Morgunblaðið - 07.03.2002, Page 25

Morgunblaðið - 07.03.2002, Page 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 25 MERKILEGT er að sjá hve ólík- um höndum ljósmyndarar fara um Ísland þegar þeir eru að festa sér- kenni þess á filmu. Þau Arsineh Houspian og Bjarki Reyr Ásmunds- son virðast hafa haldið sig allmikið á Austur- og Norð-Austurlandi, en þó munu þau hafa farið víðar í leit sinni að myndefni. Alls er á sjötta tug svarthvítra ljósmynda á sýning- unni í Straumi og virðist mikill meirihluti þeirra búa yfir sérstæð- um töfrum. Þau Arsineh og Bjarki Reyr njóta þess að skoða landið með aug- um aðkomumanna sem uppgötva oft tærleikann í hversdagslegu landslagi og menningu, nokkru sem heimamenn eru ef til vill hættir að sjá, hvað þá sem verðugt myndefni. Í myndum beggja býr dramatískur þungi frásagnalegrar myndgerðar, sem stærðirnar undirstrika, en þótt þær láti lítið yfir sér er lögunin gjarnan víðfeðm, eða panoramísk. Þá eru ófáar myndir teknar með safnlinsu svo myndefnið hverfur í umlykjandi sorta. Þá eru prentin næld á veggi salarins án ramma þannig að jaðrar ljósmyndanna verða mjög áberandi. Þessi fram- setning eykur mjög grafískt yfir- bragð sýningarinnar og minnir okk- ur á hve stutt er milli ljósmyndunar og grafíklistar. Báðum ljósmyndurum – mennt- aðir í Melbourne í Ástralíu – tekst að gera landið framandi fyrir áhorf- endum, jafnvel þótt margt af því sem þau taka sé nærtækt sem ís- lenskt landslag og lífshættir. Það er ekki laust við að áhorfandinn sé fangaður í löngun til að vera kom- inn á þá staði sem Arsineh og Bjarki Reyr hafa fest á filmu. Það getur varla þýtt annað en að þeim hefur tekist að gæða tökur sínar nægilegri tilfinningu til að snerta gesti sýningarinnar, en slíkt er ekki alltaf jafn algengt þegar í hlut eiga ljósmyndasýningar. Arsineh Houspian og Bjarki Reyr Ásmundsson hverfa bráðlega til Ástralíu á nýjan leik. Með sýn- ingu sinni í Straumi hafa þau þó skilið eftir sig eftirtektarvert spor með því að bregða nýju og afar per- sónulegu ljósi á kunnuglega staði. Sýning þeirra sannar að góð ljós- myndun er allt annað og meira en einber tækni. Frá sýningu Arsineh Houspian og Bjarka Reyrs Ásmundssonar. Hitt Ísland MYNDLIST Straumur Sýningunni er lokið. LJÓSMYNDIR BJARKI REYR ÁSMUNDSSON & ARSINEH HOUSPIAN Halldór Björn Runólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.