Morgunblaðið - 05.03.2002, Side 35

Morgunblaðið - 05.03.2002, Side 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 35 Vi› stöndum vi› skuldbindingar flínarwww.dhl.is fijónustudeild: 535-1100. Nú getur DHL lofa› enn betri fljónustu. Me› DHL ertu öruggur um a› sendingin afhendist og fla› fljótt. Ef flú velur DHL StartDay fljónustu getum vi› lofa› flér afhendingu fyrir klukkan 09:00 næsta morgun. Ef fla› nægir a› sendingin sé afhent klukkan 12:00 flá getur flú vali› DHL MidDay fljónustu. fietta á vi› um sendingar innan Evrópu. Ger›u vel vi› flig og haf›u samband vi› okkur. DHL meira en bara lofor›. Nú getum vi› lofa› afhendingu fyrr innan Evrópu. fiarftu meiri tíma……… fiá höfum vi› betri lei›. ÞÁ er komið að því að bjóða íbúum í vesturhluta Rangárvallasýslu að kjörborðinu til þess að velja sér framtíð. Það er stundum sagt að sá eigi kvölina sem á völina og má það ef til vill til sanns vegar færa í þessu tilfelli, þar sem valið stendur á milli þess sem menn þekkja og vita hvað er og þess óþekkta og nýja. Mörk sveitarfélaga eða hreppa hafa verið breytingum háð í gegnum aldirnar. Það sama á við um hlutverk þeirra og skyldur. Samkvæmt hreppaskilaþætti Grá- gásar skyldu 20 þingfararkaups- skyldir bændur vera í hverjum hreppi hið fæsta. Álitið hefur verið að þetta þýddi að ekki væru færri en 400 íbúar í hverjum hreppi. Þessi ákvæði hinnar elstu íslensku lögbók- ar voru síðan sérstaklega áréttuð á Alþingi árið1583 þar sem sýslu- mönnum var heimilað að sameina tvo hreppa eða fleiri til að þessu marki yrði náð og voru þó samgönguskil- yrði og félagslegar aðstæður talsvert önnur þá en nú. Þetta sýnir að for- feður okkar hafa ekki litið á mörk hreppa sem steinrunnið form, heldur afmörkun sem best svaraði sam- félagsþörfum og aðstæðum hvers tíma. Árið 1703 voru 163 hreppar á landinu en árið 1950 náði fjöldi sveit- arfélaga sögulegu hámarki en þá voru 229 skráð sveitarfélög í landinu. Á okkar svæði hafa lengst af verið þrjú sveitarfélög, þ.e. Holtahreppur, Landmannahreppur og Rangár- vallahreppur, og ekki eru nema 110 ár síðan Holtahreppi var skipt og til varð Ásahreppur sem þá, árið 1892, spannaði það svæði sem nú er Ása- hreppur og Djúpár- hreppur. Djúpárhreppi var síðan skipt úr Ása- hreppi árið 1936. Síð- ustu breytingar á sveit- arfélagaskipan á svæðinu voru árið 1993 þegar Holtahreppur og Landmannahreppur sameinuðust. Árið 1993 var ráðist í mikið átak til að sam- eina sveitarfélögin í landinu. Þá sameiningarhrinu sem reið yfir í fram- haldinu má eflaust tengja að einhverju leyti við flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfé- laga. Flutningur þess verkefnis hef- ur án efa vakið marga til umhugs- unar um möguleika fámennra sveitarfélaga á að taka við svo um- fangsmiklu og kostnaðarsömu verk- efni. Í sveitarstjórnarkosningum ár- ið 1998 var gengið til kosninga í 124 sveitarfélögum, sem er 47 sveitar- félögum færra en árið 1994 og 80 sveitarfélögum færra en árið 1990. Skipting landsins í sveitarfélög er því að verða ólík því sem var árið 1950 þegar þau voru flest, eða 229 sveitarfélög í landinu. Síðustu fréttir af þessum vettvangi eru svo samein- ingar nágranna okkar fyrir austan og vestan. Annars vegar þegar sex sveitarfélög í austurhluta Rangár- vallasýslu samþykktu sameiningu 17. nóvember 2001 og síðan þegar Gnúpverjar og Skeiðamenn sam- þykktu að ganga í eina sæng hinn 19. janúar síðastliðinn. Eftir þessar síðustu sameiningar eru sveit- arfélög í landinu orðin 111, eða 118 sveitar- félögum færri en árið 1950. Breytt búsetumynst- ur hefur kallað á breyt- ingar á sveitarfélaga- skipan á landinu og ný viðhorf í stjórnsýslu leitt til aukinnar vald- dreifingar og færslu verkefna til sveitarfé- laganna. Nokkrar ástæður fyrir sameiningu sveit- arfélaga: 1. Fámenni. Sveitarfélög sem eru mynduð af nokkrum fjölskyldum eiga mjög erfitt með að taka óhlutbundið á málum einstak- linga ef þau koma til kasta sveit- arstjórna. 2. Auknar kröfur. Með nýjum lögum og reglugerðum um færslu verk- efna ásamt auknum kröfum um þjónustu. 3. Grundvöllur þess að hægt sé að færa enn frekar verkefni frá rík- inu til sveitarfélaganna eru fjöl- mennari sveitarfélög sem ná yfir heildstæð þjónustusvæði. 4. Með bættum samgöngum og breyttum þjóðfélagsaðstæðum er víða löngu tímabært að endur- meta úrelt mörk þeirra sveitarfé- laga. 5. Með stækkun sveitarfélaga myndu þau sem best eru sett varðandi tekjuöflun falla inn í stærri heildir og þannig dregur úr þeim ójöfnuði sem er á mögu- leikum sveitarfélaga til tekjuöfl- unar og um leið eru minni mögu- leikar á að Alþingi breyti tekjustofnalögum sveitarfélaga vegna þessa misræmis, samanber fasteignaskattur af virkjunum. Margt fleira mætti tína til þegar þessi mál eru krufin en skoða má ofangreind atriði og nota þau sem nokkurs konar gátlista þegar tekin er ákvörðun um hvort kjósa skal með eða á móti sameiningu. Fyrir liggur að skulda- og eign- astaða þeirra sveitarfélaga sem sam- eina á er misjöfn þegar rýnt er í árs- reikninga þeirra. Þó er það þannig að þegar allt er lagt á vogarskálarn- ar er ekki hægt að kveða upp úr með hvaða sveitarfélag sé fátækast eða hvert þeirra sé ríkast, hvert sé sterkast og hvaða sveitarfélag sé veikast. Þegar til slíks mats kemur verður að taka alla þætti til skoðunar. Ekki bara skuldir hvers sveitarfélags í augnablikinu heldur hvað stendur á bak við þær af arðbærum eignum til framtíðar. Ekki aðeins tekjur dags- ins í dag hjá hverju sveitarfélagi fyr- ir sig heldur líka hvaða möguleika það hefur til að sinna skyldum sínum við íbúana lögum samkvæmt í fram- tíðinni. Ágætu íbúar í vesturhluta Rang- árvallasýslu (Rangárþingi ytra)! Ég vona að þið komist að þeirri niðurstöðu að þegar allt er skoðað, þegar litið er til heildarhagsmuna, sé ykkur best borgið með því að sam- eina áðurnefnd fjögur sveitarfélög í eitt. Nú vitum við vel að sameining er ekki örugg, óútfyllt ávísun á vel- gengni og hamingju, en þau fjöl- mörgu, flóknu og erfiðu verkefni sem sveitarfélögum er skylt lögum samkvæmt að inna af hendi gagnvart íbúum sínum ásamt því að skapa at- vinnulífi lífvænlegt umhverfi kalla á ný viðhorf, nýja hugsun, stærri og öflugri einingar. Ég vil hvetja ykkur til að skoða vel kynningarbæklinginn sem gefinn verður út af okkur sem skipum nefnd um sameiningu þessara fjög- urra sveitarfélaga. Við vonum að með útgáfu hans verði varpað ljósi á tilgang og mark- mið þess kosts sem við erum að bera fyrir ykkur og sem kjósa skal um hinn 16. mars nk. Kæru íbúar! Höfum kjark til að stíga sameiginlega skref til framtíð- ar, okkur öllum til heilla. Sameiningarkosningar í vesturhluta Rangárvallasýslu Viðar Hafsteinn Steinarsson Sameining Ykkur er best borgið, segir Viðar Hafsteinn Steinarsson, með því að sameina sveitarfélögin fjögur í eitt. Höfundur er bóndi á Kaldbak, Rangárvöllum. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.