Morgunblaðið - 07.03.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.03.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ FÁ dæmi eru þess í ís- lenskri réttarsögu að kveðnir hafi verið upp dómar vegna brota á ákvæðum almennra hegningarlaga um mút- ur og mútuþægni, skv. upplýsingum Róberts Ragnars Spanó, að- júnkts við lagadeild Há- skóla Íslands. Í tilkynn- ingu efnahagsbrota- deildar Ríkislögreglu- stjóra um lok rann- sóknar á máli Árna Johnsen og fleiri aðila, kemur fram að meðal ætlaðra brota eru tilvik sem talin eru geta varðað við 109. og 128. grein almennra hegningarlaga nr. 19 frá 1940 um mútur. Fjórir refsidómar í Hæstarétti um mútur ,,Það hefur ekki oft reynt á þetta ákvæði eftir gildistöku hegningarlag- anna frá 1940,“ segir Róbert en hon- um er þó kunnugt um fjóra refsidóma, sem fallið hafa í Hæstarétti þar sem dæmt var á grundvelli 128. gr. hegningarlaganna. Í greininni segir að opin- ber starfsmaður sem heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðr- um ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sam- bandi við framkvæmd starfa síns, skuli sæta fangelsi allt að 6 árum, eða sektum, ef máls- bætur eru. 109. grein kveður hins vegar á um refsiábyrgð manns sem afhendir op- inberum starfsmanni mútur eða ein- hvers konar fjármuni til að fá hann til að gera eitthvað eða láta ógert, sem tengist opinberum skyldum hans. Elsti Hæstaréttardómurinn er frá árinu 1944 en skv. honum var starfs- maður í þjónustu Reykjavíkurborg- ar, sem annaðist úthlutun skömmt- unarseðla, fundinn sekur um að draga sér seðla og selja þá gegn fé- gjaldi. Mútuþægni tollvarða Í öðrum dómi Hæstaréttar frá 1952 var starfsmaður, sem hafði á hendi gæslu og stjórn Framkvæmda- sjóðs Ríkisútvarpsins, fundinn sekur um að hafa tekið sér lántökugjald, sem hann átti ekki tilkall til, og var hann dæmdur til sektargreiðslu. Að sögn Róberts féll einnig dómur í Hæstarétti árið 1986 er varðaði mútuþægni tollvarða og árið 1994 hlaut fyrrverandi sýslumaður á Siglufirði dóm í Hæstarétti, m.a. á grundvelli 128. greinar, fyrir að draga sér þóknun fyrir uppboðsað- gerðir. Dómurinn byggðist á að fleiri refsiákvæði laga hefðu verið brotin en maðurinn var dæmdur í skilorðs- bundið varðhald og til að greiða fé- sekt. Að sögn Róberts eru umrædd lagaákvæði hegningarlaganna efnis- lega sambærileg við ákvæði í dönsku hegningarlögunum um mútur. ,,Þau hafa staðist tímans tönn og eru til- tölulega vel úr garði gerð,“ segir hann. Varasamt að draga almennar ályktanir um refsingar Hann tók þó fram að dómafor- dæmin þar sem reynt hefur á laga- ákvæði um mútur væru fá og sumir umræddra dóma frá gamalli tíð. Því væri mjög erfitt að draga einhverjar almennar ályktanir út frá þeim um hugsanlega refisidóma ef svo færi að mál Árna Johnsen sætti ákæru og dómi. ,,Það fer líka að miklu leyti eft- ir eðli og umfangi þeirra fjárhæða sem um er að ræða, sem ekki hafa komið í ljós ennþá,“ sagði hann. Ekki víst að öll tilvikin verði rakin til Árna Johnsen Í tilkynningu efnahagsbrotadeild- ar kemur fram að brot þau sem rík- issaksóknara eru gerð grein fyrir eru talin geta varðað ýmis fleiri ákvæði hegningarlaga, m.a. um fjársvik og fjárdrátt, auk annarra laga. Róbert Ragnar bendir á að ekki sé hægt að draga neinar ályktanir af þeim upp- lýsingum sem komið hafa fram um hugsanlegar lyktir þessara mála. ,,Það verður einnig að hafa í huga að þrátt fyrir að talað sé um 32 tilvik [meintrar regsiverðrar háttsemi], þá hafa 12 einstaklingar fengið réttar- stöðu sakaðra manna, að meðtöldum Árna Johnsen, og það verður ekki séð af þessari lýsingu hvað mörg þessara tilvika verða rakin til Árna Johnsen sjálfs,“ sagði hann. Róbert Ragnar Spanó, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands Fáir dómar hafa fall- ið um mútuþægni Róbert R. Spanó SKELJUNGUR hf. hefur að svo stöddu ekki tekið ákvörðun um hvort beðið verður um fund með Sam- keppnisstofnun, að sögn Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs. „Mér finnst vanta á að Samkeppn- isstofnun upplýsi það fyrir okkur hvaða mál það eru sem þeir eru sér- staklega að rannsaka. Það hefur bara ekkert komið fram,“ sagði Kristinn í samtali við Morgunblaðið, en á þriðjudag komu fram skilyrði Samkeppnisstofnunar vegna erindis Olíufélagsins hf. um samstarf við stofnunina til að upplýsa meint brot félagsins á samkeppnislögum. Kristinn sagði að sér fyndist mjög furðulegt að það mætti fylgjast með þessum samskiptum Samkeppnis- stofnunar við hin olíufélögin á síðum dagblaðanna. Þar mætti lesa sér til um hver væru þau skilyrði sem fé- lögin þyrftu enn að uppfylla. Engin afstaða lægi fyrir hjá félaginu í þeim efnum og það teldi enn að það væri forgangsmál að fá niðurstöðu í það mál sem liggur fyrir til úrlausnar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur varðandi framgöngu Samkeppnisstofnunar hvað snertir haldlagningu gagna hjá olíufélögunum. Kristinn bætti því við að félagið væri að sjálfsögðu reiðubúið, eins og hann hefði áður sagt, að aðstoða og svara fyrirspurn- um Samkeppnisstofnunar eftir bestu samvisku. Fundur á næstunni Ekki hefur verið ákveðinn fundur með Olíuverslun Íslands og Sam- keppnisstofnun en félagið hefur ósk- að eftir fundi með stofnuninni. Búist er við að fundað verði með félaginu á næstunni, samkvæmt upplýsingum Samkeppnisstofnunar. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs Vantar á að Samkeppn- isstofnun upplýsi okkur KARLMAÐUR var fluttur á Heilsu- gæsluna á Ólafsvík á þriðjudag eft- ir að bifreið var ekið á hann við Bú- landshöfða á vestanverðum Snæ- fellsnesvegi. Hann fékk að fara heim að lokinni læknisskoðun. Til- drögin voru þau að maðurinn hafði fest bifreið sína á veginum og fékk aðstoð ökumanns annarrar bifreið- ar til að losa sig. Á meðan mað- urinn athafnaði sig kom bifreið út úr snjókófi og lenti á manninum og bifreiðunum tveimur. Talsverðar skemmdir urðu á ökutækjunum en öll voru þau þó ökufær á eftir. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Varð fyrir bíl á Snæ- fellsnesvegi ÁTTA dómarar í Hæstarétti hafa sagt sig frá dómsmáli sem flutt var í réttinum í gær, en þeir bera fyrir sig vanhæfi. Málið snýst um meint brot Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstarétt- arlögmanns gegn friðhelgi stúlku sem kærði föður sinn fyrir kynferð- islega misnotkun, en maðurinn var í Hæstarétti sýknaður af ásökunum stúlkunnar. Eftir að Hæstiréttur sýknaði manninn af ásökunum um kynferð- islega misnotkun urðu miklar um- ræður um dóminn. Jón Steinar, sem var lögmaður mannsins, tók þátt í umræðum um málið haustið 1999. Hann flutti m.a. útvarpserindi um það. Í framhaldi af því höfðaði stúlk- an mál gegn lögmanninum, en hún taldi að hann hefði brotið gegn frið- helgi hennar með ummælum sem hann lét falla um málið. Stefnda óheimilt að skýra frá öðru en dómsendurritum Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Jón Steinar hefði brotið gegn friðhelgi stúlkunn- ar. Var Jóni Steinari gert að greiða henni 100 þúsund krónur, auk 400 þúsund króna í málskostnað. Í nið- urstöðu dómsins sagði: „Stefnda, Jóni Steinari, var því í umfjöllun sinni óheimilt að skýra frá öðru sem fram kom undir rekstri málsins en því sem fram kemur í dómsendurrit- um.“ Jón Steinar áfrýjaði þessum dómi til Hæstaréttar. Þurfa ekki að gefa upp ástæðu fyrir vanhæfi Aðeins einn af dómurum Hæsta- réttar dæmir í málinu, en hinir átta úrskurðuðu sig vanhæfa til að fjalla um málið. Málið dæma því Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari, Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður, Helgi I. Jónsson héraðsdómari, Jón- atan Þórmundsson prófessor og Ingveldur Einarsdóttir dómstjóri. Sigrún Guðmundsdóttir, skrif- stofustjóri Hæstaréttar, sagði að átta dómarar í Hæstarétti hefðu sagt sig frá málinu. Hún sagði að þeir þyrftu ekki að gefa upp ástæðu fyrir vænhæfi. Þess má geta að fjórir þeirra dóm- ara sem sögðu sig frá málinu dæmdu í máli mannsins sem sakaður var um kynferðisbrot gegn dóttur sinni þeg- ar það kom fyrir Hæstarétt árið 1999. Þrír af fimm dómurum, sem dæmdu í málinu, töldu að sýkna ætti manninn. Hæstiréttur fjallar um meint brot lögmanns gegn friðhelgi Átta dómarar úrskurðuðu sig vanhæfa RÍKISSJÓÐUR keypti í gær hluta- bréf í Símanum á tilboðsmarkaði VÞÍ fyrir ríflega 471 milljón króna. Fjárfestum í hlutafjárútboði Símans sl. haust var á þriðjudag boðið að selja ríkissjóði bréf sín enda hefur einkavæðingu félagsins verið slegið á frest. Viðskiptin í gær voru 44 tals- ins og fóru fram á úboðsgenginu 5,75. Það verð stendur til boða fram að aðalfundi Símans á mánudag en lækkar þá væntanlega í 5,63 vegna arðgreiðslna til hluthafa. Ríkið kaupir hlutabréf í Símanum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.