Morgunblaðið - 09.03.2002, Page 53

Morgunblaðið - 09.03.2002, Page 53
MÚSÍKTILRAUNIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 53                HLJÓMSVEITAKEPPNI Tóna- bæjar sem kallast Músíktilraunir hófst í tuttugasta sinn síðastliðið fimmtudagskvöld. Þá leiddu saman hesta sína tíu hljómsveitir ólíkrar gerðar þótt flestar hafi þær leikið tilbrigði við rafgítarrokk. Soap Factory Hljómsveitin Soap Factory var fyrst á svið þetta kvöld en virtist ekki láta það á sig fá; sveitarmenn virkuðu öruggir með sig og yfirvegaðir. Þeir leika gleði- pönk með gamansömum textum og gerðu það prýðilega, greinilegt að þar fer tilvonandi stuðsveit á ís- lenskum ballamarkaði. Tómarúm Tómarúm lék öllru þyngri tónlist og ekkert var sparað í hamagangi og hávaða, þegar heyrðist í mönnum það er að segja. Lögin sem sveitin lék voru fullgisin fyrir svo mikla keyrslu og virtist sem liðsmenn sveitarinnar væru illa æfðir. Lime Emil H. Petersen tók einnig þátt í síðustu músíktilraunum með naumhyggjulegt tölvupopp sitt og hefur tekið ákveðnum framförum. Sérstaklega var síðasta lag hans vel unnið, minnti á þýska tölvuróman- tík frá áttunda áratugnum, en hin lítt áhugaverð, hljóðheimur ekki að- laðandi og skortur á laglínum. Core Blooming Þeir félagar í Core Blooming hafa greinilega lagt hart að sér í æfingahúsæðinu því þeir voru geysiþéttir og öruggir. Laga- smíðar voru og þokkalegar, en mik- ill galli hvað þeir virkuðu ófrum- legir og óspennandi. Það var helst er þeir sprettu úr spori í lokalaginu að maður gleymdi þeirri tilfinningu að hafa heyrt þetta allt saman áður. Ókind Víst var það rétt hjá til- raunakynni að nafn hljómsveitar- innar Ókindar er tvírætt, gæti eins verið Ó, kind. Tónlist sveitarinnar var líka skemmtilega tvíræð; var þetta gaman eða alvara? Hvað sem því líður var Ókind tvímælalaust skemmtilegasta hljómsveitin þetta kvöld og sú jafnbesta. Nuggets Piltarnir í Nuggets eru ekki háir í loftinu, aðeins þrettán ára, og varð að taka viljann fyrir verkið. Þeim er þó ekki alls varnað, voru skemmtilega svalir á sviðinu og ágætis laglína gægðist út úr öðru og þriðja lagi, aukinheldur sem textinn í þriðja laginu var mergjaður. Tha Skreamerz Þeir félagar í Tha Skreamerz leika tölvutónlist, eins konar trans/breakbeat eins og þeir lýstu því, en vantaði samfelluna sem ber upp gott trans. Takturinn í fyrsta lagi var ágætur, en lögin tvö sem á eftir komu stefnulaus frasa- söfn. Gizmo Gizmo státaði af þremur gítarleikurum sem tryggði að gít- arhljómamúrinn var þéttur og menn gátu gleymt sér við að hlusta á gítarleik þegar lögin sjálf brugð- ust. Verkaskiptingin með þeim var líka góð, en söngurinn ekki traust- ur. Noise Noise komst í úrslit á síð- asta ári með Nirvana-kennt rokk og reri á svipuð mið. Sveitinni hefur farið mikið fram frá því í fyrra, sér- staklega var gítarleikarinn traustur og trommuleikari vel efnilegur þótt hamagangurinn hafi sett hann út af sporinu í einu lagi. Þeir Noise-fé- lagar eiga aftur á móti eftir að móta sér frumlegan stíl og þangað til það gerist er ekki eftir miklu að slægjast. Heilaskaði Heilaskaði átti síðasta orðið að þessu sinni og flutti þjóð- legar stemmur við einfaldan tölvu- gerðan undirleik. Textar voru hæfi- lega kæruleysislegir, sérstaklega textinn um bensínlausa bílinn, og undirleikurinn, sem byggðist á ein- földum og „ódýrum“ hljóðum og minnti einna helst á gamaldags Casio-hljómborð, gaf lögunum smekklega háðskan blæ. Það var svo gaman að sjá mann berja á tölvuskjá á sviði í stað rafgítars eða trommusetts sem hefur verið siður svo lengi sem elstu rokkvinir muna. Niðurstaða tilraunanna að þessu sinni var svo að Gizmo sigraði á at- kvæðum úr sal, en dómnefnd til- raunanna valdi Ókind áfram. Þess má geta að Ókind var í öðru sæti á atkvæðum úr sal, skammt á eftir Gizmo. Tilbrigði við rafgítar- rokk TÓNLIST Tónabær MÚSÍKTILRAUNIR Fyrsta tilraunakvöld Músíktilrauna Tóna- bæjar, haldið í Félagsmiðstöðinni Tóna- bæ fimmudaginn 7. mars. Þátt tóku Soap Factory, Tómarúm, Lime, Core Blooming, Ókind, Nuggets, Tha Skreamerz, Gizmo, Noise og Heilaskaði. Áheyrendur um 300. Árni Matthíasson Tómarúm Soap Factory Lime Core Blooming Nuggets Tha Skreamerz Heilaskaði Noise Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.