Morgunblaðið - 05.03.2002, Side 54

Morgunblaðið - 05.03.2002, Side 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ BARRY Adamson er giskavænn dægurtónlistarfiskur.Þessi hægláti Breti hóf fer- ilinn á pönktímanum með sveitinni Magazine, sem leidd var af Howard Devoto, forsprakka miklum hvað frumpönk varðar. Síðar gekk hann svo til liðs við Nick Cave og lék með honum á fyrstu plötum hans, sem hluti af sveitinni Bad Seeds. Einherjaferill Adamsons hefur einkennst af öllu tilraunakenndari tónlist. Hann er hugfanginn af kvik- myndatónlist og stórkörlum á því sviðinu eins og Morricone og Barry. Fyrsta plata hans, Moss Side Story (’89), ber sterk einkenni þessa; ósungin tónlist við ímyndaða kvik- mynd. Þá hefur hann fengið mikið lof fyrir plötur sínar Oedipus Schmoedipus (’96) og As Above, So Below (’98). Einnig hefur hann svo samið tónlist við nokkrar „alvöru“ kvikmyndir eins og Delusion, Gas Food Lodging og Lost Highway. Tilurð Motorlab#3 er sú að for- stöðumenn Tilraunaeldhússins settu sig í samband við Adamson og spurðu hvort hann væri ekki til í samstarf með íslenskum listamönn- um og finnska rafdúettinum Pan So- nic. „Motorlab“ er einmitt enskt heiti „Óvæntra bólfélaga“, tónlistar- viðburða sem fóru fram hérlendis og voru ætlaðir sem vettvangur fyrir ólíka listamenn til að skapa eitthvað nýtt. Niðurstaða þessa er framþróað kórverk, „The Hymn of the 7th Ill- usion“, þar sem Adamson, Pan Son- ic, Hljómeyki og Hafler Trio leggj- ast á eitt við athyglisverða seiðmögnun. Tengsl kvikmynda og tónlistar Adamson kom til landsins á sínum tíma og vann þá að verkinu með Pan Sonic og öðrum þeim sem að því koma. Veitti hann þá góðfúslega stutt viðtal. Hvernig líkar þér nú að ræða við fjölmiðla um verk þín? „Ég tel það nú bara afar nauðsyn- legt. Það hjálpar upp á skilning á því sem maður er að gera. Sumar spurn- ingar eru þó þreytandi – eins og t.d. af hverju ég hafi ekki verið í Nick Cave and the Bad Seeds í fimmtán ár (hæðnishlátur).“ Og nú ertu kominn hingað til Ís- lands … „Já. Ég er hingað kominn til að vinna með íslenska kórnum. Þetta verkefni er ansi spennandi verð ég að viðurkenna. Ég hef nokkra reynslu af því að vinna með hin og þessi hljóðfæri og hef unnið áður með kórum. Mig grunar að þau (þ.e. Tilraunaeldhúsið) hafi falast eftir kröftum mínum vegna þessa. Ég hef t.a.m. pælt mikið í því hvernig Morricone notar kóra til að koma ákveðnum hughrifum til skila.“ Þú byrjaðir ferilinn sem bassa- leikari í Magazine. Hvernig hefurðu hagað málum sem einyrki? Leika öll hljóðfæri í höndum þínum eða … „Jaaa … í sumum tilfellum hef ég samband við fólk sem ég tel að hæfi vel einhverju ákveðnu verkefni sem ég er að vinna að. Og stundum vil ég fá aðila sem ég veit að eru til muna fimari en ég á eitthvert ákveðið hljóðfæri. Þetta fer í raun allt eftir viðfangsefnunum. Nú er ég farinn að syngja meira og færa mig svolítið frá jaðrinum. Í upphafi var ég að reyna að miðla kvikmyndinni og tungumáli hennar í gegnum tónlist. Ég var í raun að skoða hve nálægt kvikmynd- inni tónlistin getur legið. Síðan hefur þetta þróast í gegnum árin. Ég myndi segja að mín tónlist væri enn nokkuð kvikmyndavæn – en kannski aðgengilegri en oft áður.“ Ergelsi Og svo hefur þú samið tónlist við raunverulegar kvikmyndir. „Já. Ég var mjög upp með mér að fá tækifæri til að vinna kvikmynda- tónlist. Fyrsta myndin sem ég vann við heitir Delusion (’91). Ef ég hefði viljað hefði ég getað farið á fullt í þannig vinnu en mér finnst mjög gott að skipta tímanum á milli kvik- myndatónlistar og „eigin“ tónlistar.“ Hvernig líkar þér að vinna svona „lausavinnu“? „Þetta gengur alveg. Ég veit ekki alveg hvernig en það gerir það samt. Eftir ákveðinn tíma virðist sem munstur taki að myndast. Verkefnin koma reglulega og ósjálfrátt að því er virðist. Í tvo mánuði er kannski rólegt en maður verður bara að treysta á að hlutirnir fari síðan aftur í gang.“ Að lokum – og vonandi ertu ekki orðinn þreyttur á þessari spurningu – hvernig var að vera þátttakandi í pönkbyltingunni á Bretlandi? Þú varst í innsta hring þarna í Man- chester sem gaf af sér þungavigt- arsveitir eins og Buzzcocks, Joy Division og The Fall. „Þetta var mjög spennandi verður að viðurkennast. Maður fann alveg að það var eitthvað í gangi hjá þeirri kynslóð sem maður tilheyrir. Við fundum til samhygðar og vorum öll full sjálfstrausts. Eftir á að hyggja átti tónlistin sem slík ekkert það mikið sameiginlegt – þetta hafði meira að gera með viðhorfið og and- rúmið í kringum okkur. Það var heil- mikið ergelsi í gangi á þessum tíma.“ Blekking; blekking Þriðji Motorlab-diskurinn hefur farið sig- urför um neðanjarðarheima að undanförnu. Á meðal þátttakenda þar er breski tónlist- armaðurinn Barry Adamson og sagði hann Arnari Eggerti Thoroddsen upp og ofan af því verkefni og ýmsu öðru um leið. Morgunblaðið/Jim Smart Barry Adamson. Gestakokkur hjá Tilraunaeldhúsinu. arnart@mbl.is Tilraun um Barry Adamson EINS og áður hefur verið greint frá í blaðinu hafa Tilraunaeldhúsið og tónvæn matseld þess vakið eftirtekt að undanförnu á erlendri grundu. Hinn 23. nóvember birtist á síðum þessum frétt þess efnis að Motorlab #3-diskinum væri nú dreift í þrem- ur heimsálfum og seldist í þús- undaupplagi. Þá var platan valin „neðanjarðarplata“ mánaðarins í febrúarhefti hins virta tónlistar- tímarits Mojo. Einnig hefur tímarit- ið Wire, sem er helsti fagmiðillinn um tilraunakennda tónlist, tekið eldhúsið og íslenska tónlist almennt upp á arma sína. Tölublað 215, þ.e. janúarheftið, innheldur væna um- fjöllun um íslenska tilraunatónlist auk þess sem Motorlab-diskurinn fær góða dóma. Þá fylgir með blaðinu safndiskur þar sem er að finna stutta útgáfu af „Helvítis gít- arsinfóníunni“ sem er á Nart Nibbl- es, safndiski sem Tilraunaeldhúsið gaf út í haust. Útrás eld- hússins Íslensk tilraunatónlist vekur athygli erlendis LEIKRITIÐ um þá bræður, Jón Odd og Jón Bjarna, var frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu á laugardag. Leikgerð- ina ritaði höfundurinn, Guðrún Helgadóttir, upp úr bókunum um þá bræður, sem eru uppátækjasamir með afbrigðum og stundum dálítið seinheppnir. Áhorfendur í salnum höfðu áreiðanlega margir kynnst þeim bræðrum af lestri bókanna um þá og tóku ömmu Dreka og afa Kor- máki eins og gömlum vinum. Uppátæki bræðra í Þjóðleikhúsinu Morgunblaðið/Sverrir Leikurum var klappað lof í lófa að frumsýningu lokinni. Frumsýningunni var fagnað með veglegri tertu sem höfundurinn Guðrún Helgadóttir og leikstjórinn Þórhallur Sigurðsson sneiddu ofan í piltana fjóra sem leika Jón Odd og Jón Bjarna, þá Sigurbjörn Atlason, Benedikt Clausen, Matthías Sigur- björnsson og Andra Má Birgisson. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri óskar Guðrúnu Helgadóttur, höf- undi bókanna og leikritsins um Jón Odd og Jón Bjarna, til hamingju að lok- inni frumsýningu. Rómantísk frá fæðingu (Born Romantic) Rómantísk gamanmynd Bretland, 2000. Skífan VHS. (97 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn og hand- rit: David Kane. Aðalhlutverk: Ian Hart, Craig Ferguson og Catherine McCor- mack. FJÖLMARGIR handritshöfund- ar hafa oft og tíðum notfært sér þann möguleika að skrifa ekki að- eins rómantíska gamanmynd, held- ur flétta inn í sög- una suðrænni danssveiflu, sem er til þess fallin að grípa áhorfandann með sér og ljá sög- unni meira krydd. Myndir af þessu tagi hafa reyndar streymt á mynd- bandamarkaðinn hérlendis frá hin- um ýmsu þjóðlöndum og stöðum í heiminum. Sem dæmi um þessa dansmyndaflóru má nefna frönsku myndina Salsa sem út kom í síðasta mánuði, Mad about Mambo sem segir frá írskum turtildúfum í mambósveiflu og hina bandarísku Dance With Me en þar fer hin þokkafulla Vanessa Williams mik- inn sem vonglöð dansmey, dyggi- lega studd hinum fima Puerto Rico búa Chayenne. Allar ofantaldar myndir höfðu nokkurn veginn sama söguþráð, þar sem úrlausn ástar- flækjunnar átti sér stað á dansgólfi, í mikilli og viðburðaríkri dans- keppni, og oftar en ekki var end- irinn í farsælla lagi. Myndin sem hér um ræðir, Born Romantic, nálgast þó samblöndun ástar og dans á öllu léttari og óhefðbundnari nótum, og gerir dá- lítið grín að öllu saman. Fyrst og fremst er þetta þó kæruleysislega skrifuð kvikmynd, þar sem hand- ritshöfundurinn virðist hafa haft fremur óljós markmið en ákveðið að spinna eitthvað í kringum tilhugalíf og fastagesti á salsabar í London. Þannig á kvikmyndin nokkra góða spretti og er Adrian Lestar bara ansi eftirminnilegur í hlutverki djúpviturs leigubílstjóra. Að öðru leyti er hér um að ræða fremur ófrumlega gamanmynd, sem er ágæt til afþreyingar en ekki til mik- ils meira. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Enn um ást og dans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.