Morgunblaðið - 09.03.2002, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 09.03.2002, Qupperneq 51
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 51 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I www.plusapotek.is Lyfjafræðingur Plúsapótek ehf. óska eftir að ráða lyfjafræðinga í fullt starf til vinnu í apótekum sínum og til ýmissa verkefna. Innan Plúsapóteka eru 19 lyfjabúðir staðsettar um allt land. Ef þú ert að leita að skemmti- legu og krefjandi starfi hjá ört vaxandi fyrir- tæki, þá er þetta rétta tækifærið. Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Plúsapóteka, í síma 577 6055 eða t-pósti plusapotek@plusapotek.is . Skrifstofa: Nethyl 2, 110 Reykjavík. S. 577 6055, t-póstur plusapotek@plusapotek.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Bakarasveinafélags Íslands verð- ur haldinn laugardaginn 16. mars kl. 14.00 á Stórhöfða 31, gengið inn að neðanverðu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Grænland Í dag, laugardaginn 9. mars, verður opinn fund- ur á vegum Grænlensk-íslenska félagsins um flugsamgöngur milli Íslands og Grænlands. Fundurinn verður í sal Norræna hússins og hefst kl. 15.00. Fundurinn er öllum opinn. Stjórn Kalak. Sjóðfélagafundur Sjóðfélagafundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl nk. kl. 17.15. Fundurinn verður haldinn á Hótel Loftleiðum, Þingsal 8. Dagskrá: 1. Venjuleg störf sjóðfélagafundar skv. 6. gr. samþykkta sjóðsins. Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna.                              Reykjanesbær 11. mars 2002 mánudagur Sjálfstæðishúsinu Njarðvík. Þorlákshöfn 12. mars 2002 þriðjudagur Duggunni, Þorlákshöfn. Sandgerði/Garði 13. mars 2002 miðvikudagur Veitingahúsinu Vitanum, Sandgerðisbæ. Hella 14. mars 2002 fimmtudagur Veitingahúsinu Kanslaranum. Grindavík 18. mars 2002 mánudagur Sjómannastofunni Vör, Grindavík. Árborg 19. mars 2002 þriðjudagur Sjálfstæðishúsinu, Austurvegi 38, Selfossi. Hveragerði 20. mars 2002 miðvikudagur Sal verkalýðsfélagsins í Hveragerði. Vestmannaeyjar 21. mars 2002 fimmtudagur Ásgarði Vestmannaeyjum. Fundartími er kl. 20.30 á öllum stöðum nema í Vestmannaeyjum kl. 12.00. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. FÉLAGSSTARF ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is HUGMYNDIN að rannsóknarverk- efninu kviknaði eingöngu út frá fræðilegu sjónarmiði, að sögn Agnesar. Hún sagði að sífellt færð- ist í aukana að ólíkir einstaklingar, af báðum kynjum og á öllum aldri, sem hefðu sama áhugamál, mynd- uðu hópa frekar en þeir sem hefðu sömu menntun eða væru á sama aldri eða af sömu stétt. Virðist hestamenn vera sérstakur hópur „Við þetta myndast nýr vinkill á markhópa,“ sagði Agnes Ósk, en hún leggur áherslu á markaðsfræði í námi sínu. „Þetta fyrirbæri fang- aði hug minn og næsta skref var að leita að hópi sem væri svona sam- ansettur. Mér virtist sem hesta- menn gætu einmitt verið svona hópur og valdi þá. Ég vil taka það fram að ég er ekki sjálf í hesta- mennsku. Ég leitaði mér upplýsinga víða og las til dæmis allan Eiðfaxa, tímarit hestamanna, nánast frá 1. tölublaði. Mér leist best á að leita á náðir FEIF, alþjóðlegra samtaka eigenda íslenskra hesta, en það reyndist ekki auðvelt því viðhorfin til rann- sóknarinnar voru mjög misjöfn milli landa. Þjóðverjar vildu til dæmis alls ekki senda mér upplýs- ingar, en nágrannar okkar á Norð- urlöndunum brugðust fljótt við og sendu mér félagalista sína um hæl.“ Agnes Ósk segist hafa komist að því að á sínum tíma hafi spurn- ingalisti verið sendur til allra áskrifenda Eiðfaxa International í útlöndum í samvinnu við Félag hrossabænda og hafi það komið vel út. Hún ákvað því að leita á náðir Eiðfaxa og fyrir nokkru var sendur út spurningalisti með blaðinu til áskrifendanna þar sem hún spurði 40 fullyrðingaspurninga og Félag hrossabænda ákvað að vera einnig með nú og lagði einnig fram spurn- ingar. Alls voru spurningarnar 54 talsins. „Markmiðið með þessum spurningum er að skoða hvort við- horf þessa hóps séu hin sömu, óháð þjóðerni, aldri og kyni, eða ekki. Spurningarnar grundvallast á þeirri tilgátu minni að hópurinn sé einsleitur í viðhorfum. Ég er mjög ánægð með viðbrögðin því að á tveimur vikum hafa þegar borist um 200 svör, bæði með pósti og tölvupósti. Ég er svo spennt að ég get varla beðið eftir að komast heim á daginn til að sjá hvað hefur borist. Það hefði verið gaman að geta einnig tekið viðtöl við Íslend- inga sem hafa verið mikið í útlönd- um í tengslum við hross og einnig útlendinga sem eiga íslenska hesta og koma mikið hingað til lands í tengslum við hestamennskuna. En því miður hefur ekki orðið úr því.“ Agnes Ósk segir þessa rannsókn hafa tvíþætt markmið, það er að segja að vera hluti af MS-ritgerð og einnig mun hún skila skýrslu til Fé- lags hrossabænda og Hestamið- stöðvar Íslands sem hún vonast til að nýtist hestamönnum við mark- aðssetningu íslenska hestsins. Hún hlaut 150.000 króna styrk frá Fé- lagi hrossabænda og 100.000 króna styrk frá Hestamiðstöð Íslands vegna verkefnisins. Hún segist stefna að því að ljúka rannsókninni sem fyrst og útskrifast í vor. Rannsakar hestamenn sem þjóðfélagshóp Agnes Ósk Sigmundardóttir, sem er að ljúka meistaranámi í viðskiptafræði við Há- skóla Íslands, sagði Ásdísi Haraldsdóttur hvers vegna hún valdi hestamenn sem um- fjöllunarefni í lokaritgerð sinni. SAMKVÆMT nýjum samningi landbúnaðarráðherra, fjármálaráð- herra og Bændasamtaka Íslands verður samtals 9,5 milljónum króna varið sérstaklega í alþjóðlega gagna- grunninn um íslenska hestinn, WorldFengur, á árunum 2003–2007. Framlög ríkisins vegna kynbóta- skýrsluhalds í hrossarækt nema auk þess 25,5 milljónum króna á sama tímabili. Nú eru skráð um 130.000 ís- lensk hross í WorldFeng. Nýlega skrifaði þýska Íslandshestafélagið, IPZV, undir áskriftarsamning að gagnagrunninum og einnig hefur danska Íslandshestafélagið, Dansk Islandshestforening, nýlega ákveðið að gerast áskrifandi. Þar með eru stærstu aðildarlönd FEIF orðin áskrifendur. Danmörk er 12. aðild- arlandið sem sækir um áskrift af WorldFeng. Á heimasíðu íslensks landbúnaðar kemur fram að Tölvudeild BÍ sé nú að undirbúa flutning á gögnum úr þýska og sænska gagnagrunninum inn í WorldFeng. Þetta krefst mik- illar vinnu þar sem grunnskrá þarf mörg þúsund hross sem fædd eru á Íslandi. Tæpar 10 milljónir í WorldFeng MIKIÐ verður um að vera í Reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík á sunnudaginn kemur, 10. mars, þegar hestamenn höf- uðborgarsvæðinu og Suðurnesjum halda æskulýðsdag hesta- manna undir yf- irskriftinni „Æskan og hesturinn“ í sjö- unda sinn. Það eru hesta- mannafélögin Hörður í Mosfellsbæ, Fákur í Reykjavík, Andvari í Garðabæ, Gustur í Kópavogi, Sóti á Álftanesi, Sörli í Hafn- arfirði og Máni á Suðurnesjum sem standa að hátíðinni og er öll vinna unnin í sjálfboðavinnu. Á hátíðinni kemur fram fjöldi barna og unglinga úr röðum þessara fé- laga og hefst hún á fánareið þar sem búast má við að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ríði í broddi fylkingar. Hvert hestamannafélag býður upp á atriði á hestum og börn úr félögunum sjá einnig um önnur skemmtiatriði. Meðal þeirra sem koma fram eru Jóhanna Guðrún söngkona, Margrét Freyja flautu- leikari og systurnar Camilla Petra og Viktoría sem spila á fiðlur. Þá verður Kristinn Há- konarson, sem reyndar er fullorð- inn, með óvenjulegt atriði sem sýnir góð tengsl manns og hests og hinn kunni ungi knapi, Daníel Ingi Smárason, bætir um betur og sýnir að enn á það við að „… milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður.“ Margir hafa komið að und- irbúningi sýningarinnar og verið börnunum til aðstoðar. Sýning- arstjóri er Tómas Snorrason og þulur Hulda G. Geirsdóttir. Vegna mikillar aðsóknar á sýn- inguna Æskan og hesturinn í fyrra er boðið upp á tvær sýn- ingar á sunnudaginn. Sú fyrri hefst kl. 14.00, en hin síðari kl. 17.00. Aðgangur er ókeypis. Æskan og hesturinn á sunnudag Börn, unglingar og hestar verða í aðalhlut- verkum á hátíðinni Æskan og hesturinn. Morgunblaðið/Ásdís Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI Úrval fermi gargjafa Góð fermingartilboð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.