardez í afg- anska héraðinu Paktia. Um 2.000 hermenn taka þátt í árásunum, 950 bandarískir, 850 afg- anskir og 200 frá sex öðrum ríkjum, Ástralíu, Kanada, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi og Noregi. Þeir sóttu að fylgsnum liðsmanna al-Qaeda úr þremur áttum til að koma í veg fyrir að þeir gætu flúið. Eru þetta mestu fjölþjóðlegu hern- aðaraðgerðirnar til þessa í stríðinu í Afganistan. Um fjörutíu bandarískir hermenn hafa særst í átökunum, að sögn embættismanna í Washington. Bandarísk herþyrla skotin niður Reuters Afganar fylgjast með bandarískum sprengjuflugvélum af gerðinni B-52 fljúga yfir þorp í grennd við átakasvæðið í austurhluta Afganistans í gær. Níu bandarískir hermenn liggja í valnum í austurhluta Afganistans Washington. AP.  Sótt að síðasta vígi/20 EMBÆTTISMENN í rússneska ut- anríkisráðuneytinu sögðu í gær að ýmis „alvarleg vandamál“ væru enn óleyst í viðræðum um aukið samstarf Rússa og Atlantshafsbandalagsins. Embættismennirnir létu í ljósi mikla óánægju með tillögur NATO um samstarfið, lýstu þeim sem „fegrunartilburðum“ og sögðu þær ekki veita Rússum eins mikil áhrif og lofað hefði verið. „Við getum ekki útilokað að þessi vandamál komi í veg fyrir að við getum lokið starfi okkar fyrir fund utanríkisráðherra Rússlands og NATO í Reykjavík í maí,“ sagði einn þeirra. Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að fyrirhugað sam- starfsráð Rússa og NATO þyrfti að hafa vald til að taka ákvarðanir. „Þetta ætti ekki aðeins að vera sam- ráðsvettvangur eins og nokkur NATO-ríki vilja,“ sagði hann. Óánægðir með tillög- ur NATO Moskvu. AFP. Rússland UTANRÍKISRÁÐUNEYTI Bandaríkjanna neitaði því í gær- kvöldi að bandarískur stjórnarer- indreki hefði sakað franskan liðsfor- ingja um að hafa komið í veg fyrir handtöku Radovans Karadzic, fyrr- verandi leiðtoga Bosníu-Serba, í vikunni sem leið þegar fjölþjóðaher- inn í Bosníu, SFOR, reyndi að hand- sama hann. George Robertson, framkvæmda- stjóri NATO, sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að ásak- anirnar á hendur franska liðsfor- ingjanum væru „eintómar getgát- ur“. „Við vitum ekki um nein gögn sem sanna þetta,“ sagði hann. Þýska blaðið Hamburger Abend- blatt hafði fyrr um daginn eftir Shaun Byrnes, sendimanni Banda- ríkjastjórnar í Kosovo, að ónafn- greindur franskur foringi í SFOR hefði komið viðvörun á framfæri um að í bígerð væru aðgerðir sem mið- uðust að því að handsama Karadzic. Karadzic hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð í Bosníustríðinu 1992–1995. „Þessi frétt er röng,“ sagði emb- ættismaður í bandaríska utanríkis- ráðuneytinu. „Það er ekki rétt að bandarískur stjórnarerindreki hafi sagt þetta.“ Ásökunum á hendur Frakka neitað Leitin að Radov- an Karadzic Washington, Hamborg. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.