Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 20
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
20 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR valinu sem íþróttamaður
sveitarfélagsins Ölfuss að þessu
sinni varð Gísli G. Jónsson aksturs-
íþróttamaður og er þetta í þriðja
sinn sem hann hlýtur titilinn. Það
er íþrótta- og æskulýðsnefnd sem
velur íþróttamann sveitarfélagsins,
valið er úr tilnefningum þar sem
valdir hafa verið íþróttamenn í öll-
um íþróttagreinum sem íbúar sveit-
arfélagsins stunda.
Gísli er vel að titlinum kominn og
eins og Ragnar Sigurðsson, for-
maður íþrótta- og æskulýðsráðs
sagði, „þá er hann einn besti tor-
færuökumaður landsins og þó víðar
væri leitað. Á árinu varð Gísli Ís-
landsmeistari og endurheimti bik-
armeistaratitilinn sem hann hafði
lánað öðrum Ölfusingi í eitt ár.“
Eftirtaldir voru valdir fulltrúar
sinna greina: Hallgrímur Brynjólfs-
son, körfuknattleikur, Hugrún
Vignisdóttir, fimleikar, Bjarni
Valdimarsson, golf, Katrín Tóm-
asdóttir, handknattleikur, Margrét
María Hólmarsdóttir, knattspyrna,
Karen Ýr Sæmundsdóttir, badmin-
ton, Þórarinn Óskarsson, hesta-
íþróttir, og Jón Guðni Gylfason,
frjálsar íþróttir.
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Íþróttamenn Ölfuss 2001. Aftari röð frá vinstri: Katrín Tómasdóttir, Valgerður Guðmundsdóttir fyrir Þórarin
Óskarsson, Margrét M. Hólmarsdóttir, Karen Ýr Sæmundsdóttir, Hugrún Vignisdóttir. Fremri röð: Bjarni
Valdimarsson, Gísli G. Jónsson, Jón Guðni Gylfason, Hallgrímur Brynjólfsson.
Íþróttamaður Ölfuss í þriðja sinn
Þorlákshöfn
TVEIR ungir menn sem kynntust í
Fiskvinnsluskólanum ákváðu að
verða sjálfstæðir og stofnuðu með
sér félag fyrir 15 árum og nefndu
það Hólmaröst. Annar þessara ungu
manna, Björn Ingi Bjarnason, kom
að vestan, frá Flateyri, en hinn er
innfæddur Hafnfirðingur og býr
þar.
Fyrirtækið ráku þeir um árabil í
Örfirisey í Reykjavík, en í júlí 1999
fluttu þeir starfsemi sína til Stokks-
eyrar. Þar við Hafnargötu númer 9
var til reiðu mjög gott húsnæði í
fyrrverandi frystihúsi staðarins.
Þeir hafa nú fest kaup á þeim hluta
hússins þar sem saltfiskframleiðslan
fór fram.
Aðspurður segir Björn Ingi að
mikill munur sé á því að reka fyr-
irtækið hér eystra. Hér hafa þeir
fast og öruggt starfslið, sem kann
vel til verka, en áður var meira óör-
yggi með starfsfólk.
Vinnslan hjá þeim er vel vélvædd
og þeir hafa unnið í janúar og febr-
úar samtals úr 683 tonnum af fiski.
Hjá þeim vinna 13 til 15 manns.
Fiskinn fá þeir frá Granda, eru
reyndar verktakar hjá því fyrirtæki,
vinna fiskinn í salt og skila honum
tilbúnum til útflutnings.
Björn Ingi fylgdi fyrirtækinu
strax austur fyrir fjall, eins og sagt
er, ásamt konu sinni Jónu Guðrúnu
Haraldsdóttur en þau hafa fest kaup
á einbýlishúsi á Eyrarbakka og búa
þar.
Saknar vestfirsku
fjallanna
Þegar hann er spurður hvernig
honum líki við Flóann, segir hann að
sér líki vel, sérstaklega finnst hon-
um birtan í skammdeginu hafa góð
áhrif, þó hann hins vegar sakni vest-
firsku fjallanna. Það sé sérstök upp-
lifun að sjá sól, jafnvel á jólum, fyrir
þá sem alist hafa upp við að sólin
hverfi um tveggja mánaða skeið.
Það munar mikið um fyrirtæki
sem kemur með 12 til 15 störf í þorp
eins og Stokkseyri, enda hafa þeir
félagar fengið góðar viðtökur hjá
heimamönnum.
Þess má geta að fyrir forgöngu
Jónu Guðrúnar hefur sá siður kom-
ist á hjá Stokkseyringum að hafa
heljar mikla skötuveislu á Þorláks-
messu, að vestfirskum sið.
Traust starfs-
fólk kann
vel til verka
Eyrarbakki
Hólmaröst flutti starfsemina
frá Reykjavík fyrir þremur árum
BARNASKÓLINN á Eyrarbakka
og Stokkseyri er elsti starfandi
barnaskóli á landinu. Hinn 25.
október á þessu ári verður þess
minnst að skólinn var settur í
fyrsta sinn þann dag fyrir 150 ár-
um.
Í tilefni þessara tímamóta var
ákveðið að hin árlega þemavika
skyldi fjalla um skólann og skóla-
starf á liðinni einni og hálfri öld.
Nemendur reyndu að nálgast
gamla muni úr skólastarfi til að
sýna og útbjuggu tímaás sem nær
frá stofnun skólans til dagsins í
dag. Einnig tengdu þeir tímaásinn
við merkisatburði í Íslandssög-
unni. Með þessu móti fékkst aukin
tilfinning fyrir aldri skólans. Þá
voru útbúin veggspjöld þar sem
fjallað var í máli og myndum um
ýmsa þætti í sögu skólans sem
þykja standa upp úr í skólastarfi
hér við ströndina.
Einnig var byrjað að útbúa
kennara- og skólastjóratal.
Líkan af Eyrarbakka
Nemendur gerðu líkan af Eyr-
arbakka, eins og hann gæti hafa
litið út um aldamótin 1900. Þá
voru tínd til ýmis námsgögn frá
eldri tíð, sum ansi lúin. Þótti nem-
endum sem gömlu skólabækurnar
væru vandaðri og merkari að inni-
haldi en nýju bækurnar, en gömlu
tækin þóttu æði fornfáleg.
Síðasta dag þemavikunnar var
svo sýning af vinnu nemendanna
þessa daga. Til hennar var boðið
foreldrum og öðrum sem áhuga
hafa á skólastarfi. Ákveðið var að
hafa sýninguna uppi áfram, svo
fleirum gefist kostur á sjá hana.
Frá þemadögum í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Gamlir hlutir nýtt-
ir á þemadögum
Stokkseyri
„DAGINN eftir þá hugsaði ég með
mér að kannski hefði ég hlaupið
apríl,“ sagði Ingibjörg Sigtryggs-
dóttir sem tók við formennsku í
Verkalýðsfélaginu Þór 2. apríl
1982, þegar hún rifjaði upp for-
mennskuárin. Hún gegndi for-
mennsku í 19 ár, til 5. apríl 2001.
Félagið, sem heitir nú Báran-Þór,
hélt Ingibjörgu kaffisamsæti ný-
lega þar sem henni voru þökkuð
formlega störfin fyrir félagið og
eiginmanni hennar, Árna H. Hólm,
einnig fyrir stuðninginn við hana í
hugsjónabaráttunni.
Þá var opnuð við þetta tilefni
heimasíða Bárunnar-Þórs og lýsti
Ingibjörg ánægju með að fá að
vera viðstödd þegar hlið framtíð-
arinnar væru opnuð.
Barátta að tosa upp launin
„Þetta er alltaf sama baráttan
að reyna að tosa upp launin hjá
þeim sem minnst hafa. Það hefur
ekki tekist að ná því markmiði að
dagvinnulaun varkamanns dugi til
að framfleyta fjölskyldu,“ sagði
Ingibjörg meðal annars þegar hún
ávarpaði gestina. Hún vék að hús-
næðismálum og sagði að fólk með
lægstu launin hefði ekki möguleika
á að kaupa sér íbúð á frjálsum
markaði og þyrfti að reiða sig á fé-
lagslega kerfið og þeir sem að því
stæðu, ríki og sveitarfélög yrðu að
átta sig á því. Húsnæðismálin
væru baráttupunktur.
„Það hefur alltaf verið streð að
ná fram hækkun á lægstu laun-
unum. Þau hafa alltaf verið það lág
að nauðsynlegt er fyrir hjón að
vinna bæði úti. Þó er ekki lengra
síðan en þegar ég var ung kona að
vinna eiginmannsins dugði til
framfærslu en auðvitað með yfir-
vinnu. Baráttan hefur staðið um að
bæta lífskjör þeirra sem hafa
minnst. En það vill enginn fara út í
gömlu vitleysuna með 60–70%
verðbólgu en það gengur samt
ekki að hafa launin svo lág sem
raun ber vitni,“ sagði Ingibjörg.
Erfitt að fá fólk á fundi
Hún sagði virkni félagsmanna
frekar litla sem væri erfitt í fé-
lagsstarfinu. „Hér áður gerði fólk
sér það til dundurs að fara að hitta
annað fólk eða á fundi. Nú er erfitt
að fá fólk á fundi en maður skilur
það vel, fólk kemur heim þreytt og
er ekki tilbúið að sitja á fundum en
félagsmenn verða að standa við
bakið á stjórnum félaganna því
annars verða þær lítils megnug-
ar,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði bót
að því að stækka félagssvæðin en
með því að félögin á Eyrarbakka
og Stokkseyri runnu saman við
Þór þá er eitt félag á svæðinu milli
Ölfusár og Þjórsár. „Ég sé fyrir
mér að allt Suðurland verði eitt fé-
lagssvæði. Það er betra á allan
hátt að hafa aflið sem býr í fjöldan-
um. Stórt félag hefur meira fjár-
magn til að þjónusta félagsmenn.
Það er gerð krafa til stéttarfélaga
að þau veiti þjónustu og því stærri
sem þau eru því betri þjónusta og
meira fé á bak við félagið,“ sagði
Ingibjörg.
Hún sagði litlu atvikin í fé-
lagsstarfinu oft þau minnisstæð-
ustu. „Mér dettur í hug lítið atvik.
Gömul kona missti heilsuna og ég
aðstoðaði hana við að fá bætur úr
sjúkrasjóði félagsins. Hún var
þakklát fyrir það og náði heilsu
aftur. Hún kom síðan til mín og
færði mér pottablóm fyrir hjálpina
og þetta blóm á ég enn,“ sagði
Ingibjörg Sigtryggsdóttir.
Betra að hafa aflið
sem býr í fjöldanum
Selfoss
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Ingibjörg Sigtryggsdóttir, fyrrverandi verkalýðsforingi.