Morgunblaðið - 05.03.2002, Qupperneq 42
MINNINGAR
42 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ég sendi þér kæra
kveðju,
nú komin er lífsins
nótt.
Þig umvefji blessun
og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því.
Þú laus er úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Kæra vinkona, nú þegar leiðir
skiljast er margs að minnast því 26
ár eru síðan kynni okkar hófust, en
það var í fríi á Kanaríeyjum, og mín
fyrsta utanlandsferð. Það var bæði
fróðlegt og skemmtilegt að ferðast
með ykkur Grétari, vegna þess að þú
varst mikið náttúrubarn og naust
þess í ríkum mæli að ferðast og
kanna ókunn lönd.
Annað stórt áhugamál hjá þér var
Dragháls, yndislega jörðin ykkar
GUÐBJÖRG
KRISTJÁNSDÓTTIR
✝ Guðbjörg Krist-jánsdóttir fædd-
ist á Siglufirði 6. des-
ember 1946. Hún lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 20. febrúar
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði 1. mars.
þar sem þér leið alltaf
svo vel og þar sem allir
hittust, börnin ykkar
og fjölskyldur þeirra
sem þér var svo um-
hugað um og stundum
komu börnin mín líka
og þar var oft glatt á
hjalla.
Þegar þú varst í
góðra vina hópi heyrð-
ist dillandi hlátur þinn,
sem var svo smitandi
og einnig þegar þú
sagðir mér frá ein-
hverju skemmtilegu úr
öllum ferðum þínum
um heiminn, því þú varst víðsýn og
minnug.
Við eigum óteljandi minningar frá
öllum heimsóknum okkar í Hafnar-
fjörðinn þar sem við vorum alltaf vel-
komin og erum þakklát fyrir allar
góðu samverustundirnar með þér og
fjölskyldu þinni. Mér er minnisstæð
síðasta heimsókn mín til þín núna
fyrir mánuði, þar sem þú gerðir ekki
mikið úr veikindum þínum frekar en
venjulega, en spurðir hvernig líður
þér og hvað er að frétta? Þetta varst
þú, þú sem alltaf varst tilbúin að
hjálpa öðrum að sjá björtu hliðina á
hverju máli og varst svo jákvæð al-
veg fram á síðustu stundu. Ég dáðist
að þrautseigju þinni í baráttu við
sjúkdóm sem þú varðst að lokum að
láta undan.
Elsku Gugga mín, hafðu þökk fyr-
ir allt. Guð geymi þig.
Elsku Grétar, Þórunn, Rannveig,
Sveinn Ómar og fjölskyldur. Við
vottum okkar dýpstu samúð, svo og
foreldrum og systkinum Guðbjarg-
ar.
Kær kveðja,
Hjördís og Gunnlaugur.
Við systurnar eigum margar góð-
ar minningar um Guggu og þar er
fyrst að nefna hvernig hún tók alltaf
utan um okkur, knúsaði fast og átti í
okkur hvert bein. Það var gott að
tala við Guggu, hún var svo hrein-
skilin, snögg til svars og hafði þann
kost til að bera að hún kunni að
hrósa fólki. Henni er best lýst í orð-
um Gunnlaugs Darra þegar hann
sagði „Hún var svo góð“. Það segir
allt sem þarf.
Blessuð sé minning hennar.
Grétari, Þórunni, Rannveigu,
Sveini Ómari og fjölskyldum færum
við okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
María Sif, Inga Bára,
Guðný Rut og Íris Björk.
Sérhvert ljós um lífsins nótt,
hugsvölun í hverjum þrautum,
hverja gleði’ á lífsins brautum,
sérhvert lán og gæðagnótt,
allt hið fagra’, er augað lítur,
andinn hvað sem dýrðlegt veit,
alla sælu’, er hjartað hlýtur,
Herra, skóp þín elskan heit.
(Þýð. Stef. Thor.)
Í dag kveðjum við góða vinkonu,
Guðbjörgu Kristjánsdóttur eða
Guggu eins og við kölluðum hana.
Ég kynntist þessari stórkostlegu
konu þegar hún kom til Gautaborg-
ar með vin þeirra hjóna sem var á
leiðinni í lungnaskipti. Hún dvaldist
þar í á annað ár, burtu frá fjöl-
skyldu sinni. Hún var mér sem
móðir og börnum mínum sem
amma. Alltaf var gott að leita til
hennar, sama hvað var. Hún var
kona með stórt gullhjarta.
Með þessum fáu orðum vil ég
minnast góðrar vinkonu.
Elsku Grétar og fjölskylda, megi
góður guð styrkja ykkur á þessari
erfiðu stundu.
Gyða Marvinsdóttir.
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dög-
um fyrir birtingardag. Berist
grein eftir að skilafrestur er
útrunninn eða eftir að útför
hefur farið fram, er ekki unnt
að lofa ákveðnum birtingar-
degi. Þar sem pláss er tak-
markað getur þurft að fresta
birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna
skilafrests.
Skilafrestur
minning-
argreina
6)
+&2&2!!!5 & )(
8 "
0
!7 # 8 4
% &
-
+: +&+!B+
# (
8
1
(
-4!C#( , (
-4!C#( & # !C#(
:-4!C#( , / 4!C#(
1&
/ /0 / / /0 4
')
'
'
++1-%-!!5
*
0
1
(
I #
$
4
-
&*)0, ( B C & J
&( &%# 4
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
!& E
!!5 ! # ((<K
7)"$
-
.
/
8
& 8 *)0 , *)0
*A *)0
& '*)0*)0
& *)0 * 4
&H!
-
+:!!5
.7"4. #)8
) (/L 7)"$
!8M
&/L
242
)
! &$ &)
)0$&$ &7 .&
/ /0 / / / 4
% &
!
!& E 5E+
%-+!!5 & $;;
!8
)
0+ '
)
"
#$$
(.$%
%# 9 .! 2 !
+( $! !( &(
/ /0 / / /0 4
)
!
)
2E9&9!!- (<N/
2 0(
"
#$$
2 !/)0
% + 2 !
&/)0! 2
1 # 2 &/ 2 1
'!.2 !" .
/ /0 0((/0 4
% &
')
15!29 *%++!5 (/"
-
.
/
#
/2
% $ &( 1 L
*) & 4
)
)
2E,2&!A2!- .8
+/ O
"$
8
3
!
"
#$$
% &
& '& +
! .8 !" /)0 (
/)0& $(
:&
0((/0 0((/0 4