Morgunblaðið - 09.03.2002, Síða 56

Morgunblaðið - 09.03.2002, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ                           !"# #  #    #   #       #            BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is ÞÓ ÉG sjái ekkert athugavert við að þjóð hafi sín sérkenni og hefðir eins og hin fámenna íslenska hefur gert, er ekki þar með sagt að ég sé á móti fólki sem leitar hér betra lífs. En ég vil að við höfum hemil á fjöldanum svo við ráðum við vand- ann sem ólíkir þjóðfélagshópar geta valdið. Það gengur ekki að blaðra um málin út í bláinn og koma sér undan rökræðum um afleiðingar fljótfærni og vanhugsunar. Hér á landi er fólk sem vill óheftan inn- flutning útlendinga og veltir ekki fyrir sér viðtökum, kostnaði, vinnu, málkennslu, aðlögun og því alvarleg- asta, trúmálum. Þetta fólk hugsar ekki langt og sama gildir um suma atvinnurekendur sem sjá góðæri fyr- ir sig í ódýrum mállausum mannskap sem er óupplýstur um réttindi og skyldur. Það er slæmt hvað gott fólk skemmir oft góðan málstað með fljótfærni og ekki hjálpar skortur á framsýni stjórnmálamanna málum innflytjenda. Við megum ekki sam- hliða hjálpsemi við manneskur í neyð, sá fræi tortryggni og óvildar í þeirra garð. Með ógrundaðri stefnu gerum við okkur öllum óleik sem erf- itt er að laga og má líkja við gott hús á slæmum grunni. Þjóðfélag okkar er nokkuð traust og samkennd við- unandi þó launamisrétti sé við lýði. Jafnrétti kynja er loks komið í sæmi- legt jafnvægi nema það sem snýr að störfum og launum. Inn í þetta sam- félag kemur fólk frá margvíslegum þjóðfélögum og skilur hver eftir sín- um uppruna og hefðum. Ef við vilj- um ekki eiga á hættu að fá einangr- aða minnihluta skulum við hafa borð fyrir báru. Í þessu litla landi er bara rúm fyrir eina þjóð. Skipulag frá byrjun er því aðalatriði. Við eigum ekki að taka á móti fólki sem sættir sig ekki við okkar þjóðfélagshætti og ætlar sér ekki að samlagast þjóðinni og vill jafnvel þröngva sínum lögmál- um á gestgjafana. Það fólk er í mín- um huga óvelkomið, enda skapar það stór vandræði. Litur manna skiptir engu og jafnvel ólíkustu þjóðfélög, en trúmál sem skipa sér hvarvetna í andstöðu við allt og alla, gera það. Þegar við tókum á móti mörgum fjöl- skyldum frá Júgóslavíu, þar sem hjónin voru kristin og múslimar var trúarofstæki fjarri og fólkið því vel- komið og mun örugglega aðlagast vel. En svo er það hin öra fjölgun múslima hér á landi sem gæti orðið okkur þung í skauti vegna þess að trúin er líka lög þeirra og því láta þeir illa að stjórn í öðrum þjóðfélög- um. Þeir vilja ekki aðlagast viðtöku- þjóðum eins og víða hefur komið í ljós, svo sem nýlegt dæmi frá Sví- þjóð sýnir. Úr engri trú hefur hin síðari ár sprottið þvílíkt ofstæki og grimmd en trúnni á Allah. Þaðan er sprottin stríðsyfirlýsing á hendur öllum öðrum trúarbrögðum. Fólk sem skapar illindi á ekkert erindi hingað. Við eigum ekki að taka á móti svo miklum fjölda innflytjenda að það bitni á Íslendingum sem eru hjálparþurfi. Það skapar úlfúð. Við eigum ekki að breyta matarvenjum barna í skólum fyrir lítinn hóp inn- flytjenda með sérþarfir. Það veldur líka vandræðum. Við eigum að plægja akurinn með góða uppskeru fyrir alla í huga. Þegar við tökum á móti innflytjendum eru þau sam- stundis okkar fólk ef þau vilja sam- lagast þjóðinni, ef ekki verða þau hornrekur. Það er á okkar valdi að aftra því. Við megum ekki flytja inn fleira fólk en við ráðum við að kenna mál okkar, siði og grundvallar lög- mál og allt á okkar kostnað. Við verð- um að láta fólkinu líða vel frá byrjun. ALBERT JENSEN, trésmíðameistari. Innflytjendur, trú- mál og viðtökur Frá Alberti Jensen: Albert Jensen ÖRUGGLEGA finnst mörgum að nóg sé búið að fjalla um ástandið hjá stjórn Landssíma Íslands, en þegar fréttir bárust af því að búið væri að reka uppljóstrara blaðamanns DV innan Landssímans, vegna þess að hann hafi brotið trúnað, fannst mér nóg komið. Ég bara skil ekki hvað þeim sem tóku þá ákvörðun gengur til. Finnst þeim svona voðalega gam- an að vera í fréttum eða hvað? Allir sem eitthvert vit hafa í kollinum hefðu getað séð það fyrir að brott- reksturinn yrði frétt og að almenn- ingur kæmi til með að finna til sam- kenndar með „litla“ Lands- símamanninum. „Hundalógík“ almennings segir að sennilega hafi öll stjórnin, og þar með talinn stjórn- arformaðurinn, verið búin að brjóta þennan trúnað og því í ósköpunum situr hún þá að mestu enn? Örugg- lega hefur þessi vesalings starfsmað- ur brugðist einhverju trausti, en er það ekki skylda hans að ljóstra upp um mál sem eru í gangi og teljast vera, svo ekki sé meira sagt, á gráu svæði. Til eru fræði sem kölluð hafa verið krísustjórnun, (e. Crisis Manage- ment). Núna eru vissulega margar mismunandi skoðanir innan þessara fræða um það hvernig eigi að bregð- ast við krísu eins og Landssíminn er kominn í. Ég held þó að ég geti full- yrt að allir eru sammála um að það mikilvægasta, sem fyrirtæki sem komið er í svipaða klípu og Lands- síminn er í núna, sé að komast út úr henni eins fljótt og mögulegt er. Í stað þess að gera það með því að hreinsa loftið ákveða stjórnendur Landssímans svona rétt að minna á sig í fjölmiðlum með því að losa sig við „litla“ Landssímamanninn. Nú veit ég að Landssíminn hefur starf- andi hjá sér fjölda fólks sem vinnur við markaðssetningu og ímynd fyr- irtækisins, vinnur náið með a.m.k einni auglýsingastofu og hefur sér- stakan aðila í kynningarmálum sem m.a. sér um tengsl við fjölmiðla. Í ljósi þess finnst mér alveg furðu- legt að gripið hafi verið til þessa bragðs. Í mínum huga er augljóst að þegar skynsemin hefur brugðist stjórnendum Landssímanns, þá hef- ur andskotinn komið þeim til hjálpar. ÓLAFUR HRAFN ÓLAFSSON, rekstrarhagfræðingur, Grandavegi 40, 107 Reykjavík. Aftaka njósnara Frá Ólafi Hrafni Ólafssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.