Morgunblaðið - 09.03.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 09.03.2002, Síða 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í EYÐILEGU landslagi sem líkist núna helst tunglinu byggði óþekkt þjóð píramída fyrir hátt í fimm þúsund árum. Þar til fyrir fáum mánuðum hefðu fornleifafræðingar ekki lagt trúnað á það. Svo virðist sem þessir píra- mídar hafi verið musteri sem gnæfðu yfir nið- urgröfnum torgum og hringleikahúsi. Inn á milli voru íbúðahverfi, sem skiptust í hverfi ríkra og fátækra. Með áveitukerfi voru bómullar- og graskerjaakrar vökv- aðir, og afurðirnar seldar til fjarlægra heimshluta. Í stuttu máli, í Caral í Perú stóð heil borg, en hingað til hefur verið talið að borgarmenning hafi ekki kviknað í þessum heimshluta fyrr en 1.500 árum seinna. „Vís- bendingarnar um Caral grafa undan því sem hingað til hefur verið haft fyrir satt,“ sagði Ruth Shady, perúskur fornleifafræð- ingur við San Marcos-háskóla í Lima. Hún hefur stjórnað uppgreftrinum í Caral. „Menningin í Caral – 2.600 árum fyrir Krist – stóð í mestum blóma á sama tíma og egypsku píramídarnir, píramídarnir í Giza, og borgirnar í Mesópótamíu blómstruðu,“ sagði Shady. Síðan 1994 hefur hún ásamt hópi fornleifafræðinga grafið í sandhóla á eyðilegri hásléttunni yfir Supe-dal, 150 km norðvestur af Lima. Fornleifafræðingarnir gerðu sér fljótlega grein fyrir því að þeir væru að grafa upp borg. En þeir fundu engin merki um ker eða aðra leirmuni, og benti það til þess að borgin hefði risið á þeim tímum þegar For- nAmeríkumenn voru enn taldir hafa búið dreift, en ekki í borgum. Shady lagði fram þá tilgátu að borgin væri frá því fyrir tíma landnáms Maya í Mexíkó og Mið-Ameríku svo munaði nokkr- um öldum. Hún segir samstarfsfólk sitt ekki hafa talið þessa tilgátu líklega fyrr en í apríl í fyrra. Það var þá sem tveir banda- rískir rannsakendur birtu beinar sannanir í vísindaritinu Science. Bandaríkjamennirnir, Jonathan Haas, við Field-safnið í Chicago, og Winifred Cream- er, við Northen Illinois-háskóla, höfðu ald- ursákvarðað með geislakolum efni úr stærsta píramídanum í Caral og rakið það allar götur aftur til ársins 2627 fyrir Krist. Shady segir fólk hafa byrjað að setjast að í borginni um 2.900 f.Kr. og að búið hafi ver- ið í henni samfleytt í um þúsund ár. Shady telur að Caral hafi verið helg borg og stjórnarmiðstöð þjóðar sem byggt hafi 17 aðrar borgir, sem flestar séu enn grafn- ar í Supe-dalnum og úti við strönd Kyrra- hafsins. Hún ákvað að grafa fyrst upp Car- al vegna þess að samkvæmt uppdráttum virtist sem hún hefði verið þróuðust. Sex píramídar gnæfðu yfir borginni, sá hæsti 18 metrar, og var grunnflötur þeirra álíka stór og fjórir knattspyrnuvellir. Hæsti píramídinn var sá stærsti sem fundist hefur í Perú, að sögn Shady. Hún er nú að reyna að fá stjórnvöld í landinu og erlenda aðila til að leggja fram styrki til að hægt sé að vernda svæðið. Perústjórn hefur látið San Marcos-háskóla í té um fimmtíu milljónir króna vegna verkefnisins í Caral, en Shady vonast til að safna mun meiru frá erlendum aðilum. Leifar stærsta píramídans í Caral. Fyrir framan hann var stórt hringlaga torg. AP Fornleifafræðistúdent bendir á poka sem gerður var úr reyr og var fullur af grjóti. Vagga menningar í Vesturálfu kann að vera fundin í Perú Ruth Shady Caral í Perú. AP. AP YFIRLÝSING George W. Bush Bandaríkjaforseta á fimmtudags- kvöld um að hann hygðist á næstu dögum senda sáttasemjara Banda- ríkjastjórnar, Anthony Zinni, á ný til Miðausturlanda kom á óvart og þyk- ir merki um mikla stefnubreytingu. Jafnt ísraelskir sem palestínskir leiðtogar fögnuðu ákvörðun Bush í gær. Forsetinn hvatti á frétta- mannafundi í Rósagarðinum við Hvíta húsið Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, til að leggja hart að sér við að stöðva hryðjuverk gegn Ísraelum sem drægju úr friðarlík- um. Bush sagðist skilja vel að þjóð vildi verja sig og tryggja öryggi sitt en hann hefði „miklar áhyggjur“ af hefndaraðgerðum Ísraela og allri stigmögnun átakanna, að sögn The Jerusalem Post. Bush sagði að „engin trygging“ hefði fengist af hálfu deiluaðila fyrir því að tilraun Zinnis tækist en reynt yrði að fá þá til að hefja viðræður á grundvelli hugmynda sem settar voru fram í fyrra um skilyrði við- ræðna. Undanfarna mánuði hafa bandarískir ráðamenn yfirleitt gagn- rýnt mjög palestínska leiðtoga fyrir að hafa ekki hemil á hryðjuverka- mönnum en forðast að finna að stefnu Ísraela. Varkár en gagnrýndi Sharon Forsetinn sagðist halda að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, væri sér sammála um að ekki væri hægt að ná fram friði með því leyfa stigmögnun ofbeldis. Bandaríkjafor- seti sagðist treysta því að allir máls- aðilar á svæðinu, einnig Sharon, myndu leggja sig fram um að láta friðartilraunirnar bera árangur. Þótt Bush væri mjög varkár á fundinum og kallaði Sharon „vin“ sinn þóttu ummæli hans vera í sama anda og óvenju hvöss gagnrýni Col- ins Powells utanríkisráðherra á mið- vikudag er ráðherrann sagðist ekki skilja hvernig það gæti leyst málin fyrir Ísraela að „drepa sem flesta“ Palestínumenn. Tvær fyrri ferðir Zinnis reyndust árangurslausar og hafa Bush og aðr- ir ráðamenn Bandaríkjamenn sagt undanfarna tvo mánuði að þýðingar- laust væri að reyna málamiðlun fyrr en aðstæður breyttust. Háttsettir embættismenn í Washington sem kusu nafnleynd tjáðu The Wash- ington Post að Colin Powell hefði áð- ur látið í ljós óánægju sína með stefnu Sharons í einkasamtali við ísr- aelska ráðherrann en áhrifin hefðu verið lítil. Stefnan sem fylgt var hefði einfaldlega ekki borið árangur og hafnað í blindgötu. „Öðru nær, þróunin stefndi í ranga átt,“ sagði einn heimildarmaðurinn. Bandaríkjamenn segja að Zinni muni ekki leggja fram neinar nýjar tillögur um frið en byggt verði á hug- myndum nefndar öldungadeildar- þingmannsins George Mitchells og George Tenets, forstjóra leyniþjón- ustunnar (CIA) frá því í fyrra. Í hug- myndunum er meðal annars gert ráð að deiluaðilar semji vopnahlé og full- nægi nokkrum skilyrðum áður en raunverulegar viðræður hefjist. Er Zinni var á ferðinni í janúar sagðist hann ekki koma aftur á vettvang á ný nema Palestínustjórn handsam- aði og framseldi Ísraelum menn sem taldir væru bera ábyrgð á morðinu á ísraelska ráðherranum Rehavam Ze’evi í fyrra, ráðamenn Palestínu- stjórnar hættu að hvetja til árása, gert yrði átak til að stöðva framferði hermdarverkamanna, stjórn Palest- ínumanna gengist við ábyrgðinni á vopnasmygli með skipinu Karine A. og loks að handteknir yrðu 33 nafn- greindir hryðjuverkamenn. Skýring- in sem löngum var gefin í Hvíta hús- inu á því að Bandaríkjamenn héldu nú að sér höndum var sögð sú að Arafat neitaði að fullnægja skilyrð- um Zinnis þótt hann hefði komið til móts við þau í sumum atriðum. Nú er ljóst að Bandaríkjamenn hafa slakað á skilyrðunum. Stefnubreyting stjórnar Bush kom á óvart. Svo seint sem á fimmtu- dagsmorgun sagði Powell á fundi með þingnefnd að Zinni myndi ekki verða sendur af stað fyrr en dregið hefði úr ofbeldi og deiluaðilar sýnt vilja til að ræðast við. Bush harmaði mannfallið undan- farna daga er hann ræddi við frétta- menn og ljóst er að blóðbaðið hefur hvatt menn til að gera nýja tilraun. Abdullah, krónprins Sádi-Arabíu, hefur lagt fram friðarhugmyndir sem verða ræddar á fundi arabaríkja í lok mánaðarins í Beirút. Ganga þær út á að Ísraelar hverfi af herteknu svæðunum en í staðinn viðurkenni öll arabaríki Ísrael. Arafat styður hugmyndirnar, Sýrlendingar hafa óvænt tekið undir með honum og tel- ur fréttaskýrandi BBC að Bush telji ef til vill að heppnist frumkvæði Sádi-Araba verði það til þess að draga úr áhrifum Bandaríkjamanna í Miðausturlöndum. En Ísraelar, sem í fyrstu virtust hrifnir, taka nú dræmt í tillögur Abdullah, segja þær óljósar. Bush lét nægja að segja á fundinum á fimmtudag að þær gætu opnað glufu fyrir víðtækari friðar- viðræður. Ferðalag Cheneys og barátta gegn hryðjuverkum Tímasetningin tengist einnig því að Dick Cheney varaforseti heldur í tíu daga ferð til Miðausturlanda á sunnudag og hefur hún verið lengi í undirbúningi. Megn óánægja ríkir meðal helstu vinaþjóða Bandaríkja- manna í Evrópu og arabaríkjunum og hefur verið rætt um að Cheney geti reiknað með kuldalegum mót- tökum víðast hvar. Ákvörðunin um ferð Zinnis gæti bætt samskiptin en ætlun Cheneys með ferðalaginu er að reyna að efla stuðning við baráttuna gegn alþjóð- legum hryðjuverkum. Yossi Sarid, leiðtogi helsta stjórnarandstöðu- flokksins í Ísrael, Meretz, sagði í vik- unni að Bandaríkjastjórn gæti ekki haldið áfram stefnu „áhugaleysis og kaldrana“. Ef þeir vildu stöðugleika á svæðinu yrðu þeir að senda sátta- semjara á vettvang. „Sem risaveldi bera þeir vissa ábyrgð. Bandaríkja- menn eru ekki svo heilagir að þeir séu hafnir yfir gagnrýni,“ sagði Sarid í viðtali við Jerusalem Post. Eindrægni út á við Vitað er að ágreiningur er í Bandaríkjastjórn um stefnuna gagn- vart Ísrael og sumir þar á bæ telja vafasamt að Sharon fylgi yfirleitt lengur markvissri stefnu gagnvart Palestínumönnum. Powell hefur vilj- að halda áfram virkum afskiptum af deilunni. Hann sagði á fundinum með þingmönnum að ýta ætti til hlið- ar skilyrði Sharons fyrir viðræðum en hann krefst þess að Palestínu- menn stöðvi allar árásir í sjö daga samfleytt, þá en ekki fyrr verði talað við þá. Ísraelar fullyrða að Arafat geti haft fulla stjórn á öllum hryðju- verkamönnum ef hann vilji. Sharon segir Palestínuleiðtogann eiga alla sök á átökunum, hann hafi skipulagt þau til að reyna að bæta samnings- stöðu sína í viðræðum við Ísraela. Cheney hefur lagst á sveif með þeim sem segja að þjarma beri að Arafat og hann verði að standa við orð sín um að stöðva hryðjuverkin gegn ísraelskum borgurum. Geri hann það ekki sé best að láta Ísraela leysa vandann með sínum hætti. Ljóst var á blaðamannafundi Bush á fimmtudagskvöld að kveða átti niður raddirnar um klofning í stjórninni; sitt hvorum megin við forsetann stóðu þeir Cheney og Powell. Heim- ildarmenn segja að Powell, sem dró nokkuð úr gagnrýni sinni á Ísraela á fimmtudagsmorgun, hafi lagt á ráðin með Bush og Condoleezza Rice þjóð- aröryggisráðgjafa síðar um daginn og niðurstaðan hafi birst umheimin- um í Rósagarðinum: Eindrægni í Hvíta húsinu út á við, jafnvel þótt deilt sé bak við tjöldin. Reuters Colin Powell og George W. Bush á fundinum í Rósagarðinum við Hvíta húsið á fimmtudag. Bush reynir að rjúfa patt- stöðu í Palestínudeilunni Sáttasemjarinn Zinni mun ítreka fyrri hugmyndir um vopnahlé og friðarviðræður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.