Morgunblaðið - 09.03.2002, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.03.2002, Qupperneq 18
SUÐURNES 18 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MARKVISS leiðbeinendaþjálfun fer nú fram hjá slökkviliðsmönnum Brunavarna Suðurnesja (BS) sem miðar að því að efla þekkingu þeirra varðandi framvindu elds. Sjö slökkviliðsmenn BS úrskrifuðust fyrir skömmu sem leiðbeinendur í Evrópuverkefninu „Raunhæf þjálf- un í að berjast við eldsvoða og yf- irtendrun“ og munu þeir síðan miðla til samstarfsmanna sinna hjá BS. Dagana 25., 26. og 27. febrúar sátu Sigurður Skarphéðinsson, Ólaf- ur Ingi Jónsson, Ingvar Georgsson, Eyþór Rúnar Þórarinsson, Gísli Við- ar Harðarson, Herbert Eyjólfsson og Sigmundur Eyþórsson slökkvi- ðliðsstjóri leiðbeinendanámskeiðið, en verkefnið er unnið með stuðningi Evrópusambandsins innan ramma Leonardo da Vinci áætlunarinnar. Námskeiðið, sem bæði var bóklegt og verklegt, fór fram í höf- uðstöðvum Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins, sem er eitt af fjórum þátttökuslökkviliðum verkefnisins. Slökkvilið BS er fyrsta slökkviliðið á landsbyggðinni til að kaupa nám- skeiðið af Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins. Eflir brunavarnir Morgunblaðið hitti sjömenn- ingana í höfuðstöðvum slökkviliðs BS og voru þeir á einu máli um að námskeiðið hefði verið mjög gagn- legt og skilað þeim góðri og mark- vissri þjálfun sem ætti eftir að efla brunavarnir á svæðinu. „Við erum allir sammála um það að svona nám- skeið eru bráðnauðsynleg, því að í þessum efnum verðum við að vera vel með á nótunum. Það skiptir líka miklu máli að samhæfa þekkinguna, eins og verið er að gera á þessu námskeiði, þannig að viðmiðin séu þau sömu,“ sagði Ólafur Ingi. Sig- urður bætti við að á öðrum degi námskeiðsins hefði komið útkall í húsnæði fyrirtækis í Keflavík og að vitneskjan frá námskeiðinu hefði þar skipt miklu máli. „Við vorum ný- búnir að þjálfa viðbrögð við svip- uðum aðstæðum og sköpuðust í þessu húsnæði og það er ljóst að við náðum betri árangri fyrir vikið.“ Sigmundur slökkviliðsstjóri bætti því við að á heildina litið væru þeir búnir að ná mjög góðum árangri í brunum og vatnstjón eftir bruna væri nánast úr sögunni, sem telst mjög gott í slökkvistörfum. Að sögn Gísla Viðars var verklegi þátturinn fernskonar. „Notaðir voru fjórir gámar sem allir eru misjafnir að gerð. Eldur var kveiktur í hverj- um fyrir sig og við fylgdumst með því hvernig framvinda eldsins inn í gámunum var miðað við ýmsar að- stæður, jafnt opin sem lokuð rými. Í einum gámnum varð yfirtendrun, í öðrum æfðum við árásir á eld í opnu rými, í þeim þriðja könnuðum við reyksprengingar og kynntumst við hvaða aðstæður slíkar sprengingar myndast og í þeim fjórða var æfð notkun á stútum.“ Það þarf ekki að tíunda nauðsyn slíkra æfinga, enda segir í formála verkefnisins að mörg alvarleg slys og dauðaslys hafi átt sér stað „þegar slökkviliðsmenn og almenningur hafa orðið fyrir yf- irtendrun og reyksprengingu“. Sigmundur slökkviliðsstjóri bætti við að kominn væri fyrsti vísir að þjálfunaraðstöðu hér á svæðinu, en slíkt sé kostnaðarsamt. „Að auki höfum við fengið afnot af eyðibýlum á svæðinu til brunaæfinga, en þau eru fá. Auðvitað er draumastaðan að fá góða aðstöðu fyrir verklega þjálfun og við munum gera það í áföngum, markvisst. Slík uppbygg- ing krefst mikillar vinnu og er kostnaðarsöm,“ sagði slökkviliðs- stjóri að lokum. Óskastaða að fá góða að- stöðu fyrir verklega þjálfun Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Leiðbeinendurnir sjö, í efri röðinni eru Ólafur Ingi, Eyþór Rúnar, Gísli Viðar og Herbert og í neðri röð eru Sigurður, Ingvar og Sigmundur. Reykjanesbær/Garður/VogarINGIMUNDUR Þ. Guðnason, tæknifræðingur og varaoddviti, skip- ar efsta sætið á lista F-lista framfara- sinnaðra kjósenda í Gerðahreppi við kosningarnar í vor. Listinn hefur nú fjóra fulltrúa af sjö í hreppsnefnd en tveir þeirra, Sigurður Ingvars- son oddviti og Ólafur Kjartans- son, gefa ekki kost á sér í efstu sæti við komandi kosningar. Listi framfarasinnaðra kjósenda var samþykktur á félagsfundi sem haldinn var í Sæborgu í fyrrakvöld. Jafnframt var samþykkt að Sigurður Jónsson yrði sveitarstjóraefni F- listans en hann hefur gegnt því starfi frá árinu 1990. Listinn er að öðru leyti þannig skipaður: 2. Einar Jón Pálsson, tæknifræðingur, 3. Guðrún S. Al- freðsdóttir, stuðningsfulltrúi, 4. Gísli Heiðarsson, framkvæmdastjóri, 5. Gísli Kjartansson, byggingaiðnfræð- ingur, 6. Skúli R. Þórarinsson, um- dæmisstjóri, 7. Gunnar Häsler, verk- smiðjustjóri, 8. Hulda Matthíasdóttir, fiskverkandi, 9. Rafn Guðbergsson, fiskverkandi, 10. Ásgeir M. Hjálmars- son, fyrrverandi skipstjóri, 11. Salvör Gunnarsdóttir, matráðskona, 12. Ásta Arnmundsdóttir, kennari, 13. Ólafur Kjartansson, tæknifræðingur, og 14. sæti Sigurður Ingvarsson, rafverk- taki. Ingimund- ur efstur á F-lista Gerðahreppur Ingimundur Þ. Guðnason LANDSBANKINN hyggst stytta af- greiðslutíma útibús síns í Sandgerði frá og með næstkomandi mánudegi. Bæjarstjórn hefur mótmælt þeim áformum harðlega og kemur saman til aukafundar í dag vegna málsins. Útibú Landsbankans í Sandgerði er nú opið daglega frá 9.15 til 16 en er lokað í klukkustund í hádeginu. Fyr- irhugað er að breyta afgreiðslutím- anum næstkomandi mánudag, þannig að það verði opið frá 12 til 16. Kristinn Briem, forstöðumaður á viðskipta- bankasviði, segir að breytingin sé gerð í hagræðingarskyni. Þetta hafi bankinn verið að gera víðar um landið og sé miðað við umfang viðskipta og stærð byggðarlags við ákvarðanirn- ar. Hann vekur athygli á því að eft- irleiðis verði opið í hádeginu þannig að daglegur afgreiðslutími styttist að- eins um klukkutíma og 45 mínútur. Þá segir Kristinn að aðgengi að bankaþjónustu hafi aukist, meðal annars í gegnum síma og Netið, og þá hafi nýlega verið settur upp hrað- banki í Sandgerði. Boða aukafund Bæjarstjórn Sandgerðis tók málið fyrir á fundi í vikunni og mótmælti harðlega breytingum og skerðingu á þjónustu og starfsemi Landsbank- ans. Í samþykktinni kemur fram að gera megi ráð fyrir fækkun starfs- fólks. Minnt er á fækkun í afgreiðslu Íslandspósts þegar sú starfsemi var færð í bankaútibúið og fyrirheit sem gefin hafi verið um að með því væri verið að tryggja núverandi starsfólki vinnu og íbúunum þjónustu á staðn- um til framtíðar. Bæjarstjórn ákvað að kalla bæjar- stjórn saman til aukafundar ef ekki fengist viðunandi niðurstaða málsins í viðræðum við forráðamenn Lands- bankans. Sá fundur var boðaður í gær, eftir árangurslausar viðræður við Landsbankann, og verður haldinn klukkan 9 í dag. Landsbankinn breytir og styttir afgreiðslutíma Bæjarstjórn mót- mælir harðlega Sandgerði GRINDAVÍKURBÆR styrkir heimildarmynd sem verið er að gera um Guðberg Bergsson rit- höfund í tilefni sjötugsafmælis hans. Guðbergur Bergsson verður sjötugur í október. Í tilefni þess er Kvikmyndafélagið Morgunn að gera heimildarmynd um lífsferil hans og ritstörf. Myndin verður sýnd í tveimur hlutum í Sjónvarp- inu um páskana. Guðbergur er fæddur og alinn upp í Grindavík og hefur staður- inn komið talsvert við sögu í verk- um hans. Grindavíkurbær hefur ákveðið að styrkja kvikmynda- gerðina um eina milljón kr. Heimildarmynd um Guðberg Grindavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.