Morgunblaðið - 05.03.2002, Qupperneq 12
FRÉTTIR
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HALLDÓR Örn Egilson, fyrrver-
andi starfsmaður Landssíma Ís-
lands, hefur sent Morgunblaðinu
eftirfarandi yfirlýsingu:
„Í ljósi þeirrar umræðu, sem
skapaðist á Pressukvöldi Blaða-
mannafélags Íslands hinn 28. feb.
sl. í sambandi við réttindi heimild-
armanna og brottrekstur undirrit-
aðs frá Landssíma Íslands hf., um-
mæla Agnesar Bragadóttur,
fréttastjóra á Morgunblaðinu, við
það tækifæri og ummæla hennar í
Kastljóssþætti sunnudagskvöldið
3. mars sl., vill undirritaður koma
eftirfarandi á framfæri:
Það er rétt eftir Reyni Trausta-
syni haft að DV hafi leitað til und-
irritaðs um upplýsingar varðandi
viðskipti Góðráða ehf., einkafyr-
irtækis Friðriks Pálssonar, og
Landssíma Íslands hf. í ljósi þess
að þrálátur orðrómur hafði um
skeið verið á kreiki um að ekki
væri allt sem sýndist hvað ofan-
greind viðskipti varðar. Þótti und-
irrituðum enda málið sér skylt
sem eiganda fyrirtækisins sem ís-
lensks ríkisborgara og skattgreið-
anda og aukinheldur sem beins
fjárfestis í félaginu.
Lágmarkskrafa hvers starfs-
manns og eiganda fyrirtækis og
traust hans á því sama fyrirtæki
hlýtur að byggjast á því að mik-
ilvægum fjármálaupplýsingum og
ráðstöfunum, sem ljósar eiga að
vera, sé ekki haldið leyndum í
þágu sérhagsmuna. Ætti ofan-
greind krafa að vera þeim mun
ríkari þegar um er að ræða ein-
stakling, sem falin hefur verið
ábyrgðarstaða stjórnarformanns.
Vart verður um það deilt að
Friðrik Pálsson stjórnarformaður
brást trúnaði eigenda og stjórnar
fyrirtækisins og er vart unnt að
álíta annað en að stjórnarformað-
urinn hafi í tvígang gerst sekur
um brot á 72. grein laga um hluta-
félög nr. 2 frá 1995.
Í ljósi þessa alvarlega trúnaðar-
brests stjórnarformannsins og eft-
ir að hafa lagt mat á mögulegar
boðleiðir til þess að koma upplýs-
ingum þar um á framfæri þótti
undirrituðum sýnt að ekki yrði á
skilvikari hátt við brugðist en gert
var með því að koma upplýsingum
varðandi viðskipti einkafyrirtækis
stjórnarformannsins við Lands-
símann hf. til DV, jafnvel þó svo
að undirrituðum hefðu verið ljósar
mögulegar afleiðingar gerða sinna.
Þann verknað að prenta út gögn
úr bókhaldi fyrirtækisins og af-
henda Reyni Traustasyni, rit-
stjórnarfulltrúa DV, átti undirrit-
aður við samvisku sína og hefur
þar einskis að iðrast.
Undirritaður lítur svo á að
Reynir Traustason og DV hafi
haldið fullan trúnað við hann í máli
þessu og vísar alfarið á bug þeirri
skoðun Agnesar Bragadóttur,
fréttastjóra á Morgunblaðinu, að
einhver klaufaskapur hafi valdið
því að upp komst um heimildar-
mann fréttar DV. Heimildarmaður
tók á endanum sjálfur það skref að
koma fram undir nafni, enda ann-
að vart gerandi eftir að komið var
á daginn að ákveðnir aðilar innan
Landssíma Íslands hf. legðu sig
mjög í líma við að ata persónu
hans þeim auri, sem mætti verða
til þess að bera brigður á trúverð-
ugleika hans, og var stjórnarfor-
maður Landssímans hf. þar í fram-
varðasveit. Sú ákvörðun
forráðamanna Landssímans hf. að
brjóta trúnað á starfsmanni á
þann hátt, sem gert var, verður
seint talin réttmæt eða stórmann-
leg. Þar að lútandi eiga frekar við
orð á borð við lúaskapur og svik-
semi og má ætla að sá gjörningur
sé lítt til þess fallinn að auka á
tryggð starfsmanna gagnvart
vinnustað, eða ávinna yfirmönnum
hollustu þeirra.
Reynir Traustason og DV njóta
fulls og óskoraðs trausts undirrit-
aðs og er með öllu tilhæfulaust að
gefa í skyn að klaufaskapur hafi
ráðið því að svo fór sem fór. Er
enda mætti upplýsingatækninnar
nú þannig háttað, að upplýsingar
allar eru auðrekjanlegri en áður
var, og er miklu fremur við það að
sakast að svo fór að upp komst um
uppljóstranir mínar.
Virðingarfyllst,
Halldór Örn Egilson.“
Yfirlýsing frá Halldóri Erni Egilssyni
Reynir Traustason blaða-
maður hélt fullan trúnað
MORGUNBLAÐINU hefur borist
yfirlýsing frá Hreini Loftssyni,
stjórnarformanni Baugs, í tilefni
þess sem Össur Skarphéðinsson, for-
maður Samfylkingarinnar, hefur
sagt um uppsagnar Baugs á verk-
samningi við ræstingafyrirtæki í eigu
bróður hans.
„Í tilefni fyrirspurna sem undirrit-
uðum hefur borist um forsendur þess
að birta opinberlega hótunarbréf
Össurar Skarphéðinssonar til starfs-
manna Baugs vil ég koma eftirfar-
andi ábendingum á framfæri:
Í fyrsta lagi er yfirlýsing í upphafi
bréfsins um trúnað ekki ákvöð sem
bindur viðtakandann. Sá sem hef-
ur uppi hótanir getur ekki vænst
þess að viðtakandi taki ekki slíkar
hótanir alvarlega og geri viðeigandi
ráðstafanir til að ljóstra upp um
verknaðinn. Í fornöld viðhöfðu menn
þau ummæli að það væri ávallt heim-
ilt að gjalda lausung við lygi. Meg-
inregla laga er sú að hver og einn sé
ábyrgur orða sinna.
Í öðru lagi getur Össur Skarphéð-
insson ekki vikið sér undan ábyrgð á
gjörðum sínum með því að lýsa því
yfir að það hafi verið líffræðingurinn
Össur sem viðhafði ummælin en ekki
alþingismaðurinn Össur. Í skeytinu
gerir hann sjálfur ekki þennan grein-
armun hann þegar ræðir um ummæli
sín. Í því felast beinar hótanir af
hálfu eins af forystumönnum ís-
lenskra stjórnmála sem falið hefur
verið ábyrgðarhlutverk af samborg-
urum sínum.
Í þriðja lagi er rétt að ítreka að
ástæður uppsagnar Baugs á verk-
samningi við fyrirtæki bróður Öss-
urar tengjast í engu stjórnmálaskoð-
unum hans eða opinberra ummæla
um samþjöppun á matvörumarkaði.
Alþingismaðurinn ofmetur áhrif orða
sinna ef hann heldur að sú sé raunin.
Í stóru fyrirtæki líkt og Baugur er,
með á annað þúsund starfsmenn, er
ljóst að innan fjölskyldna starfs-
manna kunna að vera skiptar skoð-
anir á samkeppnismálum. Getur slíkt
aldrei orðið ástæða uppsagnar.
Kaupmannahöfn, 3. mars 2002
Hreinn Loftsson,
stjórnarformaður Baugs hf.“
Tengist ekki opinber-
um ummælum Össurar
Yfirlýsing frá Hreini Loftssyni
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur
frá því í febrúar sl. þar sem hafnað
var þeirri kröfu dóttur látins
manns að leiða fyrir dóm tölvu-
sérfræðinga til að svara spurning-
um um hvort upplýsingar úr
gagnagrunni á heilbrigðissviði
væru persónugreinanlegar. Dóttir-
in hafði kært þá stjórnvaldsákvörð-
un að hafna beiðni hennar um að
ekki yrðu settar í gagnagrunninn
upplýsingar úr sjúkraskrám föður
hennar. Byggði hún þá kröfu sína á
því að erfðafræðilegar upplýsingar
teldust til heilsufarsupplýsinga
samkvæmt gagnagrunnslögunum
og að auki væri heimilt að tengja
gagnagrunninn við ættfræðigagna-
grunn og erfðafræðigagnagrunn.
Í úrskurði héraðsdóms var dótt-
urinni ekki gert kleift að leiða fyrir
dóminn „vitni, sem byggju yfir sér-
þekkingu á sviði tölvumála, til
skýrslugjafar og einkum til að
svara spurningum og rökstyðja
svör um, hvort víst megi telja eða
líklegt megi telja, að heilbrigðis-
upplýsingar þær, sem fyrirhugað
er að flytja úr sjúkraskrám í
gagnagrunn á heilbrigðissviði sam-
kvæmt lögum nr. 139/1998, verði
persónurekjanlegar, meðal annars
að teknu tilliti til heimildar í sömu
lögum til að samtengja greindan
gagnagrunn við erfðafræðigagna-
grunn og ættfræðigagnagrunn“,
líkt og sagði í úrskurðarorðum
Helga I. Jónssonar héraðsdómara.
Hann taldi að tölvusérfræðingar
gætu í skilningi laga ekki talist
vitni um málsatvik sem þeir hefðu
upplifað af eigin raun, dóttirin gæti
frekar leitt þau atriði í ljós með
matsgerð að heilsufarsupplýsingar
í gagnagrunninum væru persón-
urekjanlegar.
Í Hæstarétti kváðu hæstaréttar-
dómararnir Gunnlaugur Claessen,
Árni Kolbeinsson og Ingibjörg
Benediktsdóttir upp dóminn.
Ragnar Aðalsteinsson hrl. flutti
mál dótturinnar en Skarphéðinn
Þórisson hrl. fyrir hönd ríkisins.
Hæstiréttur um upplýsingar í gagnagrunninn
Dómurinn hafnaði
kröfu um vitnisburð
tölvusérfræðinga
UM HELGINA hófst námskeiðaröð
sem er sérstaklega ætluð bráðger-
um börnum í grunnskólum á höf-
uðborgarsvæðinu. Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur, Háskóli Íslands og
Heimili og skóli standa nú í annað
sinn að verkefninu en það þóttist
heppnast mjög vel í fyrra. Skólum
á höfuðborgarsvæðinu var falið að
tilnefna úr sínum röðum nemendur
úr sjötta og sjöunda bekk sem er-
indi ættu á námskeiðin.
Námskeiðstímabilið stendur
fram til 13. apríl og er hvert nám-
skeið að minnsta kosti tólf kennslu-
stundir. Boðið er upp á hartnær
tuttugu námskeið sem spanna mjög
ólík svið, s.s. heimspeki, lögfræði,
eðlis- og jarðfræði, hagfræði,
stjörnufræði og trúarbragðafræði.
Morgunblaðið/Sverrir
Verkefni fyrir
bráðger börn
GUNNAR Þór Jónsson læknir, sem
sagt var upp sem yfirlækni við Land-
spítala árið 1999, hefur stefnt Há-
skóla Íslands og Landspítala fyrir
Héraðsdóm Reykjavíkur og krefst
m.a. rúmlega 70 milljóna króna
vegna vangoldinna launa.
Gunnar Þór höfðar málið gegn
stefndu til greiðslu vangoldinna
launa, skaðabóta og miskabóta auk
dráttarvaxta. Kröfur gegn stefndu
hljóða alls upp á tæpa 75 milljónir
króna. Stærsti kröfuliðurinn er
vegna launa stefnanda til handa frá
2001-2012, 68,8 milljónir króna og
ennfremur er HÍ krafinn um eina
milljón króna í miskabætur vegna
ólögmætrar brottvikningar úr starfi.
Krafa stefnanda á hendur báðum
stefndu vegna vangoldinna launa frá
Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Land-
spítala hljóðar upp á 3,1 milljón
króna og krafa um miskabætur
vegna uppsagnarinnar við sjúkra-
húsið upp á eina milljón. Yfirstjórn
Landspítala sagði Gunnari Þór upp
starfi yfirlæknis slysa- og bæklunar-
lækningadeildar í júlí 1999, en starf-
inu gegndi hann jafnframt því að
vera prófessor í slysalækningum við
læknadeild. Uppsögnin var dæmd
ógild í héraðsdómi og Hæstarétti.
Stefnandi byggir stærstu dóm-
kröfu sína á því að brotinn hafi verið
á honum réttur sem honum bar sem
æviskipuðum ríkisstarfsmanni.
Krefur Háskólann um tæpar
70 millj. í ógreidd laun
VIA Dolorosa – vegur Krists að
krossinum, var meðal atriða sem
fram fóru um helgina á vetrarhá-
tíðinni í Reykjavík, Ljós í myrkri.
Heimfærð var upp á miðborg
Reykjavíkur píslargangan, eða sú
leið er Kristur bar krossinn frá höll
landstjórans og upp á Golgatahæð.
Sjö ljósakrossum var komið upp á
hús á leiðinni frá Lækjartorgi og
upp á Skólavörðuhæð. Hugmyndin
var verðlaunaverk Guðlaugs Val-
garðssonar myndhöggvara.
Að kvöldi föstudags var þessi leið
gengin, stansað við hvern af hinum
sjö stöðum og lesið úr píslarsögunni
og Passíusálmunum. Leiðsögn og
lestur önnuðust þeir sr. Sigurður
Árni Þórðarson og sr. Halldór
Reynisson, sem hér halda á lesefn-
inu fyrir framan þátttakendur í
göngunni, sem voru fjölmargir.
Morgunblaðið/Jim Smart
Gengu píslargöngu í mið-
borg Reykjavíkur