Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FJÁRMÁLARÁÐHERRA og land-
búnaðarráðherra, fyrir hönd ríkis-
sjóðs, hafa endurnýjað samning við
Bændasamtök Íslands um verkefni
samkvæmt búnaðarlögum frá 1998 og
framlög ríkisins til þeirra á árunum
2003 til 2007. Samningurinn var und-
irritaður á Búnaðarþingi á Hótel
Sögu í gær. Framlög ríkisins á tíma-
bilinu nema alls rúmum 2,8 milljörð-
um króna, eða á bilinu 555 til 570
milljónir ár hvert. Landbúnaðarráðu-
neytið mun hafa eftirlit með fram-
kvæmd samningsins en Bændasam-
tökin annast ráðstöfun fjármunanna.
Samkvæmt búnaðarlögum á land-
búnaðarráðherra að gera samning við
Bændasamtökin til fimm ára í senn
um verkefni samkvæmt lögunum og
framlög til þeirra. Samninginn þarf
að endurskoða og framlengja annað
hvert ár. Fyrst var gerður samningur
sem þessi árið 1999. Framlögin eiga
að renna til verkefna á sviði leiðbein-
ingarstarfsemi, búfjárræktar, þróun-
arverkefna og jarðabóta á lögbýlum
og til Framleiðnisjóðs landbúnaðar-
ins, annars vegar vegna atvinnuupp-
byggingar í sveitum og hins vegar
vegna sölu- og markaðsstarfs á ís-
lenskum landbúnaðarafurðum.
Framlög ríkisins miðast einkum við
stuðning við þróunarverkefni og önn-
ur verkefni sem talin eru „stuðla að
framförum í íslenskri búvörufram-
leiðslu og aukinni hagkvæmni í bú-
rekstri með það að markmiði að
styrkja samkeppnishæfni landbúnað-
ar og efla hag bænda“, líkt og segir í
tilkynningu frá landbúnaðarráðu-
neytinu. Meðal annars á að leggja
áherslu á aukna afurðasemi, innlenda
fóðuröflun og fóðurnýtingu, betra
starfsumhverfi bænda, verndun um-
hverfisins, bætta nýtingu landgæða,
aukin gæði framleiðslunnar og vel-
ferð búfjár.
Mestu fjármagni verður varið til
leiðbeiningarstarfsemi, eða 1,1 millj-
arði. Til Framleiðnisjóðs landbúnað-
arins fara 927 milljónir og þar af 802
milljónir vegna atvinnuuppbyggingar
í sveitum, sem búnaðarlög skylda
sjóðinn til að styrkja, og 125 milljónir
eiga að fara í markaðsstarf við sölu á
íslenskum landbúnaðarafurðum er-
lendis, eða 25 milljónir á ári. Áhersla
verður lögð á sölu afurða undir
merkjum hollustu, hreinleika og
gæða. Þetta er nýmæli hjá sjóðnum
og markmiðið að fylgja eftir þeim ár-
angri sem verkefnið Áform – átaks-
verkefni hefur náð, en því lýkur um
næstu áramót.
Til þróunarverkefna og jarðabóta á
lögbýlum eiga að fara 445 milljónir á
samningstímanum og 335 milljónir í
verkefni tengd búfjárrækt. Dreifast
framlögin nokkurn veginn jafnt niður
á árin fimm.
Mikilvægur samningur fyrir
bændur og landbúnaðinn í heild
Ari Teitsson, formaður Bænda-
samtakanna, sagði að lokinni undir-
skrift að samningurinn væri mjög
mikilvægur fyrir bændur. Þakkaði
hann ráðherrunum fyrir það traust
sem ríkisstjórnin sýndi landbúnaðin-
um. Ari sagði að samningurinn
tryggði rekstraröryggi í þjónustu-
störfum fyrir landbúnaðinn og stuðl-
aði að aukinni samkeppnishæfni hans.
Samningurinn tryggði landbúnaðin-
um ennfremur lengra öryggi en áður.
Því næst tóku ráðherrarnir til máls
og óskuðu þeir bændum til hamingju
með samninginn. Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra sagði samning-
inn marka framtíð greinarinnar á
mörgum sviðum.
„Það er mikilvægt hlutverk og
vandasamt að vera bóndi. Hann rekur
fyrirtæki í náttúru landsins. Þar þarf
hæfileikafólk til starfa sem á að eiga
aðgang að færustu vísindamönnum.
Mistök í náttúru landsins verða ekki
aftur tekin. Því er það eðlilegt að rík-
isvaldið komi að þessum undirstöðu-
atvinnuvegi með þeim hætti sem hér
er gert,“ sagði Guðni.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
sagði að bæði ríkissjóður og bændur
mættu vel við una, samningurinn
tryggði bændum ákveðið öryggi í sín-
um rekstri til lengri tíma en áður. Það
væri mikilvægt á viðsjárverðum tím-
um.
„Ég vona að samningurinn verði
hér eftir sem hingað til vottur um
prýðilegt samstarf og þá þróun sem á
sér stað í ykkar mikilvægu atvinnu-
grein. Menn munu áfram taka hönd-
um saman um að efla og treysta bú-
fjárframleiðsluna í landinu, eins og
vera ber,“ sagði Geir og beindi orðum
sínum til fjölmargra fulltrúa bænda á
Búnaðarþingi sem voru viðstaddir
samningsundirskriftina.
Ríkið endurnýjar samning við Bændasamtök Íslands um stuðning
Samið um 2,8 milljarða
framlög til ársins 2007
Markaðsstarf á
að styrkja um
125 milljónir
!"#
!$"#
%&"#
'!&"#
&"#
"&
!("&
$#"#
'!#"#
&"#
'%"&
!!"&
$#"#
'!#"#
&"#
'%"&
!!"&
$#"#
'!#"#
&"#
)
*+*)
*
*,
'("&
!&"&
$#"#
'&("#
&"#
!""#
Morgunblaðið/Sverrir
Létt var yfir Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Guðna Ágústssyni
landbúnaðarráðherra þegar þeir skrifuðu undir samninginn.
MESTAR umræður urðu um kjara-
mál og skipulagsmál á aðalfundi Fé-
lags grunnskólakennara sem verður
fram haldið í dag. Guðrún Ebba
Ólafsdóttir lætur af störfum for-
manns en þau Finnbogi Sigurðsson,
varaformaður félagsins, og Agla Ást-
björnsdóttir, sem sæti á í samninga-
nefnd þess, hafa boðið sig fram til
formennsku.
Að sögn Guðrúnar verða væntan-
lega ekki gerðar stórvægilegar
breytingar á lögum félagsins. Þá hafi
verið líflegar umræður um fram-
boðsmál og uppstillingu en kjósa á
nýja stjórn og nýjan formann í dag.
„Í kennarasambandinu gamla var
alltaf stillt upp en það á ekki að gera
núna. Allir geta gefið kost á sér og
síðan verður einfaldlega kosið um þá.
Þetta er breytt og mun lýðræðislegri
vinnubrögð en áður. Fyrst verður
formaður kosinn og atkvæði talin,
síðan verða kosnir fjórir meðstjórn-
endur til þriggja ára og atkvæði talin
þannig að þeir sem ekki ná kjöri geti
gefið kost á sér í varastjórn.“
Aðspurð um kjaramálin segir
Guðrún Ebba að þegar eigi sér stað
kerfisbreyting eins og reyndin sé hjá
kennurum komi hækkunin mjög
misjafnlega út milli manna. „Með
samningum jókst launamunur yngri
og eldri kennara. Síðan höfum við
rætt mikið um framkvæmd samn-
ingsins. Nú hefur svo margt verið
fært út í skólana sjálfa. Skólastjórar
hafa miklu meira um vinnutíma og
launakjör kennara að segja en áður.
Okkur finnst að sveitarfélögin hafi
ekki staðið sig í því að styðja við bak-
ið á skólastjórunum og fylgja fram-
kvæmd samningsins eftir. Þá hafa
Félag grunnskólakennara og Skóla-
stjórafélag Íslands ekki verið nægi-
lega samstiga í túlkun en það hefur
aftur skapað nokkra spennu í skól-
unum.“
Aðspurð segist Guðrún Ebba hafa
starfað hjá kennarasamtökunum í
ellefu ár og hún telji sig skila góðu
búi. Hún hlakki til þess að takast á
við ný verkefni.
Aðalfundur Félags grunnskólakennara hófst í gær
Kjara- og skipulagsmál
aðallega í brennidepli
Morgunblaðið/Ásdís
Fulltrúarnir 92 munu kjósa beint um formannsframbjóðendur í dag.
ÁRSSKÝRSLA Framleiðnisjóðs
landbúnaðarins fyrir árið 2001 hef-
ur verið lögð fram og kynnt á Bún-
aðarþingi.
Samkvæmt henni námu framlög
úr sjóðnum og samningsbundnar
greiðslur rúmum 309 milljónum
króna á síðasta ári.
Þar af er framlag ríkisins til loð-
dýraræktar upp á 44 milljónir.
Alls bárust sjóðnum 206 erindi í
fyrra, þar af 43 umsóknir vegna at-
vinnueflingar og nýsköpunar á bú-
jörðum og 163 erindi töldust al-
mennar umsóknir um nýbreytni á
sviði landbúnaðar.
Þetta eru færri umsóknir en áður
en upphæðir þeirra eru þó meiri
samanlagt en sést hefur. Stjórn
sjóðsins afgreiddi 167 erindi með
fyrirheit um fjárstuðning en árið
áður var sambærilegur fjöldi 188.
Á síðasta ári námu tekjur sjóðs-
ins tæpum 288 milljónum króna,
þar af nam framlag ríkisins sam-
kvæmt fjárlögum 170 milljónum og
sérstakt framlag vegna loðdýra-
ræktar var sem fyrr segir 44 millj-
ónir.
Fjármunatekjur námu
35 milljónum króna
Fjármunatekjur námu um 35
milljónum króna og tekjur sjóðsins
af fóðurtollum voru tæpar 39 millj-
ónir. Rekstur sjóðsins í fyrra kost-
aði 15,7 milljónir en stjórn hans
hélt tólf fundi á árinu.
Samkvæmt ársreikningi Fram-
leiðnisjóðs var hann gerður upp
með 63,3 milljóna króna halla. Ekki
er um eiginlegan rekstrarhalla að
ræða, að því er fram kemur í árs-
skýrslunni, heldur að greiðslur til
verkefna sem hljóta styrki úr sjóðn-
um fylgja framvindu óháð því ári
sem samþykki er veitt.
Framleiðnisjóður
landbúnaðarins
Rúmum
309 millj-
ónum
ráðstafað
í fyrra
BÚIST er við að sjópróf vegna
Bjarma VE-66, sem fórst vestur af
Þrídröngum 23. febrúar, fari fram í
næstu viku í Héraðsdómi Reykjavík-
ur. Tryggingamiðstöðin hf. lagði á
föstudag fram beiðni til héraðsdóms
um sjópróf en endanleg dagsetning
hefur ekki verið ákveðin.
Fjórir skipverjar voru um borð í
Bjarma á leið til Grindavíkur frá
Vestmannaeyjum og var tveimur
þeirra bjargað á lífi. Sá þriðji fórst
og þess fjórða er enn saknað.
Tildrög sjóslyssins eru til rann-
sóknar hjá Rannsóknanefnd sjó-
slysa.
Rannsóknanefndin staðfesti við-
Morgunblaðið í gær að grunur léki á
um að stöðugleika skipsins hefði ver-
ið áfátt. Vitað er að talsverð lest var
á dekki skipsins, fiskkör með ýmsum
búnaði og eru þessir þættir m.a. til
skoðunar hjá rannsóknanefndinni og
kannaðir m.a. með hliðsjón af ágjöf
og krapamyndun á dekki og búnaði.
Hjá Tilkynningarskyldunni, sem
leit fram hjá skipinu þegar varðskip-
ið Týr hringdi vegna neyðarkalls frá
því, vegna þess að það var með bilað
STK-tæki í sjálfvirka tilkynningar-
skyldukerfinu, hafa verklagsreglur
verið ræddar innan stofnunarinnar
frá því slysið varð. Verið er m.a. að
kanna hvort reglur fyrir vaktmenn
séu nógu skýrar og aðgengilegar.
Sjópróf
væntanleg í
næstu viku
HEIMILDARMYNDIR eru
ekki skoðunarskyldar sam-
kvæmt lögum og ekki hefur
verið óskað eftir skoðun á
heimildarmyndinni um Eld-
borgarhátíðina að sögn Sigurð-
ar Snæbergs Jónssonar, for-
stöðumanns Kvikmyndaskoð-
unar.
Sigurður sagðist ekki eiga
von á því að heimildarmyndin
um Eldborg yrði skoðuð nema
óskað yrði sérstaklega eftir því.
Heimildarmyndir hefðu verið
skoðaðar þegar menn vildu
hafa vaðið fyrir neðan sig, en
ekki hefði verið óskað eftir því í
þessu tilviki.
18 ára aldurstakmark
er ekki til
Hann sagði að samkvæmt
lögum væri 18 ára aldurstak-
mark vegna aðgangs að mynd-
um ekki til, þótt þeir gjarnan
vildu hafa það stundum eftir að
sjálfræðisaldurinn hefði verið
hækkaður. Allt tal um 18 ára
aldurstakmark væri þannig
bara auglýsingabrella.
Kvikmyndaskoðun
Heimildar-
myndir ekki
skoðunar-
skyldar