Morgunblaðið - 05.03.2002, Síða 18

Morgunblaðið - 05.03.2002, Síða 18
                                                          !       !                                 "                           SAMSTÆÐA Landssíma Íslands skilaði 1.039 milljóna króna hagnaði á árinu 2001, þar af nam söluhagnaður vegna sölu fasteigna Símans 373 milljónum króna. Hagnaður sam- stæðunnar er allur frá móðurfélaginu kominn en auk þess eru fimm dótt- urfélaga Símans innifalin í samstæðu- reikningi ársins: Anza hf., Grunnur- Gagnalausnir ehf., Íslandsvefir ehf., Skíma ehf. og Tæknivörur ehf. Sam- stæðureikningur er nú gerður í fyrsta sinn og samanburður því enginn við fyrri ár. Í útboðs- og skráningarlýsingu Símans frá í september sl. var gert ráð fyrir að hagnaður ársins yrði a.m.k. 1.080 milljónir króna af sam- stæðunni og er hann samkvæmt því lítillega undir væntingum félagsins. Hagnaður samstæðunnar fyrir af- skriftir og fjármagnsliði, EBITDA, var 6.879 milljónir króna (37,7%) en hagnaður móðurfélagsins var 6.833 milljónir (38,8%) sem bendir til þess að 46 milljóna króna EBITDA-hagn- að megi rekja til dótturfélaganna. Áætlanir gerðu ráð fyrir að EBITDA-hagnaður yrði 6.700 millj- ónir króna eða 40% af áætluðum rekstrartekjum. Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2001 námu 18,3 milljörðum króna, þar af námu tekjur móður- félagsins 17,6 milljörðum króna og jukust um 8% frá fyrra ári en til rekstrartekna er talinn 417 milljóna króna hagnaður af eignasölu. Í tilkynningu frá félaginu segir að almenn talsímaþjónusta skili, sem fyrr, langstærstum hluta teknanna og jukust þær tekjur um 5% á árinu. Þá jukust tekjur af farsímaþjónustu um 15% og tekjur af gagnaflutningsþjón- ustu um 18%. IP-fjarskipti að fullu afskrifað Rekstrargjöld samstæðunnar 2001 námu 11,4 milljörðum króna, þar af námu rekstrargjöld móðurfélags 10,8 milljörðum en það er um 11% aukn- ing frá fyrra ári. Aukningin er sögð skýrast af hækkun afskrifaðra við- skiptakrafna þar sem annars vegar er um endanlega afskrift að ræða og hins vegar er um að ræða aukningu í afskriftasjóð. Afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna jukust um 21%. Þá námu afskriftir óefnislegra eigna á árinu 150 milljónum króna en þar af voru 120 milljónir króna vegna dótt- urfélagsins IP-fjarskipta sem var að fullu skrifað úr bókum Símans á árinu. Einnig var hlutafé í Markhús- inu afskrifað á árinu en það nam að nafnverði tæpum 7 milljónum króna í árshlutauppgjöri um mitt sl. ár. Bókfært verðmæti dóttur- og hlut- deildarfélaga Símans var 1.710 millj- ónir króna um áramót. Áhrif þeirra á rekstur móðurfélagsins voru neikvæð um 305 milljónir en 141 milljón árið áður. Góðar horfur Framtíðarhorfur í rekstri Símans eru sagðar góðar. Afkoma félagsins sé í samræmi við áætlanir og ekkert bendi til annars en að svo verði einnig um rekstur þessa árs. Þó megi gera ráð fyrir harðnandi samkeppni og minnkandi markaðshlutdeild. „Í ljósi þess hefur verið horft til þess að ný- fjárfestingar taki mið af fjármuna- myndun í rekstri,“ segir í tilkynningu. Aðalfundur Símans verður haldinn mánudaginn 11. mars og mun stjórn félagsins leggja þar fram tillögur sín- ar um 12% arðgreiðslu, fækkun stjórnarmanna úr sjö í fimm og að stjórnin fái heimild til kaupa á allt að 5% hlutafjár í félaginu. Hagnaður Símans rúmur milljarður VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fasteignasölur Til sölu tvær sjálfstæðar fasteignasölur, önnur í Reykjavík en hin í Kópavogi, mjög tæknivæddar og með góða söluskrá og frábær- ar heimasíður. Báðar mjög þekktar og vel auglýstar. Þjálfað starfsfólk sem getur fylgt með. Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja taka við þekktum, starfandi fyrirtækjum í fullum gangi. Að- gangur að löggiltum fasteignasala ef vill. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. EINAR ÖRN REYNISSON, LÖGG. FASTEIGNASALI. TAP Flugleiða, móðurfélags og dótt- urfélaga, varð 1.212 milljónum króna á síðasta ári, sem er 273 milljónum króna lakari afkoma en árið 2000 en þá nam tap félagsins 939 milljónum króna. Áætlanir félagsins í upphafi árs 2001 gerðu ráð fyrir viðunandi afkomu og frávikið er því verulegt. Afkoma Flugleiðasamstæðunnar á fyrri helmingi ársins 2001 var tap að fjárhæð 1.593 milljónir króna sem var tæplega 400 milljónum króna lakari afkoma en árið áður. Ástæðan var fyrst og fremst sú, samkvæmt tilkynningu til Verðbréfaþings Ís- lands, að gengi viðskiptagjaldmiðla og eldsneytisverð þróaðist með óhagstæðum hætti. Þetta leiddi til verulegra kostnaðarhækkana um- fram áætlanir bæði í millilandaflugi og innanlandsflugi. Í innanlandsflugi og í sölu sólarlandaferða dró einnig mjög skyndilega úr eftirspurn á þessu tímabili vegna breytinga í efnahagslífi innanlands. „Sumarið var félaginu hins vegar afar drjúgt vegna mikillar eftirspurnar í al- þjóðafarþegaflugi. Hagnaður hefur aldrei fyrr verið jafn mikill á tíma- bilinu júní–ágúst þrátt fyrir óhag- stætt gengi. Hryðjuverkin í Banda- ríkjunum 11. september eyddu hins vegar öllum vonum um að félaginu tækist að ná fyrir vind á seinni helm- ingi ársins, þótt eldsneytisverð og vextir færu lækkandi. Lofthelgi Bandaríkjanna var lokað í fjóra daga og á síðustu þremur mánuðum árs- ins minnkaði eftirspurn eftir flugi til og frá Bandaríkjunum um hér um bil þriðjung milli ára. Félagið greip til þess ráðs að draga saman í starfsem- inni, ferðum vestur um haf var fækk- að og áhersla lögð á að minnka kostnað í rekstrinum. Þessar að- gerðir skiluðu árangri en eftirspurn- in minnkaði þó hraðar en hægt var að draga úr kostnaði. Í heild voru neikvæð áhrif hryðjuverkanna metin á um einn milljarð króna,“ að því er segir í tilkynningu. Tryggja þarf viðunandi arðsemi í grunnrekstri Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir að mikilvægasta markmið félagsins sé að tryggja við- unandi arðsemi í grunnrekstrinum, millilandaflugi. „Þar stefnir félagið að því að bjóða fleiri sæti á markaði til og frá Íslandi og minnka hlutfall farþega á Norður-Atlantshafsflug- leiðum einkum með því að draga úr umsvifum yfir vetrartímann, en það skiptir miklu máli fyrir félagið að geta betur lagað framboð að árstíða- bundinni eftirspurn í millilandaflugi, segir Sigurður. „Meðal leiða til þess er stofnun Flugleiða-Leiguflugs hf., sem er dótturfyrirtæki, meðal ann- ars með það hlutverk að selja fram- leiðslugetu Flugleiða á öðrum mark- aðsvæðum yfir vetrartímann,“ segir Sigurður Helgason í tilkynningu frá Flugleiðum. Eðlilegt að birta jákvæða afkomuviðvörun Í hálf fimm fréttum Búnaðarbank- ans kemur fram að í fréttatilkynn- ingu sem Flugleiðir birtu 22. nóvem- ber sl. kom fram að gert væri ráð fyrir að tap félagsins á árinu 2001 gæti numið um tveimur milljörðum króna sem þýddi tap upp á 2,4 ma.kr. á síðasta ársfjórðungnum. „Tölu- verður munur er því á niðurstöðu ársins og birtri áætlun (40%) og tel- ur greiningadeild að eðlilegt hefði verið að gefa út jákvæða afkomuvið- vörun,“ að því er segir í hálf fimm fréttum. Tap fyrir afskriftir og fjármagns- liði (EBITDA) reyndist vera 937 milljónir á fjórða ársfjórðungi og er það töluvert frávik frá spám en með- altalsspá greiningaraðila hljóðaði upp á tap að fjárhæð 2.120 milljónir. Í kjölfar minnkandi eftirspurnar eft- ir flugi á fjórða ársfjórðungi gripu Flugleiðir til þess ráðs að draga sam- an í starfseminni, ferðum vestur um haf var fækkað og áhersla lögð á að minnka kostnað í rekstrinum. „Þess- ar aðgerðir skiluðu augljóslega betri árangri en markaðsaðilar þorðu að vona. Til að mynda lækkuðu af- greiðslu-, lendingar- og yfirflug- sgjöld um 14% milli ára á fjórða árs- fjórðungi, annar rekstrarkostnaður um allt að 59% og eldsneytiskostn- aður um allt að 28% en eldsneytis- verð tók að lækka á fjórða ársfjórð- ungi 2001,“ segir í hálf fimm fréttum. Tap Flugleiða 1.212 milljónir                                                      !     #$%                                 &'(() &&*')  +(,-  &./  '/,   ,&). )&/((  *.& +,,. )'" )-&) ! "! ! ! #! $! #! ! #! #! ! ! #! #! #! !              %                     %          %   Í APRÍL nk. flyst Golfverslun Nev- ada Bob í 600 fermetra svæði í verslun Intersport að Bíldshöfða 20. Verslunin tekur þetta rými á leigu af Kaupási sem á húsið og rekur þar verslanirnar Hús- gagnahöllina og Intersport. Áform sem tilkynnt voru haustið 2000 um að í húsnæði Kaupáss að Bíldshöfða 20 myndi rísa alhliða sérvöru- og matvörumarkaður, hafa verið í skoðun en engar stefnumarkandi ákvarðanir hafa enn verið teknar, að sögn Ingimars Jónssonar, forstjóra Kaupáss. „Það er ljóst að með tilkomu Smáralindar hefur verslunarhús- næði hér á höfuðborgarsvæðinu aukist mikið. Við höfum því viljað doka við og sjá hvaða áhrif þessi mikla fjárfesting hefur á mark- aðinn,“ segir Ingimar. Húsnæðið á Bíldshöfða er alls 15 þúsund fermetrar. Kaupás keypti húsnæðið og reksturinn í október árið 2000 og voru áformin um al- hliða stórmarkað kynnt um sama leyti. Samkvæmt upphaflegu áformunum átti endurskipulagn- ingin að eiga sér stað á síðasta ári. Morgunblaðið/Ásdís Úr verslun Intersport á Bíldshöfða 20. Markaður á Bílds- höfða enn í skoðun TAP Landsvirkjunar nam 1.839 milljónum króna í fyrra en árið 2000 nam tap Landsvirkjunar 1.366. Handbært fé frá rekstri 2001 nam 5.542 milljónum króna samanborið við 3.751 milljón króna á árinu 2000. Handbært fé frá rekstri eykst þann- ig verulega, en það hefur verið nokk- uð stöðugt um árabil þrátt fyrir sveiflur í rekstrarafkomu. Óhagstæð gengisþróun skýrir verri afkomu að mestu Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er meginástæða versnandi afkomu fyrirtækisins óhagstæð gengisþróun. Rekstrar- tekjur fyrirtækisins námu 13.009 milljónum króna og hækkuðu sam- tals um 1.618 milljónir króna eða 14,2%. Tekjur af sölu til almennings- rafveitna hækkuðu um 3,0% á meðan tekjur af sölu til stóriðju hækkuðu um 30,0%. Á sama tíma hækkaði rekstrar- og viðhaldskostnaður um 472 milljónir króna, úr 3.818 millj- ónum í 4.290 milljónir. Í fréttatil- kynningu kemur fram að aukinn rekstrarkostnað megi rekja til al- mennra kostnaðarhækkana og launabreytinga á árinu og hækkunar á verði aðkeyptrar orku. Hækkun af- skrifta stafar að mestu leyti af end- urmati eigna, en einnig af nýjum eignum sem teknar voru í notkun í kerfi Landsvirkjunar á árinu. Reikn- aðir raunvextir langtímaskulda voru 6,3% á árinu, samanborið við 6,6% á árinu 2000. Í árslok námu heildareignir fyr- irtækisins 132,1 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfall 28,5%. Landsvirkjun tapar 1,8 milljörðum ● ÞJÓNUSTUSAMNINGUR Íslands- banka og Tals um símaþjónustu var gerður í framhaldi af verðkönnun bankans meðal fjögurra símafyr- irtækja: Tals, Landssímans, Íslands- síma og Halló-Frjálsra fjarskipta. Var óskað eftir verði fyrir símaþjónustu sem samsvaraði eins mánaðar notk- un bankans. Sverrir Jónsson, hjá- rekstrardeild Íslandsbanka, segir að við skoðun þeirra tilboða sem borist hafi í framhaldi af óformlegri könnun bankans hafi tilboð Tals þótt hag- stæðast. Gengið hafi verið til samn- inga við Tal og ákveðið að samnings- fjárhæðin væri trúnaðarmál. Símaþjónusta í kjöl- far verðkönnunar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.