Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
virðingu. Megi svipleg brottför þín
vera okkur öllum alvarleg áminning
um að aðgát skal höfð í nærveru sál-
ar.
Við biðjum algóðan Guð um að
blessa Helgu og Helga, foreldra,
systkini og aðra aðstandendur.
Þórir Kristinsson,
Baldvin Kristinsson.
Elsku Kiddi.
Þann dag sem ég sá þig fyrst var á
bókasafninu í MS. Ég busi og þú á
öðru ári. Ég man nátttúrulega
hvernig drengurinn var til fara. Með
slegna rokkarahárið, í vinnufata-
skyrtu og gulrótarbuxunum frægu.
Ég hugsaði, aha, þessi er örugglega á
mínu plani! Af hverju? Ég sagði þér
aldrei frá kaupum mínum á sjö
stykkjum gulrótar Levis í Ameríku.
Ég var svona meira að spá í liti en
snið. Lét ekki sjá mig í þeim, því þær
voru ekki „in“. Það var slatta gert
grín að gulrótarskálmunum þínum.
Þú sagðir: ,,Fötin skapa ekki mann-
inn, heldur halda á honum hita.“ Mik-
ið rétt. Þú fylgdir mikið eftir þinni
sannfæringu. Áttir til að vera reikull
en samt hnitmiðaður og afskaplega
duglegur og gefandi. Þúsund þjala
smiðurinn í öllu sínu veldi.
Þér gekk vel í skólanum og varst
líka á kafi í margskonar félagslífi. Ég
einmitt kynntist þér í leiklistinni. Þú
meira og minna sást um alla sviðs-
myndina. Já og þú hannaðir líka og
bólstraðir heilan bar, mér fannst
svekkjandi hvað sást lítið í hann á
leiksýningunni. Það var alltaf gaman
í partí með þér. Þú varst meira og
minna hrókur alls fagnaðar. Trúba-
dor af lífi og sál. Oft hættir þú ekki
fyrr en allir strengir voru slitnir,
röddin orðin skræk eða partíið ein-
faldlega búið. Taktu munnhörpulag-
ið, taktu munnhörpulagið sárbændi
ég oft, … when everybody knows
what is going on, and I don’t even
know what to do, with myseeelf …;
ég heyri þig syngja og þetta lag
fannst mér þú syngja extra vel. Ég
var líka svo stolt, já, þetta er hann
Kiddi og hann er þessi hæfileikaríki
og hann er vinur minn. Við vinirnir
áttum margar virkilega góðar stund-
ir með þér. En þess væri óskandi að
þær hefðu verið fleiri á okkar fullorð-
insárum. Minningin mín af þér var,
er og mun ávallt vera ljúf.
Ég skal reyna allt sem ég get til að
hjálpa Helgu og honum Helga þín-
um, hann er svo mikill gimsteinn með
ótrúlega kímnigáfu og þroskaður
einstaklingur.
Ég geri mér grein fyrir að þér leið
verulega illa. Þú lifðir fyrir fjölskyldu
þína. En eitthvað brást. Þú sagði
kjarkinn bregðast. Ég skil en samt
skil ég bara ekki. Við erum svo ringl-
uð hérna niðri. Við getum ekki snúið
tímanum heldur unnið með honum til
að sætta okkur við að þú sért farinn.
Sá dagur mun koma að við hitt-
umst aftur og þá tökum við lagið Gro-
und control to Major Tom og fleiri
góð lög, já, það yrði ljúft.
Elsku Kiddi, ég kveð þig með
söknuði. Megir þú hvíla í friði og
megi góður guð vera með þér.
Helgu, Helga og aðstandendum
sendi ég innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Þín vinkona,
Katrín.
Þegar stórt er spurt er fátt um
svör. Laugardagskvöldið 23. febrúar
síðastliðinn fengum við þær sorgar-
fréttir, að Kristján hennar Helgu
væri farinn frá okkur. Þessar fréttir
voru okkur mikið áfall, því þó svo
hann væri maki vinkonu okkar, þá
var hann líka vinur okkar. Kristján
var þeim hæfileikum gæddur að þeg-
ar við hittum hann fyrst kom hann
fram við okkur eins og gamla góða
vini. „Munnhörpulagið“ er það fyrsta
sem kemur upp í huga okkar allra
þegar við hugsum til hans. Það er því
erfitt að ímynda sér að við eigum
ekki eftir að sjá hann spila og syngja
eins og honum einum var lagið. Í
kringum hann var alltaf gleði og kát-
ína líkt og í þau skipti er hann spilaði
í kennó, þá hreif hann alla með sér.
Elsku Kristján við viljum kveðja
þig með þessu ljóði. Minningin um
góðan dreng lifir í hjarta okkar.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku Helga, Helgi og aðrir að-
standendur. Megi góður Guð veita
ykkur styrk á þessum erfiðu tímum.
Ykkar vinir
Matthildur (Matta),
Davíð, Halldóra (Dóra)
og Rannveig (Rannsa).
Kristján Sigvaldason hefur nú
kvatt þennan heim fyrir aldur fram.
Leiðir okkar Kidda lágu saman í
fyrsta bekk Menntaskólans við Sund
og sátum við svo saman í tímum öll
fjögur árin þó að ekki værum við allt-
af saman í bekk.
Kiddi var stakt ljúfmenni og vann
hug og hjarta okkar allra. Hann var
rólyndur maður og hófsamur en
vakti strax athygli sem stuðbolti.
Hann reyndist vera liðtækur gítar-
leikari í bekkjarpartýum og spilaði
þar jafnt íslenska og franska slagara
en hann hafði alltaf áhuga á frönsku
og franskri menningu.
Seinna meir komu aðrir hæfileikar
Kidda í ljós. Hann var með eindæm-
um laghentur og smíðaði og hannaði
leikmyndir fyrir ýmsar uppákomur
nemenda í skólanum. Þar kom í ljós
að hann bjó yfir frumlegri hugsun og
hönnunarhæfileikum sem vöktu
mikla athygli innan skólans. Sérstak-
lega vakti athygli fljúgandi diskur
sem var uppistaða leikmyndar í
söngvakeppni skólans eitt árið og
hefur sviðsmyndin líklega aldrei ver-
ið glæsilegri. Þá smíðaði hann inn-
anstokksmuni fyrir aðstöðu nem-
enda. Og síðast en ekki síst tók hann
upp á því að sauma sér föt sem
gleymast seint, m.a. köflóttan ullar-
hjálm.
Kiddi var ákveðinn maður, ekki
síst þegar kom að sköpun og hönnun,
en var ávallt reiðubúinn til að ræða
málin. Hann hafði sínar eigin hug-
myndir og hikaði ekki við að leita á
móti straumi. Það var alltaf gott að
leita til hans og hann tók öllum hug-
myndum og skoðunum með opnum
huga. Síðast en ekki síst var hann
maður umtalsgóður.
Síðast hitti ég Kidda á endurfund-
um árgangsins sem útskrifaðist 1996
sem haldnir voru nú í janúar. Þar var
hann glaður og reifur og við áttum
skemmtilegar samræður. Það er með
sorg í hjarta sem við skólafélagar
Kidda úr Menntaskólanum við Sund
kveðjum þennan góða dreng. Við
minnumst hans með þakklæti og
gleði.
Katrín Jakobsdóttir.
Þetta getur ekki verið satt. Það
var það eina sem ég hugsaði þegar ég
heyrði þessi sorglegu tíðindi. Þessa
óumflýjanlegu staðreynd er erfitt að
sætta sig við. Við kynntumst Helgu
og Kristjáni eftir að við Helga byrj-
uðum í Kennaraháskólanum.
Kristján var maður sem öllum lík-
aði vel við, annað eins gæðablóð fyr-
irfinnst varla hér í þessum heimi.
Hann var eins og ferskur andblær
sem kætti og gladdi alla með nær-
veru sinni og var hreinlega tilbúinn
til að gera allt fyrir alla. Það var ekk-
ert eins skemmtilegt og að fá þau í
heimsókn og honum fylgdi alltaf
þessi mikla væntumþykja og hlýja í
garð annarra. Hann spilaði alltaf á
gítarinn sinn í öllum barnaafmælum
hjá okkur og það vakti alltaf jafn-
mikla kátínu. Ég tala nú ekki um síð-
astliðið sumar þegar hann skemmti í
afmælinu mínu. Ég man að í vinkon-
uhópnum mínum var deilt um það
daginn eftir hvort það hefði verið
hljómsveit eða ekki! Neibb, „bara“
Kristján með gítarinn sinn og munn-
hörpuna. Hann spilaði líka nokkrum
sinnum í Kennó og þar hefur sjaldan
verið eins mikil stemning og þegar
hann var þar. Hann var alveg ynd-
islegur og Helga talaði mjög oft um
það hvað hann væri góður, bæði sem
unnusti hennar og í pabbahlutverk-
inu. Helgi litli var algjör pabbastrák-
ur og er það ekkert skrýtið því hann
var alveg einstakur faðir.
Elsku Kristján, við erum svo inni-
lega þakklát fyrir að hafa fengið
tækifæri til að kynnast þér og er
minning þín ljós í lífi okkar, við
kveðjum þig með söknuð í hjarta.
Megi góður Guð varðveita þig.
Helga mín, elsku besta vinkona, og
Helgi vinur okkar, hugur okkar er
hjá ykkur, fullur af hlýju og vænt-
umþykju. Guð gefi ykkur styrk í
söknuði ykkar og sorg. Við viljum
einnig votta ykkar yndislegu fjöl-
skyldu okkar dýpstu samúð.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni,
veki þig með sól að morgni.
Hugga þú faðir, fjölskyldu hans
sem finnur ei ró í hjarta.
Blessaðu sál hins unga manns
og láttu ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni
vekja hann með sól að morgni.
Farðu í friði, vinur minn kær,
Faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær,
aldrei þér skal ég gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni,
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Ykkar vinir,
Guðrún Jóna, Þórður, Íris
Lilja og Valgeir Ingi.
Hann Kiddi er dáinn, síðustu dag-
ar hafa verið eins og vondur draumur
og ég get ekki vaknað. Ég finn svo
mikið til, þetta er ólýsanlegur sökn-
uður.
Það var alveg sama hvað hann tók
sér fyrir hendur, hann gat gert allt,
hvort sem það var að smíða, sauma
eða baka, hver man ekki eftir súkku-
laðikökunni góðu.
Kiddi var afskaplega góður faðir.
Ég man til dæmis eftir þegar fyrsti
snjórinn kom þá fór Kiddi út með
Helga og Heiðberg að hlaða snjóhús,
það fannst þeim frændum alveg
toppurinn.
Það var sama hvað maður bað
Kidda um, hann var alltaf boðinn og
búinn ef hann gat hjálpað til. Það var
ekki svo sjaldan sem hann spilaði í
partýjum hjá mér og Smára og nú
síðast í brúðkaupinu okkar.
Það verður erfitt að sætta sig við
það að þú sért farinn úr þessum
heimi, kannski til mömmu.
Elsku Helga og Helgi, megi góður
guð styrkja ykkur, við styðjum hvert
annað á þessum erfiðu tímum.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Guðmunda og Smári.
Elsku Kiddi. Okkur þótti svo vænt
um þig, þú varst alltaf svo góður við
okkur og það var svo gaman þegar
þú spilaðir og söngst með okkur, Sér-
staklega var gaman að syngja You
are my sunshine.
Elsku Helga og Helgi, við elskum
ykkur. Við biðjum góðan Guð um að
passa Kidda og vaka yfir ykkur.
Jóhanna og Helga.
KRISTJÁN
SIGVALDASON
Fleiri minningargreinar
um Kristján Sigvaldason bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.Dalshraun 13
S. 555 4477 555 4424
Erfisdrykkjur
"
#$$
!" # !
$%#
$
& '& (
$
) *
*
+ ,$- .
!" /)0
%#
&$(1
2"3
/ /0 / / /0 4
% &
'(
')
2+%-*
+5
6 7
+6
7)(
*
+
,$$
&
*
24** + # &
/ *
2 * &/)0
$&
& * &()8
9 .*
*
! *
:) $ *
/ /0 7 4
% &
')
15!2!&
+!!5
)8 (
8# ;<
. .
-
.
/
0
1
(
# :
(41 + /)0%
&( 1 2"1 .
! =1 %
& !41 , #)8 (!>8
- 0. 1 7 !4 7
4
%-!!5
.7"4.(+
2" 0?<
+ 7
)
0
/2
1" $(4
% &
2@%-
: -!+2@%-
:!!5
.7"4")
(#"
! 7
)
#
1
(
'/)
/ &( % $+ .
27) .127) . + $+
&. ! 27) .
/)A 27) . '
./0 4