Morgunblaðið - 07.03.2002, Side 44

Morgunblaðið - 07.03.2002, Side 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnar Stein-dórsson fæddist á Akureyri 14. sept- ember 1923. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 27. febrúar síðastliðinn. Hann var eina barn hjónanna Krist- bjargar Dúadóttur, húsfreyju og bæjar- fógetaritara á Ak- ureyri, f. 3. des. 1899, d. 16. ágúst 1974, og Steindórs Steindórssonar, grasafræðings og skólameistara frá Hlöðum, f. 12. ágúst 1902, d. 26. apríl 1997. Gunnar kvæntist 14. des. 1946 eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Sigbjörnsdóttur, f. 8. október 1925 fv. trygginga- fulltrúa á Akureyri. Foreldrar hennar voru Anna Þórstína Sig- urðardóttir, húsfreyja í Reykja- 1980. Sigbjörn á einnig soninn Björn Þór, f. 1972. Sambýliskona hans er Ástríður Þórðardóttir. Sonur Sölvi. 3) Kristín, móttöku- ritari á Akureyri, f. 21. ágúst 1956. Maður hennar var Haukur Torfason, útsölustjóri ÁTVR, f. 8. júlí 1953, d. 12. nóvember 2001. Börn þeirra eru: a) Katrín Hólm, f. 1976. Unnusti hennar er Kristján Eldjárn Sighvatsson; b) Kristbjörg Anna, f. 1979; og c) Gunnar Torfi, f. 1983. 4) Gunn- ar, starfsmaður KA, f. 16. júní 1960. Dóttir hans er Nanna, f. 1991. Gunnar lauk stúdentsprófi frá MA 1944. Hann starfaði í dóms- málaráðuneytinu 1945–46. Starf- aði hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins á Akureyri 1946–53, hjá Slökkvi- liði Akureyrar árin 1953–66 og vann við eldvarnaeftirlit 1966– 69. Gunnar var starfsmaður Menntaskólans á Akureyri árin 1969–72 en þá gerðist hann kennari við Iðnskólann á Akur- eyri, síðar Verkmenntaskólann á Akureyri, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Gunnars fór fram 6. mars í kyrrþey að ósk hins látna. vík, f. 22. mars 1895, d. 9. júlí 1969, og Sigbjörn Sigurðsson, húsvörður Laugar- nesskóla í Reykjavík, f. 15. febrúar 1892, d. 20. febrúar 1979. Börn Gunnars og Guðrúnar eru: 1) Steindór, lögfr. Ak- ureyri, f. 30 mars 1947, 2) Sigbjörn, sveitarstjóri í Mý- vatnssveit, f. 2. maí 1951. Kona hans er Guðbjörg Þorvalds- dóttir launafulltrúi, f. 13. júlí 1952. Börn þeirra eru: a) Hildur Björk, f. 1972. Sam- býlismaður hennar er Stefán Geir Árnason. Sonur Jökull Starri; b) og c) tvíburarnir, Guð- rún Ýr og Þorvaldur Makan, f. 1974. Unnusti Guðrúnar er Magnús Jónsson. Sonur Þorvalds er Egill Darri; d) Rósa María, f. Horfinn er úr jarðvist okkar góði vinur Gunnar Steindórsson. Gunnar hefur verið eins og landslag í mínu lífi. Þegar ég var drengur í Hornafirði kom frænd- garðurinn frá Akureyri í minning- unni í heimsókn á hverju sumri með tilheyrandi stímabraki, vind- sængurlegum og skemmtilegum vökunóttum. Hamfarir fylgdu oft- ast komu Akureyringanna. Það rigndi eldi og brennisteini, sakleys- islegir óbrúaðir fjallalækir urðu skaðræðisfljót og fjallshlíðar byltu sér til sjávar. Margar mínar skemmtilegustu og áhrifaríkustu endurminningar frá barnæsku tengjast þessum heimsóknum að norðan. Ég minnist lífsháska við að draga léttivagna norðanfjölskyldunnar upp úr hyl- djúpu straumvatni og hættulegra selflutninga yfir nýfallnar aurskrið- ur. Í miðjum þessum minningum er alltaf Gunnar – stundum óþolin- móður og ákafur, en að endingu fullur kímni, glettni og frásagnar- gleði – það er sú mynd sem ég geymi af honum. Á táningsárum og hálffullorðins- árum, þegar mín kynslóð slóst við hálfan heiminn út af pólitík, þá sýndi Gunnar mér tillitssemi og gaf mér sjálfum færi á að rannsaka villu míns vegar. Þegar ég átti orðið konu og börn stóðu okkur ævinlega allar dyr opn- ar á heimili Gunnars og Gunnu og Steindórs. Þau hafa stjanað við okkur eins og týnda syni í hvert sinn sem okkur hefur borið að garði, og börnin okkar hafa notið stimamjúkrar þjónustu, gæsku og góðvildar eins og væru þau þeirra afsprengi. Gunnar var alltaf til staðar sem ekill, vert og sagnaþul- ur og þau hjón hafa gengið í hlut- verk afans og ömmunnar sem hurfu á braut of snemma. Þessa síðustu daga, þegar dregið var af Gunnari og þess ekki kostur að ræða við hann sjálfan, þá vorum við sunnanmenn að reyna að átta okkur á stöðunni og líkunum. Í einu samtali bróður míns við okkar kæru móðursystur Gunnu innti hann eftir líðan Gunnars. Svarið var eitthvað óljóst – en að hann væri ansi slæmur. „Er hann samt ekki ennþá montinn?“ spurði bróðir minn. Svarið var jákvætt og við gerðum okkur vonir um að enn væri ekki öll nótt úti, Gunnar mundi brátt hressast svo við gæt- um glaðst og gantast enn á ný. Gunnar var breyskur líkt og ég, þess vegna ríkti á milli okkar gagn- kvæmur skilningur. Líkt og ég átti Gunnar sér betri helming sem hugsaði og framkvæmdi allt sem féll utan við hans eigin áhuga- og hæfnisvið. Gunnars betri helmingur var hún Guðrún Sigbjörnsdóttir, móðursyst- ir mín. Henni og öllum mínum kæra Akureyrarfrændgarði vottum við dýpstu samúð. Að leiðarlokum hefðum við viljað þakka Gunnari vináttu, tryggð og skemmtilega samferð. Árni Kjartansson og fjölskylda. Látinn er tryggur og góður fjöl- skylduvinur, Gunnar Steindórsson á Akureyri, 78 ára að aldri. Veik- indi undanfarna mánuði höfðu sett mark sitt á hann og dregið úr hon- um líkamlegan þrótt en hann var andlega hress allt fram undir það síðasta. Þegar ég heimsótti hann á Akureyri 15. febrúar sl. var veru- lega af honum dregið og hann kvaddi mig með þeim orðum að við værum að hittast í síðasta sinn. Gunnar og faðir minn Jón Þor- steinsson bundust vináttuböndum þegar þeir voru ungir drengir að alast upp á Akureyri. Þeir fylgdust að í skóla allt til stúdentsprófs. Sú tryggð og vinátta sem þá mynd- aðist milli þeirra hélst meðan báðir lifðu og náin vinátta hefur verið milli fjölskyldna þeirra alla tíð. Hef ég og fjölskylda mín notið þess ríkulega, bæði meðan ég var bú- settur á Akureyri og sem gestkom- andi í bænum. Þá bjuggu þeir með fjölskyldum sínum í sama húsi í Helgamagrastræti um nokkurt skeið á árunum eftir 1950. Gunnar var vinur vina sinna og átti fjölmennan vinahóp. Gunnar bjó nær allan sinn aldur á Akureyri og var rótgróinn Akureyringur. Hann fylgdist vel með öllu sem gerðist í bænum og var mjög áhugasamur um vöxt og viðgang Akureyrar. Pólitískur áhugi var Gunnari í blóð borinn. Hann var alla tíð ein- lægur stuðningsmaður Alþýðu- flokksins og var ekki sáttur við ör- lög flokksins síns síðustu árin. Faðir hans Steindór Steindórsson var um langt skeið bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn á Akureyri og sat um tíma á Alþingi. Þá sat sonur hans Sigbjörn einnig á þingi fyrir Alþýðuflokkinn í Norðurlandskjör- dæmi eystra, auk þess að taka þátt í nefndastarfi á vegum Akureyr- arbæjar. Ekki gaf Guðrún eigin- kona Gunnars þeim eftir í pólitík- inni og sat m.a. í félagsmálaráði bæjarins fyrir Alþýðuflokkinn. Einnig giftust tvö barna Gunnars inn í rótgrónar kratafjölskyldur á Akureyri sem einnig áttu sína full- trúa í bæjarstjórn og nefndum bæj- arins. Gunnar var í þeim hópi manna sem kalla má frjálslynda jafnaðar- menn. Hann stóð fast við hugsjónir jafnaðarstefnunnar um frelsi, jafn- rétti og bræðralag og trúði á mik- ilvægi þess fyrir þjóðfélagið að jöfnuður væri sem mestur og vel- ferðarkerfi í þágu almennings stæði traustum fótum. Hann hafði hins vegar ríkan skilning á því að at- vinnurekstur væri betur kominn í höndum einkaaðila en stjórnmála- manna, embættismanna eða sam- vinnumanna. Gunnar var heims- borgari í hugsun og alþjóðlega sinnaður og studdi dyggilega sam- starf Íslendinga við aðrar þjóðir í efnahagsmálum og varnarmálum. Þá var hann framfarasinnaður í at- vinnumálum og studdi nýjar leiðir, svo sem í stóriðjumálum. Gunnar var mikið á ferðinni í bænum og ræddi við marga. Hann fylgdist náið með öllu sem gerðist. Hann aflaði sér mikils fróðleiks um bæjarlífið og ósjaldan sást hann í göngugötunni á spjalli við vegfar- endur. Það var stundum eins og all- ir bæjarbúar þyrftu að heilsa upp á hann eða kasta á hann kveðju. Hann og Guðrún eiginkona hans voru ákaflega gestrisin. Heimili þeirra var opið gestum og gang- andi. Vinir og frændfólk fóru aldrei svo um Akureyri að ekki væri litið inn og þeginn beini og naut Gunnar þess mjög að fá gesti í heimsókn. Vegna þess hve margir litu inn var Gunnar alltaf vel inni í ýmsum þáttum þjóðmála þótt pólitíkin væri alltaf efst á blaði. Ekki verður svo skilið við Gunn- ar að ekki verði minnst á eiginkonu hans og tryggan lífsförunaut í rúm 55 ár, Guðrúnu Sigbjörnsdóttur. Hún var ættuð af Austurlandi en þau kynntust í Reykjavík eftir að Gunnar fór þangað til náms að loknu stúdentsprófi frá MA 1944. Á þeim árum var flugið á bernsku- skeiði á Íslandi og dreymdi Gunnar um það að fara til útlanda í flug- nám. Sá draumur rættist ekki og GUNNAR STEINDÓRSSON                                                          "   #$$      !" #  ! $%#    $      & '$ & ( $     ) *  *    + ,$- . !"  /)0    %#   &$(1   2"3  / /0  / / /0 4 % &  '(                  ') 2+%-* + 5  6  7 +6   7)(          *      +   ,$$ &    *   24**   + # &   /  *   2 *   &/)0 $&  &  *   &()8  9 .*   *   !  *   :) $ *   / /0  7 4       )      ! )      & ;9%-! - . <=>/ + 7      -.     +   //$ ( +    !$+ (  &( :.   & (  *) !<"/  % (  &7 .(  & '!#  10(  + # !  $( $*)0(  5?"&(  / /0  / / /0 4 0)   2 @!+*2 @!+&4*2 !2 *   . .      1)2  3   ,  4.      2  0 !)0. % /0 4  )      )      & ;91- 2&&2! -A2 .8  $8  .     !      5 !    6$ ' 1         .3.  )    27 4A   7   - 0.2 A  *:.  !$ $ !: )8   !" # 2 &(  / /0  / / /0 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.