Morgunblaðið - 07.03.2002, Page 13

Morgunblaðið - 07.03.2002, Page 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 13 Borgarnes Sími 437 1040 Ísafjörður Sími 456 5111 Akureyri Sími 585 4200 Selfoss Sími 482 1666 Vestmannaeyjar Sími 481 1450 Keflavík Sími 585 4250 Grindavík Sími 426 8060 Egilsstaðir Sími 471 2000 Hlí›asmára 15 • 200 Kópavogur Sími 535 2100 • Fax 535 2110 • plusf@ plusferdir.is • www.plusferdir.is www.plusferdir.is H ö f um f l u t t a l l a s t a r f s em i P l ú s f e r › a a › Billund SumarPlús Danmörk 24.900kr. Flug til Billund í sumar. Flogið er frá 27. maí - 2. september í beinu leiguflugi með Flugleiðum alla mánudaga. Ver› fyrir flugsæti á mann. Barnaafsláttur 6.000 kr. fyrir 2ja-11 ára. Ekki innifalið: Flugvallagjöld 5.450 kr. fyrir fullorðinn og 4.675 kr. fyrir börn 2ja-11 ára. Í NÝJASTA hefti Anthropology Today birtist forsíðugrein eftir Kristínu Loftsdóttur mannfræðing þar sem fjallað er umWoDaaBe hirðingjaþjóðflokkinn í Níger en Kristín dvaldist meðal þeirra um tíma. Anthropology Today er tímarit breska mannfræðifélagsins Royal Anthropology Institute, elsta starf- andi félag mannfræðinga. Tímaritið var sett á stofn árið 1985 og leysti af hólmi fyrri blað samtakanna RAIN (Royal Anthropology Institute News). Það hefur áskrifendur í yfir 100 löndum og er meðal útbreidd- ustu tímarita mannfræðinnar. Tímaritið leitast við að örva skoð- anaskipti og umræður, ekki ein- göngu innan mannfræðinnar heldur einnig að koma málefnalegum um- ræðum af stað þverfaglega og að fjalla um málefni mikilvæg stærra samfélagi þess. Núverandi ritstjóri Anthropology Today, Gustaaf Hout- man, hefur í ritstjóratíð sinni lagt sérstaka áherslu á málefnalega um- fjöllun um knýjandi mál samtímans. Grein Kristínar fjallar um far- andverkamennsku og hnattvæðingu út frá sjónarhorni WoDaaBe hirð- ingja í Níger, sem hafa á und- anförnum áratugum fundið sig í versnandi stöðu. Hún bendir á mik- ilvægi þess að skoða sýn hirðingj- anna sjálfra á farandverkamennsku og bendir á að WoDaaBe líta ekki á tímabundna vinnu í borgum sem breytta lífshætti heldur sem hluta af aðlögun sem hefur alltaf verið hirð- ingjum mikilvæg, sem hluta af hefð- um sínum sem hirðingjar. Greinin undirstrikar jafnframt þau marg- ræðu og oft mótsagnakenndu áhrif hnattvæðingar á hópa eins og Wo- DaaBe því á sama tíma og WoDaaBe hrekjast til borga vegna versnandi jaðarstöðu hafa þeir orðið vinsælir í glanstímaritum Vesturlanda síðustu áratugi, þá brugðið upp sem ein- angruðum og utan við sögulegt ferli samtímans. Kristín er lektor í mannfræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, með doktorspróf frá University of Arizona (2000). Ljósmyndin á forsíðu tímaritsins, sem og myndir meðfylgjandi grein- inni, hafa áður verið sýndar á ljós- myndasýningum Kristínar í Hafn- arborg, Menningar- og listamiðstöð Hafnafjarðar (2000) og á sýningu hennar í sýningarsal Þjóð- arbókhlöðu – Landsbókasafns (2001). Kristín Loftsdóttir með forsíðugrein í Anthropology Today TENGLAR .............................................. Það má finna tímaritið Anthropology Today á www.hvar.is, en einnig á www.therai.org.uk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.