Morgunblaðið - 09.03.2002, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 09.03.2002, Qupperneq 30
KVIKMYNDIN Einskismanns- land (No Man’s Land) er líklega með snjallari og áhugaverðari kvikmynd- um sem reka mun á fjörur íslenskra bíógesta þetta árið, en hún er allt í senn, skörp greining á pólitísku ástandi á Balkanskaganum, bráð- skemmtileg gamanmynd og stórgott listrænt afrek. Það er bosníski kvikmyndaleik- stjórinn Danis Tanovic sem leikstýr- ir og skrifar handrit þessarar kvik- myndar, en hann hefur vakið athygli á undanförnum árum fyrir kvik- myndaverk þar sem varpað er ljósi á tilveru íbúa á Balkanskaganum í skugga borgarastyrjaldar og menn- ingarlegra átaka. Þessi nýjasta mynd Tanovic hefur síðan áunnið sér verðlaun og tilnefningar á kvik- myndahátíðum beggja vegna Atl- antsála. Í Einskismannslandi fjallar Tanovic á allegórískan hátt um borg- arastyrjöldina á Balkanskaganum. Sagan á sér stað árið 1993 og segir frá þremur hermönnum sem verða strandaglópar í „Einskismanns- landi“, þ.e. í skotgröf milli víglína Serba og Bosníumanna á átakasvæði fyrrverandi Júgóslavíu. Tveir her- mannanna, Serbinn Nino (Branko Djuric) og Bosníuhermaðurinn Tsjiki (Rene Bitorajac), eru þar nokkurs konar fulltrúar andstæðra fylkinga, og reyna þeir að hafa gætur hvor á öðrum meðan þeir leita leiða til að forða sér úr hinum hættulegu að- stæðum, meðan þriðji hermaðurinn liggur særður ofan á jarðsprengju sem mun springa við minnstu hreyf- ingu. Inngrip gæsluliða Sameinuðu þjóðanna og samskipti þeirra, fjöl- miðla og stríðandi fylkinga sem fylgja í kjölfarið eru sláandi lýsing á ringulreið borgarastríðsins í fyrrver- andi Júgóslavíu og stríðs- og átaka- vanda hins „siðmenntaða“ nútíma. Sú nálgun sem Danis Tanovic vel- ur á viðfangsefni sitt er jafn yfirveg- uð og hún er sterk. Hann nær að draga upp gríðarlega breiða mynd af ástandinu um leið og kafað er djúpt ofan í þær persónur sem við sögu koma. Frammistaða þeirra Banko Djuric og Rene Bitorajac er þungt lóð á vogarskálarnar, sem og frammistaða annarra. Ólíkt flestum stríðsmyndum sem framleiddar hafa verið er leikstjór- inn ekki í einhverjum tindáta- og þyrluleik og er sú mynd sem dregin er upp af hermönnunum sjálfum, stríðstólum og umhverfi langt frá því að vera glæst eða glansandi. Sú stað- reynd ein að í Evrópu eru framleidd- ar svonefndar „stökksprengjur“ vek- ur sterkar efasemdir um tilverurétt mannkynsins á jörðinni. Það er eng- inn óvinur í sögunni, engin hetja, að- eins manneskjur í stríði. Og líkt og sagan leiðir í ljós eru engir sigrar í þessu stríði, aðeins ósigrar. KVIKMYNDIR Regnboginn Leikstjórn og handrit: Danis Tanovic. Kvikmyndataka: Walther Vanden Ende. Aðalhlutverk: Branko Djuric, Rene Bi- torajac, Filip Sovagovic, Georges Siatid- is og Katrin Cartlidge. Sýningartími: 98 mín. Belgísk/bosnísk/frönsk/ítölsk/ slóvensk/bresk samframleiðsla. Fa- brica, 2001. NO MAN’S LAND (EINSKISMANNSLAND) Stríð án sigra Úr No Man’s Land. Heiða Jóhannsdóttir ÞEIM sem fá sér bita milli mála er hættara við tannskemmdum en öðr- um, segir í upplýsingapésa frá tann- verndarráði um bita milli mála. Tannverndardagurinn var haldinn fyrir nokkru og vill Tannverndarráð beina sjónum fólks að því að árs- neysla á sykri á Íslandi er að með- altali 53,1 kíló á hvert mannsbarn og neysla gosdrykkja 160 lítrar að meðaltali. „Þrátt fyrir þessa miklu sykurneyslu höfum við náð veruleg- um árangri í baráttunni við tann- skemmdir á síðustu árum og má meðal annars þakka það miklu átaki í forvörnum,“ segir í upplýsingum Tannverndarráðs. Vakin er athygli á því að stöðugt nart skemmi tenn- ur og að slæmar matarvenjur stuðli að tannskemmdum. Sérstaklega á þetta við sé sykurríkrar fæðu neytt. Bent er á að sá siður að dreypa í sífellu á súrum og sætum drykkjum geti valdið glerungseyðingu og það að hafa gosdrykk, ávaxtasafa eða djús á borðinu hjá sér og dreypa á allan daginn hafi mun verri áhrif á tennurnar en að þamba umrædda drykki á stuttum tíma. „Athugaðu að allur sykur getur skaðað tennurnar, sama hvort hann Hollur biti til varnar skemmdum í tönnum kemur frá náttúr- unnar hendi eða honum er bætt í matinn. Athugaðu að „falinn sykur“ er í ýmsum fæðuteg- undum, svo sem sinnepi, tómatsósu, niðursoðnum ávöxt- um og sykruðu morgunkorni. Góð og nauðsynleg tann- vernd er að börn neyti helst aldrei sætinda á dagheim- ilum, leikskólum og í skólum. Þeir sem ekki geta án sæl- gætis verið ættu að reyna að binda átið við eitt skipti í viku, til dæmis laugar- dagskvöldið. Það er betra fyrir tennurn- ar að borða allt sæl- gætið í einu í stað þess að narta í það í tíma og ótíma,“ segir í upplýsingum Tannverndar- ráðs. Stungið er upp á heppilegum mat í nestispakkann í staðinn fyrir sæt- meti, til dæmis ósykruðum mjólk- urvörum, grófu brauði með græn- meti og fitulitlu áleggi, fersku grænmeti, ferskum ávöxtum, harðfiski og poppkorni. Fæða sem ætti að varast er sæl- gæti og gosdrykkir, sætar kökur, tertur og kex, sulta, ávaxtamauk og hunang. „Sérstaklega ber að varast sætindi sem eru lengi í munninum, svo sem hlaup, lakkrís og karamellur sem klístrast við tenn- urnar og ýmsar töflur og brjóstsyk- ur sem er lengi að leysast upp. Fræðsluefni um tannheilsu og tannvernd fyrir fagfólk og almenn- ing er að finna á heimasíðu Tann- verndar, www.tannvernd.is. HAB á Íslandi hefur fengið umboð fyrir heilsubrunna úr orkusteinum, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Hægt er að fá brunnana með eða án ljóss og úr mörgum tegundum steina. Brunnarnir eru með renn- andi vatni, hafa róandi áhrif og stuðla að vellíðan, segir ennfremur. „Henta vel bæði á vinnustöðum og heimilum og sem náttúruleg raka- tæki.“ Nánari upplýsingar fást í verslun Aloe Vera við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. NÝTT Heilsubrunnar úr orkusteinum NEYTENDUR 30 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ RJÓMABOLLUR sem Íslendingar neyta eru almennt undir viðmiðunar- mörkum um gerlafjölda og fjölda staphylococcus aureus, að því er fram kemur í niðurstöðum um örveru- ástand sem kannað var á heilbrigð- iseftirlitssvæðum um landið. Einung- is 3 sýni voru yfir viðmiðunar- mörkum, þar af tvö ósöluhæf, samkvæmt skýrslu frá Hollustu- vernd ríkisins. Eftirlitið fór fram í febrúar á veg- um Hollustuverndar ríkisins og Heil- brigðiseftirlits sveitarfélaga. Sýni voru tekin úr rjómabollum á átta heil- brigðiseftirlitssvæðum og var fram- kvæmdin í höndum heilbrigðiseftir- lits í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, á Vestfjörðum, Norður- landi eystra og vestra, Austurlandi, Kjósarsvæði og Suðurlandi. 72 sýni úr 17 bakaríum Tekin voru 72 sýni af rjómabollum úr 17 bakaríum víða um land og rann- sökuð á rannsóknastofu Hollustu- verndar ríkisins. Ýmist var um að ræða sýni úr vatnsdeigs- og gerdeigs- rjómabollum og voru sýni tekin á höf- uðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, ekki endilega af matvælum sem voru framleidd á viðkomandi svæði. „Við rannsókn á rjómabollunum voru skoðuð helstu atriði sem hafa áhrif á örverufræðilegt öryggi þeirra. Athugaður var heildargerlafjöldi, staphylococcus aureus, kólí- og saur- kólígerlar sem gefa til kynna per- sónulegt hreinlæti starfsfólks og al- mennt hreinlæti við framleiðslu vörunnar,“ segir Hollustuvernd. Tvö af þeim 72 sýnum sem tekin voru til greiningar, eða um 2,8%, voru talin ósöluhæf samkvæmt mörkum viðmiðunarreglna sem getið er í riti heilbrigðisráðuneytis, nr. 3/1981 og eitt sýni var talið gallað samkvæmt sama riti. Sýnin tvö voru ósöluhæf vegna of hás heildargerlafjölda ann- ars vegar og of hás saurkólígerla- fjölda hins vegar. Sýni sem var gallað innihélt talsverðan fjölda af staphylo- coccus aureus og háan heildargerla- fjölda, samkvæmt skýrslu Hollustu- verndar ríkisins. 2,8% rjómabolla talin ósöluhæf Morgunblaðið/Árni Sæberg Rjómabollur koma almennt vel út í könnun hjá heilbrigðiseftirliti. Kotasæla í nýjum umbúðum KOTASÆLA er nú komin á mark- að í nýjum umbúðum sem eru með tvískiptu loki. Annars vegar er ál- filma sem innsiglar dósina og hins vegar plastlok, sem heldur henni þéttlokaðri eftir að innsiglið hefur verið rofið, að því er segir í tilkynn- ingu. Allar gerðir Kotasælu eru fáan- legar í þessum nýju umbúðum. Uppskriftir og nánari upplýsingar má finna á www.ostur.is. Fleiri brauð og sósur hjá Subway VEITINGASTAÐIR Subway hafa bætt brauðtegundum á matseðilinn og bjóða nú jafnframt í fyrsta sinn upp á sósur með kafbátunum, að því er segir í tilkynningu frá Subway. Nýju brauðin eru ítalskt kornbrauð, parmesan og óreganó brauð og country wheat en brauðin sem fyrir voru eru ítalskt brauð og heilhveiti- brauð. Auk nýju brauðanna hefur Subway líka á boðstólum í fyrsta sinn svokallað Subway wrap sem er brauð- vafningur úr mexíkóskum hveitikök- um. „Nýju sósurnar eru hunangs/sinn- epssósa, asiago, southwest og pipar- rótarsósa og jafnframt hefur skurði brauðanna verið breytt,“ segir í til- kynningu frá Subway. Þar segir enn- fremur að Subway veitingastaðir séu orðnir fleiri en veitingastaðir McDon- alds í Bandaríkjunum. Subway veit- ingastaðir eru níu talsins á Íslandi. LISTIR GÆÐI þeirra muna sem Ingi- björg Þ. Klemenzdóttir sýnir í Gall- erí Reykjavík - á Ljósahátíð, undir heitinu „Ljósbrot“ - eru fólgin í því hve þunnt hún vinnur leirinn. Yfir- leitt er íslensk leirlist gerð úr mun þykkari efniviði en Ingibjörg sýnir á stuttsýningu sinni í Gallerí Reykja- vík. Fyrir vikið ná þessir tiltölulega fáu hlutir - lampar, vegglampar og skálar - að fanga áhorfandann með léttleik sínum og brothættum skráp. Ljósir litir auka enn á fínlegt svip- mót þessara fremur látlausu nytja- hluta og sýna okkur hve ágætlega Ingibjörgu tekst að nýta sér litræn blæbrigði án þess að þurfa að hverfa á náðir sterkra lita. Eggjaskurn er vissulega það fyrsta sem manni kemur í hug, svo þunnur er postulínsleirinn sem Ingi- björg holubrennir, en það er tækni þar sem sjálf jörðin er notuð í stað brennsluofnsins. Sú tækni hefur löngum verið eftirlæti listakonunnar enda tekst henni að nýta sér hana með góðum árangri. Í allt sýnir Ingibjörg ekki fleiri en átta muni, sem er ef til vill í það minnsta á stað eins og Gallerí Reykjavík, þar sem flest allt um- hverfis hótar að gleypa athyglina. Það hefði vissulega verið fengur að stærra umfangi og fjölbreyttara úr- vali af listmunum. En það ber ef til vill einnig að þakka það sem þó er sýnt, sem vissulega sannar að Ingi- björg Þ. Klemenzdóttir er vaxandi leirkerasmiður með mikla tilfinningu fyrir efniviði sínum og mótun hans. MYNDLIST Gallerí Reykjavík Til 12. mars. Opið virka daga frá kl. 12 – 18; laugardaga frá kl. 11 - 16; en lokað sunnudaga. LEIRLIST INGIBJÖRG Þ. KLEMENZDÓTTIR Frá stuttsýningu Ingibjargar Þ. Klemenzdóttur – Ljósbrot. Halldór Björn Runólfsson Ljós og postulín
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.