Morgunblaðið - 07.03.2002, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 07.03.2002, Qupperneq 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 57 Mobile-tattoo Flott ljósmerki á símann þinn. Merkin passa á Nokia GSM síma með innbyggðu loftneti. Margar gerðir af merkjum. Skoðaðu mobile- tattoo.com og vertu með. Ýmus ehf. Auðbrekku 2, sími 564 3607 ÞORRABLÓT sveitahreppanna sunnan Hólmavíkur, þ.e. Broddanes- og Kirkju- bólshrepps, var haldið í félagsheimilinu Sævangi á dögunum. Skemmtiatriði voru öll heimatilbúin og fjölbreytt að vanda og skiptast hrepparnir á um undirbúning. Sungnar voru gamanvísur um atburði líðandi stundar. Þá sungu fjórar systur frá Bræðra- brekku í Bitrufirði nokkur lög en tvær þeirra sungu í barnatíma Ríkisútvarpsins fyrir næstum hálfri öld og enn eru þær unglegar og ungar í anda. Margt annað var til skemmtunar gert. Gestir fengu í hendur þrjá fyrriparta sem óskað var eftir að þeir botnuðu og bárust yfir fimmtíu botnar. Laufey Eysteinsdóttir frá Bræðra- brekku var af dómnefnd talin eiga besta botninn og er vísan í heild eftirfarandi: „Hér er manna og fljóða fjöld/fögnuður og kæti/Hefir ekki í heila öld/hafist meiri læti.“ Annar fyrripartur hljóðaði svo: „Vantar konur vítt um ból/að verma búandköllum/ fokið er nú flest í skjól/hjá flokkum bænda snjöllum.“ Niðurlag hans var eftir Guðfríði Guðjónsdóttur í Miðdalsgröf. Dansað var fram eftir nóttu og söng sóknarpresturinn, séra Sigríður Óladóttir, við undirleik eiginmanns síns, Gunnlaugs Bjarnasonar, en þau hafa í nokkur ár spil- að á dansleikjum við góðan orðstír. Vantar konur vítt um ból Ströndum. Morgunblaðið. Ljósmynd/Arnheiður Guðlaugsdóttir Flokkur ungra söngvara flutti gamanvísur við gítarundirleik Ingimundar Jóhannssonar. Endalok heimsins (The Day The World Ended) Hrollvekja Bandaríkin 2001. Skífan VHS. Bönnuð innan 16 ára. (91 mín.) Leikstjórn Ter- ence Gross. Aðalhlutverk Nastassja Kinski, Randy Quaid. EKKI láta blekkjast af titli þess- arar myndar. Hún er einungis skírð í höfuðið á B-hrollvekjunni sígildu frá 1956 eftir Roger Corman en er ekki, ég endurtek EKKI endurgerð. Eina vísunin er sú að skrímslið lítur út eins og söguhetjan, ungur drengur með geimverudellu, horfir reglulega á myndina. Ég á eiginlega erfitt með að átta mig á hvert verið er að fara í henni þessari. Það er ein- hvern veginn verið að reyna allan pakkann. Mjúk og ljúfsár uppvaxtar- hrollvekja í anda Stephen King að hluta, gamaldags skrímslamynd að hluta og einnig – trúlega vegna sjón- varpsmyndaáferðarinnar – örlar fyr- ir stemmningu hinna frábæru þátta Í ljósaskiptunum. Gallinn er bara sá að ekkert af þessu tekst. Leikara- greyin vita svo klárlega ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, á hvaða nót- um þeir eiga að leika. Á leikurinn að vera ýktur, næmur eða jafnvel kóm- ískur? Svo er það þráðurinn, sem er út og suður. Handritshöfundar að reyna að vera miklu gáfulegri en þeir ráða við þannig að úr verður miklu flókn- ari saga en áformað var. Mæli með því að þið leitið frekar uppi gamla nafnann en að leigja hana þessa. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Í daufum ljósaskiptum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.