Morgunblaðið - 07.03.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.03.2002, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 27 debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 70 36 03 /2 00 2 Opinberun *Á meðan birgðir endast. Ofnæmisprófað og ilmefnalaust. Extra Radiance, farðinn sem opinberar fegurð þína. Sérfræðingur Kanebo kynnir nýjan farða, fimmtudag, föstudag og laugardag, sem fær húð þína til þess að ljóma sem aldrei fyrr. Kanebo býður upp á margar tegundir farða sem eru sérhannaðir fyrir hverja og eina húðgerð. Spennandi kynningartilboð í Debenhams hjá Kanebo. Miðasala er í húsinu klukkutíma fyrir alla viðburði. Laugardagskvöld á Gili - „Brosandi land“ Óperettu- og söngleikjaskemmtikvöld í tónlistarhúsinu Ými 9. mars Jóhanna V. Þórhallsdóttir kynnir en gestir kvöldsins eru: Söngsveit Hafnarfjarðar, Kór Bústaðakirkju, Anna Sigríður Helgadóttir og Hanna Björk Guðjónsdóttir. Dagskráin hefst kl. 22:00, en húsið verður opnað kl. 21:30 og við tökum á móti gestum með léttri hressingu. Miðasala er í s. 595 7999 og 800 6434 virka daga á milli kl. 9 og 17 og á slóðinni www.midasala.is, en einnig má leggja inn miðapantanir á símsvara 551 5677. ÞÁ er Sunna Gunnlaugsdóttir að halda í Evrópureisu með nýjan kvart- ett sinn og ætlar að leika fyrir landa sína í Múlanum í Kaffileikhúsinu í kvöld. Hún lék þar líka á þriðju- dagskvöld og í gærkvöldi lék hún á Akureyri. Síðan verður leikið í Þýskalandi, Aust- urríki, Frakk- landi, Tékklandi og Slóvakíu. Kvartett Sunnu hefur leikið nokkr- um sinnum í New York, en á þriðju- dagskvöldið síðasta frumfluttu þau efnisskrá Evrópuferðar sinnar í Kaffileikhúsinu. Fyrsta lagið var eftir Sunnu, Asleeping in the Grass, ekta New York-djasslag í nýju hefðinni, ekki ólíkt ýmsu á skífu hennar Mind- ful. Þaðan var næsta verk, hið stór- góða Bad Seed, sem var ansi litlaust þetta kvöld miðað við túlkunina á diskinum. Það kviknaði ekki á tón- sköpuninni fyrr en í bassasólói Matt Pavolka, sem var vel studdur af McLemore. Ohad Talmor er ekki í sama flokki sem saxófónleikari og Tony Malaby og auk þess er þessi kvartett ekki líkt því eins samspilaður og Mindful-kvartettinn. Það gleymdist þó er nýleg ballaða Sunnu, A Garden Someday, hljómaði um salinn. Fágætlega fögur tónsmíð, syngjandi bassi og fínt burstaspil. Sóló Sunnu hófst á tærri einleikslínu, en síðan tók rómantíkin völdin í hljómaspilinu. Lokalag kvöldsins var splunkuný ballaða eftir Sunnu, ónefnd, og átti Pavolka þar fínan bassasóló, leikinn með boga, þó hon- um fataðist örlítið flugið í lokin. Good Stuff af Mindful var á dagskrá kvölds- ins og ópus svipaðrar ættar, einnig eftir Sunnu, Anima. Trommarinn Scott McLemore átti eitt lag á efnis- skránni, Over Yonder. Fín tónsmíð sem náði hámarki í sóló Sunnu, sem tókst að magna tónlistina spennu. Það er alltaf gaman þegar maður þekkir eitthvert lag á tónleikum sagði Þórir Guðmundsson jafnan og allir þekkja Upp á himinbláum boga. Ekki var ég heillaður af útsetningu Sunnu á þessum húsgangi, en aftur á móti var firnagaman að heyra hálfrar aldar gamla klassík Lee Konitz, Subcons- cious Lee, sem hann samdi yfir hljómagang söngdans Cole Porters: What Is the Thing Called Love. Ein- hverntíma sagði Gunnar Reynir Sveinsson að Konitz nægðu hljómarn- ir í All the Thing You Are til að leika heilan konsert og efast ég ekki um þá staðhæfingu. Það var yndislegt að heyra Talmor og Sunnu leika laglín- una samstiga og hefðbundinn hryninn undir og þarna blés saxófónleikarinn toppsóló. Sunna Gunnlaugsdóttir hefur náð að móta persónulegan stíl sem sækir um margt í sömu uppsprettu og pían- istinn Brad Mehldau leitar til, þó ekki sé hún klassískt menntuð sem hann. Tærleiki einleikslína hennar og róm- antík hljómanna eru af sömu ætt og stundum minnir þessi spilamáti meir á Dave Brubeck, þótt stíll hans sé um flest ólíkur og allur klossaðri, en im- pressjónismann sem Bill Evans leiddi til hásætis í djassinum. Það er ekki á hverjum degi að ís- lenskur djassleikari haldi í víking með alþjóðlega djasssveit og það verður spennandi að heyra kvartettinn á þriðju tónleikum á opnunarkvöldi Múlans í Kaffileikhúsinu. Þó ekki væri nema fyrir A Garden Someday er það kvöldstundar virði. Sunna magnar seið DJASS Kaffileikhúsið Ohad Talmor tenórsaxófón, Sunna Gunn- laugsdóttir píanó, Matt Pavolka bassa og Scott McLemore trommur. Þriðju- dagskvöldið 5. mars 2002. KVARTETT SUNNU GUNNLAUGSDÓTTUR Vernharður Linnet Sunna Gunnlaugs TRÍÓ, skipað þeim Magneu Árna- dóttur flautuleikara, Ásdísi Arn- ardóttur sellóleikara og Jóni Sig- urðssyni píanóleikara, heldur tvenna tónleika á Austurlandi. Hin- ir fyrri verða í Félagsheimilinu Miklagerði á Vopnafirði í dag, fimmtudag, og hinir síðari í Þórs- hafnarkirkju á morgun. Hvorir tveggja tónleikarnir eru kl. 20. Á efnisskrá eru verk eftir Jórunni Viðar, Skúla Halldórsson, Norman Dello Joio og Carl Maria von Weber. Tónleikarnir eru styrktir af Félagi íslenskra tónlistarmanna og Menn- ingarsjóði félagsheimila. Ásdís Arnardóttir, Jón Sigurðsson og Magnea Árnadóttir. Tríótónleikar á Austurlandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.