Morgunblaðið - 05.03.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 05.03.2002, Síða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 25 Heimsferðir bjóða nú sérferð til Barcelona 23. mars á einstökum kjörum. Borgin er vettvangur fyrir lífskúnstnera því hér er að finna ótrúlegt úrval listasafna, veitingastaða, fagurra garða, iðandi mannlífs jafnt að nóttu sem degi, frægustu veitingastaði og skemmtistaði Spánar, tónlistarlíf í blóma og síðast en ekki síst, frábært veðurfar. Góðir gististaðir í hjarta Barcelona, spennandi kynnisferðir og þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða til að tryggja þér ánægjulega dvöl. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 34.900 Flugsæti til Barcelona, 23. mars. Skattar ekki innifaldir. Alm. verð kr. 36.645. Skattar kr. 3.350. Verð kr. 50.350 Flug og gisting, Expo, 4 nætur, 23. mars. Skattar kr. 3.350, innifaldir. Alm. verð kr. 52.868. Verð kr. 39.000 Flug og hótel, Expo, verð á mann m.v. 2 í herbergi og Mastercardávísun. Skattar kr. 3.350, ekki innifaldir. Alm. verð kr. 40.950. Síðustu 18 sætin 10 ár til Barcelona Helgarferð til Barcelona 23. mars 34.900 kr. DÚÓ Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og Önnu Guðnýjar Guðmundsdótt- ur hélt upp á „tuttugu ára tvísemd“ fyrir vel setnum Sal sl. föstudags- kvöld. Samstarfsafmæli þeirra bar upp á Æskulýðsdaginn og var vel við hæfi, enda báðar í toppformi og músíkalskt sprækari en nokkru sinni fyrr. Sjaldan þessu vant fékk óperan frí. Öll dagskráin var á vængjum ljóðasöngs, að mestu síðrómantísk brezk lög í fyrri hluta og eftir Rich- ard Strauss í þeim seinni. Tónleikaskráin var vel búin text- um á frummálum ásamt ágætum prósaþýðingum Reynis (ekki „Ragnars“, eins og óvart misritað- ist nýlega) Axelssonar, og saknaði maður helzt lítilsháttar upplýsinga um minna þekktu höfundana. Eða að minnsta kosti ártala verka, sem eins og kunnugt segja oft meira en mörg orð. Skozka tónskáldkonan Thea Musgrave (f. 1928) er sjaldan borin á borð hér um slóðir. Hún nam hjá Nadiu Boulanger í París og settist síðar að í Bandaríkjunum. Barna- lagabálkur hennar A Suite of Bairnsangs er frísklegt æskuverk frá 1953 við myndræna texta eftir Maurice nokkurn Lindsay (engan þó á skozkri mállýzku) og voru flutt af viðeigandi blátt-áfram einfald- leika. Post-impressjónísku lögin þrjú eftir Olivier Messiaen, Trois Mélodies, fundust ekki í mínum uppflettiritum og gætu varla heldur verið daglegt brauð á hérlendum söngpöllum. En þeim sem þekktu helzt höfundinn fyrir innhverfa dul- hyggju kom ábyggilega á óvart hvað lögin voru úthverf, fersk og ljóðræn. Bar þó af hið breitt líðandi nr. 3, La fiancée perdue (Unnustan horfna) í innilegri túlkun þeirra stallna. Síðast fyrir hlé voru fimm brezk lög. Minnst þekktu höfundar voru Michael Head og Herbert Howells, ögn kunnari Hubert Parry og Frank Bridge, en öll voru lög þeirra áheyrileg. Kannski eftir- minnilegust hið dapra þjóðlaga- skotna King David og einkum hið funheitt áræðna Love went a-riding eftir Bridge, sem þau Sigrún tóku með stormandi trompi. Það er sama hvar niður er borið, alls staðar var píanóleikur Önnu Guðnýjar hinn traustasti, fylginn og þjáll, og jafnvægið – þetta sí- gilda vandamál með- og undirleik- ara (sbr. ævisöguheiti Geralds Moore, „Am I too loud?“) – bar haldgóðri reynslu glöggt vitni. Slagharpan var nánast tillitssemin uppmáluð í hvívetna og hefði ef eitthvað var mátt skvetta ögn meira úr skapkirnunni á stöku stað. Um meðferð Sigrúnar á sínu stór- kostlega hljóðfæri lék enginn vafi frekar en endranær. Mér er til efs að nokkur núlifandi íslenzkur söngvari geti státað af öðru eins lýtalausu öryggi í inntónun, hvað þá sambærilegum sveigjanleika í styrk, fyllingu og mismiklu víbratói á öllum tónsviðum, sem Sigrún beitti af þaulmúsíkalskri mark- vissu. Slík fjölbreytni gerir hana enda óvenjufæra í flestan sjó og veitir meira erindi við fágaðan ljóðasöng en gengur og gerist með- al óperusöngvara, þó ekki hafi sú grein haft forgang hingað til hjá söngkonunni. Það má því óhikað fullyrða, að fátt ætti að geta staðið í vegi blómstrandi ferils í ljóðagreininni samhliða óperusöngnum – utan eins atriðis, sem tæki ekki einu sinni að nefna, væri ekki restin jafnglæsileg og raun bar vitni. Það er raunar sópranraddgerðinni öðrum fremur þrálátur Þrándur í Götu hvað efsta tónsviðið virðist illa fallið til að skila texta, sem í ljóðasöng er ósjaldan burðugri og mikilvægari en í klassískum óperum. En að Sigrún gæti gert þar betur en fram kom af ensku lögunum, sýndi hún skýrt og skorinort í íslenzku aukalögunum – með tilhlýðilegum fyrirvara vegna kunn- ugleika textanna. Og m.a.s. í þýzku lögun- um, jafnvel þótt manni skiljist að það mál sé henni ótamast (að vísu eru þýzku sérhljóðin al- mennt sönghæfari en þau ensku). Það virtist því aðeins vera spurning um að bretta upp ermar, hvessa samhljóðin, rúlla meir á r-unum og ýkja meir muninn á ensku sér- og tvíhljóðunum, áður en sá vandi ætti að minnka verulega. Sönglög Strauss eftir hlé voru þyngri í vöfum en hin og má eig- inlega segja að stæðu miðja vegu milli ljóðasöngs og óperu sem eins konar „dramó-lýrík“, eins og birtist þegar í fyrsta laginu, Ständchen. Hið löturhæga Wiegenlied með ar- peggjuðu píanói á fjórföldum hraða sýndi frábæra úthaldstækni Sig- rúnar, og Allerseelen nokkrum lög- um síðar hrífandi tilfinningadýpt. Löngu forspil og eftirspil slaghörp- unnar í Morgen glitruðu af merl- andi mýkt í höndum Önnu Guð- nýjar og dúnblíð raddbeiting Sigrúnar í einlægt kyrrláta laginu var fínstillt líkt og úr smásjá. Hið fræga Zueignung var einfaldlega gæsahúðarvaki par excellence. Tyrfnustu Strausslögin þrjú í lokin voru sungin með nótnahefti við hönd. Samt skorti fráleitt dramatíska ástríðu í An die Nacht, og hálfósyngjandi innskotsflúrið í Ich wollt’ ein Sträusslein binden og Amor! hefði getað gert næturgala grænan af öfund. Þegar hér var komið sögu var salurinn raunar löngu að velli lagður, og þurfti Ég kæra sendi kveðju sem 4. og síðasta íslenzka aukalagið til að uppnuminn hlustendaskarinn skildi loks fyrr en skellti í tönnum og fór heim. Tímamótatónleikar TÓNLIST Salurinn Ljóðasöngslög eftir Musgrave, Messia- en, Parry, Head, Howells, Bridge og Rich- ard Strauss. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópr- an og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó. Föstudaginn 1. marz kl. 20. LJÓÐASÖNGSTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Anna Guðný Guðmundsdóttir Sigrún Hjálmtýsdóttir KVIKMYNDAGREINAR hafa ákveðið þróunarferli sem ákaflega gaman getur verið að pæla í. Í fyrstu mótast kvikmyndagrein- in út frá ákveðnum frásagnarlegum og hugmyndalegum þáttum og verða vinsælar að því marki að áhorfendur læra að þekkja helstu eðlisþætti þeirra og frásagnarhátt. Sú staða kallar fljótlega á ákeðna endurnýjun í greininni, þannig að áhorfandinn sjái eitthvað nýtt en þekki um leið kvikmyndina sem af- sprengi viðkomandi greinar. Að lokum gengur greinin úr sér, ýmist með því að endurmótunin leiðir af sér uppbrot á grunnforminu, eða að efnið hættir einfaldlega að eiga er- indi við samtímann. Eftir það lifir greinin sem hluti af kvikmyndsög- unni, og verður efniviður innblást- urs og vísana fyrir komandi kyn- slóðir. Kvikmyndir sem vinna meðvitað með ákveðnar kvikmyndagreinar eða frásagnarformgerðir sækja stundum kraft sinn fyrst og fremst til úrvinnslunnar á kunnuglegri sögu. Í kvikmyndinni Made er unnið á þennan hátt með ákveðna tegund glæponamynda, þar sem segir frá lágtsettum og óreyndum smá- krimmum sem fá tækifæri til að græða ærlega með því að leysa af hendi stórt „verkefni“ fyrir glæpa- foringjann. Takist vel til má eiga von á að hagur persónanna vænkist en vitanlega fer ýmilegt úrskeiðis á leiðinni. Í þessari bráðskemmtilegu gamanmynd, gengur leikstjórinn Jon Favreau til verks með tvenns konar fortíðarpakka. Annars vegar mætir hann til leiks í myndinni ásamt Vince Vaughn og endurvekur þar með dúóið sem sló í gegn í kvik- myndinni Swingers. Búast má við að margur Swingers-aðdáandinn sé nokkuð skeptískur á Made, sem gerð er út frá talsvert öðrum for- sendum, og þá ekki síst sem skemmtilegur útúrsnúningur áður- nefndrar glæponaformúlu. Persón- an sem Vince Vaughn leikur fer til dæmis langt yfir það strik sem áhorfendur myndu sætta sig ópir- raðir við í því að haga sér á óviðeig- andi hátt í verkefninu, og metnaður aðalpersónunnar sem Jon Favreau túlkar reynist beinast að allt öðrum hlutum en því að færast upp í glæp- onastiganum í skemmtilegum enda- lokum sögunnar. Þetta er skemmti- leg gamanmynd, sem þó reynir dálítið á þolrif áhorfandans, þegar vitleysisgangur Vaughn stendur sem hæst. En þetta er þáttur sem lögð hefur verið mikil alúð við að ná fram, bæði í leik og handritsskrif- um og heppnast vel. Í stórkarlaleik KVIKMYNDIR Sambíóin Álfabakka Leikstjórn og handrit: Jon Favreau. Kvik- myndataka: Christopher Doyle. Aðal- hlutverk: Jon Favreau, Vince Vaughn, Sean Combs, Peter Falk, Famke Jans- sen, Faizon Love, David O’Hara, Vinvent Pastore og Makenzie Vega. Sýning- artími: 93 mín. Bandaríkin. Artisan Ent- ertainment, 2001. MADE (Á UPPLEIÐ)  Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.