Morgunblaðið - 09.03.2002, Side 8

Morgunblaðið - 09.03.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna Íslandssíma um Netið Fimmtán ár frá netvæðingu ÍSLANDSSÍMI stend-ur fyrir ráðstefnu umNetið á Grand hóteli í Reykjavík þriðjudaginn 12. mars. Þetta er þriðja ráðstefna fyrirtækisins, hinar tvær fjölluðu um WAP og UMTS og voru báðar mjög vel sóttar. Fimmtán ár eru síðan Netið var fyrst tekið í notkun hér á landi. Nokkrir þekktir fyrirles- arar mæta á ráðstefnuna og flytja mál sitt. Eru þar í hópi sumir af eftirsótt- ustu fyrirlesurum heims í þessari grein. Pétur Pét- ursson, upplýsinga- og kynningarstjóri Íslands- síma, skipuleggur uppá- komuna fyrir hönd síns fyrirtækis og svaraði hann nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Hvers vegna blæs Íslands- sími til ráðstefnu um Netið? „Frá því að Íslandssími hóf starfsemi hefur félagið árlega boðað til ráðstefnu um mál tengd fjarskiptum. Netið, í sinni víðustu mynd, varð fyrir valinu að þessu sinni vegna þess að um þessar mundir eru 15 ár frá því að lagður var grunnur að al- mennri notkun þess hérlendis með stofnun ISnets. Sú vinna sem innt var af hendi á þessum tíma ræður í dag að margra mati mestu um samskiptahæfi at- vinnulífsins og er Netið orðið jafnsjálfsagður hlutur í lífi flestra og rafmagnið. Einnig tel- ur Íslandssími sér renna blóðið til skyldunnar þar sem IntÍs sem tengist þessum upphafsár- um er í eigu Íslandssíma.“ – Þetta er ykkar þriðja ráð- stefna á jafn mörgum árum, er Íslandssími forystusauðurinn í málefninu á Íslandi? „Íslandssími var fyrsta fyrir- tækið hérlendis sem hóf að bjóða almenningi ókeypis aðgang að Netinu í byrjun árs 2000 og gerði aðganginn að því enn auð- veldari fyrir allan almenning. Við rekum jafnframt næst- stærstu gagnatenginguna við út- lönd og höfum byggt upp eigið DSL-kerfi sem veitir notendum háhraðatengingu við Netið.“ – Hverjum er ráðstefnan ætl- uð...reiknið þið með góðri mæt- ingu? „Yfir 500 manns mættu á hin- ar tvær ráðstefnurnar. Að þessu sinni fáum við til landsins þrjá eftirsótta erlenda fyrirlesara. Einn þeirra er reyndar goðsögn í netheiminum en það er dr. Lawrence Roberts sem er af mörgum kallaður einn af fjórum feðrum Netsins. Hann átti stór- an þátt í fyrstu víðnetsgagna- flutningunum milli tölva fyrir meira en þremur áratugum. Í dag er litið á þessi verkefni hans og félaga hans sem grundvöll Netsins eins og við þekkjum það. Ég býst við góðri mætingu en aðgangur er ókeyp- is og skráningar á vef- síðu okkar islands- simi.is.“ – Væntanlega brydda fyrirlesararnir upp á nýjungum...geturðu nefnt okkur dæmi um það? „Það verður allt í senn fjallað um fortíð Netsins, nútíðina og hvers má vænta af því í framtíð- inni. Það verður einnig komið inn á þráðlausa gagnaflutninga og reynt að varpa raunsæju ljósi á þá tækni. Raunveruleikinn, sem m.a. mun koma fram í er- indum á ráðstefnunni, segir okk- ur þó að netbólan sé síður en svo sprungin eins og sumir hafa haldið fram.“ – Hvernig er netvæðingu Ís- lands háttað með tilliti til ná- grannalandanna? „Íslendingar standa framar- lega í netvæðingu í samanburði við helstu nágrannalöndin. Nærri 80% landsmanna hafa að- gang að Netinu heima hjá sér eða í vinnunni. Hjá Íslandssíma sjáum við gríðarlega söluaukn- ingu í ADSL-tengingum. Upp á síðkastið er aukningin mæld í tugum prósenta á milli mánaða. Ísland er hiklaust meðal tíu efstu í heiminum hvað varðar fjölda DSL-tenginga miðað við íbúafjölda. Þessu til viðbótar er aukningin mikil í farsímaþjón- ustu hjá okkur, en nú um miðjan mars er einmitt ár síðan við byrjuðum farsímarekstur. Sam- hliða horfum við fram á að far- símanotendur nota í auknum mæli GPRS eða gagnaflutninga um símann. Til að auðvelda al- menningi aðgengi að þessari þjónustu og í tilefni tímamót- anna opnum við verslun í Kringl- unni í þessari viku.“ – Allra síðustu árin hefur mátt sjá risastökk í síma- og nettæk- ni...er annað eins á döfinni á allra næstu árum? „Ég held að við munum áfram sjá stökk í tækni en þegar mað- ur er búinn að sjá mörg risa- stökk horfir maður á þau sem venjuleg stökk. Við eigum eftir að sjá enn meiri gagnaflutningshraða í náinni framtíð, sér- staklega um fastlínur. Við eigum eftir að sjá farsímann notaðan í meira mæli til gagnaflutninga, en enn eru nokkur ár í að hann verði notaður til að horfa á bíó- myndir og annað í þeim dúr. Önnur þráðlaus tækni inni á heimilum á eftir að taka stór- stígum framförum en hún er rétt að komast af tilraunastigi í dag.“ Pétur Pétursson  Pétur Pétursson er kynn- ingar- og upplýsingastjóri Ís- landssíma. Hann lauk BA-prófi í stjórnmálasögu frá Háskóla Ís- lands árið 1992. Hann var lengi blaða- og fréttamaður á ýmsum fjölmiðlum, m.a. DV, Stöð 2 og Bylgjunni og Ríkisútvarpinu. Áð- ur en hann réðst til Íslandssíma var hann í almannatengslum hjá GSP-almannatengslum þar sem hann var ráðgjafi ýmissa fyr- irtækja og stofnana. Pétur er í sambúð með Hildi Ómarsdóttur, innkaupastjóra Ferðaskrifstofu Íslands, og eiga þau tvo syni. 500 manns mættu á ráð- stefnurnar Þú getur skellt þér áhyggjulaust út í djúpu laugina, hr. Björn Borg, ég skal sjá um að „litla gula hænan“ finni fræ, og það hveitifræ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.