Morgunblaðið - 12.03.2002, Page 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra sagði á Alþingi í gær að það
kæmi ekki til greina að Náttúru-
vernd ríkisins drægi úr landvörslu á
hálendinu. „Landvarsla er mjög mik-
ilvæg og það á ekki að draga úr
henni,“ sagði ráðherra.
Tilefni þessara ummæla var fyr-
irspurn Jóhanns Ársælssonar, þing-
manns Samfylkingarinnar, um álit
umhverfisráðherra á þeim fyrirætl-
unum Náttúruverndar ríkisins að
draga úr landvörslu á hálendinu. Í
svari ráðherra kom fram að ráðu-
neytið hefði fyrir skömmu fengið
rekstraráætlun Náttúruverndar þar
sem fram kæmi að ætlunin væri að
draga úr landvörslu til að hagræða í
rekstri sínum. Fram kom í máli ráð-
herra að Náttúruvernd ríkisins væri
að velta um 140 milljónum kr. á ári.
Þar af væri kostnaður landvörslunn-
ar um 10 milljónir kr. „Það er alveg
ljóst að ég mun ekki samþykkja það
að dregið verði úr landvörslunni,“
sagði ráðherra. „Það er ekki í anda
þeirrar stefnumörkunar sem við höf-
um markað.“ Ráðherra sagði að
Náttúruvernd ríkisins yrði að finna
aðrar leiðir til að draga úr rekstr-
arkosnaði, t.d. með því að hagræði á
skrifstofu Náttúruverndar í Reykja-
vík. „Það er ljóst að landvarslan er
mjög mikilvæg, ferðamannastraum-
urinn verður æ meiri þannig að við
drögum ekki úr landvörslunni.“
Umhverfisráðherra
Vill ekki draga
úr landvörslu
KATRÍN Fjeldsted, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutnings-
maður tillögu til þingsályktunar Al-
þingis um úttekt á óhreyfðum skip-
um í höfnum og skipsflökum og
kostnað við hreinsun þeirra.
Meginefni tillögunnar er að Al-
þingi álykti að fela umhverfisráð-
herra að láta kanna fjölda óhreyfðra,
úreltra skipa í höfnum landsins, svo
og fjölda strandaðra skipa og skips-
flaka nálægt landi, kostnað við að
flytja þau burt og endurvinna brota-
málm, timbur og plast úr skips-
skrokkunum.
Meðflutningsmenn tillögunnar
eru Ásta Möller, Gunnar I. Birgis-
son, Kristján Pálsson, Guðjón Guð-
mundsson, Guðmundur Hallvarðs-
son og Einar Oddur Kristjánsson,
þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Í greinargerð tillögunnar segir
m.a. að umhverfis landið, jafnt í
höfnum sem annars staðar, sé að
finna óhreyfð skip, úrelt, ónýt og
jafnvel án eigenda. Enginn vilji væri
hins vegar fyrir því að fjarlægja úr
sér gengna skipsskrokka sökum
þess hve kostnaðarsamt það væri
talið vera. „Ekki hefur verið lagt mat
á hve verðmætt efnið í þessum skip-
um og bátum kynni að vera, en
kostnaður við að flytja efnið í mót-
tökustöð til endurvinnslu hefur vaxið
mönnum í augum og orðið til þess að
enginn úrlausn hefur fundist. Þannig
er um óleyst umhverfisvandamál að
ræða,“ segir í greinargerðinni. Þar
segir enn fremur að skv. upplýsing-
um hafnarstjórans í Reykjavík væru
engin ónýt skip í Reykjavíkurhöfn,
en þar væru nokkur verkefnalaus
skip sem þó væri vel við haldið.
Úttekt á
óhreyfð-
um
skipum
Morgunblaðið/Kristinn
Í mörgum höfnum landsins eru úrelt skip og önnur sem staðið hafa
óhreyfð svo árum skiptir. Kostnaðarsamt er að koma þeim í endurvinnslu.
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra, gagnrýnir á
heimasíðu sinni leiðara Morgunblaðs-
ins sl. föstudag og sunnudag sem
fjalla um dreifða eignaraðild að bönk-
um. Segir ráðherrann m.a. að leiðara-
höfundur fullyrði að lagasetning sín
um eftirlit með
virkum eignar-
hlutum í fjármála-
stofnunum hafi
ekki haft nein
áhrif. „Þetta tel ég
að byggist á mis-
skilningi. Það er
alls ekki komin
næg reynsla á
þessi lög,“ segir
hún.
Í upphafi greinarinnar á heimasíðu
sinni segir ráðherrann að í leiðaran-
um hafi ekki verið minnst á viðskipta-
ráðuneytið sem fari með þennan
málaflokk og hafi undirbúið tillögu til
úrbóta sem samþykkt hafi verið af
fulltrúum allra flokka á Alþingi fyrir
tæpu ári og vísar ráðherrann þar til
lagaákvæða um eftirlit með virkum
eignarhlutum í fjármálastofnunum.
„Ég undrast það að Morgunblaðið
hefur aldrei séð ástæðu til að fjalla
um þá greinargóðu skýrslu sem unnin
var af viðskiptaráðuneytinu um þá
möguleika sem væru fyrir hendi til
þess að taka á þessu mikilvæga máli
sem snertir lánastofnanir og eignar-
aðild að þeim. Skýrslan birtist sem
fylgirit með frumvarpinu um eftirlit
með virkum eignarhlutum og var
grunngagn í tengslum við ákvarðana-
töku af hálfu ráðuneytisins, ríkis-
stjórnarinnar og Alþingis í málinu.
Auðvitað vildi ég skoða þann mögu-
leika til hlítar og binda í lög takmark-
anir á eign í lánastofnunum og því var
lagt í mikla vinnu af hálfu ráðuneyt-
isins til að grandskoða allar leiðir. Það
þýðir hins vegar ekki að berja höfðinu
við steininn og láta eins og við séum
eyland í þessum efnum. Í skýrslunni
kemur fram hvaða leiðir eru færar,
reifaðir kostir þeirra og gallar, greint
frá því hvaða leiðir aðrar þjóðir hafa
farið, hverjar reglurnar eru í samn-
ingnum um Evrópska efnahagssvæð-
ið o.s.frv.“
Viðskiptaráðherra segir að í banka-
tilskipunum Evrópusambandsins sé
kveðið á um að fjármálaeftirlit skuli
meta hæfi eigenda virkra eignarhluta
í lánastofnunum, þeirra sem eiga
meira en 10%. Um þetta hafi verið
sett viðamikil ákvæði í íslensk banka-
lög þar sem Fjármálaeftirlitið geti
m.a. tekið atkvæðisrétt af þeim sem
fari þannig með hlut sinn að það skaði
heilbrigðan og traustan rekstur við-
komandi lánastofnunar. Segir hún
löggjöf annarra EES-ríkja með líkum
hætti en Noregur sé undantekningin.
Þar sé kveðið á um að enginn megi
eiga meira en 10%. „Þetta komast
Norðmenn ekki upp með. ESA hefur
haft þessar takmarkanir Norðmanna
til skoðunar í nokkurn tíma og gefið
út þá skoðun sína að takmörkunin
brjóti í bága við 40. gr. EES-samn-
ingsins og sé í andstöðu við banka-
tilskipunina. Norska fjármálaráðu-
neytið hefur nú ákveðið að leggja til
að þessar takmarkanir verði afnumd-
ar í stað þess að málið fari fyrir
EFTA-dómstólinn. Í stað þess verða
sett lög lík þeim sem við settum í
fyrra,“ segir ráðherrann.
Í lok greinarinnar segist Valgerður
Sverrisdóttir að sjálfsögðu fylgjandi
dreifðri eignaraðild að lánastofnun-
um. „Ég var fylgjandi því að skoða
þann möguleika til hlítar hvort ekki
væri rétt að setja takmarkanir á eign-
arhluti í lánastofnunum. Niðurstaðan
eftir vandlega yfirlegu var sú að setja
þess í stað efnismeiri ákvæði um eft-
irlit Fjármálaeftirlitsins með eigend-
um virkra eignarhluta. Sú leið er í
samræmi við það sem almennt tíðkast
í þeim löndum sem við berum okkur
saman við. Síðan lögin voru sett í
fyrra hefur það komið í ljós að við fór-
um rétta leið. Sú leið að setja beinar
takmarkanir á eignarhluti brýtur í
bága við alþjóðlegar skuldbindingar
okkar, hvort sem Mogganum líkar
það betur eða verr.“
Viðskiptaráðherra gagnrýnir leiðara Morgunblaðsins
um dreifða eignaraðild fjármálastofnana
Stríðir gegn alþjóðleg-
um skuldbindingum
Valgerður
Sverrisdóttir
ELLERT Sölvason,
sem fleiri kannast trú-
lega við undir nafninu
Lolli í Val, lést á
Landspítalanum sl.
föstudag á 85. aldurs-
ári.
Ellert fæddist á
Reyðarfirði 17. desem-
ber 1917 en fluttist
tveggja ára til Reykja-
víkur og var alinn upp
á Óðinsgötu. Lolli
gekk í ÍR á níunda
aldursári og æfði fim-
leika með félaginu.
Árið 1931 gekk
hann í Val og æfði hann knatt-
spyrnu með félaginu í áraraðir.
Sumarið 1935 hóf
hann að leika með
meistaraflokki og varð
sjö sinnum Íslands-
meistari með félaginu.
Einnig lék hann með
félaginu í keppnisferð-
um erlendis og tvisvar
var hann lánaður til
Víkings í keppni er-
lendis.
Árið 1951 lagði Lolli
í Val skóna á hilluna
en hafði áfram afskipti
af knattspyrnu. Stund-
aði hann m.a. þjálfun
um árabil víða um land
og hélt námskeið á vegum Knatt-
spyrnusambands Íslands.
Ellert Sölvason
Andlát
ELLERT SÖLVASON
TÖLUVERÐAR skemmdir urðu í
þremur íbúðum í Logalandi í
Fossvogi í gær þegar eldur kom
upp í kjallaraíbúð þar. Reykur
barst frá íbúðinni yfir í hinar
íbúðirnar og hlutust skemmdir af
hans völdum.
Ein kona var inni í kjallaraíbúð-
inni sem kviknaði í en ekki reynd-
ist þörf á að flytja hana á sjúkra-
hús með sjúkrabifreið. Slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins barst til-
kynning um eldinn kl. 16.28 og
var það um klukkustund að
slökkva eldinn, sem var töluverð-
ur þegar að var komið. Ekki er
vitað um eldsupptök, en lögreglan
hefur tekið tildrög eldsins til
rannsóknar.
Morgunblaðið/Ásdís
Enginn slasaðist í eldsvoðanum en talsverðar reykskemmdir urðu.
Kviknaði
í kjallaraíbúð
Samþykkt að sameina
Húsavík og Reykjahrepp
SAMEINING Húsavíkurkaupstað-
ar og Reykjahrepps var samþykkt í
kosningum sl. laugardag. Reinhard
Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík,
segir þetta þýða að í vor verði til nýtt
sveitarfélag með sameinaðri sveitar-
stjórn sem taki til starfa 9. júní.
Kosningin fór þannig að á Húsavík
kusu 558 af 1.688 sem voru á kjör-
skrá eða rúm 33%. Já sögðu 515 eða
yfir 92%, nei sögðu 40 sem er 7,17%
og auðir seðlar og ógildir voru 3. Í
Reykjahreppi kusu 58 af 69 sem á
kjörskrá voru. Samþykkir samein-
ingu voru 35 eða rúm 60%, en nei
sögðu 23.
Íbúafjöldi á Húsavík er rúmlega
2.400 og í Reykjahreppi búa 100
manns. Reinhard segir að þótt sam-
einingin sé ekki stór í sniðum skipti
hún miklu máli. Þarna sameinist
þéttbýli og dreifbýli og telur hann
það geta orðið undanfara frekari
sameiningar nágrannabyggða í
dreifbýli við þetta sameinaða sveit-
arfélag í næstu framtíð.
Settur
forstjóri
Þjóðhags-
stofnunar
FORSÆTISRÁÐHERRA hefur
sett Sigurð Guðmundsson skipu-
lagsfræðing til að taka tímabundið
við embætti forstjóra Þjóðhags-
stofnunar. Þórði
Friðjónssyni,
forstjóra stofn-
unarinnar, hefur
verið veitt lausn
að eigin ósk frá
31. mars næst-
komandi.
Í frétt frá for-
sætisráðuneyt-
inu kemur fram
að unnið hafi
verið að undan-
förnu að breyttri verkaskiptingu
stofnana ríkisins á sviði efnahags-
mála. Um sé að ræða viðamikla
endurskipulagningu sem lúti eink-
um að því að færa verkefni Þjóð-
hagsstofnunar til annarra stofn-
ana. Þegar ljóst verði hvernig því
verði hagað í einstökum atriðum
verði frumvarp þar að lútandi lagt
fyrir Alþingi.
Sigurður Guðmundsson er settur
í embættið til þriggja mánaða með-
an unnið er að undirbúningi áður-
nefndra breytinga. Sigurður hefur
starfað á Þjóðhagsstofnun undan-
farin þrjú ár en hann var áður
starfsmaður Byggðastofnunar.
Sigurður
Guðmundsson