Morgunblaðið - 05.03.2002, Síða 53

Morgunblaðið - 05.03.2002, Síða 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 53 02. 03. 2002 2 1 8 8 2 2 5 7 8 0 7 11 18 28 32 38Trefaldur1. vinningur í næstu viku 27. 02. 2002 5 10 22 25 32 41 34 44 1. vinningur för til Noregs. Leyndarmálið er LONGCILEXTENDER! 40% lengri augnhár Þú getur fengið löng og falleg augnhár á augabragði með Longcilextender. Notað með uppáhalds maskaranum þínum eða með Longcilmatic maskaranum frá Longcils Boncza. Árangurinn er glæsilegt útlit. Longcils Boncza Paris Fína Mosfellsbær Umboðsaðili ÝMUS ehf. Ylur Hvolsvöllur Skráning er í síma 565-9500 Síðustu hraðlestrarnámskeiðin.. Viltu margfalda afköst í námi? Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? Síðustu hraðlestrarnámskeið vetrarins hefjast þriðjudaginn 5. mars og fimmtudaginn 7. mars. Skráðu þig strax. HRAÐLESTRARSKÓLINN w w w. h r a d l e s t r a r s k o l i n n . i s The Makeup Þorðu að skína skært með nýju vor- og sumarlitunum frá Shiseido · Kremaðir augnskuggar 6 litir · Gloss með svampi 6 litir · Kremaðir kinnalitir 4 litir · Naglalökk 2 litir · Nýr rakafarði 8 litir - Hydro Liquid Compact Kynningar verða í eftirtöldum verslunum Bylgjan Hamraborg Kópavogi. 5. 6. og 7. mars Hygea Kringlunni. 8. og 9. mars Sigurboginn Laugavegi 80. 15 og 16 mars Hygea Smáralind. 22. og 23. mars Flott snyrtitaska fylgir kaupum á förðunarvörum. Hægt er að hringja og panta tíma í förðun. ESKOBAR er ein af þessum við- kunnanlegu popp/rokksveitum sem ná hvorki að æra mann né æsa. Þ.e. þeir eru langt frá því að koma hjart- anu í rallígírinn en eru líka óravegu frá því að vera arfaslakir. Sveitin fellur einhvers staðar miðja vegu þarna á milli. Ég væri vondur að segja þetta miðju- moð því það er alls ekki svo. Platan er meira svona eins og hægláti strák- urinn sem sat aftarlega í grunn- skólastofunni; með vinalegt bros á vörum, sagði ekkert og var vel liðinn af öllum. En gaf að sama skapi lítið af sér. Tónlistin flokkast sem síð-Radio- headrokk. Falsettusöngurinn því á sínum stað og framsæknin er í hæfi- legu magni, blönduð melódískum viðlögum og krókum. Suede, Kent og Coldplay eru allt nöfn sem manni dettur í hug hér. Tónlistin liggur líka nokkuð nálægt Geneva, Bluetones og þessum annars flokks Breta- poppsböndum; leið staðreynd sem er stóri akkilesarhællinn hérna. Einnig mætti segja að hér væri komin popp- uð, gerilsneydd útgáfa af okkar eigin hetjum, Maus, og önnur íslensk sveit, hin glænýja Leaves, kíkir og í kollinn hjá manni. Platan er faglega unnin; hljómur þægilegur; án þess þó að vera of áreynslulaus. Lagasmíðarnar eru flestar áþekkar. Vel meint og heiðarleg plata; ágætt áhlustunar en um leið líka nokkuð nálægt „gleymsku“-mörkun- um.  Tónlist Þægilegt og þægt Eskobar There’s Only Now V2 Music Scandinavia Dreymið og melódískt popprokk frá Svíþjóð Arnar Eggert Thoroddsen Á FÖSTUDAGINN flutti Hitt húsið, sem gegnt hefur hlutverki menn- ingar- og upplýsingamiðstöðvar ungs fólks allt síðan 1991, starf- semi sína í Póst- hússtræti 3–5. Af því tilefni var far- ið fylktu liði frá gömlu híbýlunum í Aðalstræri að þeim nýju, með kyndla og kátlegt skap í nest- ismalnum. Í nýjum og glæsilegum húsakosti var svo brugðið á leik; Andromeduhópurinn dansaði, sönghópurinn Blikandi stjörnur skein skært og taktrímnamaðurinn Sesar A lék við hvern sinn fingur. Morgunblaðið/Jim Smart Ekki þótti tækt annað en að klæða sig upp á af tilefninu! Borgarstýran lét sig að sjálf- sögðu ekki vanta. „Hefjum blysin á loft…“ Hitt húsið flytur Blysför að bústað nýjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.